Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 19. desember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö í lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ríkisstjómin á sér orðið formælendur fáa Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á sér orðið formælend- ur fáa en þeim fjölgar hins vegar ört sem telja ástæðu til að fordæma verk hennar. Einu úrræðin sem ríkis- stjórnin virðist geta látið sér detta í hug eru að velta auknum birgðum yfir á launafólk með miðlungs tekj- ur eða minna. í ljósi þess hversu illa undirbúnar hinar ýmsu tekju- öflunarhugmyndir stjórnarliða hafa verið og hversu seint þær hafa komið fram verður gagnrýni forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra á stjórnarandstöðuna grátbrosleg. Sannleikurinn er einfaldlega sá að þótt ráðherragengið reyni hvað það getur til að gera stjórn- arandstöðuna tortryggilega með síendurteknum upp- hrópunum um málþóf dylst engum að veikburða mál- efnastaða þeirra hefur molnað í duft í hverju málinu á fætur öðru undan þunga málflutnings stjórnarand- stæðinga og mótmæla frá ótrúlega mörgum og stór- um aðilum úti í þjóðfélaginu. Stjórnarliðar hafa nú gugnað á því að ráðast enn einu sinni sérstaklega að barnafólki og hafa fallið frá áform- um um að skerða barnabætur. Eina úrræði stjórnar- liða til að mæta þessu tekjutapi er að lækka persónu- frádrátt einstaklinga og þar með skattleysismörkin, en slík aðgerð bitnar hlutfallslega verst á þeim sem minnstu tekjurnar hafa. Þótt það sé í sjálfu sér fagnaðarefni að barnabætur verði ekki skertar frekar en orðið er vekur það óneitan- lega furðu að ekki er reynt að láta þá sem mestar tekj- urnar hafa borga meira. Jafnvel þótt ríkisstjórnin sé í hagsmunagæslu fyrir þá betur settu er það mjög óklókt hjá henni að velja þessa leið því með þessu magnar hún enn upp andstöðu og óánægju sem þó var ærin fyrir. Það fer því að verða spurning um tíma hve- nær ríkisstjórnin hrökklast frá og burt hrakin gerir hún fjármagnseigendum og hátekjufólki lítið gagn. Á miðstjórnarfundi ASÍ í gær var lækkun persónufrá- dráttar mótmælt og bent á að slík skerðing lendi „óhjákvæmilega af meiri þunga á því fólki sem hefur lægstu tekjunar.“ í ályktun ASI segir ennfremur: „Mið- stjórnin lýsir furðu sinni á því að ríkisstjórnin skuli enn hafna því að láta þá sem betur mega sún bera meiri byrðar en velja þess í stað að auka skattaálögur lágtekjufólks." Samkvæmt útreikningum ASÍ hefur ríkisstjórn Dav- íðs Oddsonar aukið beinan tekjuskatt einstaklings með 63 þúsund króna tekjur um 3,6%. Ofan á þetta bætast síðan allar aðrar álögur sem ríkis- stjórnin hefur lagt á fólk og ekki hefur mátt kalla skatta. Hvar eru nú loforð stjómarflokkanna frá síð- ustu kosningum um hærri skattleysismörk og lægri skatta? Ríkisstjórnin hefur einangrast í sérhagsmunagæslu fyrir fjármagnseigendur og hátekjufólk þannig að jafn- vel hörðustu sjálfstæðismenn eru nú farnir að afneita henni á opinberum vettvangi. Besta jólagjöf forsætis- ráðherra til íslensku þjóðarinnar væri því tilkynning um að hann hygðist biðjast lausnar fýrir sig og ráðu- neyti sitt. Atli Magnússon 55 Huliðshjálmur fyrir hálftruflað fólk“ „Leyfið öllum blómum að spretta", sagði formaðurinn, Mao Tze TUng, og mönnum hefur skil- ist að þetta hafi verið samnefnari fyrir viðhorf hans til menningar- Iegra efna. Á íslandi hafa menn fyr- ir löngu tileinkað sér þetta sama viðhorf og nú fyrir jólin er bók- menntaakurinn svo litfagur að það er eins og lagemum úr blómafræ- sölubúð hafi verið skvett yfir hann í ölæði. Og allt blómstrar stóðið í einu lagi í desember. Menn skýra þessa grósku hver með sínum hætti. Guðbergur Bergsson rithöf- undur hefur handbærar eftirtekt- arverðar útlistanir á undrinu sem hann opinberar í nýrri viðtalsbók sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hef- ur ritað. Hér leyfum við okkur að tilfæra svolítinn part. Guðbergur segir: ,Á öllum tímum er sægur af fólki sem er á einhvern hátt utanveltu og heldur að það hljóti að vera eða í því leynist angi af listamanni. Og vegna örlætis listarinnar fær það að kalla sig því nafni. Ef það teldi sig vera kjarneðlisfræðing sem hefði búið til þrjár pottheldar