Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 28

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 28
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Askriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA 88 reiðholtsbakarí VÖLVUFELLI13-SÍMI 73655 Bílasala Kópavogs Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN 9 Tíminn LAUGARDAGUR 19. DES. 1992 Fyrstu 11 mánuði ársins var heildarafiinn orðinn tæp 1.5 milljón tonn. Verðmæti botnfisks: Tæpum sex milljörðum minni en í fyrra Fyrstu ellefu mánuði ársins var heildarafli Iandsmanna orðinn tæp 1,5 milljón tonn en verðmæti botnflskaflans var þó tæpum sex milljörðum minni en á sama tíma í fyrra, enda tæpum 100 þúsund tonnum minni nú en þá, eða 532.482 þúsund tonn á móti 621.167 þúsund tonnum 1991. Sé hins vegar tekið mið af heildar- aflanum og verömæti hans upp úr sjó fyrstu ellefu mánuði ársins mið- að við sama tíma í fyrra þá hefur verðmæti hans minnkað um rúma þrjá milljarða þótt heildaraflinn sé um 500 þúsund tonnum meiri nú en á sama tíma í fyrra. Þá nam heild- araflinn 936.693 þúsund tonnum á móti tæpum 1,5 milljón tonnum nú. Samkvæmt yfirliti Fiskifélags ís- lands var þorskaflinn fyrstu ellefu mánuði ársins rúm 242 þúsund tonn á móti rúmum 286 þúsund tonnum í fyrra. Hins vegar hefur orðið veruleg aukning í afla loðnu, sfldar, rækju og hörpudisks svo dæmi séu nefnd. í heildaraflanum munar að mestu um loðnuaflann sem er rúmum 500 þúsund tonum meiri í ár en í fyrra, eða 784.132 þúsund tonn á móti 212.473 tonn- um og einnig er sfldaraflinn um 60 þúsund tonnum meiri nú en þá eða 113.266 tonn á móti 51.003 tonn- um. Þá vekur athygli hversu mikill kvót hefur verið fluttur frá fyrra fiskveiði- ári til yfirstandandi fiskveiðiárs eða um 34 þúsund þorskígildistonn. Af einstökum útgeröarstöðum hef- ur mestum afla verið Iandað í Vest- mannaeyjum eða rúmum 160 þús- und tonnum og því næst kemur Seyðisfjörður með rúm 115 þúsund tonn, Eskifjörður með rúm 107, Neskaupstaður með 106 og Siglu- fjörður með tæp 90 þúsund tonn. -grh 75.000 ~ 70.000 65.000 60.000 55.000 50.000 Skattleysismörk m.v. upphaflegt markmið skattalaga og cfndir stjórnvalda síðan Vcrðlag í desember 1992 m.v. lánskjaravísitölu Þróun í skattamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar: Skattleysismörk hafa lækkað um sex þúsund Miðað við verðlag í dag var einstaklingur með 72 þúsund króna mánaðarlaun skattlaus árið 1988 en þarf nú að greiða nær 9% tekna sinna í tekjuskatt og útsvar samkvæmt útreikningum hagdeildar ASÍ. Skattleysismörk hafa þannig verið lækkuð um rúmar 15 þúsund krón- ur á mánuði á núverandi verðlagi. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa skattleysismörkin verið lækkuð úr tæpum 63 þúsund krónum í 57 þús- und eða um 6 þúsund krónur á mán- uði og þannig hefur skattbyrði ein- staklings með 63 þúsund króna tekj- ur verið aukin um 3,6%. Á fundi miðstjórnar ASÍ í gær var samþykkt harðorð ályktun þar sem mótmælt er hugmyndum meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að auka skattaálögur al- mennings með því að lækka per- sónuafsláttinn um 400 krónur á mánuði eða sem nemur tæpum 5 þúsund krónum á ársgrundvelli. Að mati miðstjórnarinnar lendir þessi skerðing óhjákvæmilega af meiri þunga á því fólki sem lægstar hefur