Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 7. nóvember 1992
MOLAR
... Þýska 11616 Borussia
Munchengladbach hefur látiö
þjálfara félagsins, Jurgen Gels-
dorf, taka pokann sinn, en liðinu
hefur gengið illa það sem af er
móts og er á sveimi nálægt botni
Bundesligunnar. Þetta er annar
Bundesligu-þjálfarinn sem látinn er
fara á tveimur dögum, en botnliðið
Bochum rak einnig þjálfara sinn.
Aðstoðarþjálfari Gladbach mun
taka við starfi Gelsdorf til bráða-
birgða.
... Nú oru hugmyndir hjá Knatt-
spyrnusambandi Evrópu, UEFA,
um að fjölga liðum (Evrópukeppni
féiagsliöa úr 64 (96 og ef af veröur
mun breytingin taka gildi strax á
næsta ári. Nefnd er starfandi hjá
UEFA sem vinnur að þvf að endur-
skipuleggja Evrópukeppni félags-
liða, vegna fjölgunar þátttöku
þjóða ( UEFA og má rekja það til
þeirra breytinga sem gengið hafa
yfir Evrópu á undanförnum árum.
... Næstkomand þriðjudag
munu þeir Maradona og Paul
Gascoigne mætast á knattspyrnu-
vellinum, en lið þeirra, Sevilla og
Lazio, mætast í vináttuleik og fer
leikurinn fram ( Sevilla á Spáni.
Þaö gæti þó sett strik (reikninginn
að Gazza hefur verið með inflú-
ensu, en er á batavegi og er von-
ast til þess að hann verði orðinn
góður á þriðjudag.
... Hollendingarnir Frank Reijk-
ard og Marco Van Basten skrifa að
öllum líkindum undir nýjan þriggja
ára samning viö AC Milan á næstu
dögum, en félagi þeirra Ruud Gull-
it býr ekki við sama atvinnuöryggi
þessa dagana, hann hefur átt erfitt
uppdráttar það sem af er mótsins
á ítaKu. Forráðamenn Milan-liösins
segja þó aö Gullit sé ekki á förum
frá liöinu, en segjast hafa gert
samkomulag viö Gullit um að
geyma gerö nýs langtímasamn-
ings um hríð og eru stjórnendur
AC Milan með það (huga aö blöa
og sjá hvort Gullit nái sér á strik.
... Kolbrún Jóhannsdóttir
leikur ( dag sinn 500. leik fyrir félag
sitt Fram í handknattleik. Þessi
sögulegi leikur Kolbrúnar er gegn
KR og hefst klukkan 14.001 Laug-
ardalshöll. Kolbrún hefur um árabil
verið lykilleikmaöur Fram og (s-
lenska landsliösins, en hún hefur
að undanförnu ekki gefið kost á
sér, þó eflaust gæti landsliðið not-
aö krafta hennar.
Knattspyrna:
Salih Porca í Fylki
amningur mun vcra í burðarliðnum á mflii Það er alveg Ijóst að þaö yrðí mikill fengur En hins vegar er það staðreynd að mörg í
ðans í 1. deild, Pyltós, og Salih Porca, fyrir Fylkismenn að fá Porca í sínar raðir þar líta hýru auga til leikmannahóps Vals af þ
Samningur mun vera í burðarliðnum á milli
nýliöans í 1. deild, Pyltós, og Salih Porca,
júgóslavneska leikmannsins sem lék með bik-
armeisturum Vals síöastliöiö keppnistímabil.
Þorsteinn Þorsteinsson, formaður knatt-
spymudeildar Fyltós, staöfesti það f samtali
við Tímann að yfirgnæfandi líkur væru á því að
Porca létó með Árbæjarliöinu á næsta kcppnis-
tímabili. Samningar munu ektó vera fullfrá-
gengnir, en Þorsteinn sagði að síðustu hnút-
amir myndu verða hnýttir í næstu viku.
Það er alveg Ijóst að það yrði mitóU fengur
fyrir Fylkismenn að fá Porca í sínar raðir þar
sem hann var einn af bestu leikmönnum Sam-
stópadeildarinnar í sumar og var hann valinn í
lið ársins á lokahófi ieikmanna. Samkvæmt
heimUdum Tímans hugsar Porca sér til hreyf-
ings frá Val, þar sem Valsmenn hafi ektó stað-
ið fyUilega við þann samning sem liðið gerði
við hann. Heyrst hafa háværar raddir um að
fleiri leikmenn séu á leið frá Val af sömu
ástæðum, en forráðamenn Vals vísa því á bug.
En hins vegar er það staðreynd að mörg félög
h'ta hýru auga til leikmannahóps Vals af þess-
um sökum.
Fylkismenn, sem eins og áður s'agði unnu sér
sæti að nýju £ 1, deild í sumar, hafa verið að
leita að leikmönnum tíl að styrkja lið sitt, en
samt sem áður mun það vera ætlun forráða-
manna liösins að byggja liðið á þeim leik-
mönnum sem alist hafa upp bjá félaginu. Þó
má búast við því að Pylkismenn fái jafhvel 1-2
leikmenn til liðs við sig í viðbót
Dregið í Evrópukeppninni í knattspyrnu:
Sænsku meistararnir
mæta AC-Milan
í gær var dregið í Evrópukeppnun-
um þremur í knattspyrnu og fór
drátturinn fram í höfuðstöövum
knattspyrnusambands Evrópu, í
Genf í Sviss og hér eftir má sjá hvaða
liö leiða saman hesta sína í keppn-
inni:
Evrópukeppni
meistaraliða
Dregið er í tvö riðla í Evrópukeppni
meistaraliða og leikur hvert lið þar
sex leiki, bæði heima og að heiman
og verða fyrstu leikirnir leiknir 25.
nóvember.
