Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. september 1992
Tíminn 9
DRATTARVELAR
færðir um að sérréttindi MPLA sem
ríkisflokks verði senn úr sögunni,
keppist við að selja húseignir, farar-
tæki og annað í ríkiseigu og megi
ætla að andvirðið fari ekki annað en
í vasa þeirra sjálfra.
Hvað viðvíkur grimmd auðsýndri í
borgarastríðinu og hryðjuverkum
frömdum í þeim hemaði, hefur UN-
ITA hinsvegar enn verra orð á sér en
andstæðingurinn.
Enda þótt MPLA hefði sigur í Lu-
andabardaga um síðustu helgi, er
ekki þar með sagt að UNITA sé af
baki dottinn. f höfuðborginni er
þorri manna með MPLA, eða a.m.k.
frekar með þeim flokki en hinum,
en UNITA stendur áfram föstum fót-
um inni í landi. „Ekki verða blett-
imir á feldi hlébarðans taldir fyrr en
hann hefur verið felldur," hermir
angólskt spakmæli.
Velheppnuð
sinnaskipti
Hinsvegar er svo að heyra að dos
Santos og þeim félögum hafi tekist
betur en óvininum að aðlagast
snögglega breyttum kringumstæð-
um í heimsmálum. Vesturlönd eru
það ánægð með sinnaskipti MPLA
að nú virðast þau yfirleitt hafa meira
álit á þeim flokki en UNITA. Varla er
alveg óhugsandi að yfirbragð for-
ingja og forustuhópa spili þar eitt-
hvað inn í. Bandaríkin, sem áður
studdu við bakið á Savimbi með ráð-
um og fé, ráðleggja honum nú að
sætta sig við fáeina ráðherrastóla í
MPLA-stýrðri samsteypustjórn. Af
erlendum aðilum eru Bandaríkin nú
langáhrifamest í Angólu, eftir að
ítök Rússa og Kúbana em því sem
næst úr sögunni þar. Suður-Afríku-
stjórn hefur líklega óskað UNITA
sigurs í kosningunum, en með hlið-
sjón af kringumstæðum í alþjóða-
málum og í Suður-Afríku er ólíklegt
að Savimbi geti gert sér vonir um
mikinn stuðning þaðan, ef aftur yrði
stríð með honum og MPLA.
Vestræn fyrirtæki virðast líkt og
ríkisstjómir þar taka nýtilkomna
markaðshyggju MPLA trúanlega og
eru byrjuð á því að koma undir sig
fótum í landinu, ekki sfst Portúgalar
sem sumir hafa fengið aftur eignir
sem MPLA-stjómin þjóðnýtti með-
an hún taldist marxísk. Vegna mik-
illa náttúmauðlinda Angólu má
ætla að þeir aðilar erlendir, sem fjár-
magn hafa og kunnáttu til atvinnu-
reksturs, séu yfirleitt hlynntir því að
friður verði tryggður þar, því að
annars þurfa erlendir fjárfestar ekki
að búast við miklu næði þar. Og eins
og sakir standa virðist MPLA hafa
meiri möguleika en UNITA á að
sameina landsmenn undir sinni for-
ustu, þó ekki mikla.
Að góðu haldi í innan- sem utan-
ríkismálum kann MPLA að koma að
flokkurinn hefur vingast við kaþ-
ólsku kirkjuna í landinu og afhent
henni aftur eignir hennar, sem vom
allmiklar á portúgalska tímanum en
MPLA-stjómin hafði þjóðnýtt. Kaþ-
ólska kirkjan kom til landsvæðis
þessa með Portúgölum og er þar fyr-
ir löngu rótgróin og áhrifamikil. Um
60 af hundraði Angólumanna em
hagskýrslum samkvæmt kaþólskir,
en að vísu má ætla að ófáir þeirra
séu blendnir í trúnni.
Savimbi: áður guevaraskegg, nú hornaboltahúfa.
unni fyrir MPLA og varð bragurinn á
henni að því skapi amerískur.
Kynþáttafordóm-
ar meö
Þessara andstæðna hefur gætt
nokkuð í viðureign stóm angólsku
flokkanna tveggja, hvort heldur hún
hefur verið háð með vopnum eða
áróðri. Menn Savimbis hafa stund-
um sagt eitthvað á þá leið að þeir
væm „sannir" Afríkumenn, MPLA-
fólk á hinn bóginn hálfgerðir hvít-
ingjar menningarlega og jafnvel að
ætterni líka. Kynþáttafordómar em
hér nálægir eins og víðar.
Leiðtogarnir em e.t.v. enn ólíkari
en flokkar þeirra. Dos Santos, sem
verið hefur æðsti maður ríkis og rík-
isflokks síðan 1979, er fimmtugur
að aldri og menntaðist í Sovétríkj-
unum sem verkfræðingur um olíu-
vinnslu (olían er langhelsta auðlind
Angólu). Hann er laglegur maður og
fágaður í framkomu og ekki spillir
fyrir honum, frekar en sumum öðr-
um stjórnmálamönnum, að kona
hans þykir lagleg líka.
