Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 25

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 25
DAGBOKi Laugardagur 19. desember 1992 Frá fundi með fræðslustjóranum f Reykjavfk, Áslaugu Brynjólfsdóttur, þar sem hún og Matthildur Guðmundsdóttir þökkuöu dr. Birni Björnssyni, Jóni Dalbú Hróbjartssyni prófasti, séra Sigurði Pálssyni og Guðmundi Þor- steinssyni prófasti, fyrir gott framlag til kennslumála f Reykjavfk. Fræöslufundir fyrir grunn- skólakennara Síðastliðið haust voru haldnir í Reykja- vík 7 fræðslufundir fyrir kennara í kristnum fræðum í grunnskólum. Fund- imir voru samstarfsverkefni Fræðslu- deildar þjóðkirkjunnar, Reykjavíkurpró- fastsdæmanna beggja og Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur. Dagskrá fundanna var skipulögð þannig að einn fundur var fyrir kennara ung- lingastigs og fjórum fundum var deilt jafnt milli kennara yngsta- og miðstigs. Tveir síðustu fundimir voru ætlaðir kennurum á öllum aldursstigum og vom þeir haldnir í safnaðarheimilum Áskirkju og Breiðholtskirkju. Fundimir báru yfir- skriftina ,Jólin í skólanum" og voru sótt- ir af 150 kennurum. Á öllum fundunum var fjölbreytt dagskrá þar sem kennarar og prestar vöktu athygli á margvíslegum leiðum við kristinfræðikennslu. Leiðbeinendur og fyrirlesarar á fundun- um vom: Ágústína Jónsdóttir kennari, dr. Bjöm Bjömsson fræðslustjóri þjóð- kirkjunnar, Betsy Halldórsson kennari, séra Jón Ragnarsson, Gunnar J. Gunn- arsson lektor, séra Karl Sigurbjömsson, Marteinn Sigurgeirsson kennari, Pétur H. Jónsson tónmenntakennari, Ragn- heiður Sverrisdóttir djákni, Sesselja Ámadóttir kennari, Sigfríður Bjöms- dóttir tónmenntakennari, Sigríður Ein- arsdóttir kennari, og séra Sigurður Páls- son, sem ásamt Matthildi Guðmunds- dóttur, kennslufulltrúa á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur, annaðist undirbúning og stjóm fundanna. 180 kennarar sóttu einn eða fleiri fundi frá 30 skólum. Þar af vom 65 kennarar sem sóttu alls 3 fundina sem í boði vom. Hér er hafið samstarf, sem áætlað er að haldi áfram með fræðslufundum. M.a. hefur verið rætt um að sameiginlegir fundir um jólaboðskapinn geti orðið ár- visst tilboð til kennara í Reykjavík. Þann 19. september 1992 vom gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Hjalta Guðmundssyni, Eydís Aðal- bjömsdóttir og Þorkell Logi Steinsson. Heimili þeirra er að Eggertsgötu 6. Ljósm. Sigr. Bachmann Hjúkrunarkvennatal Á þessu ári kom út Hjúkmnarfræðin- gatal og er það þriðja bók sinnar tegund- ar, áður hafa komið út Hjúkmnar- kvennatal árið 1969 og Hjúkmnarfræð- ingatal árið 1979. í þessari nýju bók em skráðir allir hjúkmnarfræðingar, sem hafa fengið hjúkmnarleyfi hér á landi, íslenskir og erlendir, með viðbótar upplýsingum um alla þá sem áður em skráðir í fyrri bók- unum tveim. Allar bækumar em nú til sölu á skrif- stofu Hjúkmnarfélags íslands. Fyrsta bókin, sem var uppseld, var offsetprent- uð og em einungis til fá eintök af henni. Verð: Hjúkmnarkvennatal útg. 1969 kr. 2.300. Hjúkmnarfræðingatal útg. 1979 kr. 1.700. Hjúkmnarfræðingatal útg. 1992 kr. 4.400. Bækumar em sendar gegn póstkröfu eða Visa/Euro-greiðslu að viðbættum póstkostnaði. Nýja Hjúkmnarfræðingatalið er 628 blaðsíður, gefið