Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 7. nóvember 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason
Skrifstofur: Lyngháisi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
EES: Verður
þjóðin spurð?
Alþingi hefur nú fellt tillögu stjórnarandstöðunn-
ar um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-
samninginn. Greinilegir erfíðleikar voru í stjórn-
arliðinu með að ná samstöðu um að greiða at-
kvæði á móti tillögunni, enda var mjótt á munun-
um. Aðeins þrjú atkvæði skildu á milli.
Meginþátturinn í röksemdafærslu stjórnarliða
var sá að engin hefð sé hér á landi fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslum. Það sé hlutverk þingmanna að
taka afstöðu til samningsins og til þess hefðu þeir
fullt umboð. Málið hefði verið á dagskrá í síðustu
kosningum, og það væri nægjanlegt. Þá hefði
þjóðin tekið afstöðu til málsins.
Þar að auki hélt utanríkisráðherra því fram að
hægur vandi væri að segja upp samningnum, ef
hann reyndist illa.
Þessi rök eru léttvæg. Þjóðaratkvæðagreiðslur
um stórmál eru ekki óþekktar hérlendis. Ekki er
hægt að segja að málið hafi verið á dagskrá í síð-
ustu kosningum með þeim hætti að þjóðin hafi
staðið frammi fyrir gerðum samningi. Þar að auki
má minna á það að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist
hart gegn þessari aðferð við samningsgerðina í
upphafi. Forustumenn hans börðust fyrir tvíhliða
samningi. Málið horfði því allt öðru vísi við kjós-
endurri heldur en nú, þegar samningurinn liggur
fyrir fullgerður.
Það eru auðvitað blekkingar að láta að þvf liggja
að auðvelt sé að losa sig frá samningnum. Samn-
ingssviðið er svo víðtækt að auðvitað er ekki greið
leið frá samningnum, ef við staðfestum hann og
gerumst aðilar að Evrópsku efnahagssvæði.
Nú lýsir utanríkisráðherra því yfir, að auðvitað sé
meirihluti fyrir samningnum. Það mætti því
álykta sem svo að þjóðaratkvæðagreiðsla hefði
verið kærkomið tækifæri fyrir hann og aðra
stjórnarliða að kynna málið, og hafa staðfestan
meirihlutavilja þjóðarinnar á bak við sig. Hvað
veldur því að stjórnarliðar leggja svo ríka áherslu
á að koma í veg fyrir þjóðaratkvæði, að allir eru
handjárnaðir í þeirra liði sem mögulegt er? Trúa
þeir ekki á þann samning sem þeir eru með í
höndunum?
Utanríkisráðherra hélt því ennfremur fram að
hér væri aðeins um skoðanakönnun að ræða, sem
hefði ekkert gildi. Ef það hefur komið í veg fyrir
samþykkt málsins er auðvelt að flytja breytingar-
tillögu við samninginn sjálfan, nýtt gildistöku-
ákvæði, sem gerir ráð fyrir því að hann öðlist ekki
gildi fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæða-
greiðslu. Það er auðvitað sjálfsagt fyrir stjórnar-
andstöðuna að láta reyna á þessa leið, því þjóðin
vill segja sitt álit á samningnum.
Atli Magnússon:
Munnholsmein
samfélagsins
Leiðir blaðamannsins liggja víða, ef
hann endist í iðninni, sem þó er nú
ekki neitt mjög algengt og það er
margt sem til þess ber að margur
gerir svo stuttan stans í henni sem
raun er á. Fyrir mörgum er þetta
nokkuð hnýsilegt að reka nefið í
stuttan tíma, oft í einhverju tóma-
rúmi á lærdómsferli sem annars á
ekkert skylt við neinskonar flöl-
miðlun. Aðrir komast fljótt að því að
kaupið er heldur ekki sérlega hátt í
þessu, einnig þótt einhverri auka-
þóknun sé gaukað að mönnum á
bak við tjöldin eftir langa og sauð-
dygga þjónustu. Svoleiðs laðar auð-
vitað ekki að og menn finna sér ann-
an vettvang. Ég hef í leiðöngrum
með segulbandið, blokkina og blý-
antinn hitt fýrir einhvem skara af
fólki, sem upp úr þurru fer að segja
mér það, meðan við undirbúum við-
tal um æðri bankamál eða ævintýri í
frumskógum Afríku, að einu sinni
hafi það reyndar sjálft verið blaða-
menn. Það hafði ég auðvitað ekki
haft minnsta grun um, en margur
er hann orðinn „emeritusinn" í
þessum staría. Ég hef vanalega öf-
undað viðkomandi og óskað að ég
hefði sjálfúr haft sinnu á að gerast
blaðamaður „emeritus" líka í tæka
tíð. Mér hefur sýnst að þeir, sem
fúndu sér eitthvað annað að sýsla,
hafi það hægara en ég, einkum er
hinn gamli „kollega" minn situr
sokkinn niður í kafdjúpan hæginda-
stól á viðarþiljaðri skrifstofu og ríkir
yfir voldugri „stassjón" og þær laun
fyrir, sem enginn veit hver muni
vera en allir telja að hljóti að nema
stjamfræðilegum upphæðum.
