Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. nóvember 1992
Tíminn 7
Haukur Halldórsson, formaöur Stéttarsambands bænda.
nauðsynlegt fyrir bændur og sé í
þágu þeirra að það sé samstaða
hjá þeim um viðmiðunarverð til
framleiðenda."
Það varð að breyta
landbúnaðarkerfinu
Hvers vegna þurfti að breyta því
landbúnaðarkerfi sem við bjuggum
við?
„Þar kemur margt til. Ég held að
tímabilið 1985-1991 eigi að kenna
okkur ýmislegt Þó að það hafi fært
bændum ákveðnar tryggingar þá
dróst markaður mikið saman á
þessu tímabili. Bændur fengu fast
fyrirfram ákveðið verð og margir
hverjir höfðu litlar sem engar
áhyggjur af markaðinum, hvort
sem það seldist innanlands eða er-
lendis. Eins var þetta í heildsöl-
unni. Ef kjötið seldist ekki innan-
lands þá var það flutt út Slátur-
leyfishafar nutu þess eiginlega ekki
á nokkum hátt að stunda markaðs-
starfsemi. Auglýsing eða önnur
markaðsstarfsemi sem þeir fóru út
í til að afsetja kjötið var raunveru-
lega bara aukinn kostnaður á þá
vegna þess að ríkið bar ábyrgð á því
sem var flutt út Þama var um
ákveðna meinsemd að ræða.
Almennt held ég að bændur hafi
skynjað og skilið að það var ekki
hljómgrunnur í samfélaginu fyrir
óbreyttu kerfi, þ.e. niðurgreiðslum
inn á heildsölustig og útflutnings-
bótum í þeim mæli sem var. Það
varð að ná meiri sátt um að sá fjár-
stuðningur sem kom frá ríkinu
nýttist betur.
Skilaverð til bænda af útflutningi
var komið niður í núll. Spyrja má
hvort að menn hafi ekki staðið sig
nóg og vel í sölu. Til að svara því
má benda á að á síðustu árum hef-
ur komið á markað í V-Evrópu
kindakjöt frá Ástralíu og Nýja-Sjá-
landi sem er selt á svipuðu verði og
sláturkostnaðurinn er hjá okkur.
Nýsjálendingar hafa auglýst sitt
kjöt sem ómengað og að það sé
framleitt á óræktuðu landi sem sé
á svæði þar sem sé minnsta loft-
mengun í heimi. Þeir eru m.a. að
afsetja umframbirgðir og verja
miklum fjármunum til markaðs-
setningar. Þeir hafa ýtt okkur al-
gerlega út af markaðinum.“
Við eigum möguleika á
að selja unnar búvörur
til Færeyja, Belgíu og
Frakklands
Lítur þú þá svo á að það sé þýðing-
arlaust fyrir íslendinga að reyna að
flytja út búvörur?
„Nei, alls ekki. Það er nokkuð at-
hyglisvert að núna þegar við erum
búnir að leggja af útflutningsbætur
og erum komnir ofan í það að geta
ekki flutt nema nokkur hundruð
tonn í staðinn fyrir nokkur þúsund
tonn fyrir nokkrum árum, þá ber
svo við að bændur eru að fá veru-
legt skilaverð fyrir útflutning. Ég
vonast til að það verði 170 krónur
á kíló af útflutningi til Færeyja.
Skilaverð hér innanlands er um
220 krónur, en við það bætast
beinar greiðslur.
í Færeyjum eru aðilar sem segjast
frekar vilja íslenska kjötið en það
nýsjálenska. Nú sögðu menn hér
heima við Færeyingana, kjötið fæst
ekki á lægra verði en þetta. Þeir
sættust á þetta verð þó að það verði
selt á tvöföldu heimsmarkaðsverði.
Það eru ýmsir aðilar sem vilja
prófa sig áfram með útflutning í
litlu magni. Fleiri aðilar vilja flytja
til Færeyja og síðan eru aðilar sem
ætla að kanna markaði í Belgíu og
Frakklandi. Ég trúi því að það verði
kannski smám saman hægt að
byggja upp einhverja erlenda
markaði fyrir íslenskt kjöt, ekki síst
einstakar unnar kjötvörur. Menn
verða að þreifa sig áfram með mjög
lítið magn í upphafi. Þetta er lang-
tímaverkefni.