út af Hjúkmnarfélagi ís- lands og prentað í Prentsmiðjunni Eddu h.f. Umsjón með söfnun heimilda hafði 6 manna nefnd hjúkmnarfræðinga, sem em félagsmenn í Hjúkmnarfélagi ís- lands. Hjúkmnarfræöingatalið er eigulegt rit fyrir áhugamenn um þjóðlegan fróðleik og ættfræði. Úrvals skáldkonur í Hlaðvarpanum Sunnudaginn 20. desember kl. 15 munu fimm íslenskar skáldkonur lesa úr nyutkomnum verkum sínum í Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3. Skáldkonumar og verk þeirra em þessi: L'nda ViUvalmsdottir: Wakabömin Ómarsdóttir: Svartir brúðar- Þórunn Valdimarsdóttir: Júlía Viíborg Dagbjartsdóttir: Mukkan í turainum Vigdís Grímsdóttir: Stúlkan í skóginum Upplestur skáldkvennanna verður í litla salnum á annarri hæð Hlaðvarpans og hefst kl. 15. Boðið verður upp á jólakaffi og rjómapönnukökur frá Betri stofu Hlaðvarpans. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja eiga notalega jólastund í Hlaðvarpanum og hlýða á einhverjar bestu skáldkonur þjóðarinnar lesa úr verkum sínum. Mósaikverk sett upp í Háteigskirkju Við hátíðarmessu kl. 14 á kirkjudegi Háteigskirkju, sunnudaginn 20. desem- ber, mun Kvenfélag Háteigssóknar af- henda söfnuðinum mósaikverkið „María, móðir Guðs“, sem prýða mun altarisvegg kapellu kirkjunnar. Benedikt Gunnarsson listmálari gerði fmmmynd af þessu verki að beiöni kven- félagsins og vann listamaðurinn að því af mikilli alúð og natni. Fyrirtækið Hans Mayer’sche Hofkunst- anstalt í Múnchen, Þýskalandi, færði myndina í mósaik og er maður á þess vegum að ljúka við að setja hana upp. „María, móðir Guðs“ minnir okkur fyrst og fremst á hið stórbrotna fagnaðarer- indi, sem berst okkur svo kröftuglega á jólum, að Guð varð maður, og vitnar um kærleika Guðs til okkar mannanna. Listamaðurinn vill tjá þenna vemleika í umhyggju og mildi móðurinnar, sem umvefur bam sitt. María, móðir Guðs, er okkur kristnum mönnum mikil fyrirmynd í trú. Hún trúði og treysti fyrirheitum Guðs og bað: „Verði mér eftir orðum þínum" (Lúk. 1,38). „Trúr er sá, sem fyrirheitið hefur gefið“ (Heb. 10,23). (Fréttatilkynning) Stuttbylgjusendingar ríkisútvarpsins Stuttbylgjusendingar ríkisútvarpsins em nú sem hér segir: Til Evrópu: Kl. 1215-1300 á 13835 og 15770 kHz og - 1855-1930 á 7870 og 11402 kHz Til Ameríku: Kl. 1410-1440 og -1935-2010 á 13855 og 15770 kHz - 2300-2335 á 9275 og 11402 kHz Að loknum hádegisfréttum á laugardög- um og sunnudögum er sent yfirlit yfir fréttir liðinnar viku. Hlustunarskilyrði á stuttbylgjum em breytileg. Suma daga heyrist mjög vel, en aðra daga verr og stundum jafnvel ekki. Hærri tíðnir henta betur fyrir lang- ar vegalengdir og dagsbirtu, en lægri tíðnir fyrir styttri vegalengdir og kvöld- og nætursendingar. Tíminn 25 Or sýningu Scala-óperunnar í Mílanó á Don Carlos. ruciu d Luciano Pavarotti í titilhlutverkinu. Pavarotti í Scala — en söngvarinn segir þaö ekki alvarlegt Stórsöngvarinn Luciano Pava- rotti varð fyrir áfalli fyrir skömmu, þegar áheyrendur að frumsýningu Scala-óperunnar í Mílanó á óperunni Don Carlos eftir Verdi fundu sig knúna til að púa hann niður. Samdægurs bárust fréttir af þessum ósigri sönggoðsins í íslenskum ljós- vakamiðlum og bætti útvarpið við frásögnina að tvisvar hefði Pavarotti hrasað í