Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Laugardagur 19. desember 1992
Delta og Víking brugg sameinast í eitt fyrirtæki en:
Skorið á tengsl
við Pharmaco
„Það var samþykkt á hluthafafundi að slíta á eignatengsl milli fyrirtækj-
anna þannig að Pharmaco yrði ekki lengur eignaraðili að Delta og ekki leng-
ur blandað í framleiðslu Iyfja,“segir Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri
Pharmaco. Um ástæður fyrir þessum breytingum segir Sindri: „Það veldur
árekstrum að vera að framleiða vörur og vera í beinni samkeppni við um-
bjóðendur sína.“
Hann segir að Delta verði samein-
að Víking brugg og verði rekið und-
ir nafninu Delta. „Það er enginn að
koma inní þetta heldur leysa þeir til
sín þessa hluti og þeir selja hlutafé
eftir því sem þeir þurfa,“segir
Sindri.
Pharmaco er fyrirtæki í eigu lyfsala
en það hefur séð um innflutning og
framleiðslu á meginhluta lyfja hér á
landi. Þar hefur lyfjafyrirtækið Delta
leikið stórt hlutverk. Stjórnarfor-
maður og eingandi 6% hlutafjár í
Pharmaco er lyfsalinn Werner Ras-
munsson.
Nokkur önnur fyrirtæki hafa verið
í eigu Pharmaco og má þar nefna út-
flutningsfyrirtækið Medís, bjór-
framleiðsluna Viking brugg, ásamt
tölvufyrirtækinu „Hewlett Packard."
Með þessum breytingum sameinast
Delta og Víking brugg í eitt fyrirtæki
og losa sig frá Pharmaco.
Þetta þýðir að Pharmaco fær greitt
fyrir hlut sinn í Delta en
Sindri segir að það hafi ekki verið
rætt enn hversu mikið fáist fyrir
hlutinn. Hann segir að Pharmaco
haldi áfram að vera dreifingaraðili
fyrir Delta. „Þjónustan verður með
sambærilegum hætti og fyrir önnur
fyrirtæki sem Pharmaco hefúr um-
boð fyrir,“segir Sindri og á við að
Pharmaco muni eingöngu flytja inn
lyf og dreifa þeim en hætta fram-
leiðslu þeirra. -HÞ
Sjávarútvegsráðherrar íslands og Rússlands hvetja
Samanburður á tjárveitingum til framhaldsskóla gefur til kynna:
Iðnskólinn á ekki
uppá pallborðið
til aukinnar samvinnu og viðskipta:
Sóknarfæri
í Rússlandi
„Það er klárt mál að til að efla verkmenntun duga ekki orðin tóm,“ segir
Ingvar Ásmundsson, skólastjóri Iönskólans í Reykjavík.
Séu bomar saman fjárveitingar til
framhaldsskólanna eins og þau voru
á fjárlögum 1992 og samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi því sem liggur fýrir
Alþingi er ráðgert að skera niður
fjárveitingar til Iðnskólans um rúm-
ar 11 milljónir króna eða um 3,2%.
Hins vegar er gert ráð fyrir auknum
fjárveitingum til allra annarra fram-
haldsskóla landsins nema til
Menntaskólans á Laugarvatni sem
ætlun er að skera niður um 5,5
milljónir króna eða um 10%.
Að undanförnu hafa þær raddir
orðið háværari sem gagnrýna bæði
grunn- og framhaldsskóla fyrir að
vera ekki í takt við nútímann og að
bjóða ekki nemendum upp á náms-
brautir í samvinnu við atvinnulífið.
Skólastjóri Iðnskólans segir að
vandi bóknámsins verði ekki leystur
með því að fjölga nemendum í lög-
giltum iðngreinum. Hins vegar sé
lag að beina nemendum í auknum
mæli í námsgreinar eins og mat-
væla- og fiskiðnaðarnám svo og nám
í tengslum við plastiðnað og aðrar
atvinnugreinar sem litla eða enga
þjónustu hafa fengið úr menntakerf-
inu. -grh
Svo virðist sem mikill áhugi sé meðal
íslenskra einkafyrirtækja á viðskiptum
við Rússa og þar í landi sjá íslensldr at-
hafnamenn víða sóknarfæri en þó aðal-
lega í tengslum við veiðar og vinnslu og
útflutning á tækniþekkingu á sviði sjáv-
arútvegs.
Þessi mál og fleiri vom m.a. rædd í við-
ræðum Þorsteins Pálssonar sjávarút-
vegsráðherra við rússneska starfsbróður
sinn, Vladimir F. Koreljsky, sem dvalið
hefur hérlendis í boði Þorsteins. Með
hliðsjón af áhuga fyrirtækja í báðum
löndunum á samstarfi gerðu ráðherr-
amir grein fyrir þeirri löggjöf og reglum
sem gilda um veiðar og vinnslu í hvoru
landi fyrir sig og lýstu þeir báðir vilja
sínum til að athuga nánar þá möguleika
sem fyrir hendi væm með það fyrir aug-
um að greiða götu frekara samstarfi.