Um áramót fella Færeyingar nið-
ur 33% innflutningstoll, en lagður
verður á 10% fjáröflumartollur og
virðisaukaskattur. íslendingar
þurfa hins vegar ekki að greiða
fjáröflunartollinn og þar með
styrkist aðeins staða íslenska kjöts-
ins í samkeppninni við nýsjálenska
kjötið."
Stjómvöld hafa ekkí að
öllu leytí staðið við
sinn hluta búvöru-
samningsins
Hvemig hefur gengið að hrinda í
framkvæmd öllum þeim marghátt-
uðu breytingum á landbúnaðar-
kerfinu sem unnið hefur verið að?
„Það hefur verið tímafrekt að
koma þessu í framkvæmd og kost-
að mikla vinnu. Það sem gerir
þessa breytingu erfiðari en hún
hefði annars þurft að vera er að at-
vinnuástandið í landinu er slæmt.
Bændur hafa einfaldlega að engu
að hverfa vilji þeir hætta búskap
eða minnka við sig. Menn hafa
sömuleiðis á undanfömum ámm
gripið til margvíslegra aðgerða til
að milda samdráttinn. Sumar
þeirra, eins og t.d. sú ákvörðun að
leigja mikið af fullvirðisrétti, leiddu
til þess að vandinn varð stærri því
að margir bændur vildu hefja bú-
skap þegar leigutíminn var liðinn.
Þar ræður erfitt atvinnuástand
auðvitað mestu.
Það sem hefur síðan enn aukið á
erfiðleikana er að það hefur ekki
verið staðið við stuðningsaðgerð-
imar sem samið var um í búvöm-
samningnum ennþá. Samið var
um að leggja vemlega fjármuni í
Framleiðnisjóð og Byggðastofnun
til að greiða fyrir annarri atvinnu-
uppbyggingu í sveitum. Einnig var
lofað að leggja fjármuni í Jarða-
kaupasjóð og til að endurmennta
bændur til annarra starfa. Þá var
gerð bókun um að lagðir yrðu allt
að tveir milljarðar til skógræktar-
og landgræðslustarfa bænda. Við
þetta hefur ekki verið staðið og ég
er ákaflega ósáttur við það. Það em
engir betur til þess fallnir að rækta
landið en bændur. Þeir hafa þekk-
ingu, tæki og tíma til að sinna
ræktun Iandsins.
Eins og ég segi, erfiðleikamir hafa
verið miklir. Það er því í sjálfu sér
skiljanlegt að margur bóndinn sé
beiskur og sendi bændaforystunni
tóninn."
Okkar herbragð er ekki
skipulagt
undanhald
Þú segir að það sé verið að hnýta í
bændaforystuna. Má segja að hem-
aðaráætlun hennar í kjarabarátt-
unni sé skipulagt undanhald?
„Nei, ég vil kalla hemaðaráætlun
okkar óumflýjanlega breytingu.
Það em stöðugt að verða breyting-
ar í landbúnaði. Ég hef stundum
minnt menn á að einu sinni var
góður markaður fyrir íslenskt
sauðakjöt erlendis. Aðstæður
breyttust og sauðamarkaðurinn
hvarf. Sama má segja um saltkjöts-
markað sem var um tíma mjög
góður. Við gátum ekki haldið þess-
um mörkuðum vegna þess að að-
stæður breyttust. Ég held einnig
að við höfum ekki getað haldið
áfram að flytja út dilkakjöt með út-
flutningsbótum í þeim mæli sem
við höfum gert síðustu ár.
í dag stöndum við frammi fyrir
EES-samningum og væntanlegu
GATT- samkomulagi sem felur í sér
aukna fríverslun með búvörur. Ég
hef talið skyldu mína að horfast í
augu við þetta. Ég tel t.d. þýðingar-
laust að hafna GATT. Samkomulag
um GATT mun takast fyrr eða síð-
ar. Við verðum að horfast í augu
við að það verður ekki um aldur og
ævi algjört bann við innflutningi á
búvörum. Þetta kalla ég ekki
skipulagt undanhald heldur að við
séum að horfast í augu við óum-
flýjanlegar breytingar og aðlaga
okkur þeim. Við í stjóm Stéttar-
sambandsins höfum lagt áherslu á
að íslenskir bændur undirbúi sig
að mæta hugsanlegri aukinni sam-
keppni erlendis frá og að skapa
skilning hjá þjóðinni fyrir mikil-
vægi íslensks landbúnaðar. Ég trúi
því að íslenskir bændur muni
áfram sjá íslenskum neytendum
fyrir mest öllum búvömm sem
þeir neyta. Við munum hins vegar
ekki geta gert þetta í ósátt við al-
menning eða neytendur. Ef við
gerum það verður skipulagslaust
undanhald."
