Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 21
Laugardagur 19. desember 1992 Tíminn 21 Darla Jo Swinford var fjórtán ára og hafði gaman af því að daðra, en það hafði alltaf loðað við hana að hún bakaði ávallt vandræði. Það hefði líklega verið þeim þremur unglingsdrengjum sem hún hitti, og þá sérstaklega hinum 18 ára James Medlin, til happs ef þeir hefðu aldrei hitt hana. Stefnumót við Dörlu Jo Swinford kostaði hann lífíð. Þeir áttu heima í Southaven, nærri Memphis, Tennessee og það var þar sem flutningabílstjóri, sem var að aka eftir fáförnum vegi þann 28. desember 1990, kom auga á eithvað óvenjulegt í skóginum nálægt veg- inum. Flutningabflstjórinn lagði bflnum og athugaði málið. Að því loknu hraðaði hann sér í næsta síma. Lík í skóginum Það var kyrrlátt á lögreglustöðinni í Southaven á þessum laugardags- eftirmiðdegi og nokkrir lögreglu- menn, sem áttu að vinna á komandi næturvakt, voru ekki komnir, en það, sem flutningabflstjórinn hafði að segja þeim, gerði það að verkum að þeir lögreglumenn sem voru ekki þegar mættir voru kallaðir út í snatri. Lögreglan snaraði sér á staðinn, þar sem flutningabflstjórinn sýndi þeim vettvang og það sem hann hafði fundið, en það var lík ungs manns og var andlitið afskræmt af risastóru skotsári. Þetta var nokkuð sem lögreglumennirnir könnuðust við og fengu staðfest við krufningu. Ungi maðurinn hafði verið skotinn í andlitið með haglabyssu, og þetta var ekki sjálfsmorð. Það var greini- legt á blóðslóðinni, að líkið hafði verið dregið um 35 metra frá vegin- um. Það var ljóst að það yrði ekki auð- velt að bera kennsl á líkið, því and- litið var illa farið og það voru engir þeir hlutir á því sem gátu bent til um hvem var að ræða. Það var strax athugað hvort einhvers væri saknað og kom þá í ljós að fyrr um daginn höfðu ættingjar James Medlin til- kynnt að hann hefði ekki skilað sér heim, en hann hafði farið út að skemmta sér á föstudagskvöldið. Lýsing á Medlin og þeim fötum, sem hann var í, passaði við líkið. Rannsókn var strax hafin á því hvernig Medlin hefði eytt síðustu tímum sinnar stuttu ævi. Medlin hafði síðast sést yfirgefa veitingahús með stúlku, sem samkvæmt fram- burði vitna hafði verið „vinkona" hans um nokkurt skeið. Þetta var hin 14 ára Darla Jo Swinford, 173 cm á hæð og um 60 kg að þyngd. Daður hennar líf og yndi Samkvæmt framburði þeirra sem þekktu hana úr skóla, hafði Swin- ford gaman af því að daðra við stráka og leika sér að þeim. Lög- reglan reyndi að hafa upp á henni, en hana var hvergi að finna. Hins vegar komust þeir að því að sá, sem Swinford hafði mest gaman af því að leika sér að, var hinn 18 ára Ge- orge Arthur Johnson, vandræða- unglingur og skapheitur. Þau höfðu haft samfarir frá því hún var tólf ára, eða í tvö ár, og hafði hann búið með fjölskyldu hennar í húsbfl þeirra. Þrátt fyrir að vera í tiltölulega stöðugu sambandi, með Johnson, virtist það ekki stöðva Dörlu Jo í að daðra við aðra drengi. Og jafnvel þegar Johnson var ekki á staðnum byrjaði hún með öðrum á meðan. Johnson handtekinn í Florida Lögreglan komst að því, að frá því í nóvember og þar til skömmu fyrir morðið á Medlin, hafði Johnson far- ið með gömlum vini sínum, Ri- chard Branum, í ferð til Orlando í Florida þar sem Johnson var hand- tekinn fyrir búðarhnupl. Það var nákvæmlega á þessu augnabliki sem Jamie Medlin ákvað að láta til skarar skríða, þar sem Johnson var ekki í bænum. Swinford var að sjálfsögðu ánægð með athyglina sem hún fékk frá Medlin, og þau fóru að hittast reglu- lega, en ekki var ólíklegt að hún gerði það einungis til að gera John- son afbrýðisaman og vildi kenna honum þá lexíu að það væri ekki óhætt að skilja hana eftir eina í svo SAKAMÁL V_________I________> langan tíma. Lögreglan hélt áfram leit sinni að Swinford, en hana fundu þeir ekki og ekki heldur þá kumpána, John- son og Branum. Það var ólíklegt að Johnson myndi mæta fyrir réttin- um í Ftorida, en lögreglan lét samt sem áður athuga það. Aðstandendur Medlins höfðu látið vita að bifreið Medlins hefði ekki sést síðan hann var myrtur og þar sem ekkert hafði til hans spurst, var gefin út tilkynn- ing um hvarf bflsins, með skráning- arnúmeri og lýsingu á þremenning- unum. Gripin sofandi Við þjóðveg 98 í Florida eru starf- andi geysimargar veitingastofur og bensínstöðvar og það var einmitt ein slík í Pensacola, sem þau Johnson, Branum