Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 12
 12 Tíminn Laugardagur 19. desember 1992 100.000 orða orðasafn ásamt 660.000 orða samheitaorðasafni Handhæg, lítil og frábær tölva sem athugar stafsetningu á 100.000 orðum. Orð má slá inn eftir framburði (t.d. laf = laugh). 660.000 orða samheitaorðasafn. Orðaleikir. Jólatilboð kr. 5.930,- EMM / Nóatúni 17 / sími 68 88 18 VISA - EURO Póstsendum Tilvalin jólagjöf fyrir - skólafólk - mömmu og pabba og alla hina. WordFinder 220 " SPUUNC CHECC(q<1H(S*UHUS (o)(w)(¥)(W)(T)(V)(5)(r)(ö)CÐ ®©@©©©©®©o ©(2>(£)CZ)(I)(S)®(I)(Dp;1 Q©QQQQ©©©y WordFinder™ Orðaleitari og réttritari fvrir Pínskuna. Bækur og blöð framleidd á íslandi skapa störf í landinu iS Nú hriktir í stoðum íslensks atvinnulífs, atvinnuleysi er verulegt og fer vaxandi. ■ Við þurfum að sýna samstöðu og velja ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU. ■ Bækur og blöð, sem unnin eru á íslandi, skapa störf í landinu. íslensk bók er meira en góð gjöf VELJUM ISLENSKT! Félag bókagerðarmanna / Félag íslenska prentiðnaðarins Enska knattspyman: George Graham ekki ánægður Framkvæmdastjóri Arsenal hyggst breyta liði sínu fyrir heimaleik liðsins gegn Middlesbro, enda hef- ur gengi Arsenal ekki verið upp á marga físka undanfarið eftir ann- ars ágæta byrjun í haust. Tap fyrir Tottenham á útivelU hefur sjálf- sagt fyllt mælinn. Fjögur töp í röð hefur liðið ekki þurft að þola lengi. George Graham hefur þegar til- kynnt að þeir Ray Parlour og Mark Flatts verði í hópnum og hefur einnig varað þá leikmenn við sem hafa átt víst sæti í byrjunarliði Ar- senal. „Ég hef aldrei verið hræddur við að nota unglingana í Iiðinu og ég mun gera það sem er best fyrir félagið. Eg ætla ekki að gera einsog gert var hér þegar ég tók við að nota leikmenn sem ekki stóðu. Þá setti ég yngri mennina inn og ég er ekki hræddur við að gera það aft- ur,“ sagði Graham við fjölmiðla í gær, en þeir Charlie Nicholas og Graham Rix voru meðal þeirra sem máttu þola að missa sæti sitt eftir að Graham hafði hrist verulega upp í hópnum eftir slakt gengi árið 1986-87. George Graham sagðist í gær hafa trú á Ian Wright sem á að mæta í yfirheyrslu hjá enska knattspyrnu- sambandinu í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða Ieikmenn Graham er að tala um að megi missa sín í byrj- unaliðinu en það ætti að koma í ljós í dag. Við sögðum frá því í gær að ekki væri ljóst hvort Eric Cantona yrði í byrjunarliði Man. Utd. og létum um leið að því liggja að það væri jafnvel erfiðara fyrir hann að tryggja sér fast sæti í byrjunarliði hjá Man.Utd en hjá Leeds, sem hann yfirgaf óvænt á dögunum. Um síðustu helgi kom hann í liðið fyrir Robson, sem leikur með í dag en nú hefur opnast möguleiki fyrir Alex Fergu- son til að setja Cantona í byrjunar- lið því Ryan Giggs á við einhver meiðsli í ökkla að stríða og getur að öllum líkindum ekki leikið með. Enska knattspyrnan: Gould kvartar viö John Major Framkvæmdarstjóri Coventry, Bob- by Gould, hefur skrifað enska for- sætisráðherranum bréf þar sem hann kvartar yfír þeirri skipun lög- reglunnar að hann haldi sig fjarri sínu gamla félagi WBA, en Gould var búinn að ráða sig sem sjón- varpsþul á síðari leik WBA og Wyc- ombe Wanderers síðastUðinn þriðjudag. Af því varð ekki vegna þess að lögreglan hafði bannað honum það. Ástæðan fyrir að Gould hefur verið ráðlagt að halda sig fjarri félaginu er að á meðan hann var framkvæmdar- stjóri hjá Albion átti hann í miklum útistöðum við áhangendur félagsins og lögreglan óttaðist að til uppþota kæmi vegna nærveru Gould. Lögreglan hefur nú viðurkennt að það hafi verið rangt að banna Gould að koma á heimavöll West Brom- wich Albion og samþykkja ásakanir Goulds um að persónufrelsi hans hafi verið skert. KÖrfuknattleikur: NBA-úrslit Úrslit leikja í NBA-deiIdinni bandarísku um helgina: Oriando-Sacramento 112-91 Chicago-Washington 107-99 Houston-San Antonio 121-109 New Jersey-Mihvaukee 102-101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.