Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. desember 1992 Tlminn 5 IR if mMk ^yj H r* S Irii, Ný samstaða um nýj a von Svavar Gestsson skrifar Það er búið að reyna allt, finnst manni stundum, á þessa ríkisstjóm. Það hefur verið reynt að beita fortölum. Ekkert gengur. Það hefur verið bent á augljósar villur í útreikn- ingum, athugunum og spám hennar um þróun einstakra hagstærða. Ekkert gengur. Það hafa verið fluttar tillögur, fyrirspumir og frumvörp á Alþingi. Ekkertgengur. Það hefur verið efnt til umræðna utan dagskrár og innan dagskrár. Það hafa verið haldnar langar ræður og stuttar. Það er ekki fyrr búið að setja fund á Alþingi en forsætisráðherrann hrópar Gaggó, gaggó. Það er ekki fyrr búið að halda tvær eða þrjár ræð- ur á Alþingi en utanríkisráðherrann lætur flissa að Alþingi úti í heimi. Það er ekki fyrr búið að fjalla um málin einn dag á Aiþingi en það kemur í ljós að ekkert gengur og ríkisstjómin tekur ekki markáneinu. Það hafa verið tekin upp borgarstjómarvinnu- brögð á Alþingi. Við sitjum uppi með ríkisstjóm valdhrokans en ekki samvinnunnar. Það óvenjulega hefur auk alls þessa gerst að einn stjómarandstöðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, hefur lagt fram tillögur. Og allir stjómarand- stöðuflokkamir hafa boðist til að ganga í verkin með ríkisstjóminni. Það dugar ekki. Og það sem er enn óvenjulegt er að verkalýðs- hreyfingin og atvinnurekendur hafa líka boðist til að hjálpa ríkisstjóminni við að leysa vandamálin, sem eru aivarlegri en nokkru sinni fyrr. Og það undarlega er svo það að hugmyndir aðila vinnu- markaðarins eru ekki ólíkar tillögum stjómar- andstöðuflokkanna. Það iiggur með öðrum orð- um fyrir að með þjóðinni er meirihlud fyrir allt annarri Ieið. En stjómin situr samt Hún ætlar að sitja áfram. Stjómarflokkamir hafa ekki áhyggjur af atvinnuleysinu. Þeir skella skollaeyrum við öll- um aðvörunum. Þegar formenn stjómarflokk- anna em spurðir, þá gefa þeir alltaf sama svarið: EES og aftur EES, sem allir vita þó að leysir eng- anvanda. Geggjuð öfugmæli Og svo koma tillögur frá ríkisstjóminni. Saman- lagðar samlíkingartilraunir bókmenntasögunnar duga hvergi nærri til að lýsa þeim ósköpum af öf- ugmælum sem hafa birst Ein tillaga stjómarand- stöðunnar var að fella niður aðstöðugjaldið í sjáv- arútveginum. Svar stjómarliðsins er að fella nið- ur aðstöðugjaldið og velta því yfir á bamafjöl- skyldur, húsbyggjendur, einstæðar mæður og meðlagsgreiðendur. í einstökum atriðum lítur svar ríkisstjómarinn- arsvonaút - hækka skatt á einstaklingum um 3.000 millj. kr. - leggja á sérstakan bamaskatt upp á 500 millj. kr. - leggja sérstakan skatt á þá sem em að byggja upp á 500 millj. kr. - leggja sérstakan skatt á meðlagsgreiðendur upp á 700 millj. kr. - leggja sérstakan skatt á Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. - leggja sérstakan skatt á þá sem þurfa að fara með bömin sín til tannlæknis, þá sem þurfa að kaupa lyf og þá sem þurfa að fara til sérfræðings; þessi kostnaður er talinn vera alls um 500 millj. kr. En: Ríkisstjómin leggur ekki skatt á fjármagnstekj- ur. Ríkisstjómin leggur ekki á raunverulegan há- tekjuskatt til að mæta þessum ráðstöfunum. Ríkisstjómin gerir ekki ráð fyrir að auka jöfriuð; hún gerir ráð fyrir að auka ójöfhuð. Það snýr allt á hvolf. Ríkisstjómin gerir ekki ráð fyrir að auka atvinnu; ráðstafanir hennar gera þvert á móti ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist Atvinnuleysi á íslandi er nú orðið meira en nokkm sinni fyrr. Atvinnuleysið er hlutskipti þúsundanna. Þá er bara eitt eftir Og þegar allt þetta leggst saman: - að ríkisstjómin hlustar ekki á tillögur - að ríkisstjómin hafnar tillögum stjómarand- stöðunnar - að ríkisstjómin hafnar tillögum