Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 19. desember 1992 Mamphela Ramphele var orð- hvöt, svört og meðvitaður rót- tæklingur. Hún var lika ástmær Steves Biko, pólitíska baráttu- mannsins sem lögreglan barði til bana 1977. Nú hefur hún tekið sæti í stjórn Anglo Amer- ican, risavaxna fjölþjóðafyrir- tækisins sem þekkt er sem South Africa Inc. „Svik“ Rampheles við málstaðinn hafa komið fyrrverandi stuðnings- mönnum hennar í opna skjöldu, en hún var áður eftirlaeti vinstrisinna. Anglo, ásamt tvíburafyrirtækinu De Beers, ræður yfir risavöxnu stór- veldi demanta, gulls, fasteigna, dag- blaða og brugghúsa, og lengi hefur verið litið á það sem aðalskotmark sósíalista, sem hafa viljað koma á róttækum breytingum þegar svartir taka við stjórn Suður-Afríku. Endurúthlutun og þjóðnýting ekki leng- ur í tísku Dýrir og hraöskreiöir bllar eru vottur um aö biökkumaöur hafi komist hátt I metoröastiganum. í Suður-Afríku ganga fyrrum herskáir blökkumenn: TIL LIÐS VIÐ HVÍTA AUÐJÖFRA Ramphele hefur samt verið snör í snúningum og notfært sér allt um- talið vegna nýju stöðunnar til að fordæma tvö mest dýrkuðu atriðin í hernaðaráætlun sósíalista. Hún seg- ir að umræður um endurúthlutun og þjóðnýtingu séu óraunhæfar og gagnslausar og bætir við: „Ef fólk heldur að lausnin á fátækt sé að skipta peningunum á ný í buddur almennings, veður það í villu og svima." Meðan meðforstjórarnir hennar klöppuðu henni lof í lófa og hvítir kaupsýslumenn litu á sinnaskipti hennar sem vænlegt merki um að ástandið væri að færast í eðlilegt horf, fór hrollur um íbúa svörtu bæjanna sem nærst höfðu á stjórn- málahugmyndum hennar og Steves Biko. Gagnrýnendur sögðu hana hafa selt sálu sína. En Ramphele er ekki ein á báti. Margir tugir fyrrum félaga í barátt- unni gegn kynþáttamisréttisstefnu stjórnvalda hafa nú tekið kapítal- isma fagnandi upp á arma sína, eftir að hafa árum saman fordæmt frjálst framtak og stórfyrirtæki. Fyrrver- andi fangar á Robben Island, verka- lýðsforingjar og pólitískir frammá- menn í Afríska þjóðarráðinu (ANC) og öðrum fylkingum svartra, hafa tekið við störfum eða forstjórastöð- um í stórfyrirtækjum hvítra í Jó- hannesarborg eða komið á fót eigin fyrirtækjum, sem eiga góðu gengi að fagna. Kehla Mthembu, fyrrum formaður Azanian People’s Organisation (Aza- po) sem byggir stefnu sína á hug- myndum Bikos, var í heilan áratug á ferð inn og út úr fangelsum vegna stjórnmálaafskipta. Nú er hann stjórnandi stórauðugs tryggingafé- Iags. Mike Roussos, áður leiðtogi járnbrautarstarfsmanna, er kominn í yfirmannsstöðu hjá einkafyrirtæki. Joas Mogale, sem í sjö ár var fangi á Robben island vegna forystu sinnar í Alafríska ráðinu (PAC), er orðinn auðugur af viðskiptum með glugga- tjöld. „Lifnaðarhættir þeirra ríku og herskáu“ Breytingin frá róttækni til auðæfa hefur síast niður til núverandi pólit- ísku forystunnar. Fjölmargir hátt- settir í ANC hafa hleypt af stokkun- um eigin gróðavænlegum fyrirtækj- um í hjáverkum. Einn hefur keypt bílaverkstæði í Soweto og annar sel- ur alfræðiorðabækur á húströppum á kvöldin. Nýlega birtist grein í glanstímariti í Jóhannesarborg sem bar titilinn „Lifnaðarhættir þeirra ríku og her- skáu“. Þar var lýst því ljúfa lífi sem forystumenn ANC hafa tileinkað sér ágætlega. Cyril Ramaphosa, vænt- anlegur arftaki Nelsons Mandela ANC-foringja, eyðir helgunum við silungsveiði hjá hvítum iðnjöfrum og kom með þyrlu á landsmót í kappakstri fyrr á þesu ári. Jay Nidoo, fremsti verkalýðsforingi landsins, mætti í brúðkaup sitt ak- andi í Rolls-Royce. Allan Boesak, presturinn sem gerðist forystumað- ur ANC á Höfða-svæðinu, ekur um á