Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 14
MOTTAKA SORPS um jól og óramót Móttökustöð SORPU í Gufunesi verður opin sem hér segir!9. des.-2 jan.: opið: gjaldskrá: 19. des. laugardag 7:30-17:00 m. 20% álagi 21. des. mánudag 6:30-19:00 venjuleg * 22. des. þriðjudag 7:30-19:00 venjuleg * 23. des. Þorláksmessu 7:30 -19:00 venjuleg * 24. des. aöfangadag lokað 25. des. jóladag lokað 26. des. annan dag jóla lokaö 27. des. sunnudag lokaö 28. des. mánudag 6:30-19:00 venjuleg * 29. des. þriðjudag 7:30-19:00 venjuleg * 30. des. miðvikudag 7:30-19:00 venjuleg * 31. des. gamlársdag lokað l.jan. nýjársdag lokaö 2. jan. laugardag 7:30-17:00 m. 20% álagi Gómastöðvar SORPU verða opnar sem hér segir um jól og óramót: 24. des. aðfangadag, opið 10:00-14:00 25. des. jótadag, lokað 26. des. annandag jóla, opið 12:00-18:00 31. des. gamlársdag, opið 10:00-14:00 1. jan. nýjársdag, lokaö Alla aðra daga verða gámastöðvarnar opnar eins og venjulega frá kl. 10:00 til 22:00 * Venjuleg gjaldskrá= tímastýrö gjaldskrá: Tímastýring gjaldskrár, allir flokkar nema eyðing trúnaöarskjala. 80% af gjaldskrá gildir til kl. 10:00, 100% gjaldskrá kl. 10:00 -15:30 120% gjaldskrá gildir frá kl. 15:30 - lokunar. S@RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, 112 Reykjavík, sími 67 66 77 Svipast um eftir eymabóigu í barni. Eru tengsl á milli eyrna- bólgu og fitu- sprengdrar mjólkur? Það efast iíklega fáir um hollustu kúamjólkurínnar. Hins vegar hafa heyrst raddir, sem ekki eru sáttar við að eiga þess einungis kost að kaupa gerilsneydda og fitusprengda mjólk. „Það ætti alls ekki að gefa börnum fitusprengda mjólk,“ segirÆvar Jóhannes- son, tækjamaður hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands, sem hefur blandað lyf úr jurtum og liðsinnt fólki. Hann telur að fitu- sprengd mjólk geti valdið ofnæmi og óþoli, sérstaklega hjá börn- um, og nefnir eyrnabólgu sem dæmi. Ævar hefur liðsinnt mæðr- um ungbarna með góðum árangri. „Eyrnabólga byrjar oftast nær þegar börn byrja að nota annan mat en brjóstamjólkina. Það bend- ir mjög sterklega til þess að þetta sé ofnæmi gegn einhverju sem börn borða. Það fyrsta, sem þau byrja á, er oft kúamjólk," segir Ævar. Ævar telur að það sé allt í lagi að gerils ieyða mjólk, en ekki að fitu- sprengja hana. „Þá eru sprengdar fitukúlurnar í mjólkinni og þær verða mjög litlar. Hluti þeirra sest utan á próteinagnirnar í mjólk- inni og við það breytist yfirborðs- eiginleikar þeirra þannig að þau verða miklu meira ofnæmisvald- andi. Ónæmiskerfið uppgötvar þessar próteinagnir og lítur á þær sem framandi líkamanum og fer að ráðast gegn þeim. Það eru köll- uð ónæmisviðbrögð," segirÆvar. Jafnhliða þessu segirÆvar að bú- ið sé að sýna fram á að eitthvað af þessum litlu fituögnum, sem verða til við fitusprengingu, séu það smáar að þær komist beint út í blóðið án þess að þurfa að melt- ast nokkuð. „Þá eru þessar fitu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.