verkalýðshreyf- ingarinnar og atvinnurekenda - að ríkisstjómin eykur á mismunun í lífskjömm - að ríkisstjómin gerir allt öfúgt við það sem til er ætlast af þjóðinni - að ríkisstjómin neit- ar að segja af sér og sit- ur sem fastast - að ríkisstjómin svar- ar öllum ábendingum, tillögum og hugmynd- um með valdhroka - að ríkisstjómin er svo vemleikafirrt að ráðherramir kunna bara eitt svar EES, þó að all- ir viti að EES leysir engan vanda þá er bara eitt eftir - að efla samstöðu utan og innan þings um nýja stjómarstefnu - með aukinni atvinnu - með auknum jöfnuði lífskjara. ASÍ Miðstjóm Alþýðusambands íslands sendi ffá sér eftirfarandi ályktun í síðustu viku, sem vissulega markar tímamóL Hún er á þessa leið: ,Jdiðstjóm ASÍ ítrekar mótmæli 37. þings sam- bandsins gegn harkalegum kjaraskerðingarað- gerðum ríkisstjómarinnar og hvetur félögin til þess að segja samningum upp sem fyrsL þannig að þeir verði lausir fyrir 1. febrúar n.k. Miðstjóm mótmælir harðlega þeim viðbótarað- gerðum sem nú hafa verið kynntar um skerðingu bamabóta, vaxtabóta, aukinn lyfjakostnað og kostnað vegna tannlækninga bama og aldraðra. I öllum þessum atriðum er gengið þvert á kröfu ASÍ um aukinn jöfnuð. Ríkisstjómin, sem hét því samhliða samningum sl. vor að breyta bamabótakerfinu lágtekjufjöl- skyldum í hag með því að nota afraksturinn af lækkun bamabóta fjölskyldna með hærri tekjur til að hækka bamabætur fjölskyldna með lægri tekjur, hefúr nú ákveðið að lækka bamabætur einhliða. Lágtekjufólk er þannig svikið um þá bót sem ríkisstjómin lofaði á liðnu vori. Vaxtabætur em skertar með aðferð sem kemur harðar niður á lágtekjufólki en hátekjufólki. Aukinn lyíjakostnaður og kostnaður vegna tann- Iækninga bama og aldraðra er alvarleg skattlagn- ing á það fólk sem síst má við auknum álögum. Áður en til aðgerðanna var gripið höfðu fulltrúar ASÍ sýnt fram á að með tekjujöfnunaraðgerðum má verja kaupmátt láglaunafólks og um leið treysta undirstöður atvinnulífsins. Miðstjómin ítrekar mótmæli ASÍ- þings við því að ríkisstjómin skuli hafa hafnað samstarfi við verkalýðssamtökin um lausn efnahagsmála og að hana skuli skorta pólitískan vilja til að standa að tekjujöfnunaraðgerðum. Einmitt við þær erfiðu aðstæður sem við stöndum frammi fyrir í dag er nauðsyn á breiðri samstöðu um að verja kjör lág- tekjufólks. Miðstjóm ASÍ skorar því á ríkisstjómina að taka ákvarðanir sínar til endurskoðunar og lýsir allri ábyrgð á hendur ríkisstjóminni ef hún með þess- um hætti velur að rjúfa grið gagnvart lágtekju- fólki." Dagsbrún Verkamannafélagið Dagsbrún hélt geysifiöl- mennan fund á miðjum vinnudegi á miðvikuclag- inn og sendi eftir hann ffá sér þessa fréttatilkynn- ingu: ,J dag, miðvikudaginn 16. desember, hélt Verka- mannafélagið Dagsbrún almenn- an félagsfund milli 13.00 og 14.00 í Bíóborginni. Á fundinn mættu milli níu hundmð og eitt þúsund fé- lagsmenn. Fundurinn sam- þykkti einróma að segja upp kjara- samningum félagsins. Þá samþykkti fundurinn einnig með öllum greiddum atkvæðum harðorð mótmæli gegn þeim hugmyndum sem ríkisstjómin hefur lagt fyrir Alþingi og munu skerða lífskjör almenns launafólks. Á sama tíma og létt er af fyrirtækjum sköttum eru lagðar fram tillögur um auknar skattaálögur á almenning, skert mæðralaun, fæð- ingarorlof, bamabætur og skertur vaxtaffádráttur fólks sem þarf að kaupa húsnæði. Hækkun á raf- magns- og hitunarkostnaði. Fundurinn krafðist aðgerða til að bægja frá því atvinnuleysi sem nú stefnir afkomu þúsunda heimila í voða. Til að sýna einhug og samstöðu stóðu allir fund- armenn upp við atkvæðagreiðslur. Þá kom ffam á fundinum að stjómarflokkamir hefðu svikið öll þau loforð sem þeir gáfú fyrir síð- ustu kosningar. Skattar hefðu verið hækkaðir stórkostlega með álagningu