Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 21

Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 21
Laugardagur 7. nóvember 1992 Tíminn 21 Morðinginn sagöi lögreglunni að hann hefði farið hæðavillt. sem vitanlega greiddi svo fyrir blómin. Nokkru síðar hringdi svo morðing- inn og hrósaði lögreglunni hæðnis- lega fyrir örlætið. Hinn 18. febrúar lét morðinginn dularfulli aftur til skarar skríða og aftur í sömu blokkinni. Róttækur ræstitæknir Klukkan var ellefu að kvöldi og enginn á ferli nema ræstingastúlk- an, hin 19 ára gamla Marjike von Staijeeren. Hún var að skúra af kappi þegar stórvaxinn karlmaður kom út úr skoti á ganginum. Hann sagði ekki eitt einasta orð, en Marjike varð samstundis sannfærð um að þama væri morðinginn kom- inn í eigin persónu. Marjike sá strax að henni var bráð- ur bani búinn ef ekkert yrði að gert. Hún var króuð inn í horni og átti sér engrar undankomu auðið. Hún hafði lesið blöðin og vissi að þetta var maðurinn sem kyrkt hafði konu í þessari sömu byggingu. En Marjike var ekki á því að gefast upp baráttulaust og þó undarlegt megi teljast fann hún ekki til hræðslu. Það eina sem komst að hjá henni var að verjast og berjast. Maðurinn mælti ekki orð frá vör- um en lyfti upp stómm höndunum og hóf að ganga í átt að Marjike. En hafi hann búist við að stúlkan yrði máttlaus af hræðslu og bæðist vægðar, varð hann fyrir vonbrigð- um. Marjike reiddi þvegilinn til höggs og lét hann vaða í höfuð mannsins. Við það stökk hann hvæsandi að henni og teygði hendumar að hálsi hennar. En Marjike var ekki af baki dottin. Nú var það í raun hún sem átti frumkvæðið og hún klóraði og tætti andlit árásarmannsins með nöglunum og greinilegt var að hún myndi ekki vfla það fyrir sér að klóra úr honum augun. Jafnframt spark- aði hún af öllu afli tvívegis í sköfl- unginn á honum. Ada Landsbergen var myrt eftir aðeins tveggja mánaöa hjóna- band. aftur á bak og datt þá um skúringa- fötuna. Marjike rauk að honum og sparkaði hvað eftir annað í andlit hans og hrópaði um leið á hjálp eins hátt og raddböndin leyfðu. Morðinginn brölti þá á fætur og hraðaði sér sem mest hann mátti að lyftunni. Marjike var ekki á því að láta hann sleppa og elti hann með þvegilinn á lofti. En morðingjanum tókst að komast inn í lyftuna og sleppa. Marjike rauk þá niður stigana og tók tvö til þrjú þrep í hverju skrefi. fbúar hússins vom nú komnir á stjá sökum hávaðans, þar á meðal van Strien lögregluforingi. Þegar hann kom út stóð Marjike á gangstéttinni og steytti hnefana, alveg foxill. Marjike gaf lögregluforingjanum nú lýsingu á árásarmanninum og bifhjóli hans. Van Strien hafði þegar samband við lögreglustöðina og skipaði svo fyrir að hverfinu yrði lokað þegar í stað. Eiturgrænt bifhjól Marjike mundi ekki mikið eftir út- liti árásarmannsins, ekki einu sinni hvemig hann var klæddur. En hún sagði hann hafa verið riðvaxinn, með hornspangagleraugu og rétt um þrítugt. En hún mundi betur eftir bifhjólinu hans, því það hefði verið alveg eiturgrænL Lögreglan gerði ráð fyrir því að morðinginn byggi í nágrenninu þar sem hann hefði gert báðar árásimar í sama húsinu. Leitað var því f öllum reiðhjólageymslum í nágrenninu og sú leit bar brátt árangur. Þegar knúið var dyra hjá eiganda hjólsins kom stór maður með horn- spangagleraugu og íklæddur nátt- fötum til dyra. Aðspurður hvort hann væri hr. X, en það nafn höfðu fjölmiðlar gefið morðingjanum, neitaði hann því hlæjandi og bauð lögreglumönnunum inn og bauð þeim bjór. Hann var mikið klóraður og marinn í framan, en kvað skýr- ingu á því vera átök við eiginkon- una. „Þið hljótið nú að þekkja slíkt, náttúrlega allir harðgiftir," bætti hann við hæðnislega. „Ég skal drepa þær allar!“ Smástund stóð hann eins og úti á þekju og svo virtist sem hann væri að reyna að ná stjórn á sér. En skyndilega leit hann upp og öskraði: „Ég skal drepa hana! Ég drep þær allar!" Eftir þessa einkennilegu uppákomu var maðurinn handtek- inn og færður á lögreglustöðina. í ljós kom að hann hét Hans Krauser, þýskur að uppmna og 31 árs gamall. Hann neitaði staðfastlega að vera hr. X og kvaðst ekkert um morðið á Ödu Landsbergen vita annað en það sem hann hefði lesið í blöðunum eins og aðrir. Þegar Marjike kom á lögreglustöð- ina bar hún undir eins kennsl á árás- armann sinn sem þá vissi að málið var tapað og játaði allt. Aðspurður hvers vegna hann hefði hótað eiginkonum lögreglumann- anna sagði