Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 16
16 Tfminn Laugardagur 7. nóvember 1992 Rætt við Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðing sem segir hér m.a. frá skjálfta- virkni í Mýrdals- jökli og leiðum til að skilgreina hættuástand Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur: „Kerfið hefur verið byggt upp með stuðningi ann- arra Noröurlandaþjóöa, svo telja má aö hér sé um samnorrænt verkefni að ræða. “ (Tímamynd Ámi Bjarna) Fjöidi skjálfta í Mýrdalsjökli sem mældust yfir 2,0 stig á Richterkvarða. Glöggt má sjá tiðnina í októbermán- uöi er ástæða þótti til að lýsa yfir viðbúnaðarástandi. Wesper SnyderGeneral Corporation HITA- BLÁS- ARAR WESPER hitablásararnir eru nú fyrirliggjandi í stærðunum 7, 10, 19 og 22 kW. Ennfremur mótorar og element. Wesper UMBOÐIÐ Sólhí vnum 26.104 Reykjavík . Sími 91-34932, Fax 91-814932 Hættan á Kötlu- gosi og nýtt aðvörunarkerfi Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur: „Kerfið hefurver- ið byggt upp með stuðningi annarra Norðurlandaþjóða, svo telja má að hér sé um samnorrænt verkefni að ræða.“ (Tíma- mynd Árni Bjarna) Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að mikill viðbúnaður hefur verið í gangi að undanfömu vegna hættu á Kötlugosi, en mikil jarð- skjálftavirkni á svæðinu gaf ástæðu til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi Almanna- vama fyrir skemmstu. Sem betur fer eru jarðvísindamenn nú betur í stakk búnir en var til þess að greina þau merki sem boða kunna að hætta sé yf- irvofandi og að undanfömu hefur sú tækni sem til slíks þarf verið að batna með auknum og þéttari skynjunar- búnaði. Til þess að fræða okkur nánar um þessi efrii áttum við í gær samtal við Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðing, en hann fylgist nú með öll- um hræringum svo að segja dag og nótt og verið er enn að fjölga því fólki sem stendur beinínis að eftirlitinu. „Á síðari árum hefur orðið til hér í landinu fullkomið jarðskjálftaaðvör- unarkerfi,“ segir Ragnar, „sem nú hef- ur verið byggt upp með stuðningi annarra Norðurlandaþjóða, svo kalla má að um samnorrænt verkefni sé að ræða. Kerfið hefúr einkum verið byggt upp með tilliti til þess að geta spáð fyrir um Suðurlandsskjálfta og út úr þessu hefur nú þegar komið samtengdur búnaður sem ræður við að staðsetja minnstu jarðhræringar og skilgreina einkenni þeirra. Allt tek- ur þetta afar stuttan tíma, þótt enn sé ekki um hundrað prósent upplýsingar að ræða. Þó gefa þær okkur sterkar vísbendingar." Nú var kerfinu í byrjun fyrst og fremst ætlaö aö segja fyrir um Suöur- landsskjálfta? „Það er rétt, en þótt kerfið sé upp- byggt vegna Suðurlandsskjálfta hefur það líka reynst mjög gagnlegt á öðr- um sviðum og þá ekki síst í tengslum við hugsanlegt Kötlugos. í haust fengum við stuðning frá Viðlaga- trygginu til þess að bæta við stöð á Skammadalshóli í Mýrdal og nú á dögunum barst vilyrði frá dómsmála- ráðherra — en hann er yfirmaður Al- mannavama — um að við gætum hafið byggingu stöðvar af sömu gerð á Snæbýli í Skaftártungu. Snæbýli er norðaustur af Mýrdalsjökli. Þetta mun gera okkur mögulegt að stað- setja jarðskjálfta þama á nákvæmari hátt og skilgreina betur einkenni þeirra. Slíkt gefur betur til kynna hvað er að gerast niðri í undirdjúpun- um. Þessar tvær stöðvar eru af miklu fullkomnari gerð en mælamir sem þama voru áður, sem verður til þessi að miklu fleira má úr upplýsingum frá þeim lesa, ekki síst um spennu- ástandið í jarðskorpunni. Hér hefur því með tímanum orðið til viðvömnarkerfi sem spannar Suður- landið og hringir sjálfkrafa í okkur ef eitthvað mikið er á seyði. Við vitum hvar atburðir eru að eiga sér stað og hvers eðlis. Við höfúm og fengið í hendur boðtæki, líkt og menn bera með sér á sjúkráhúsum, og gengur undir nafninu „friðþjófúr." Þegar það hringir getum við þegar séð í megin- dráttum á tölvu heima við og tengd er netinu hvers eðlis viðvörun er. Enn er ég aðeins einn á þessari „eilífðarvakt", en í undirbúningi er að við verðum fleiri. Nú er í ráði að boðin geti borist inn á spádeild Veðurstofunnar, en þar er vakt allan sólarhringinn. Þannig verður öryggisnetið brátt þéttriðnara. Vissulega hafa atburðimir í Mýrdals- jökli að undanfömu flýtt fyrir fram- gangi þessara mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.