Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 7. nóvember 1992 Tíminn 19 hneykslun fyrir líferni sitt og skrif. Colette skrifaði sögur sínar í byrjun undir nafni eiginmanns síns, Willy. Henry Miller varð að gera gangskör að því að draga Anais Nin út úr fylgsni sínu sem húsmóður í sveit. Hin sígilda „sadó-masókiska“ saga „Sagan um 0“ var skrifuð af Pau- line Reage, sem kaus að skrifa und- ir dulnefni. „Ég gekk í kaþólskan skóla“ segir Groult. „Þar voru þess- ar konur aldrei nefndar á nafn, og okkur var innrætt að líta á George Sand sem hneykslunarhellu. Þegar á hana var minnst, var talað um elskhuga hennar en ekki bækur hennar.“ Konur láta sig efniö varöa Okkur er sagt að lýsingar á ásta- lífsunaði og klám séu eins og kyn- lífið. Konan hefur meiri gleði af forleiknum, en karlinn af sjálfri framkvæmdinni. Rannsóknir Kins- eys árið 1950 leiddu í ljós að það voru einkum karlar sem keyptu klámrit. Sagt var að þeim þætti það æsandi, en að konur reiddust þegar klám væri annars vegar og fyndist það niðurlægjandi. Sagt var að það íeiddi af þessu að konur hefðu farið að láta sig efnið varða á sjöunda áratugnum og farið að skoða nýja fleti á þessum málum á þeim átt- unda. f Bandaríkjunum skrifaði Erica Jong „Fear of Flying" — fjörlega og sérstaka frá sögn af djarfri konu og ástarlífsævintýrum hennar. Litið var á söguna sem tímamarkandi fyrir stöðu konunnar í hugmynd- unum um kynlífið. Svo var það 1973 að Nancy Friday tók að kanna ókunnar slóðir, þegar hún opinber- aði kvenlegar ástríður og hugaróra í „Leynigarðinum" og Shere Hite reyndi að þreifa á slagæð kynferðis- legra strauma og stefnumála í „Hite-skýrslunni“. Nýlega sagði Nancy Friday: „Þetta eru skrýtnir tímar til þess að skrifa um kynlíf. Andrúmsloftið er lævi blandið." Ef til vill er það þetta lævi blandna andrúmsloft sem er ástæða þess að ástarlífsunaðurinn kemur á ný fram á sjónarsviðið í bókum eins og „Slátraranum" og „Salt á hörundi". Það kann að vera teikn um það að konan sé að taka við stjórnartaumuum. Þegar Friday gaf út í fyrra skáldsögu, sem var eins konar framhald af „Leynigarð- inum“, „Konur á toppnum“, komst hún að þeirri niðurstöðu að ný kyn- slóð kvenna hefði öðru vísi langan- ir en fyrri kynslóðir. Þær vildu yfir- ráð, vildu taka völdin yfir eigin lífi, og að það kæmi fram í kynórum þeirra. „Konur í dag telja sig hafa rétt til þess að gera það, sem konur gærdagsins þorðu ekki að kannast við fyrir sjálfum sér að þær þráðu.“ Groult segir að hinar endurvöktu ástarunaðarsögur þýði einnig að konur séu að leika mótleiki gegn eldri sögum um konur, eins og „Önnu Kareninu" og „Frú Bovary“, en þar hlýtur kvenpersónan eins konar refsingu fyrir að hafa elskað. (Þýtt úr Sunday Times) VÖKVAKNÚIN STEYPUVÉL Þekkt fyrir þjónustu VÉLAR & ÞJÓNUSTA hf. Jarnhalsi 2-110 Reykjavik Simi 91-683266 - Fax 91-674274 FIATAGRI Frábær tæknibúnaður og hagstætt verð hafa gert FIATAGRI að einni mest seldu dráttarvélinni á íslandi í dag. FIAT dráttarvélar eru með velti- stýri og hæðarstillingu á stýris- hjóli. Allar FIAT dráttarvélar eru með rafgalvanhúðaðri yfirbyggingu og tectýl ryðvörn. LlFT-O-MATIC sjálfvirk hæðarstilling á þrítengibeisli er staðalbúnaður í FIAT. Hi-LO vökvaskiptur yfirgír og samhæfð- ur vendigír með 24 gírum áfram og 12 afturábak ásamt 40 km hámarksöku- hraða er staðalbúnaður í FIAT 85-90 DT. FIAT er best búna dráttarvélin í dag, miðað við verð. Vönduð FlAT dráttarvél, traustur framleiðandi, áreiðanlegur seljandi og góð þjónusta um allt land er lykillinn að góðri fjárfestingu í drátt- arvél í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.