Strítt blandað blíðu
En samt kann þetta að vera allt á
misskilningi byggt og að ég sé hinn
heppnari maður, eins og Eggert Ól-
afsson vildi ekki skipta á kjör-
um búandans og kóngsins
sem „sat á silkibing, / syrgj-
andi kafinn umþenking". Eða
þá eins og Guðmundur
Bjömsson (Gestur) kvað — svo enn
séu hughreystingarorö sótt í fómr
góðskáldanna: „Enginn þekkir álfa-
kóngsins mæðu...“ Og eftir á að
hyggja er það eitt og annað, sem
gerir blaðamannsstarfann nokkuð
eftirsóknarverðan. Leiðir blaða-
manns liggja víða, eins og segir hér
í upphafi, og með ámnum verður
hann að fjölfræðingi á sinn hátt —
skringilegum að vísu. Hann fær
innsýn í það að morgni hvemig
plaströr em teygð og toguð í plast-
verksmiðju og um kvöldið hvemig
prímadonna í ópemnni festir á sig
hárkolluna. Um miðjan daginn
hlýðir hann á boðskap einhvers af
ráðherrunum um stórkostlegar fyr-
irætlanir í efnahagsmálum eða
vegagerð og hleypur þaðan að horfa
á eftir stórþjófi inn um hliðið á tugt-
húsinu. Því má enn grípa til frægra
tilvitnana og nú í sjálfa biblíuna:
,Augun þreytast ekki á að sjá og eyr-
un þreytast ekki á að heyra." Mín
reynsla er sú að svo fari samt um
síðir — en það er annað mál.
Hátískustarfi
Svo skyldi ekki gleyma því að á
þeim tíma, sem ég hef verið blaða-
maður, komst blaðamannsstarfið í
tísku um skeið og þótti fi'nt starf.
Það var víst upp úr Watergateskan-
dalnum, þegar tveir náungar hjá
amerísku stórblaði hengdu Banda-
ríkjaforseta í segulbandaflækju. Þá
urðu blaðamenn um skeið það sem
kallað er „salonfáhig" á þýsku og
fengu á sig dularfullan blæ, því öll-
um fannst að verið væri að „rann-
saka“ eitthvað þar sem þeir voru
nærri, og það þótti spennandi. Gull-
öld rannsóknarblaðamennskunnar
gekk í garð, blaðamannaskólar fyllt-
ust í útlöndum og á íslandi var
komið upp blaðamannafræðslu, því
margir vildu nú gerast blaðamenn.
Þetta var svona svipað og þegar það
var í tísku að vinna á olíuborpöllum,
því þá voru menn hálfþartinn í olíu-
bisnissnum og fengu svip af olíu-
auði og Dallas. En svo fölnaði þessi
„glamúr". Einhverjir komust að
vísu í sjónvörpin, en hinir urðu jafn
iitlausir og fyrr, því það rak ekkert
tiltakanlega markvert á fjörur ís-
lenskra rannsóknarblaðamanna,
nema þá Halldórs Halldórssonar,
sem átti sinn þátt í því að draga
negluna úr botninum á Hafskipum,
og Gunnars Smára, sem opinberaði
allan ósómann hjá Hjálparstofnun
kirkjunnar.
Hvorki „úti“
né „inni“
Nú erum við blaðamennimir
hvorki „úti“ né „inni“, eins og það
heitir á samkvæmismáli. Þetta er
rétt eins og hver annar rammís-
lenskur starfi gerist nú um stundir:
menn þakka fyrir meðan það dregst
einn mánuð enn að uppsagnarbréf-
ið bíði á skrifborðinu, og enginn
lætur sig dreyma um launabót eða
vegtyllur. Menn reyna eftir megni
að halda augum og eyrum opnum,
þótt nú sé það pipar og negull
kreppunnar sem helst er brúkaður
við tilreiðslu fréttanna, í stað ólg-
andi lyftidufts þenslu og blómstr-
andi markaða fyrrum. í leynum
hjartans viðurkennum við þó að
margur á bágara en við, og
ekki síst ráðherramir. Guði sé
lof að hafa engin völd á svo
voðalegum tímum og mega
skrifa og fimbulfamba næst-
um hvað sem vera skal, því enginn
þarf að taka minnsta mark á því
fremur en hann vill.
Eitt sinn fór ég að eiga viðtal við
Bjöm á Löngumýri. Ég man ekki
lengur um hvað það átti að vera, því
þegar til kom vildi hann ekkert við-
tal. En hann talaði um ráðherradóm
og ráðherra. „Þeir drepast venjulega
þegar þeir eru búnir að vera í
þessu," sagði hann. Ég signdi mig í
bak og fyrir, en Bjöm stóð á þessu
fastar en fótunum. Sem betur fer
sýnir reynslan nú að ekki er þetta al-
veg satt hjá honum, en Ieynist í því
sannleikskom geta blaðamenn prís-
að sig sæla í sínu hlutskipti. Samt
segja merkilegar skýrslur að blaða-
menn hafi hæsta dánartölu af völd-
um streitu, næst á eftir tannlækn-
um. Það hlýtur að vera af því hve
þeir sjá margt skelfilegt þegar mein-
semdir þjóðfélagsins blasa við þeim,
eins og þegar tannlæknamir skoða
upp í hræðilega útlítandi munna.
Ráðherrar voru ekki með í þessari
umræddu „statistík". En mörgu
óttalega Ijótu hljóta þeir að verða
vitni að í starfa sínum, ef trúa má
Bimi á Löngumýri — og kannske
óska þeir sér stundum að hafa flenst
í skoti á einhverju dagblaði, líkt og
mínir elskulegu starfsbræður og -
systur.