Þýðingarlaust fyrir
bændur að vera á móti
GATT
Óttast þú ekki að þetta kerfi sem
verið er að byggja upp hrynji á
næstu árum ef hér verður opnað
fyrir innflutning á búvörum?
„Það er ljóst að það verður tæpast
opnað fyrir verulegan innflutning á
gildistíma nýja búvörusamnings-
ins. Lagt er til grundvallar honum
að stjómvöld raski ekki með að-
gerðum eða aðgerðaleysi þeim for-
sendum sem hann byggir á.
Við gerð kjarasamninganna 1990
var kominn vemlegur hljóm-
grunnur fyrir innflutningi á búvör-
um. Þegar bændur komu inn í við-
ræðumar þá lágu á borðinu drög
að frumvarpi um innflutning á
eggjum, kjúklingum, svínum og
grænmeti. Hefðbundnu búgrein-
amar átti að láta í friði, en hvað
hefði það orðið lengi? Ef þetta skref
hefði verið stigið hefði orðið hér al-
gjört hmn í landbúnaðinum, en
sem betur fer tókst að koma í veg
fyrir að það yrði að vemleika."
Beinn stuðningur
stjómvalda við land-
búnaðinn er 2-3
milljarðar
Að lokum Haukur. Á síðustu dög-
um hafa fjölmiðlar sagt frá grein í
Fjármálatíðindum þar sem er full-
yrt að íslendingar eigi heimsmet í
stuðningi við landbúnað. Fullyrt er
að við styrkjum íslenskan landbún-
að um tæpa 15 milljarða. Hverju
svarar þú þessu?
„Þessi samanburður á stuðningi
stjómvalda við landbúnað í ein-
stökum löndum er flókinn og erf-
iður. Þessi PSE-útreikningar hafa
Iengi verið umdeildir, enda ræðst
niðurstaðan alfarið af þeim for-
sendum sem menn gefa sér.
Stærstur hluti af þessum stuðn-
ingi er svokölluð reiknuð markaðs-
vemd, sem er mismunurinn milli
erlends heimsmarkaðsverðs og
verðs hér á Iandi. Það sjá auðvitað
allir að neytandinn myndi aldrei fá
vömna út úr búð hér á landi á
þessu heimsmarkaðsverði. Það
nægir að minna á verð á kartöfl-
um. Við verðum ekki mikið vör við
lægra verð á kartöflum þó að þær
séu stundum fluttar inn.
Framleiðendaverðið af allri bú-
vömframleiðslu á íslandi er í
kringum 13 milljarða. Ef bætt er
við það lágmarksvirðisauka á
vinnslustigi þá em þetta 16-17
milljarðar. Þegar smásöluálagning
hefur bæst við em þetta rúmir 20
milljarðar. Ofan á þetta bætist virð-
isaukaskattur sem er yfir 5 millj-
arðar og neytandinn borgar. í flest-
um löndum í kringum okkur er
annaðhvort enginn virðisauka-
skattur á matvörum eða mjög lág-
ur. Ríkið endurgreiðir í formi
lægra virðisaukaskattsþreps eða
fellir niður tæplega milljarð. Ef
teknar em allar beinar greiðslur og
niðurgreiðslur em þær í kringum
4 milljarðar. Beinn stuðningur er
því 2-3 milljarðar sem er mjög lágt
hlutfall borið saman við ýmsar ná-
grannaþjóðir okkar. Menn hafa tal-
að um að beinir styrkir við íslenska
framleiðslu séu allt upp í 15 millj-
arðar sem er auðvitað fráleitt"
-EÓ
Tlmamynd Áml Bjamas