og Swinford stöðvuðu við seint á laugardagskvöldið, og þar sofnuðu þau í bflnum. Skömmu fyr- ir klukkan átta á sunnudagsmorgun, þann 30. desember, var lögreglubif- reið ekið inn á bflastæðið þar sem bifreið Medlins, sem þremenning- arnir sváfu í, stóð. Lögreglumaður- inn kom auga á tvo bfla á stæðinu og kannaðist við annan þeirra á lýsing- unni, sem gefin var út kvöldið áður. Hann kallaði strax eftir aðstoð, en það var óþarfi, því að þremenning- arnir voru ennþá sofandi í bifreið- inni. Þau veittu enga mótspymu þegar þau voru handtekin, færð í jám og sett í lögreglubifreiðina. Ástæða þess hve þau Darla Jo Swinford og George Johnson voru svo sterklega gmnuð um morðið var að þau höfðu verið að Hin fjórtán ára gamla Darla Jo Swinford haföi gaman af því aö daöra. George Johnson haföi átt I kyn- ferðislegu sambandi viö Dörlu frá þvl hún var 12 ára. KWINAV'itt N> fOHCf. I öau Oi 04 9! I —1543 Richard Branum. tala saman í heyranda hljóði af nokkmm fjölda fólks þar sem meg- ininntak samræðnanna var skipu- lagning aftökunnar á Medlin, því Medlin neitaði að gefast upp í þeirri viðleitni sinni að fá Swinford til við sig. Johnson í rafmagnsstólinn? Það var Ijóst að ef Johnson yrði dæmdur fyrir morð af yfirlögðu ráði, myndi hann hafna í rafmagnsstóln- um og ef hann hefði ekki verið sá sem tók í gikkinn, myndi hann í það minnsta fá þungan dóm fyrir að vera meðsekur og að hylma yfir með þeim seka. Þann sama dóm myndi Branum fá. Hins vegar var einnig ljóst að án vitnisburðar þeirra tveggja yrði nánast vonlaust að fa Swinford dæmda. Þess utan myndi 14 ára stúlka aldrei fá sama dóm og þeir Johnson og Branum, sem voru mun eldri. Lögreglan gerði tvemenningunum þetta ljóst og spurði þá hvort Swin- ford væri þess virði að deyja fyrir hana. Það varð úr að í skiptum fyrir það að sleppa við dauðarefsingu, lýstu þeir sig seka um ákæruatriði þann 13. júní 1991 og fengu þeir báðir lífs- tíðardóma. Johnson fékk 20 ár að auki fyrir morð að yfirlögðu ráði. Vitnað gegn Swinford Næsta skref var að fá þriðja aðilann, Dörlu Jo Swinford, dæmda og sanna sekt hennar. Stór þáttur í þeirri við- leitni var, að í samningi Johnsons við yfirvöld var kveðið á um að hann myndi vitna gegn fyrrum ástmey sinni og lýsa fyrir rétti reiði sinni og þörf fyrir hefnd þegar hann uppgötv- aði, að James Medlin hafði verið í ástarsambandi við Swinford, sem var nákvæmlega það sem hún hafði vilj- að. Medlin hafði ekki látið af tilraun- um sínum, þegar Johnson kom til baka frá Florida, og hafði þess í stað reynt að fá Swinford til að yfirgefa Johnson, sem Swinford hafði þá lýst sem árásargjörnum og sjúklega af- brýðisömum. Johnson lýsti því fyrir rétti þegar hann hitti Swinford á veitingastað, þar sem hún samþykkti með ákafa að koma Medlin fyrir kattamef. Þau ákvaðu hvaða dag Medlin átti að enda líf sitt, Swinford hafði sam- band við Medlin og bað hann um að hitta sig á veitingahúsi í Southaven. Eftir matinn fékk hún Medlin til að fara í ökuferð um kvöldið og líklega hefur Swinford ekki þurft að biðja Medlin oft um að stöðva á yfirgefn- um og fáförnum veginum. Um klukkan níu um kvöldið komu þeir Johnson og Branum á staðinn, og á meðan þeir Johnson og Mediin rifust fyrir utan bflinn í um hálfa klukku- stund, beið Swinford inni í bflnum. Rifrildið tók á sig nýjar myndir og á milli gengu æ harðari svívirðingar og ásakanir. En allt endaði þetta mjög skyndi- lega. Johnson náði í haglabyssu úr bíl sínum, tróð hlaupinu upp í munn Medlins og hleypti af. Richard Bran- um vottaði, að hann, eftir að hafa horft á vin sinn drepa Medlin, hefði hjálpað Johnson við að koma líkinu út fyrir veginn og að fmna stað þar sem ólíklegt var að hann fyndist. Engin iðrunarmerki Þá sex mánuði í fangelsi, sem Swin- ford beið eftir réttarhöldum sínum, skrifaðist hún á við George Johnson. Þar sem bréf hennar voru ritskoðuð, komust fangaverðir að því að hún sá ekki mikið eftir því sem þau höfðu gert og lýsir ein setning í einu bréfa hennar því vel. „Var þetta slæmt sem við gerðum við James Medlin?" Það þótti ljóst aö Swinford hafði skipulagt morðið á Medlin og notað þá Johnson, annars vegar, til að þrýsta á gikkinn og Branum til að hjálpa til við að losa sig við líkið. Swinford var fundin sek um morð að yfirlögðu ráði og var þann 20. ág- úst dæmd til lífstíðarfangelsisvistar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.