hann að honum væri ekki illa við lögregluna, þvert á móti. Heldur hefði honum fundist það einstaklega fyndin tilhugsun að vita lögregluna á fúllu við það eitt að gæta eiginkvenna sinna. Hann ít- rekaði það að ætlun hans hefði verið að myrða konu van Striens og harmaði það að Ada Landsbergen hefði látið lífið af því einu að hann ýtti á rangan lyftuhnapp. Hans Krauser var sendur í geð- rannsókn og þá kom í ljós að andlegt ástand hans var slíkt að hann var tal- inn ósakhæfur. Hann var því vistað- ur ævilangt á hæli fyrir geðsjúka af- brotamenn. Morðinginn flýr und- an þveglinum Mannræflinum varð svo um þessa óvæntu mótstöðu að hann hörfaði RADNIN6 A KROSSGÁTU Jólafrímerki Ný jólafrímerki koma út mánudaginn 9- nóvember. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig fást þau með pöntun frá Frímerkjasölunni. FRIMERKJASALAN PœgHIL Pósthólf 8445, 128 Reykjavik, Simi 63 60 51 PÓSTUR OG SÍMI RAUTT LfÓS þý>i\RAUTT fyÓSf 1 ____________fe"™__________) W mm FDNDIR OG FELAGSSTORF Stjórnmálanefnd LFK heldurfund þriðjudaginn 10. nóvembern.k. kl. 17 I Hafnarstræti 20, II. hæð. Til umræðu eru áherslur á flokksþingi. Allar framsóknarkonur eru hvattar til að mæta og taka þátt I umræðunni. Kópavogsbúar — Nágrannar Spiluð veröurframsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 8. nóvember og hefstkl. 15. Kafflveitingar og góð verðlaun. Freyja, félag framsóknarkvenna Aðalfundur fulltrúaráös Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 9. nóvember 1992, kl. 20:30, að Hótel Lind. Dagskrá: Kl. 20:30 Setning: Valdimar K. Jónsson formaður. Kosning starfsmanna fundarins. Skýrsla stjóman a) formanns, b) gjaldkera. Kosningan a) Formanns. b) Aðalmanna I stjóm (5) og varamanna (3). cj Tveggja endurskoðenda og eins til vara. d) Aðal- og varamanna I miðstjóm (8). e) Aöal- og varamanna I stjóm Húsbyggingasjóösins (3). Kl. 21:15 Stjómmálaviöhorfið: Steingrímur Hermannsson, fonnaður Framsóknar- flokksins. Efnahags- og kjaramál: Bolli Héöinsson, stjómandi málefnahóps. Umræður. «1.23:15 Önnurmál. Stjómin Árnesingar — Félagsvist Hin áriegu spilakvöld Framsóknarfélags Arnessýslu hefjast 6. nóvember kl. 21 I nýja félagsheimilinu Þingborg I Hraungerðishreppi. Spilað verður I Aratungu 13. nóvem- ber kl. 21.00 og að Flúöum 20. nóv. kl. 21.00. Aðalverölaun utanlandsferö. Góð kvöldverölaun. Stjómin Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 15. nóvember, 29. nóvember, 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverðlaun: Dagsferð fyrir 2 með Flugleiöum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknaríélag Rangárvallasýslu Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavík hefur opnað skrifetofu að Hafnarstræti 20, 3. hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjóm fulltrúaráðslns. Hafnarfjörður Framsóknarfélögin í Hafnarfiröi hafa opna skrifstofu aö Hverfisgötu 25 á þriöjudags- kvöldum frá kl. 20.30. Lítiö inn, fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö. Stjomlmar Keflavík — Suöurnesjamenn Vetrarstarfið er hafið. Opið hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknaríélögin I Keflavlk. Siglufjörður Almennur félagsfundur Framsóknarfélags Siglufjarðar veröur haldinn aö Suöurgötu 4, þriðjudaginn 10. nóvember 1992 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarmál. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur mál. Stjómln Kópavogur — Opið hús Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opiö hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes- vegi 12. Lítiö inn, fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögln Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús f Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðjudögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undanfarin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viötals á þessum tlma og ennfremur em allir, sem vilja ræða bæjannálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfeögðu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgamess. Akranes — Bæjarmál Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 7. nóvember kl. 10.30. Farið veröur yfir þau mál sem efet eru á baugi I bæjarstjóm. Morgunkaffi og meðlæti á staönum. Bæjarfulltrúamlr Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfri. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og borðplötur i mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.