Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. nóvember 1992 Tlminn 3 Bæjarbúar á Seltjarnarnesi hafna algerlega útþenslu byggðar vestan við núverandi byggð á nesinu. Siv Friðleifsdóttir bæjarfulltrúi: „Þáttaskil í skipulags- málum Seltjarnarness“ Á mjög fjölmcnnum borgarafundi bæjarbúa á Seltjamarnesi í fyrra- kvöld var samþykkt að óska eftir breytingum á núverandi aðalskipu- lagi Seltjamamess, þannig að óbyggða svæðið fyrir vestan núver- andi byggð verði skipulagt sem fólkvangur. Jafnframt var samþykkt að bæjarstjómin leiti leiða til að kaupa landið fyrir hönd bæjarbúa. Tillögur, sem bæjarstjórinn mælti fyrir um veg og byggð vestan við núverandi byggð, fengu alls engar undirtektir á fundinum. ,Að mínum mati mun þessi fundur marka þáttaskil í skipulagsmálum Seltjarnarness. Allir bæjarbúar, sem tóku til máls á fundinum, voru á einu máli um að það bæri að vernda þetta svæði. Ég fæ ekki séð að það verði hægt að ganga framhjá þess- um skýra vilja bæjarbúa," sagði Siv Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Samtök atvinnulausra vilja: Matargjafir til þurfandi Samtök atvinnulausra hafa farið þess á leit við Alfreð Þorsteinsson, varaborgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, að hann flytji á ný tillögu um að koma á fót matarskýli í Reykjavík. Fyrr á árinu lagði Alfreð fram þá til- lögu í borgarstjórn að komið yrði á fót matarskýli fyrir bágstadda Reyk- víkinga. Alfreð segir að forsvars- menn Samtaka atvinnulausra telji að margir atvinnulausir séu án bóta og eigi ekki í nein hús að vernda. Hann hefur eftir þeim að þeir hygg- ist dreifa sfld til bágstaddra, sem þeir fengu að gjöf í Þorlákshöfn. „Þeir ætla að reyna að koma sér upp að- stöðu til að geta gefið mat,“ sagði AI- freð. -HÞ Friðleifsdóttir, fúlltrúi minnihlut- ans í bæjarstjóm, um niðurstöðu fundarins, en fundurinn var haldinn að fmmkvæði minnihlutans. Á fundinum mælti Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóri fyrir skipulag- stillögum, sem unnið hefur verið að á vegum bæjarins síðustu ár. Tillög- umar gera ráð fyrir talsverðri byggð vestan við núverandi byggð og vega- framkvæmdum. Bæjarstjóri sagði að ef bæjarsjóður ætti að geta eign- ast land vestast á nesinu, yrði hann að geta selt lóðir. M.a. þess vegna yrði ekki komist hjá því að þenja byggðina vestar á nesið. Á fundinum var mjög mikil and- staða við að stækka byggð vestur á nesið, og kom fram greinilegur vilji til að leita annarra leiða til að gera bænum kleift að kaupa Iandið. Mikil andstaða er við tillögur bæj- arstjórans í Sjálfstæðisflokknum á Seltjarnarnesi, og óvíst er um hve mikils fylgis þær njóta meðal sam- verkamanna bæjarstjórans í bæjar- stjóminni. Á fundinum lagði Guð- mar Magnússon, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, til að hugmyndir um meiri byggð vestar á nesinu yrðu lagðar til hliðar fram yfir næstu bæj- arstjórnarkosningar. Sigurgeir bæj- arstjóri sagði útilokáð að fallast á þetta. „Þetta mál fer ekki eftir flokkspólit- ískum línum meðal bæjarbúa. Það er almennur vilji að vernda þetta svæði. Ég fæ ekki séð að þeim, sem tala fyrir byggð þama, sé stætt á því lengur eftir þennan fund," sagði Siv Friðleifsdóttir. -EÓ Þórður Þ. Þorbjarnarson: Opinber útför Útför Þórðar Þ. Þorbjamarsonar borgarverkfræðings verður gerð frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 10. nóyember kl. 13:30. Útförin fer fram á vegum Reykja- víkurborgar í virðingarskyni við hinn látna. Séra Jón Bjarman jarð- syngur. Borgarskrifstofumar í Ráðhúsinu og að Skúlatúni 2 verða lokaðar eft- ir hádegið vegna útfararinnar. L NYJUNG! EL'VITAL FROÐUNÆRING SEM , AÐ SKOLA ÚR EFTIR HÁRÞ VITAL skumbalsam **CGINNCm*ÍI>NN& Cfr WMD L'ORÉAU Sýnishorn af verkum Stein- gríms Eyfjörð: „Horft á PARSI- FAL“, verk unnið 1992. Texti og teikn- ingar á sýningu í Nýlistasafni í dag, laugardag, verður opnuð óvenjuleg sýning í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavik. Um er að ræða sýningu á um 50 teikningum og textaverkum, sem Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson hefur unn- ið á síðustu árum. Steingrímur hefur haldið ijórtán einkasýningar, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýning- um hér heima og erlendis. Af sýn- ingarstöðum erlendis má nefna Hol- land, Sviss, Ítalíu, Svíþjóð og Eng- land, en einkasýning, sem Stein- grímur hélt í Essex-háskóla í Colchester í Englandi fyrir tæpum fimmtán árum, vakti mikla athygli í þarlendum dagblöðum á sínum tíma. Sýningin í Nýlistasafninu er opin frá kl. 14 til 18 alla daga og henni lýkur 22. nóvember. RÚMGÓÐUR Á Lada Station er kjörinn bíll fyrir þá sem þurfa burðarþolinn, rúmgóðan og sparneytinn bíl á vægu I verði. Afturhurðin er stór og auðveldar það aðgang að rúmgóðu farangursrými sem stækka má um helming efaftursæti er velt fram. Lada Station er 5 manna og er framleiddur með 1500 cnf vél. Hann er fáanlegur með fjögurra og fimm gíra skiptingu. Z LADA STATION .«> ' r cv/WÁ' * .•’“*' "ÖÍV* ,+Æf fa'r o<r rijbesv/* þí /m OTzrr ír<VÍM GÓÐU VERÐI BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13 108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.