Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. desember 1992
Tíminn 11
TAND...ATVINNUÁSTAND...ATVINNUASTAND.
Tilkynningar streyma frá stéttarfélögum:
Skerðinqu
mótmæl
samningum
sagt upp
Þessa dagana streyma mótmæli vegna aðgerða ríkisstjómarinnar úr
öilum áttum. Meðal annars er sagt að þær séu sem blaut tuska í
andlit launafólks sem af fómfýsi og ráðdeild hafi kveðið niður verð-
bólguna. Mörg stéttarfélög hafa sagt upp kjarasamningum sínum
eða munu gera það á næstunni. Þetta kemur fram í fjölda aðsendra
tilkynninga frá þeim.
Starfsmannafélag Sjónvarps er eitt
þeirra félaga sem þegar hafa sagt
upp gildandi kjarasamningi. Sagt er
að þetta sé gert í kjölfar gengisfell-
ingar íslensku krónunnar því þá hafi
forsenda gildandi samnings brostið.
Verslunarmannafélag Amessýslu
hefur sagt upp gildandi kjarasamn-
ingi og mótmælir harðlega þeim
álögum á lágtekjufólk sem felast í
efnahagsaðgerðum ríkisstjómar-
innar.
í ályktun frá Starfsmannafélagi rík-
isstofnana segir að nýjar hugmyndir
ríkisstjórnarinnar muni skerða
verulega hag sjúklinga og bama-
fólks í landinu. Þá segir að SFR þyki
undarlegt að ríkisstjórnin skuli ætíð
ráðast á sömu þjófélagshópana, þ.e.
almennt launafólk, meðan aðrir
fjármagnseigendur og hátekjufólk
sleppa algjörlega. Sagt er að ef
áformin gangi eftir muni kaupmátt-
ur rýma um 7.5 til 8% (eða 220 þús-
und á ári) fyrir meðalfjölskyldu að
viðbættum áhrifum af völdum
gengisfellingarinnar. Einnig er mót-
mælt hugmyndum um skerðingu
fæðingarorlofs og álögð skólagjöld.
í sama streng tekur Landssamband
iðnverkafólks sem skorar á aðildar-
félögin að segja nú þegar upp samn-
ingum. Sagt er að stjómvöld hafi al-
gerlega brugðist í aðgerðum í at-
vinnumálum.
Á líkum nótum er ályktun félags-
Starfsmannafélag
Hafnarfjarðar:
Auknar byrðar
á barnafólk
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
hefur sagt upp gildandi kjarasamn-
ingi og tekur uppsögnin gildi þann
10. janúar næstkomandi.
Að mati félagsins sýnir ríkisstjóm-
in það í verki að hún ætlar ekki að
jafna byrðum á landsmenn heldur
eykur hún þær á þá hópa sem síst
mega sín svosem barnafólk. Enn
eina ferðina er svo heilbrigðis- og
tryggingakerfið skotspónn niður-
skurðarins. Á sama tíma er slá
stjórnvöld skjaldborg um fjár-
magnseigendur og fyrirtækin í
landinu. -grh
fundar í Iðju, félagi verksmiðjufólks.
Þar er bent á að vegna framgöngu
ríkisstjórnarinnar hafi brugðist að
halda kaupmætti í horfinu. Þar er og
hvatt til þess að verkalýðshreyfingin
bregðist við af fullum þunga.
Rafiðnaðarmenn segja í ályktun að
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar séu
sem blaut tuska í andlit launafólks
sem af fómfýsi og ráðdeild hafi
kveðið niður verðbólgu, ráðstafan-
imar hafí fyrirgert stöðugleikanum
sem ríkt hefur hér á landi undanfar-
in misseri. Þá er hvatt til þess að
kjarasamningum verði sagt upp.
í ályktun Fóstrufélags íslands er
sagt að enn og aftur sé höggvið í
sama knémnn og vegið að velferðar-
kerfmu þar sem ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar feli í sér mikla skerð-
ingu á ráðstöfunartekjum launa-
fólks bitni harðast á bamafjölskyld-
um og sjúklingum. -HÞ
Jóto«
Vboð
sci^
Ifl'ejSJ
1V"W ....
ttð
,-6621
lensk^ M
cillingf
__ 5 þitflSl h iS'
ðbettUfýlgiv'
tolvú'
disky’".,, - Pvó'
sdiskllV.7u„ining°r
sty
rinS ,ninnl
Jóla"
S-*g5sr
gr-nntn1
Vlð'
ekki *&$&**“
Einar
Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 ‘S 622901 og 622900
KRAKKAR—KRAKKAR
Skíðagallar ..... frá kr. 4.900,-
Ungbarnagallar ...frá kr. 2.900,-
Peysur............frá kr. 1.200,-
Allt á ykkur fyrir jólin 0-14 ára
5% staðgr.afsláttur aföllu.
Sendum í póstkröfu.
KRINGLUNNI S 689811
HVERAFOLD S 676511
Framlag þitt skilar árangri
KEJ
HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
- með þinni hjálp
SÞRttN
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis
Gíróseðlar liggja frammi
í bönkum og sparisjóóum