Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 18
Laugardagur 7. nóvember 1992
18 Tíminn
Kvenrithöfundar
nýrrar kynsióðar
virða að vettugi
einkarétt karla á
nærgöngulum
skáldskap um
kynlífið
Þegar kynlífsbyltingin stóö
sem hæst um 1975 reyndi
Gloria Steinem aö skil-
greina línuna vandþræddu
milli þessa sem telst klám
og lýsing á ástalífi. Hún
sagði: „Munurinn á þessu
tvennu er jafn mikill og á
ást og nauðgun, virðingu
og niðurlægingu, félags-
skap og þrælahaldi, unaði
og sársauka." Þessi orð er
að finna í ritinu „Ástarunað
ur og klám“. Klám segir
hún ekki fjalla um kynlíf,
heldur valdamun. Ástarun-
aður þýðir sælu. En vand-
inn er sá að „það er svo
mikið um klám, en lítið um
ástarunað."
„Slátrarmn“
Fimmtán árum eftir að Steinem
skrifaði ritgerð sína er enn mikið af
klámi, en umfjallanir um ástarunað
— einkum í kvennabókmenntum
— eru mjög fyrirferðarmiklar.
Skáldsaga Alinu Reyes, „Slátrarinn",
sem er stutt (aðeins 70 síður), hefur
selst í hálfri milljón eintaka og verið
þýdd á fimmtán tungumál. Hún var
tilnefnd til frönsku Goncourt-verð-
launanna. Reyes hefur verið nefnd
„hin nýja drottning ástalífsbók-
mennta“ sem skrifar samkvæmt
hefð þeirra Anais Nin, Colette og
Marguerite Duras. Annar höfundur í
hópi fremstu kvenrithöfunda, Beno-
ite Groult, sem nú er 72 ára, hefur
og snúið sér aö því að rita um
„ástríður og ástir og konur, sem ekki
er refsað fyrir að njóta þessa.“ Skáld-
saga hennar „Salt á hörundi“ hefur
þegar selst í einni milljón eintaka í
Evrópu og verið kvikmynduð með
Gretu Scacchi í aðalhlutverkinu.
(Myndin verður frumsýnd á næsta
ári.)
Ástarunað-
ur eða klám?
eða klám? Þegar „Slátrarinn“ kom
út í Bretlandi í fyrra, báru umsagn-
irnar með sér blöndu af efa og
hrifningu. í herbúðum femínista
heyrðust þær raddir að í sögu Reyes
væri konan svipt persónunni. Sagt
var að langdregnar, brennheitar
ástalífslýsingar hennar væru ekki
annað en æsandi kitlur. Svar Reyes
við óánægjuröddunum var þetta:
„Nú, hvað erum við annað en kjöt
og bein?“
Henni finnst hún enga þörf hafa
fyrir að verja sig eða verk sín. Mun-
urinn á klámi og ástarunaði er hug-
lægur. „Á19. öldinni þótti það klám
ef konur sýndu á sér fótleggina. Ég
tel að konur hafi átt að berjast gegn
klámi, þar sem það sýndi konuna
alltaf sem minni máttar aðilann.
En í mínum sögum una þær fjötr-
unum vel og vefja þeim um sig sem
jafnréttháar verur og karlinn."
Salt á hörundi
Benoite Groult álítur að það sé
mikilvægt að gera mun á ástarun-
aði og klámi. „Salt á hörundi" fjall-
ar um ævilangt samband mennta-
konu í París (hún heitir George,
sem er rökrétt skírskotun til Ge-
orge Sand) og fiskimanns á Bret-
agneskaganum. Þetta er áköf og
gráðug eftirsókn eftir nautnalífi.