Jafnframt hvöttu þeir fyrirtæki í löndun-
um til að kanna möguleika á auknum
viðskiptum sín í milli.
í heimsókninni ræddu ráðherramir
m.a. framkæmd milliríkjasamnings
landanna um vísinda- og tæknistarf,
samráð um fiskveiðar og rannsóknir á
auðlindum hafsins frá því í aprfl 1977.
Þá áréttuðu ráðherrarnir mikilvægi líf-
ríkis norðausturhluta Atlantshafsins fyr-
ir báðar þjóðimar og gagnsemi sameig-
inlegra rannsókna, m.a. á nytjastofnum,
til að treysta grundvöll ákvarðana um
skynsamlega nýtingu stofnanna. -grh
Skyrgámur
Markmið Þvottahúss Ríkisspítala að þvo fyrir sanngjarnt verð en ekki að skila gróða:
Verður spítalaþvottur dýrari
eftir einkavæðingu þvottahúss?
krefjast arðs af hlutafé sínu og þá er
hætt við að verð til sjúkrahúsanna
þyrfti að hækka“.
Þvottahús Ríkisspítala greiðir ekki
fasteigna-, tekju- eða eignaskatta.
Nýtt hlutafélag þyrfti án efa að
greiða þessi gjöld og þá er hætt við
því að kostnaður sjúkrahúsanna
þyrfti að hækka.
Þvottahúsið þyrfti væntanlega nýja
stjómendur og að koma upp skrif-
stofu fyrir bókhald og reikninga.
„Vegna þessa er hætt við því að verð
til sjúkrahúsanna þyrfti að hækka".
Þvottahúsið er staðsett í húsi Ríkis-
spítala á Túnguhálsi ásamt fleiri
deildum þess sem samnýti ýmsa að-
stöðu. Mikill vandi sé að aðgreina
þessar deildir að fullu. Sú reynsla og
þekking sem núverandi stjórnendur
búi yfir mundi væntanlega ekki
flytjast til nýrra aðila.
Þá bendir Ingólfur á að hugsanleg
rekstrarstöðvun, t.d. vegna fjárhags-
örðugleika, mundi samstundis setja
Landspítala og aðrar sjúkrastofnanir
í mikil vandræði.
í fjárlagafrumvarpi er reiknað að 60
milljónir af söluandvirði hlutabréfa
í Þvottahúsinu renni til Ríkisspítala.
Er rekstrarframlag ríkissjóðs lækk-
að sem því nemur, eða sem svarar
45% af samtals tæplega 135 millj-
óna kr. rekstarkostnaði 1991. Á því
ári voru þvegin 1.215 tonn af þvotti
fyrir Ríkispítala, Borgarspítala,
Sunnuhlíð, Sjálfsbjörgu og fleiri
stofnanir. Rúmlega 50 manns starfa
í Þvottahúsi Ríkisspítala.
- HEI
Mörg rök virðast hníga að því að Ríkisspítalar og fleiri sjúkrastofnanir verði
að borga meira fyrir þvott eftir þá einkavæðingu Þvotthúss Ríkisspítala sem
ráðgerð er á næsta ári fjárlagafrumvarpi 1993. Hingað til hefur Þvottahús-
ið haft að markmiði að þvo spítalaþvott fyrir sanngjarat verð en ekki að skila
gróða.
Auk þess að þurfa að greiða ýmsa
skatta og gjöld, sem ríkisfyrirtæki
þarf ekki, þá myndu nýir eigendur
krefjast arðs af hlutafé sínu. Til að
standa undir greiðslu þessara og
fleiri viðbótarútgjalda þykir líklegt
að verð til sjúkrahúsanna þyrfti að
hækka eftir einkavæðingu á þessum
rekstri.
Þvottahúsið er B-hluta stofnun og
hefur tæknideild Ríkisspítalanna
annast rekstur þess. Framkvæmda-
stjóri tæknisviðs Ríkisspítala, Ing-
ólfur Þórisson, ritar í fréttablað Rík-
isspítala um reksturinn og sömu-
leiðis helstu kosti og galla þess að
selja Þvottahúsið.
Ingólfur bendir á að bókfært verð
skipti engu máli fyrir kaupendur
Þvottahússins heldur þær hreinu
tekjur sem fýriritækið getur gefið af
sér í framtíðinni. Takist nýjum
rekstraraðila að láta það skila 10
m.kr. hagnaði á ári (6-7% af tekjum)
sé Þvottahúsið 74 m.kr. virði miðað
við 20 ára rekstur og 12% ávöxtun-
arkröfu.
Ingólfur segir ýmsa galla fýlgja sölu
þvottahússins:
„Nýir eigendur koma til með að
Jólasveinar
í Þjóðminja-
safninu
í dag,laugardag, kemur
Skyrgámur til byggða en á
morgun, sunnudag, kemur
Bjúgnakrækir. Gluggagæir
er síðan væntanlegur á
mánudag. Allir koma þeir
við í Þjóðminjasafninu við-
komandi daga kl. 11.15.
Gluggagæir verður þar
raunar líka kl. 13:00 á
mánudag.
Bjúgnakrækir