Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 19. desember 1992 Lúxus á lágmarksverfoi I k-rlKTgi ineö baöi, síma, ut\arpi, sjónvarpi ■ smábar. Upphituö útisundlauy — jarögul'ubaö — heitir pottar -- nucklstofa — hargrciöslu ng snyrtistofa — Ijósalamp.ir, Fjölskyldufólk — einstaklingar Látiö okkur uin anistriö og uppvaskiö. Njótiö samveru meö fjölskyldu og vinum. Samfelld skemmti- og hátíbardagskrá alla dagana frá 22 .des. - 3. jan. (iestgjafi hinn kindskutini Siguröur ciuönuindsson Upplýsingar og pantanir í síma 98-34700 - fax 98-34775 HÓTEL ÖRK: HVHRACILKDl M l!r. Mitiii11 .i tl.ig í Ivibvli . Auk;igj;ik! Ivru ihyli kr 1 UUO ,i dag. Sagalandsmóta UMFÍ1909-199» „Þegar á hólminn kom var eins og þessir gömlu jötnar hefðu dáleitt hina yngri kraftakarla á staðnum“ (Saga lands- móta UMFÍ). Bókin er 544 síður í stóru broti með hátt í 700 ljósmyndum Fæst í bóka- verslunum ^jSp BIFREIÐATRYGGINGAR Tilboö óskast í að ábyrgöartryggja bifreiöar og bifhjól í eigu Rik- issjóös Islands. Útboðsgögn eru seld á kr. 2.000,- á skrifstofu vorri aö Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð veröa opnuð á sama staö kl. 11:00 f.h. 12. janúar 1993 i viðurvist viöstaddra bjóð- enda. I^JNKAUIpASTOFNUN RfKISINS^ o o BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVjK, FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ SAUÐÁRKRÓKUR Svæöisstjórn málefna fatlaöra á Noröurlandi vestra leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli á Sauöárkróki. Um er að ræða einbýlis- eða raðhús, a.m.k. 180 m2 aö stærð aö meðtalinni bílgeymslu. Tilboö, er greini staösetningu, stærö, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, af- hendingartíma og söluverö, sendist eignadeild fjár- málaráöuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 6. mars 1993. Fjánnálaráöuneytið, 18. desember 1992 „Eg fékk mína menntun hjá gáfuðum körl- um sem vissu sínu viti“ Á þessum vetrardögum hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi. Fyrir skömmu kom út síð- ara bindið af ævisögu Her- manns Jónassonar, „Ætt- jörð mín kæra“, hjá bókaút- gáfunni Reykholti og nú hefur sama forlag gefið út safn skáldverka höfundar í níu bindum. Er hið síðar- talda orsök þess að okkur fannst vel fara á að falast eftir viðtaii við Indriða um sitthvað er varðar skáld- skaparferil hans, en hér á dögunum ræddi hann við okkur um Hermanns-sög- una. Gat þá einhver þess að gaman hefði verið að óska álits Indriða á hvaða afstöðu Hermann hefði tek- ið í því máii sem nú er mest um deilt — EES-málinu. Við gripum tækifærið og byrj- uðum spjallið við hann á þessari spurningu. „Því er sjálfsagt vandsvar- að,“ segir Indriði. „En minna má á að Hermann var ákaf- lega viðkvæmur fyrir öllu sem Iaut að réttarstöðu fs- Iands. Hann var geysilega íhugull í því efni og ef hann sá seinna meir að ekkert væri að óttast um réttarstöðu landsins, var hann ófeiminn að skipta um skoðun, þótt hann hefði verið andvígur málinu áður. Um slíkt finnast skýr dæmi. Ég veit þó varla hvaða afstöðu hann hefði tek- ið gagnvart EES, en hefði honum sýnst að ekkert væri athugavert við inngöngu okkar í slíkan viðskiptasamn- ing — því þetta er fyrst og fremst viðskiptasamningur Rætt við Indriða G. Þorsteinsson í tilefni af útgáfu Reyk- holts á ritverkasafni hans — þá hefði hann ekki verið að hika gagnvart því. Hefði hins vegar verið um minnsta vafa að ræða, hefði hann tek- ið sér allan tíma til þess að skoða málið ofan í botn. Þannig vann hann í pólitík." Nú eru 42 ár frá því að rit- höfundarferill þinn hófst. „Já, það var árið 1950 að fyrsta smásagan mín, Dalur- inn, birtist. Eg var þá 24 ára. Ég hef stundum sagt að Tím- inn hafi átt sök á framhald- inu sem varð sama ár, því það var fyrir atbeina Andrésar Kristjánssonar að ég sendi söguna Blástör í smásagna- samkeppni Samvinnunnar — og þar með varð ekki aftur snúið. Ég hafði farið með söguna til Andrésar, sem þá var ritstjóri Dvalar, og beðið hann að birta hana. En Dvöl hafði þá hætt að koma út og Andrés hvatti mig til að senda Samvinnunni söguna. Það skipti sköpum, því ég hef verið ákaflega framkvæmda- Iítill við að koma mér áfram í sambandi við svona og hefði aldrei sent söguna inn ella. Þar með var þessi keðjuverk- un hafin sem staðið hefur fram til þessa dags...“ Svo kom fyrsta bókin árið eftir. „Fyrsta bókin var „Sælu- vika“ og kom út 1951. Það var nokkur fljótaskrift á út- gáfunni á „Sæluviku" og hún er hálfgert bernskubrek. En það er nú allt í Iagi, maður lifir slíkt af og það fyrnist yfir það. Sjálfsagt er fólk nú orðið mikið menntaðra til verka í undirstöðuatriðum um með- ferð texta og í undirstöðuat- riðum í máli en ég var þarna. En það breytir því þó ekki að. mér finnst ungt fólk núna gera of miklar kröfur til eftir- tektar með ritum sem ekki eru fullbúin, þótt prentfrá- gangur sé góður. „Sæluvika“ var ekki vel búin til prentun- ar og útgáfulega svolítið slys, en ég er þakklátur fyrir að menn litu yfir þessa vankanta og töluðu meir um efnið, sögðu að ég væri óstýrilátur, kjaftfor og frekur höfundur. Svo kom „79 af stöðinni“ 1954 og hún var agaðra verk frá minni hendi en efni stóðu til. Það var vegna þess hvern- ig tekist hafði til með útgáfu „Sæluviku“; maður hafði orð- ið hræddur og fannst að ekk- ert mætti koma fyrir. Síðan hef ég verið haldinn hálf- gerðri „prófarka-fóbíu". Mér finnst svo skelfilegt ef prent- villur leynast í verkum. Já, það er rétt. Viðtökurnar, sem „79 af stöðinni" hlaut, voru mikið ævintýri fyrir ungan höfund. Menn komu að vísu strax fram sem sögðu að það væri ekkert að marka þetta — bókin væri dæmi- gerð fyrir einnar bókar mann. Menn gætu skrifað eina bók og svo væri það bú- ið. Þannig voru menn með ýmsar tilfundningar. Sumir urðu reiðir, því þeir þekktu mig og kom ekki til hugar að ég gæti skrifað bók. Þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.