þjónustugjalda og hækkun lyfjakostnaðar og heilbrigðisþjónusta skerL í stað efnda á loforði um hækkun skattleys- ismarka væri nú lagt til að hækka álagningarpró- sentu og sveitarfélögum bent á að hækka útsvars- prósentu til að mæta niðurfellingu aðstöðugjalds. Það er því krafa stjómar Dagsbrúnar, í krafti hins fjölmenna félagsfundar, að árásum á lífskjör launafólks linni og ríkisstjómin snúi sér aö því af alvöru að útrýma vaxandi atvinnuleysi. Ella fari ríkisstjómin frá og Alþingi verði sent heim og efnt til nýrra kosninga, eins og kom fram á fundinum og tekið var undir með lófaklappi." Iðja Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, gerði eft- irfarandi samþykkt á miðvikudaginn: „Félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, haldinn 16. desember 1992, mótmælir harðlega kjaraskerðingu og auknu atvinnuleysi. Á sama tíma og verkafólk verður að búa við sam- drátt í vinnu og minnkandi tekjur, ákveður ríkis- stjómin að fella gengið og skera niður í velferðar- kerfinu og auka álögur á landsmenn. Þá er alveg sérstaklega vegið að öldruðum og bamafólki með hækkun á lyfjakostnaði og skertum bamabótum. Á undanfömum árum hefur markmiðið með samningum verið að halda í horfinu með kaup- mátt, sem er þó alltof lítill. Með því hefúr verka- lýðshreyfingin viljað freista þess að halda uppi at- vinnu. Þetta hefur bmgðist vegna framgöngu ríkis- stjómarinnar. Atvinnuástandið fer hríðversnandi og er löngu komið á mjög alvarlegt stig. Þúsundir manna ganga atvinnulausir, en stjómvöld aðhafast ekk- erL Þau vísa eingöngu á óræða ffamtíð, hugsan- legt álver og Evrópska efnahagssvæðið, sem lausn allra mála. Stjómvöld höfnuðu samvinnu við verkalýðshreyfinguna um lausnir sem helst gátu varið heimilin fyrir frekari áföllum og dregið úr atvinnuleysi. Við þessum aðstæðum verður verkalýðshreyf- ingin að bregðast af fúllum þunga. Það væri ábyrgðarleysi ef hún notaði ekki afl sitt til að stöðva þessa óheillaþróun og snúa málunum til betri vegar. Fundurinn hvetur verkafólk til samstöðu í bar- áttunni um að tryggja atvinnu, m.a. með þeim ráðstöfunum sem Alþýðusambandið hefur bent á. Þá telur fúndurinn að í komandi samningum verði kaupmáttaraukning til þeirra tekjulægstu og verðtrygging launa að hafa forgang. Þá verður að tryggja það að allir njóti hjálpar og öryggis af hálfu samfélagsins, þegar elli, sjúkdóm- ar eða aðrir erfiðleikar steðja að.“ Kennarasamband íslands hefúr sagt upp samn- ingum. Stærstu félög opinberra starfsmanna hafa sagt upp samningum. Fjöldi félaga innan ASÍ hef- ur sagt upp samningum. Ný samstaða um nýja von Verkalýðshreyfingin hefúr sagt: Sameinumst gegn ólögum ríkisvaldsins. Forseti Alþýðusambands íslands, Benedikt Dav- íðsson, benti á það í viðtali á miðvikudagskvöld að auðvitað verður verkalýðshreyfingin að freista þess að knýja ffam nýja stjómarstefnu við þær að- stæður sem nú ríkja. Það þarf að knýja ffarn aðra þjóðarstefnu. Grund- vallarforsendur hennar þurfa að verðæ 1. Aukin atvinna og þúsundir nýrra atvinnutæki- færa. 2. Jöfnun í félagslegum aðgerðum. 3. Skattar á fjármagnstekjur. 4. Skattar á stóreignir. 5. Skattar á hátekjur. Fjármuni þessarar skattheimtu á að nota til þess að reka til baka allar aðgerðir ríkisstjómarinnar nú um áramótin. En til að ná þessum markmiðum þarf nýja sam- stöðu um nýja stefnu gegn stjóminni. Og það hillir undir þá nýju samstöðu um nýja von. Og í þessari víðtæku samstöðu Iiggur vonin. Enn ríkir svartasta skammdegið. Myrkrið grúfir sig yf- ir þjóðina. Stjómarfarið og tíðarfarið leggjast á eitt um að þreyta okkur. En það fer senn að lengja daginn og birta. Við dagsbrún er vonin sem felst í samtakamættinum. Því afli verður ekki hmndið með ráðhúshroka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.