Engin ást í klámi
„Klám og ástarunaður eru mjög
óskyld efni,“ segir Groult. „f klámi
er enga ást að finna og þar er öðr-
um aðilanum jafnan umbreytt í
hvern annan hlut. Annar aðilinn er
sífellt að sýna ofurvald sitt yfir hin-
um. Þar sem ástarunaður er, þá eru
bæði að leita yndis.“ Samt féll Gro-
ult allur ketill í eld, þegar hún kom
fram í bókmenntaþætti franska
sjónvarpsins og spyrillinn spurði
ein og ekkert væri eðlilegra: „En er
þetta ekki dónalegt samt?“
„Ég var furðu lostin,“ segir hún
eftir á. „Um leið og konur koma
beint að efninu og ræða um líkam-
ann, segja gagnrýnendur að það sé
klúrt. Fjöldi skáldsagna eftir karla
fjalla um nauðganir og blóð-
skömm, en þær eru aldrei taldar
vera klám. En þegar kona gerir það
I þingum viö
bjarndýr
Þetta eru höfugar, hreinskilnar
bækur, sem skilgreina konur og
kynlíf af heiðarleika og einurð. Sag-
an „Slátrarinn“ er um unga skóla-
stúlku og stríða kynlífsvakningu
hennar í höndum silalegs slátrara.
Reyes skrifaði söguna á átta dögum
fyrir fjórum árum og sendi hana í
skáldsagnasamkeppni í Bordeaux.
Henni lá við yfirliði þegar hún frétti
að hún hefði unnið keppnina. Ný
skáldsaga hennar, „Langferð Lucy"
sem nýlega er komin út, er skrýtin
dæmisaga um konu sem á í heitu
ástarsambandi við bjarndýr. „Ég tel
að það ætti ekki að vera neitt sem
ekki má taka til umfjöllunar í
skáldsögu," segir hún. Þar með tel-
ur hún samfarir á höggbretti slátr-
ara, samræði við dýr og kvala- og
hýðingalosta, leður og fjötra.
Unaöurinn haf-
inn til vegs á ný
Texti Reyes er sterkur og fagur og
bækur hennar eru tvímælalaust
áleitnar. Meira máli þykir þó skipta
að það, sem hún hefur til mála að
leggja, hefur hafið ástalífsunaðinn
til vegs á ný í bókmenntum. Þarna
er ástarunaður enn kominn fram á
myrkum dögum eyðninnar og Rey-
es segir: „Við þurfum á ástarunað-
inum að halda, því kynlíf er hættu-
legt núna.“
En eru þetta lýsingar á ástarunaði
Láttu ekki Tímann
fljúga frá þér
Ég undirritaður/uö óska hér með að gerast áskrifandi að Tímanum Nafn áskrifenda: 1 1 1 TTl 1 TlTl
Heimilisfang: Póstnúmer: íghálsi 9.110 Reykjavík 68769. Pósthólf 10240
Lyr Sími: PÓStfax
Skáldsaga Alinu Reyes, „Slátrar-
inn", hefur vakiö afarmikla athygli
og selst í stóru upplagi.
sama og fjallar um gagnkvæman
unað af kynlífi, þá er hún strax
dæmd sem klámhöfundur." Groult
andvarpar: „Þetta er enn bannsvæði
fyrir konur.“
Þetta er bannsvæði fyrir konur,
þar sem það hafa fyrst og fremst
verið karlar sem fjalla um ástalífið
— og venjulega í því skyni að koma
sigrum karlkynsins á framfæri:
hvað um sögur þeirra Jeans Genet,
Marquis de Sade, D.H. Lawrence,
Henrys Miller og Philips Roth? Það
er annað þegar karlmaður skrifar
um fjötra og vændi en þegar kona
gerir það sama. Þær, sem áræddu
að gera það, urðu að vera óopin-
skárri en karlarnir og vefja efnið í
meiri umbúðir. Annars voru þær
fyrirlitnar fyrir að skrifa — og lifa
— eins og karlar. George Sand
(sem hét Amandine-Aurore Lucille
Dupin) neyddist til að taka upp
karlmannsnafn og olli mikilli