Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. desember 1992 Tíminn 3 Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir það standa skýrt í stjórnar- skránni að forseti íslands geti neitað að undirrita lög en honum beri að fara með þetta vald með gát: Ekki sjálfgefið að forseti samþykki í vikunni samþykkti trúnaðar- mannaráð Dagsbrúnar tillögu um að skora á forseta íslands að undir- rita ekki lög um staðfestingu EES- samningsins verði þau samþykkt á Alþingi. Sigurður Líndal, lagapró- fessor, segir í grein í tímaritinu Skírni að forseti íslands geti neitað að skrifa undir lög sem Alþingi hefúr samþykkt. Þessu valdi beri forseti hins vegar að beita með gát. Afleið- ing af slíkri ákvörðun forseta gæti orðið stjómarkreppa. Sigurður ræðir ekki um stjórn- skipulega stöðu forseta íslands út frá EES-samningnum heldur eingöngu almennt. Niðurstaða Sigurðar er skýr varðandi það að forsetinn hefur vald til að neita að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta vald hefur forsetinn aldrei notað enda eru flestir sammála um að forsetan- um beri að beita því með mikill gát. f 26. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir at- kvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu.“ Þessi grein er skýr. Ef forsetinn undirritar ekki Iög sem Alþingi hef- ur samþykkt taka þau engu að síður gildi en skjóta ber lögunum undir atkvæði þjóðarinnar. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar ræður síðan því hvort lögin standa eða falla úr gildi. Forsetinn hefur þannig ekki vald til að hnekkja ákvörðun Alþing- is, einungis að fresta gildistökunni og láta þjóðina síðan taka ákvörðun. Eins og áður segir hefur forseti aldrei neitað að undirrita lög. Sig- urður segir að þó að forseti hafí ekki notað þetta vald sitt þýði það ekki að venjan hafí svipt hann því. Ekki sé heil brú í að efna til þjóðkjörs um valdalausan forseta. Annað mál er hvort og við hvaða aðstæður forsetinn á að nota þetta vald. Sigurður reynir ekki að svara þeirri spurningu í grein sinni. Ólaf- ur Jóhannesson, fyrrverandi forsæt- isráðherra og prófessor, segir hins vegar í bók sinni, Stjórnskipun ís- lands, að við óvenjulegar aðstæður geti forsetinn beitt valdi sínu. For- setinn sé því eins konar öryggi í stjórnkerfínu. Velta má upp þeirri spurningu hvaða afleiðingar það hefði ef forseti íslands neitaði að skrifa undir lög um staðfestingu á EES- samningn- um. Það er stefna núverandi ríkis- stjórnar að bera samninginn ekki undir þjóðaratkvæði. Tillaga þess efnis var t.d. felld á Alþingi. Vel má hugsa sér að ríkisstjórnin ákveði að segja af sér ef forsetinn brýtur á baka aftur þessa stefnu ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra gaf þá yfirlýsingu þegar umræður voru um tillöguna um þjóðaratkvæði á Alþingi að ríkis- stjórnin myndi fara frá ef tillagan yrði samþykkt. Það breytir ekki því að forsetinn hefur þetta vald til að neita að undirrita lög. -EÓ Ekkert samkomulag er um afgreiðslu EES á Alþingi, en fjárlög og skattamál þokast áfram: Halda þingmenn jól í Alþingishúsinu? Sjúklingum er gefið súrefni í háþrýstiklefa og er talið að slík súrefn- isgjöf geti verið mikilvæg viðbót viö hefðbundnar lækningar. Háþrýstiklefi á Borgarspítalanum Háþrýstiklefi verður settur upp á Borgarspítalanum í upphafí næsta árs og er notkun hans ætlað að vera mikilvæg viðbót við hefðbundnar lækningar. Þetta kom m.a. fram á fundi í gær með ítölskum læknum og tækni- mönnum sem munu setja upp klef- ann. Þar kom fram að í slíkum klef- um muni sjúklingar anda að sér hreinu súrefni og er það talið geta gefið góða raun þegar í hlut eiga mikið slasaðir sjúklingar. Dæmi um þetta er ef sjúklingur er mikið kalinn eða nær kafnaður. Þá kom fram að á undanförnum ár- um hefur notkun háþrýstiklefa auk- ist verulega á Ítalíu og víða annars staðar í heiminum. -HÞ Óvissa ríkir um þinghaldið síðustu daga fyrir jól. Ekkert samkomulag hef- ur tekist um þinghaldið og forsætisráðherra segist gera ráð fyrir að fundað verði fram á Þorláksmessudag og hugsanlega milli jóla og nýárs. Ríkis- stjómin stefnir enn að því að ljúka afgreiðslu EES- samningsins fyrir jól en ólíklegt er að það takist. í gær varði þingheimur mestum tíma í að ræða frumvarp um breyt- ingar í skattamálum. Málið er mjög umdeilt og gerir stjórnarandstaðan margar athugasemdir við það. Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar leggur til miklar breytingar á frumvarpinu. Lagt er til að hætt verði við að lækka barnabætur og sömuleiðis breytingar á tekjuskatti fyrirtækja að stærstum hluta. í stað- inn er lagt til að persónuafsláttur verði lækkaður um 400 krónur á mánuði. Nefndin leggur hins vegar ekki til að hætt verði við að leggja virðisaukaskatt á bækur, blöð, ferða- mannaþjónustu og húshitun. Frum- varpið gerir ráð fyrir að áfram verði lagður skattur á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði og nefndin gerir ekki athugasemdir við það. Annað stórt mál sem varðar tekju- hlið fjárlaga er frumvarp um al- mannatryggingar. Það er einnig mjög umdeilt. Ekki var lokið um- fjöllun um frumvarpið í nefnd í gær en búist er við að það verði rætt um helgina. Þá er þriðja umræða eftir um sjálft fjárlagafrumvarpið en hún mun fara fram í dag. Fjárlaganefnd leggur til um 900 milljóna niðurskurð á út- gjaldahlið. Fé til viðhalds á opinber- um byggingum verður skorið niður um 400 milljónir, vegafé um 250 milljónir, fjármagn til markaðsátaks vegna EES lækkar um 50 milljónir, fé til nýbyggingar yfir Hæstarétt lækkar um 27 milljónir auk ýmissa fleiri breytinga. Ekkert samkomulag hefur tekist um afgreiðslu EES-samningsins. Ríkisstjórnin hefur ekki opinberlega gefið annað í skyn en stefna hennar sé að ljúka afgreiðslu málsins fyrir áramót. Annarri umræðu er ekki lokið, enn eru nokkrir þingmenn á mælendaskrá. Stjórnarandstaðan hefur sagt að hún sé tilbúin til að mæta á fundi fram til jóla og milli jóla og nýárs til að ræða þetta mál óski ríkisstjórnin þess. Hugsanleg niðurstaða er hins vegar að sam- komulag takist um að ljúka annarri umræðu fyrir áramót en þriðja um- ræða verði látin bíða. -EÓ talir kynntu háþrýstilækningar í háþrýstiklefa í gær. Timamynd Árni Bjama PHESS CÖNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.