Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 19. desember 1992
Tíminn 19
Slóvakía:
Dóná
stolið!
Ungverska þjóðarbrotið óttast að
aðstaða þess í Slóvakíu eigi eftir
að versna vegna ágreiningsins um
raforkuverið Gabcikovo.
Þeir, sem byggja raforkuverið, féllu í
stafi af aðdáun þegar þeir horfðu á
stóru flutningabílana sturta sandi,
grjóti og margra tonna þungum stein-
steypuklumpum í Dóná, í þeim til-
gangi að beina fljótinu úr eigin farvegi
frá náttúrunnar hendi í skurð, gerðan
af manna höndum. Yfirmaður slóvak-
ísku raforkuversbyggingarinnar sagði
í fögnuði að færslan á Dóná sé „stór-
kostleg gjöf til þrítugustu aldarinnar".
Á hinum bakka Dónár ríkir langt í frá
sama hrifning á framtakinu. í Búda-
pest er mikið uppnám vegna bygging-
ar risaorkuversins Gabcikovo, sem
upphaflega átti að vera hluti sameig-
inlegs verkefnis Ungverjalands og
Tékkóslóvakíu, en Ungverjar drógu
sig út úr því samstarfi 1989.
Breytt landamæri
Ungverska ríkisstjómin hefur lýst
áhyggjum sínum og sagt að drykkjar-
vatnsforði „fimm milljóna manna“
neðanjarðar sé í hættu vegna orku-
versskurðarins 25 kílómetra langa. En
enn verra sé að flutningur Dónár setji
augljóslega merki sín á landamærin
og því bregðist Ungverjar gegn „með
öllum þeim ráðum sem gefast“.
Þrátt fyrir mótmæli af þessu tagi,
héldu Slóvakamir þó ákafir sínu striki
að grafa í burt Dónárvatnið frá Ung-
verjum, 18 km suðaustan við Bratisla-
va. Rafalamir í Gabcikovo eru þegar
famir að framleiða rafmagn. Og þar
með vom Iíka úr augsýn horfumar á
lausn með samkomulagi deiluaðila.
Tékkneska ríkisstjómin í Prag þóttist
illa svikin af yfirvöldum í Bratislava.
Þó að tékkneskir meðlimir sambands-
stjómarinnar fæm fram á að fram-
kvæmdir við raforkuverið yrðu lagðar
niður þar til alþjóðleg nefnd hefði
fengið skýrar línur í óskýrt ástandið,
héldu Slóvakar áfram vinnunni, en
jafnframt vildi forsætisráðherra
þeirra, Vladimir Meciar, ekki Ieysa
Tékka undan ábyrgðinni á Gabcikovo.
Opinberlega er tékkóslóvakíska ríkis-
stjómin enn ábyrg fyrir hinu um-
deilda orkuveri, jafnveí þó að hún eigi
aðeins eftir að sitja til áramóta og hafi
ekki verið starfhæf um langa hríð.
Sjálfstæði og styrkur
slóvakísku þjóðarinnar
birtist í orkuverinu
Meciar lét viðvaranimar frá Búdapest
og Prag sem vind um eyrun þjóta. í
hans augum er bygging orkuversins
fyrir löngu orðin tákn um vald, sem á
að sýna fram á sjálfstæði og styrk
þjóðarinnar, bæði út á við og inn á við.
„Þjófnaðurinn á Dóná“, eins og gerð-
ir Slóvaka em kallaðar í Búdapest,
kemur ekki bara geðshræringum
stjómvalda í Búdapest og Prag í upp-
nám. Geðshræringar ungverska þjóð-
arbrotsins í Slóvakíu em líka í upp-
námi.
„Komi eitthvað fyrir" stíflugarðinn,
hrífur „18 metra há flóðbylgja allt
með sér, frá Gabcikovo yfir Komamo
að bugðunni á Dóná við Esztergom,"
segir talsmaður pólitíska arms ung-
verska þjóðarbrotsins, „Egyúttélés"
(Sambýli). Á þeim svæðum, sem em í
hættu í Slóvakíu, em íbúamir líka
langflestir ungverskir.
Ungversku íbúamir 560.000 óttast
þó enn meira en eyðileggjandi afl
vatnsflóðs, slóvakíska þjóðemisstefnu
sem hefur losnað úr læðingi og tekur
Meciar, forsætisráðherra Slóvakíu,
heldur ótrauður áfram byggingu raf-
orkuvers í Dóná, þrátt fyrir mótmæli
frá Búdapest og Prag.