fimm milljóna fsl. kr. Lancia-bíl. Embættismenn, sem í eina tíð klæddust gallabuxum og peysum og litu á flug með Aeroflot sem ferð á fyrsta farrými, láta nú ekki sjá sig öðruvísi en í fötum frá frægum hönnuðum og akandi í sportbílum. í fjöldagöngu í Höfðaborg nýlega, þar sem meðlimir ANC mótmæltu áframhaldandi setu „kynþáttahat- ursþings”, var í fararbroddi foringi á staðnum, akandi nýjum BMW 325i. Óánægja óbreyttra með að leggja þjóð- nýtingaráætlanir á hilluna Þessi ást á hinu Ijúfa lífi meðal for- ystu svartra í Suður-Afríku hefur leitt til óánægju óbreyttra félags- manna og róttæklinga í bæjum svartra. Margir kvarta undan því að einkum og sér í lagi forystumenn ANC séu tældir til valdaþátttöku í stjórnmálasamningum við valda- flokkinn, Þjóðernisflokkinn. Þeir benda á að áætlanir um aö þjóðnýta aðaliðnaðargreinar Suður- Afríku,, sem í eina tíð voru máttarstólpar stefnu ANC, hafi hljóðlega verið lagðar á hilluna. Obed Musi, þekkt- ur svartur blaðamaður, sakaði ný- lega nýju forystusauðina um að „snúa baki við uppruna sínum" og taka upp hætti hvítra. „Gangið ekki um og segið að þið séuð svartir," sagði hann þeim. „Lýsið ykkur frek- ar sem „ný- svörtum"." Annar gagn- rýnandi sagði frá blökkum lækni á uppleið, sem fluttist úr fyrrum út- hverfi hvítra vegna þess að svo margir blökkumenn streymdu þangað og gerðu hverfið þar með að „einum bæ svartra enn“. Nýju svörtu kapítalistarnir segja slíka gagnrýni löngu gengna sér til húðar. „Fólk hefur ekki enn komist út úr skoðununum sem giltu á sjö- Mamphela Ramphele var ástmær Steves Biko og sem slík eftirlæti vinstri sinna. Nú hefur hún snúiö viö blaöinu og gengiö til liös viö hvlta auövaldiö, segja sumir. Hún segist vilja berjast áfram á réttum víg- stöövum. unda og áttunda áratugnum," segir Kehla Mthembu, fyrrum Azapo- maðurinn sem gerðist tryggingasali og segist nú vera sósíaldemókrati. „Það er enn læst inni í andspyrnu- viðhorfinu. Ég trúi á viðskipti. Ég trúi líka á endurdreifingu auðsins, en það verður að koma sér upp efna- hag áður en eitthvað er til að eiga hlut í. Vandamálið við sósíalisma er það að hann snýst allur um að eiga hlut í einhverju, en uppbyggingin er látin liggja milli hluta.“ Skoðanir Ramphele njóta vaxandi fylgis Ramphele, sem líka er fulltrúi varaheiðursrektors háskólans í Höfðaborg, hefur brennandi trú á því að hún sé að koma á breytingum með því að taka sæti í stjórn Anglo American. „í blökkumannasamfé- laginu veit fólk ekki enn í hvorn fót- inn það á að stíga, þegar um er að ræða að láta til sín taka í stjórnun valdastofnana," hefur hún sagt. „Það er litið á það sem óæskilegt hugarfar. En þeir, sem ekki taka þátt í leik aðalmannanna á þessu breyt- ingartímabili, hafa ekki eins mikil áhrif á þróun mála. Anglo ræður yf- ir geysilegum auðlindum. Ef fyrir- tækið verður í forystu í þjóðfélags- legri og efnahagslegri umbreytingu, koma önnur fyrirtæki í kjölfarið og áhrifin af því koma víðar fram.“ Skoðanir Ramphele njóta vaxandi fylgis. „Blökkufólk er orðið þreytt á því að vera fátækt og grámóskulegt, en sýna göfuglyndi," segir Sylvia Vollenhoven, dálkahöfundur við vikublað í Höfðaborg, andsnúið ap- artheid, eftir kvartanirnar vegna BMWsins í fararbroddi mótmæla- göngunnar að þinghúsinu. „Við þörfnumst leiðtoga sem geta lyft okkur upp úr gráma lífsins í svörtu bæjunum. Hver finnur að hann sé í návist mikilmennis ef Mandela stíg- ur út úr Golf-bíl? Það eru helst kommúnistar án kímnigáfu sem bölsótast út af lifnaðarháttum for- ystumannanna. Það má heyra aðra óbreytta liðsmenn ræða líflega kosti og galla 325i.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.