Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 19. desember 1992 Dagur Þorleifsson skrifar „Hemaðar- íhlutun" í umboði heimsins Bandaríkjaher er kominn á stúfana eina feröina enn, nú til Sómalíu. í þetta sinn hefur hann til verkefnis síns blessun alls heimsins, eða svo til. Erindið er að koma því til leiðar að Sómalar hætti að svelta hvern ai.nan í hel. Fjölmiðlar segja yfirstandandi hungursneyð þar hafa orðið um 300.000 manns að bana, fyrir nokkrum dögum voru horfur taldar á að um 250.000 í viðbót féllu úr hungri fyrir jól og um tvær millj- ónir landsmanna (af sex til sjö millj. alls) eru í hættu af völdum hungurs. Almennt álit er að þess- um móðuharðindum Sómala valdi einkum innbyrðis hemaður þeirra sjálfra, miklu fremur en þurrkar og bágur efnahagur. 80% matarhjálpar rænt Flokkar stríðsmanna og bófa á veg- um ættkvísla og stríðsherra hafa að sögn breska blaðsins Sunday Times undanfarið tekið til sín um 80% matvælanna er þróaði heimurinn sendir landsmönnum til bjargar. Á þeim mat fóðra áminnstir foringjar sig og sitt lið, fjölskyldur og stór- fjölskyldur í ætt við sig og sína gæð- inga en flytja mikið út til Eþíópíu og Kenýu. Fyrir matinn sem stríðs- herrar þannig ræna frá munnum barna lands síns og flytja út kaupa þeir qat, fíkniefni sem vissir runnar gefa af sér. Hefur þess um langan aldur verið neytt í í Austur-Afríku og Jemen. Sé qatsins neytt ótæpi- lega veldur það andvökum, hræðslu og ofbeldishneigð. Stríðsdrottnarnir borga vígamönn- um sínum, sem margir eru á ung- lings- og jafnvel barnsaldri, málann einkum með khati. Eru stríðsmenn þessir flestir undir khatáhrifum jafnan, segja sumir fréttamenn. Úr þessu verður að sögn oft vítahring- ur, þannig að meginmarkmið stríðs- herra verður að útvega liðsmönn- unum þeirra daglega khat. Bresti það sé samfélagsstaða foringjans, sem og líf hans, í bráðri hættu fyrir mönnum hans. Sumu af matnum, sem hjálpar- stofnanir flytja inn, ræna stríðs- mannahóparnir beinlínis, en sumt knýja þeir hjálparstofnanirnar til að láta sér í té fyrir „vernd.“ Mikið af því fjármagni, sem hjálparstofnan- irnar fá til starfsemi sinnar fer á sama hátt í hít stríðsdrottnanna og liðsmanna þeirra. Ættrækni Tilgangur stríðsherra með ránskap þessum er einnig að koma í veg fyr- ir að ættkvíslir, sem eru þeim and- stæðar, fái mat. Hungrinu er sem sé meðvitað beitt sem vopni í borgara- stríði landsmanna. Samlyndið er með minnsta móti hjá Sómölum, jafnvel á afrískan mælikvarða, þótt heita megi að tungumál þeirra (af kúsjíska mála- flokknum) sé eitt og að þeir séu svo til allir múslímar. Þeir skiptast í BAKSVID Hungrað og deyjandi fólk við bækistöð hjálparstofnunar: hungrið vopn I borgarastrlði. Reynt aö bjarga Sómöl- um frá Sómölum Múslímar víða um heim hafa samúð nokkra með hörmulega stöddum trúbræðrum sínum í Sómalíu. Afr- íkumenn og svartir Ameríkumenn finna til samúðar með svörtum Sómölum; „ef þetta væri nú mitt skyldfólk", sagði blakkur Banda- ríkjahermaður á leið til landsins. í Bandaríkjunum er sem sé enn meiri þjóðareining á bak við Vonarendur- reisn en var á bak við Eyðimerkur- skjöld og Eyðimerkurstorm. Við þeim aðgerðum („þar sem svartir menn berjast við brúna menn fyrir hvíta menn“, eins og það var orðað) brugðust svartir Bandaríkjamenn af nokkurri tregðu. Bandaríkjamenn hafa (ekki síst eft- ir eldinn í Los Angeles) allmikla þörf fyrir eitthvað til að sameinast um og þeim er metnaðarmál að sýna að þeir kafni ekki undir nafni sem eina risaveldi heimsins og þar með meint forustuveldi hans. Og heim- urinn, ráðvilltur eftir lok kalda stríðs og þreifandi fyrir sér eftir ein- hverju „kerfi" í staðinn, virðist varpa öndinni léttara við að hafa nú náð óvenju breiðri samstöðu um eitthvað. Bandaríkin með heiminn að baki Aðgerð sem þessi hefði vart komið til greina á tíð kalda stríðs og er því vottur um breytta tíma. Það voru líka Persaflóastríð og aðgerðirnar til bjargar Kúrdum. En heimssamstað- an á bak við þetta tvennt var minni, þar voru íslam og þriðji heimurinn beggja blands, því að Saddam íraks- forseti er „einn af þeirn." Með að- gerðunum til hjálpar Íraks-Kúrdum var þó brotið blað í sögu S.