vetn- issprengjur og bæði um inngöngu í Kjarneðlisfræðingasamband Is- lands, yrði því umsvifalaust hent út eða heimtað að það sannaði hæfileika sína og uppfinningin gagnaðist með því að kasta að minnsta kosti einni þeirra á rang- lætið í heiminum, annars yrði því sjálfú kastað á geðveikrahæli. Myndu vísindamenn- imir ekki sýna mis- kunnsemi? Nei. í venjulegum stéttarfélögum, einkum þeim sem háskólagengið fólk stofnar, ríkir harður „korpora- tívismi", en í honum er alitaf vott- ur af fasisma — enginn kemst í þau nema hinir innvígðu sem standa saman svipað hinni grísku „phalanx." Ef sama fólk berði aftur á móti saman þrjár stílabækur með efni sem fjallaði um vandamál katt- anna sinna og matvendni þeirra, yrði það tekið með lófaklappi í Rit- höfundasamband íslands og kosið í stjórn eftir að bókmenntafræð- ingar og gagnrýnendur hefðu búið til hugtakið „stílabókabókmennt- ir“ og útgefendur komist að þeirri niðurstöðu að þær væru það sem koma skal á jólabókamarkaðinn „fyrir fólkið“ í landi bókaþjóðar- innar. Á þessu sést að listin, einkum rit- listin, er notuð sem mannúðlegur huliðshjálmur fyrir hálftruflað fólk. Slíkt skaðar hana ekkert; öðru nær. Áður var breitt yfir ónytjungshátt manna og sagt um sinnulausa þunglyndissjúklinga að þeir væru eflaust misskildir lista- menn. Þessir kveinstafamenn fengu þannig aö dröslast gegnum lífið, ýmist í deyfð eða uppsveiflu, því að ónytjungsháttur við hey- skap og á sjó, skortur á vítamín- um, andlegir gallar eða blóðleysi var frekar fyrirgefið þegar jafn and- leg skilgreining var fyrir hendi: Það var angi af listamannseðli í honum. Sumir voru jafnvel færðir til vegs og virðingar vegna þess eins að létt geðtruflun verkar þannig á sumt fólk að það heldur að látlaust illskiljanlegt tal hins sjúka sé í ætt við dularfullan guð sem talar „að handan" og það dýrk- arhann. Mér frnnst þetta vera hrós og ágætt dæmi um mannlega eigin- leika listanna. í rauninni ætti allt dæmi um gæsku listanna. Eins og allir þykjast ekki vita eru flestir í vandræðum með kyn sitt, engin leið er að slökkva á því og fá sér annað og nýtt ef nauðsyn krefur. Hin leynda þrá eftir að skipta um kyn, að minnsta kosti stöku sinn- um, er útbreiddari en menn þora að viðurkenna; hún er orsök flestra hjónaskilnaða. Því lengur sem eiginmenn eru með konum sínum eykst Iöngun þeirra til að vita hvernig það er að vera með þeim og „liggja undir". Þeir spyrja sig í sífellu „hvernig ætli þeim finnist það“? Og eins fer eiginkon- unni, hana langar að prófa hvernig það er að vera karlmaður og kom- ast upp á. „Hvernig ætli mannin- um mínum sé innabrjósts þegar hann er með mér?“ Þetta óleysan- lega vandamál ruglar hjón svo í lokin að þau vita hvorki hvað snýr upp né niður í tilfmningalífinu og skilja. Þetta er hin eiginlega kyn- villa og er í öllum hjónaböndum. Og segðu ekki... Jæja, ég held að ég verði að spyrja hann Nonna frænda hvort þetta sé satt. Blessuð gerðu það ekki. Af hverju? Hann segir alltaf satt. Ekki hvað þetta varðar, þú færð jafnvel úr Nonna þetta algenga svar: „Nei, ég kannast ekki við það." Og hér látum við lokið að vitna til óborganlega skemmtilegrar bókar Þóru Krístínar og Guðbergs. blóðlaust og slappt fólk að vera í samtökum listamanna og geta Iif- að í von um listamannastyrk í stað þess að vera móðgað sem sjúkling- ar af Tryggingastofun ríkisins. Það ætti að leggja hana niður eða tengja Rithöfundasambandi ís- lands og kannske Blóðbankann líka. Aftur á móti voru svipuð einkenni hjá konum aldrei sett í samband við andagift. Þær voru kallaðar rol- ur sem nenntu ekki að smyrja brauð ef gestir komu, eða sagt hreinlega að þær væru „kolvitlaus- ar kerlingar." Ég held þó að við- horfið hafí ekki stafað af því að þær gátu ekki gengið með „passíuhár" eins og karlmenn — þær voru síð- hærðar fyrir — en sú tegund af hári merkti kvöl hins misskilda listamanns; hann var Kristsímynd. Finnst þér þetta ekki vera ýkjur? Öðru nær. Núna geta allir orðið listamenn ef litaða hreistrið frá fyrrverandi háskólarektor vekur hrifningu föndrara. Kannske á eft- ir að rísa upp í þessu listalandi kynslóð karfahreisturslistamanna. Ég gæti nefnt annað lýsandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.