tekjurnar. Miðstjórnin lýsir furðu sinni á því að ríkisstjórnin skuli enn hafna því að láta þá sem betur mega sín bera meiri byrðar en velja þess í stað að auka skattaálögur lágtekjufólks. Hins vegar fagnar miðstjórnin þeirri ákvörðun að fallið verði frá því að skerða barnabætur um 500 milij- ónir á næsta ári, en ítrekar þá skoð- un sína að tekjuþörf ríkissjóðs beri að mæta með skattlagningu hærri tekna, fjármagnstekjuskatti og stór- hertu skattaeftirliti. -grh ...ERLENDAR FRÉTTIR... DENNI DÆMALAUSI JERÚSALEM ísraelsmenn búa sig und- ir andspyrnu Israelskar hersveitir bjuggu sig i gær undir ofsafengna andspymu sárreiöra Palestínumanna eftir aö Yitzhak Rabin forsætisráöherra rak 418 arabiska fanga til Libanon. MARJ AZ-ZOHOUR, Líbanon Palestínumennirnir á einskismannslandi Palestínumennimir sem Israelsmenn ráku burt hétu þvi i gær aö láta fyrirber- ast á einskismannslandi I þokusömum suöurhluta Libanons milli hersveita Isra- ela og Llbana. LONDON EB fordæmir brottrekstur EB fordæmdi brottrekstur Palestlnu- mannanna I gær og lagði fast aö isra- elskum yfirvöldum aö leyfa þeim aö snúa strax til baka. SARAJEVO Owen mættur til viö- ræöna Owen lávaröur, alþjóölegur friöarsamn- ingamaöur, kom til Sarajevo I gær til viöræöna sem búist er viö aö beinist aö áætlunum um öruggar flóttaleiöir fyrir fólk sem kýs aö yfirgefa hina umsetnu höfuöborg Bosniu. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Bandaríkin styöja hjálp í Bosníu Bandarikin geröu þaö fullljóst I gær aö þau væru reiöubúin aö styöja hvatning- arályktun allsherjarþingsins um aö beita valdi til aö koma múslimum í Bosníu- Herzegóvinu til hjálpar. PEKING START-2 undirritaður í janúar? Bóris Jeltsín Rússlandsforseti sagöi I gær I heimsókn I Kina aö hann ætti von á þvl aö START-2 samningurinn, sem felur I sér fækkun langdraegra kjama- vopna Rússlands og Bandarikjanna um tvo þriöju, yröi undirritaöur í fym hluta janúar, hugsanlega I Alaska. BAIDOA, Sómaliu Byssumenn varaöir viö Hershöföinginn sem stjómar hemaöar- aögeröunum undir forystu Bandarlkja- manna I Sómalíu varaöi byssumenn viö að skjóta af handahófi á menn hans eft- ir aö skotiö var aö landgönguliöum I hungurbænum Baidoa. BONN SDP mótmælir auknum umsvifum hers Flokkur sóslaldemókrata I Þýskalandi hefur reiöst ákvöröu'n Helmuts Kohl kanslara um aö senda hermenn til Sóm- aliu. Þeir tilkynntu I gær aö þeir myndu gera sitt besta til aö hindra laumulega aukningu stjórnvalda i Bonn á nýju hemaöarhlutverki. MOSKVA Auknar niöurgreiðslur til orkumála Hinn nýi forsætisráðherra Rússlands, Viktor Chemomyrdin, gaf i gær vis- bendingu um aö hverju stefna hans beindist, þegar hann hækkaöi niöur- greiöslur til orkumála, en þaö gæti bent til aö lausari tök yröu höfö á peninga- stefnunni. BRUSSEL Frakkar hindra samvinnu um friö Frakkar stöövuöu I gær tímamótasamn- ing milli NATO og fynverandi andstæö- inga i Varsjárbandalaginu um aö hetja sameiginlegar friöargæsluaögeröir þrátt fyrir háværar kröfur um aö bandalögin fyrrverandi vinni saman aö þvi aö leysa ný vandamál I nýrri Evróu. KINSHASA Mótmæli gegn Móbutu Mótmælendur lokuöu götum um alla höfuöborg Zaire meö brennandi hjóF börðum og ruslagámum I fjöldamót- mælum gegn Mobutu Ses Seko, for- seta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.