Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 19. desember 1992 Tíminn 17 ,, Spekúlantamir‘ ‘ Bragi Sigurjónsson: Þelr létu ekki deig- an síga. Bókaútgáfan Skjaldborg 1992. 157 bls. Sfldin, þessi merkilegi og hverfuli fiskur, átti öllum fiskum meiri þátt í þeirri miklu og hröðu uppbyggingu, sem varð við Eyjafjörð á síðustu tveim áratugum 19. aldar og fyrri hluta þeirrar, sem nú er senn á enda runnin. Allt fram á 7. áratug þessar- ar aldar voru tvær sfldarverksmiðjur við fjörðinn vestanverðan og á þeim árum sem sá, er þessar línur ritar, var þar í sfldarvinnu á sumrum mátti enn sjá leifar fjölmargra sfld- arplana út með öllum firði. Af þeim kunnu rosknir menn margar sögur og víst er að lífið var oft fjörugt og litríkt, þegar sfldveiðar og verkun stóð sem hæst síðari hluta sumars. Nú munu þessar leifar, sem báru vitni fjörugu athafnalífi og ævin- týralegum gróða, flestar horfnar, en á Akureyri má enn sjá nokkur hús sem sfldarkóngarnir reistu á sínum tíma, stór og reisuleg timburhús, sum með skandínavísku yfirbragði. En hverjir voru þeir þessir menn, sem gerðu út á sfldina í „gamla daga“, græddu sumir stórfé á skömmum tíma og töpuðu því jafn- vel öllu í einu til tveim slæmum sfldarárum? í þessari bók rifjar Bragi Sigurjónsson upp söguna af nokkrum þeirra. Hann rekur ævi- þætti ellefu manna, sem stunduðu sfldarútveg við Eyjafjörð: Jakobs V. Havsteen, Eggerts Grímssonar Lax- dal, Snorra Jónssonar og Rögnvald- ar Snorrasonar, Otto Tulinius, Ás- geirs Péturssonar, Björns Líndal, Guðmundar Péturssonar, Antons Jónssonar, Ingvars Guðjónssonar og Valtýs Þorsteinssonar, sem jafnan var kenndur við Rauðuvík. Þrír hinir fyrstnefndu — Jakob, Bragi Sigurjónsson. Eggert og Snorri — máttu allir með sanni kallast frumherjar. Þeir voru allir fæddir fyrir miðja 19. öld, voru í hópi þeirra sem þátt tóku í upphafi sfldveiða íslendinga við Eyjafjörð og voru allir látnir fyrir 1930. Líku máli gilti um Rögnvald Snorrason. Hann fæddist að vísu ekki fýrr en 1886, en ólst upp með fyrirtæki föð- ur síns, hóf ungur þátttöku í rekstr- inum, en varð skammlífur, lést 1923. Nokkru yngri voru þeir Ásgeir Pétursson og Björn Líndal, sem báð- ir létust um aldur fram, en settu mikinn svip á allt athafnalíf við Eyjafjörð á 3. og 4. áratug þessarar aldar. Hinir þrír síðastnefndu voru á hinn bóginn nokkru yngri og hinn síðastnefndi, Valtýr í Rauðuvík, fylgdi sfldarævintýrinu nánast allt til loka, lést 1970. Má því segja að í bókinni sé saga sfldarævintýrisins við Eyjafjörð rak- in í stórum dráttum frá upphafi til loka. Hér verður engin frekari grein gerð fyrir einstökum þáttum henn- ar, né heldur reynt að meta hvort einn þátturinn sé öðrum betri eða fróðlegri. Þar sýnist sjálfsagt sitt hverjum. Umsögn mín er einfald- iega sú að hér sé á ferð stórfróðleg bók, sem hlýtur að verða kærkomin öllum þeim sem fræðast vilja um ævi þessara gömlu „sfldarkónga" og kannski rifja upp gamlar minningar. Ef til vill á þessi bók þó ekki síst er- indi við þá sem eru að kafna undir öllu svartsýnisrausinu og bölmóðin- um. Þeim væri hollt að lesa um þá menn, sem aldrei létu deigan síga þótt illa horfði um stund. Jón Þ. Þór 15% AFSLATTUR ; Dæmi: UNILUX dýna með tvöföldu gormalagi og yfirdýnu sem lagar sig ° fullkomlega að líkamanum kostar: 28.800 - 15% til jóla = 24.480 kr. S Margar gerðir, 20 ára reynsla. Jólaþrennan á jólapakkana tvöföld ánægja! Jólaþrennan kemur þér strax í hátíðarskap. Hún er skemmtileg í SKÓINN. kjörin með JÓLAKORTINU og gerir JÓLAPAKKANN ennþá meira spennandi. n vihNINCV? \\\ i KKl * HAppAÞBENNAW /lefcdmmnjfvw!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.