þ. a.m.k.; fram að því hafði verið reglan þar að láta hryðjuverk afskiptalaus, ef þau voru framin af valdhöfum gegn eig- in landsmönnum. Með Vonarendurreisn er stigið skrefi lengra á sömu braut. Með samhljóða samþykkt fól Öryggisráð S.þ. Bandaríkjunum á hendur íhlut- un með her manns, jafnframt um- boði til að beita vopnum ef þurfa Colin Powell, yfir- hershöfðingi Bandaríkjanna: heim eftir nokkrar vikur? sæg af ættkvíslasamstæðum, ætt- kvíslum, stórfjölskyldum og fjöl- skyldum. Meðalsómalinn er fyrst og fremst hollur sjálfum sér og ætt sinni, ekki Sómalíu sem landi eða Sómölum sem þjóð. Honum þykir miður ef nánustu skyldmenni hans falla úr hungri; verði fjarskyldara fólk þeim örlögum að bráð er einna líklegast að hann líti svo á að það sé ekki hans mál. Hefðbundin vígaferli sómalskra fjölskyldna og ættkvísla, fastur liður með því fólki sem segja má að sé á einskonar víkingaaldarstigi, gengu „úr hófi“ vegna þess að Bandaríkja- menn og Rússar, sem kepptu um hylli Siads einræðisherra Barre í kalda stríðinu, létu hann hafa vopn eins og hann vildi hafa. Það firna- magn af vopnum sem þannig barst inn í landið olli stóraukinni „fram- leiðni" í vígaferlum. Úr fremur „meinlausum“ ættkvíslaerjum varð marghliða ættkvíslastríð. í þeim ófriði hafa Sómalar skipt sér nokkurnveginn í fjórar fylkingar, mjög lauslegar þó, að sögn frétta- miðla. í fyrrverandi breska Sómal- ílandi, sem liggur að Adenflóa, hef- ur bandalag fjögurra ættkvísla lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Á breska tímanum var flutt þaðan út kjöt til Aden, en sá útflutningur datt niður með hruni breska heimsveld- isins og sameiningunni við ítölsku Sómalíu. Við óánægju ættkvísla fyrrverandi breska Sómalílands út af þessu brást Siad Barre með því að láta her sinn drepa fólk þar í hrönn- um með loftárásum og öðru. Forseti og hershöfðingi Norðaustanvert í fyrrverandi ítölsku Sómalíu er á döfinni banda- lag tveggja ættkvísla undir forustu Alis Mahdi Mohamed, sem sig kallar forseta Sómalíu. Suðvestan til í landinu er þriggja ættkvísla banda- lag undir forustu stríðsherra sem Mohamed Farah Aidid heitir og titl- ar sig hershöfðingja. Þeir Ali Mahdi eru fyrirferðarmestu aðilar borgara- stríðsins og hafa lengi barist um höfuðborgina Mogadishu. Við landamæri Kenýu heldur velli ættkvíslin Marehan, frændur hins nú útlæga Siads Barre. Stýrir því liði tengdasonur Barre gamla, Mo- hamed Said Hersi Morgan að nafni. Það fólk naut góðs af frændseminni við Barre, meðan hann réð, en varð þeim mun verr úti er honum hafði verið steypt. Nær allar þær ættkvísl- ir, sem hlut eiga að stríðinu, hafa að formi til stofnað stjórnmálaflokka til að sýnast virðulegri í augum heimsins, undir nöfnum eins og Sómalska frelsis- og lýðræðisfylk- ingin, Sómalska föðurlandsfylking- in, Sómalska þjóðfylkingin o.s.frv. Hungursneyðin er verst á yfirráða- svæðum þeirra Morgans og Aidids en einnig mikil á svæði Alis Mahdi. Samviska og samúð Meðal þess, sem hratt af stað Von- arendurreisn (Operation Restore Hope), eins og umrædd aðgerð Bandaríkjanna o.fl. ríkja undir merkjum Sameinuðu þjóðanna er kölluð, er samúð af ýmsu tagi með nauðstöddum Sómölum. Svonefnt hungurklám sjónvarpsstöðva, t.d. myndir af grindhoruðum börnum sem flugurnar eru farnar að leggjast á áður en þau hafa að fullu gefið upp öndina, hefur snortið kristilega samvisku og sömuleiðis kristilega alþjóðahyggju vesturlandamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.