Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. desember 1992
Tíminn 9
þætti. í sögunni munu þess ekki
dæmi að heimurinn hafi sameinast
svo mjög að baki eins af ríkjum
þeim er hann samanstendur af, að
hann hafi auðsýnt einu ríki þvflíkt
traust.
Hversvegna einmitt Sómalía? verð-
ur kannski einverjum á að spyrja. í
Suður-Súdan t.d. er ástandið vart
betra og kannski enn verra en í
Sómalíu, þótt minna hafí verið
sjónvarpað þaðan. Þar er hungur-
dauðinn aðalvopn stjórnarhers gegn
uppreisnarmönnum. Suður-Súdan-
ir í uppreisn eru kristnir og heiðnir,
stjórn Súdans arabísk og íslömsk.
Vonarendurreisn í Suður-Súdan
myndi því líklega fá íslamska heim-
inn að miklu leyti á móti sér.
Hentugur vígvöllur
Líbería? Hliðstæð aðgerð þar yrði
varla vinsæl í Nígeríu, sem vill
verða vesturafrískt svæðisstórveldi.
Bosnía? Serbar tækju Vonarendur-
reisn þar sem innrás og rússneskir
„harðlínumenn" myndu líklega
bregðast reiðir við af slavneskri og
réttrúnaðarkristinni samkennd með
Serbum, svo eitthvað sé nefnt.
Viðvíkjandi Sómalíu eru vandamál
af þessu tagi færri. Þar að auki hefur
heitið Sómalía í næstum tvö ár
varla verið nema landfræðilegt;
heimurinn virðist sammála um að
ekkert ríki sé til á því svæði sem enn
heitir svo. Hér er því vart hægt að
halda því fram að hlutast sé til um
innanríkismál. Enginn sómalskur
aðili virðist í bráðina þora að veita
„innrásarhernum" viðnám, þótt
sumir stríðsherranna bjóði hann
varla velkominn í hjarta sínu, og
enginn erlendur aðili sem má sín
einhvers svo heitið geti er á móti
„innrásinni."
Að mati Bandaríkjahers er Sómalía
þar að auki hentugur vígvöllur, ef til
bardaga skyldi koma við einhverja
stríðsherra eða stigamenn. Landið
er fremur slétt hálfeyðimörk mest-
an part og enginn frumskógur. Ekki
sem sé gott fyrir skæruher sem
hefði á móti sér hátæknilegan flug-
her með vígþyrlum og öðru tilheyr-
andi.
Sómalía varð fyrir valinu ekki síst
vegna þess að hún var talin „viðráð-
anleg“ (doable), eins og þeir Bush
og Cheney varnarmálaráðherra
hans sögðu.
Skörungsskapur
Boutros-Ghali
Fyrirætlun Bandaríkjamanna, að
sögn þeirra sjálfra, er auk þess að
kveða niður hungurvofuna, að koma
á nógu mikilli reglu til þess að
Barn, skrælnaö móðurbrjóst: flug-
urnar koma á undan dauðanum.
Liðsmenn í einum af mörgum
herjum Sómala: unglingar í fíkni-
efnavímu.
starfsliði S.þ. takist að koma á friði
og einhverjum vísi að stjórnarfari á
ný. Bandaríkjastjórn lætur í veðri
vaka að þetta ætti ekki að taka nema
nokkra mánuði, síðan verði her
hennar á brott. Minnugir enn á Ví-
etnamstríð vilja Bandaríkjamenn
allt frekar en að flækjast aftur í
löngum ófriði.
En ekkert lát er á táknum nýrra
tíma og viðvíkjandi Sómalíu bregð-
ur svo við að þar eru ýmsir öllu her-
skárri fyrir hönd Bandaríkjamanna
en þeir sjálfir. Þ. á m. er kristni Eg-
yptinn Boutros Boutros-Ghali,
framkvæmdastjóri S.þ. Hann vill
túlka umboð Bandaríkjahers í Sóm-
alíu svo, að hann eigi að afvopna
landsmenn. Boutros-Ghali, valinn í
embætti „yfirkonungs heimsins" til
að gera Islamsheimi og Afríku til
geðs, telur að líkindum áríðandi fyr-
ir sig (og kannski einnig aðþrengda
kristna landa sína) að sýna af sér í
starfinu einhvern skörungsskap er
hægt sé með gildum rökum að
halda fram að komi múslímum og
Afríkumönnum að gagni.
Sómölsku vígamannaflokkarnir
hrökkva undan hinum fjölþjóðlega
(en aðallega bandaríska) S.þ.-her,
þannig að trúlegt er að dragi úr
hungurdauðanum meðan sá her
dokar við. En fari hann eftir nokkr-
ar vikur kannski án þess að hafa af-
vopnað stríðsmennina, er hætt við
að þeir komi til baka að Bandaríkja-
her förnum og allt verði eins og var
fyrir komu hans.
Aldagamalt lögmál
Helstu stríðsherrarnir tóku Banda-
ríkjaher fyrst með stimamýkt og
reyndu að keppa um hylli hans. Hafi
sumir þeirra ekki það upp úr því
sem þeir vilja er hætt við að það við-
mót breytist. Taki Bandaríkjamenn
það til bragðs að afvopna alla stríðs-
menn, gæti það leitt til þjóðarein-
ingar í Sómalíu, með öðru móti að
vísu en ætlast er til með „innrás-
inni.“ Sómalir, svo stoltir sem þeir
eru af sjálfum sér, væru líklegir til
að bregðast við reiðir ef útlendingar
reyndu að afvopna þá og kannski
meira að segja að mynda samfylk-
ingu gegn S.þ.-hernum. Hætt er og
við að stríðsherrar og þeirra menn
geri ráð fyrir að með vopnum sínum
muni þeir láta völd og (á sómalskan
mælikvarða) góð lífskjör.
Ef til stríðs kæmi með einhverjum
stríðsmannaflokkanna og Banda-
ríkjaher, fengju vestrænir hjálpar-
starfsmenn, t.d. „bandarískar og
breskar hjúkrunarkonur, fyrst á því
að kenna," segir einn hjálparstarfs-
mannanna. Herji ein ættkvísl á
aðra, segir sami maður, er fyrst ráð-
ist á það fólk sem ólíklegast er til að
geta varið sig, samkvæmt „alda-
gömlu lögmáli sómalskra stjórn-
mála.“
AUKAHLUTIR UM JOLIN
GOTT ER BLESSAÐ
VERÐIÐ!
Aukahlutur - aðalgjöfin handa
Toyotaeigandanum!
® TOYOTA
Aukahlutir
NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI 634400
TOYOTA
Ef ástkær maki þinn eða elskulegir foreldrar eru í
hópi þeirra fjölmörgu sem hafa mikið dálæti á
Toyotunni sinni (það minntist enginn á bíladellu)
geturðu hætt að brjóta heilann um hvað þú eigir
að gefa þeim í jólagjöf.
• Ljóskastarasett frá.kr.4.312
• Drullutjakkar.................kr.5.782
• Verkfæratöskur 100 stk. ...frá kr.6.988
• Dráttartóg................frá kr.1.441
• Armbandsúr........frá kr.1.470-5.488
• Lyklakippur................frá kr.372
• Leikfangabílar..................kr.998
• Húddhlífar................frá kr.4.675
• Ljósahlífar.............frá kr. 4.635