Savimbi, sem þykir eitthvað grófari
áferðar, er kominn undir sextugt og
hefur um hálfa ævina verið í útlegð
og ófriði. Þar áður lagði hann stund
á læknisfræði við háskólann í Lissa-
bon og stjórnmálafræði við sviss-
neskan háskóla. Ræður sínar flytur
hann af miklum móði og er sagður
eiga gott með að hrífa áheyrendur.
Nokkuð drjúgur er hann með sig, að
sögn, og áburðarmaður, gekk þann-
ig lengi með perlumóðurslegna
skammbyssu í belti, með húfu eins
og Che Guevara hafði og ræktaði á
sér skegg eftir sömu fyrirmynd. En í
kosningabaráttunni nýverið var
hann í bol og með hornaboltahúfu, í
samræmi við breytta tíma. Óbreyttir
liðsmenn skæruhers hans, sem tel-
ur um 30.000 manns, kváðu nánast
tilbiðja hann. Ráðríkur hefur hann
þótt og nýlega sökuðu fyrrverandi
flokksmenn hans hann um að hafa
látið myrða nokkra í flokksforust-
unni, sem voru á öðru máli en hann
um eitthvað, og fjölskyldur sumra
þeirra líka.
„Annar myrðir,
hinn stelur“
Á fréttamiðlum, sem fylgst hafa
með gangi mála í Angólu, er helst að
heyra að hvorugur stóru flokkanna
sé í miklu áliti hjá alþýðu. ,Annar
(UNITA) myrðir, hinn (MPLA) stel-
ur,“ er haft eftir angólskum kjósend-
um. Ætla má að ófáum þeirra hafi
þótt síðari kosturinn hóti skárri og
það valdið einhverju um kosninga-
úrslitin.
Spillingin hjá MPLA, háum sem
lágum, þótti mikil meðan flokkur-
inn taldi sig marxískan og hefur
orðið meiri síðan hann fór út í
frjálshyggjuna. Angólsk stúlka í
heimsókn hjá ættingjum í Portúgal
fyrir fáum árum vildi ekki þiggja þar
eða kaupa neitt til að taka með sér
heim, þrátt fyrir vöruskort þar, ann-
að en plastpoka. Tollverðirnir á Lu-
andaflugvelli, sagði hún, stela öllu
fémætu og nýtilegu úr farangri sem
fer í gegnum hendur þeirra. Nú seg-
ir breska blaðið The Economist að
angólskir embættismenn, sann-
TIL SÖLU
Nýir Yamaha
vélsleðar
Yamaha Viking 540 árg. '91 kr. 620.000,-
Yamaha Phazer S/T árg. ‘92 kr. 580.000,-
Yamaha ET 410 T/R árg. '92 kr. 520.000,-
Yamaha BR 250
(sýningarsleði) árg. ‘92 kr. 370.000,-
Ný Yamaha
mótorhjól
FZR 600 árg. '92 92 ha. kr. 700.000,-
XJ900 árg.'91 98 ha.kr. 620.000,-
TOM850 árg.'91 77 ha.kr. 740.000,-
XV 535 árg. '92 46 ha. kr. 570.000,-
YZ250 árg.'91 55 ha.kr. 420.000,-
Vatnaþotur
Super Jet 50 ha. kr. 390.000,-
Notaður MJ 500 50 ha. kr. 200.000,-
Notaðir
vélsleðar
Yamaha ET 340 T/R
nývél árg. ‘BB.kr. 330.000,-
Yamaha ET 340 árg. '89 kr. 310.000,-
Yamaha ET 340 T árg. '83 kr. 170.000,-
Yamaha ET 340 P árg. '88 kr. 320.000,-
Yamaha ET 340 T/R árg. '87 kr. 340.000,-
Yamaha ET 340 T/R
nývél árg. '87 kr. 300.000,-
Skidoo Plus árg. '89 kr. 460.000,-
Skidoo Nordic árg. '89 kr. 250.000,-
Aktiv Alaska árg. '87 .kr. 240.000,-
CS300 ■ ■ árg. '87 kr. 260.000,-
ÖII verð miðuð
við lánakjör.
Góður stað-
greiðsluafsláttur.
MliÍsoiÍfý
HÖFÐABAKKA 9 . 112 . REYKJAVÍK . SlMI 91-634000
MAXXUM vélamar þekkja
bændur vel um allt land. Þær gefa
nýja viðmiðun í tæknilegum fram-
förum.
Nú koma svo fyrstu MAGNUM vélarnar
frá Bandaríkjunum, stórar dráttarvélar í
ræktun og þungatök.
Einnig kynnum við núna CASE IH 845
XL dráttarvélar. Nýja lipra vinnuhesta, með
samhæfðri hægrihandarskipt-
ingu.
Einnig eigum við fýrirliggjandi
hinar vinsælu CASE IH 395-995 með XL
eða L húsi og vendi- eða milligír.
Með þessu úrvali er stuðlað að hag-
kvæmni í búrekstrinum og óskir bænda
uppfylltar með dráttarvélum í stærð-
um 47 til 247 hestafla.
Powershuttle
Powershift
p*.
. uónnrf11 VELAR&
ÞJÓNUSTAHF
Sími 91 - 68 32 66