A-riðill
Marseille
Club Brugge
CSKA Moskva
Glasgow Rangers
B-ríðiII
IFK Gautaborg
Porto
PSV Eindhoven
AC Milan
25. nóvember fara
fram eftirtaldir leikir:
Club Brugge-CSKA Moskva
Glasgow Rangers-Marseille
Porto-PSV Eindhoven
AC Milan-IFK Gautaborg
Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik:
FH MÆTIR YSTAD
FH leikur um helgina tvo leiki í
Evrópukeppni meistaraliða í hand-
knattleik, en FH-ingar mæta þar
sænsku meisturunum Ystad. Báðir
leikirnir fara fram í Kaplakrika í
Hafnarfirði. Fyrri leikurinn fer fram
í dag kl. 17.00, en sá síðari á morgun
kl. 20.30. Það verður við ramman
reip að draga fyrir FH-inga, en ef
þeir sýna góðan leik ættu möguleik-
ar að vera fyrir hendi að komast
þriðju umferð í keppninni.
Evrópukeppni bikarhafa
Sparta Prag-Parma
Olympiak.Pir.-Atletico Madrid
Steaua Búkar.-Admira Wacker/Ant-
werp.
Feyenoord-Spartak Moskva
Fyrri leikirnir verða háðir 3. mars
næstkomandi og síðari leikirnir 17.
sama mánaðar.
Evrópukeppni félagsliða
Ajax-Kaiserslautern
Bor.Dortmund-Real Zaragoza
Paris St.Germ-Anderlecht
St.Liege-Auxerre
Dyn.Moskva-Benfica
Roma-Galatasary
Vitesse Arnh.-Real Madrid
Sigma Olomouc-Juventus
Fyrri umferð verður leikin 25. nóv-
ember, en sú síðari 9. desember.
NOTAÐU
PENINGANA ÞÍNA
í EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN
DRÁTTARVEXTI
Við minnum á gjalddaga
húsnæðislána sem var
1. NÓVEMBER
16. NÓVEMBER_
leggjast dráttarvextir á
lán með lánskjaravfsitölu.
1- DESEMBER________________
leggjast dráttarvextir á
lán með byggingavísitölu.
[& HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
O SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI696900
Evrópukeppnin í knattspyrnu:
OF LITIL MÓRK!
Þegar dregið var í þriðju umferð í
Evrópukeppni bikarhafa í Genf
vakti það athygli að bæði austur-
ríska félagið Admira Wacker og
Antwerpen voru í pottinum, en
liðin áttust við í 2. umferð. Admira
Wacker tapaði fyrri leiknum á
heimavelli 2-4, en tapaði síðari
leiknum eftir framlengingu 3-4 og
Antwerpen sigraði því samanlagt
7-6. Forráðamenn Admira Wacker
hafa óskað eftir því að síðari leik-
urinn verður leikinn á ný þar sem
mörkin á heimavelli Antwerpen
hafi verið of ,lítil. Markvörður
Admira Wacker mun hafa fundið
það út fyrir leikinn að mörkin hafi
verið of lág og síðan hafi það verið
athugað í hálfleik í viðurvist eftir-
litsmanns UEFA og mun hæðin
hafa verið 2,38m í stað 2,44m eins
og segir í reglum.
Talsvert er síðan að mörkin hafa
verið hreyfð úr stað og er talið að
þau hafi verið á sama stað frá því
fyrir síðari heimsstyrjöld.
Magic Johnson.
Körfuknattleikur:
Smitaði Magic
konu af eyðni?
Körfuknattleikshetjan Erwin Mag-
ic Johnson hefur verið sakaður um
að smita konu af eyðni og hefur
hún nú höfðað mál gegn Johnson,
sem tilkynnti á dögunum að hann
væri hættur við að hefja að leika
körfuknattleik á ný með LA La-
kers. Ástæðan fyrir því er að
nokkrir leikmenn í NBA deildinni
sögðust hræðast það að leika á
móti Magic, en þeir voru hræddir
um að smitast. Aðspurður hvort
hann hefði verið neyddur til að
hætta að leika körfubolta í NBA-
deildinni af öðrum leikmönnum,
sagði hann kannski ekki svo vera,
en alla vega hefði honum verið
hjálpað. Þessi uppákoma hefði
eyðilagt þá ánægju sem hann hefði
fengið út úr því að spila. Hann
sagðist hafa leikið af tveimur
ástæðum, hann elskaði þennan
leik og til að hafa gaman af hon-
um. Þegar annar þessara þátta
væri ekki til staðar væri ástæðu-
laust að eyða tímanum í körfubolt-
ann.
BÆNDUR!
Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll
með mykjutaekjum frá Vélboða h.f.
Mióflóttaafls-
dæludreifarar
Snekkjudælu-
dreifarar
í stærðum 4000,
5000 og 6000 Ktra
Flotdekk að vali
Mjöggottverðog
greiðslukjörvið
allra hæfi
Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800.
VELBOÐI
HF
Hvaleyrarbraut 2
220 Hafnarfjörður
Sími 91-651800