á sig æ meira ógnvekjandi mynd eftir
kosningasigur æsingamannsins Meci-
ar. í sífellt meiri mæli verða fulltrúar
ungverska þjóðarbrotsins að þola sví-
virðingar í slóvakískum fjölmiðlum,
sem kalla þá „þjóna stómngverskra
áróðursmanna handan við Dóná“.
Ungverjamir hafa að vísu eigin út-
varpssendingar, þeir ráða yfir dagblöð-
um, bókaútgáfum og skólum einnig,
þ.á m. 257 gmnnskólum og tíu
menntaskólum. En það gerðu þeir líka
á yfirráðatímum kommúnista.
Ungverjamir fara fram
á sjálfsstjóra
Hreyfingin „Sambýli" krefst sjálfs-
stjómar í þeim hémðum þar sem
Ungverjar em í miklum meirihluta og
sækir fýrirmynd að hugmyndum sín-
um til Suður-Týról. En ríkisstjóm
Meciars hlustar ekki á slíkt. Tálsmað-
ur „Sambýlis" segir að Slóvakar svari
að bragði, fullir tortryggni, ef Ung-
veijamir fari fram á menningarlega
eða svæðisbundna sjálfsstjóm, að „þar
með væmm við að leggja drög að
sundurlimun Slóvakíu“.
Ágreininginn um Gabcikovo notar
Meciar til að lækka rostann í ung-
verska þjóðarbrotinu. Af ótta við refsi-
aðgerðir voguðu Ungverjamir, sem
þótti sér beint ógnað með raforku-
versbyggingunni, sér ekki einu sinni
að taka þátt í „mótmælaaðgerðum
gegn þessu brjálæði", segir borgar-
stjórinn í Dunajská Streda, sem kvart-
ar undan sívaxandi áreitni slóvakískra
embættismanna.
Vegaskilti á báðum
tungumálum skulu
fjarlægð
Um miðjan október sl. fengu allar
sveitarstjómir á svæðum þar sem
þjóðimar tvær búa saman, bréf frá
samgönguráðuneytinu. Þar er þess
krafist að þar til skipaðir embættis-
menn fjarlægi skilti við vegi og götur
sem em á báðum tungumálunum. í
Dunajská Streda, þar sem allt að 90%
íbúanna em Ungverjar, var þessari til-
skipun ekki hlýtt. En í hémðunum
Galanta og Nové Zámky, þar sem um
helmingur íbúanna em af ungversk-
um uppruna, hafa skiltin á báðum
tungumálum þegar verið fjarlægð í
mörgum þorpum.
Borgarstjórinn í Dunajská Streda
heldur því fram að það séu fyrst og
fremst embættismenn miðstjómar-
innar sem ali á spennunni; hann segir
varla koma fyrir, enn sem komið er, að
Ungverjar og Slóvakar sem búa sem
nágrannar, fari í hár saman.
Þar sem engir Ungverjar em búsettir,
hins vegar, fellur áróðurinn gegn Ung-
verjum í frjóan jarðveg. Þegar fót-
boltaliðið frá Dunajská Streda keppti
nýlega við lið í héraðinu Nitra, var tek-
ið á móti leikmönnunum með ávarp-
inu: „Madari za Dunaj!" (Ungverjar yf-
ir Dóná) um hátalara.
Ekki er í augsýn að meiri ró eigi eftir
að komast á. Ungverjar óttast að eftir
1. janúar 1993, þegar Slóvakía tekur
upp fullt sjálfstæði, eigi staða þeirra
enn eftir að versna. Meciar hefur sí og
æ heitið löndum sínum að efnahags-
ástandið í Slóvakíu eigi eftir að batna
hröðum skrefum eftir að bandalaginu
við Tékka verði slitið.
„Ef svo kæmi í ljós að það fer ekki
þannig og fólkinu í sjálfstæðri Slóvak-
íu eigi eftir að vegna enn verr en hing-
að til, verður sett í gang leit að blóra-
bögglum," er álit borgarstjórans í
Dunajská Streda. Og þá óttast hann að
ungverska þjóðarbrotið verði sett þar
Iangefst á lista.
Þessi bók hefur að geyma 270 fallegar litmyndir af íslenskum fossum. Gerð er góð
grein fyrir hverjum fossi í fróðlegum texta, m.a. nefndar gönguleiðir að fossinum
og sagt frá þjóðsögum og sögnum er tengjast honum. Bókinni er skipt niður eftir
sýslum með kortum er sýna staðsetningu fossanna. Eftirmála ritar dr. Jón Jónsson
jarðfræðíngur. íslenskir fossarer 352 bls. með texta bæði á íslensku og ensku.
I SKUGGSJÁ
£ BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF
Slóvakar stlfla Dóná og færa hana í skurð vegna raforkuversins I Gabcikovo.