sýningunni, auk þess sem söngurinn var ekki lýtalaus eins og við fengum að heyra í Sjónvarpinu. Söngvarinn sjálfur virðist hafa tekið ósköpunum létt. Hann sagði við blaðamenn eftir uppá- komuna: „Ég söng 80% vel, 10% svona lala og 10% þar fyrir neð- an! Uppistandið yfirbugaði mig. En púið er ekkert skylt stórslysi. Pú-hljóð af svölunum tilheyra frumsýningum á Scala, rétt eins og kampavín og pelsar." ítalskir fjölmiðlar voru samt á annarri skoðun. Öll blöðin í Mfl- anó nefndu daginn eftir atvikið Paul Raymond, 67 ára, eigandi meirihluta Soho-hverfisins í London og útgefandi klámblaða, hlaut þann heiður nýlega að vera útnefndur ríkasti maður Bret- lands í tímaritinu BusinessAge. Hann skákar þar með hertoganum af Westminster, sem hefur setið sem fastast í toppsætinu undan- farin 10 ár. Eignir klámkóngsins eru metnar á um eina og hálfa milljón punda. Dóttir hans, Debbie, sem sá um blaðaútgáfu hans, dó nýlega 36 ára gömul, af of stórum lyfja- skammti. Paul var vantrúaður þegar hann fékk fréttina um auðlegð sína, og er sagður hafa sagt: „Ef ég er rík- asti maður Englands, hlýtur ástandið í landinu að vera bágbor- ið. Ég vona að skatturinn frétti ekki af þessu!" sem „fall“, rétt eins og um próf hefði verið að ræða. Upphaf óperutímabilsins á Scala hafði átt að vera svo glæsilegt, þar sem þrjár ítalskar stjörnur höfðu komið við sögu: Franco Zeffirelli leikstjóri, Riccardo Muti hljóm- sveitarstjóri og Luciano Pava- rotti í tenórhlutverkinu fluttu vinsæla óperu frægasta ítalska tónskáldsins, Giuseppe Verdi. Vinsældirnar áttu að vera tryggðar. Og óperuvinir höfðu lagt á sig að búa um sig í biðröð í tvo og hálfan dag til að fá miða á stæðum. Samtals fengust um 80 millj. ísl. kr. fyrir aðgöngu- miðasöluna. í hópi gesta mátti m.a. greina sjálfan Ítalíuforseta auk iðnjöfra, í spegli Timans Paul Raymond er kominn í efsta sæti listans yfir rfkustu menn Englands. „Ástandiö I landinu hlýtur þá aö vera bág- boriö," segir hann. kvikmyndaframleiðenda, tísku- kónga, virtra lækna, að ógleymd- um fyrrum aðalritara Samein- uðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar. Að vísu glampaði ekki mikið á gimsteina og dýra málma í hópi gestanna, enda skekja stórfelld mútumál og önnur hneyksli Mflanó um þess- ar mundir, og hógværð var því boðorð dagsins. Franco Zeffirelli valdi sjálfur útgáfu óperunnar til flutnings á Scala. Hann fékk þó ekki hrós fyrir uppsetninguna. Hljómsveit- arstjórinn Riccardo Muti varð Hka aðnjótandi púandi áhorf- enda, sem líkaði ekki val hans á söngvurum og að það skyldi þurfa að dempa hljómsveitina svo að hún yfirgnæfði þá ekki. Aðeins einn söngvaranna slapp í gegnum nálarauga vandfýsinna óperugesta í Scala. Samuel Ramsey fékk gott klapp. Og hvað var svo um frammi- stöðu Pavarottis að segja? Áheyr- endur fyrirgáfu honum reyndar að hlutverk Dons Carlos er ekki beint sniðið fýrir hann. Það væri ekki auðvelt fyrir velnærðan þungavigtarmann að túlka á sannfærandi hátt hnugginn tví- tugan gönguliða frá Spáni, þjáð- an af ástarþrá og vitlausu þjóð- erni. Búningameistarinn klæddi hann eingöngu í svart til að reyna að láta Pavarotti líta út fyrir að vera grennri. En það var þó ekki bara líkamsþunginn sem hvíldi á heimsstjörnunni, heldur fyrst og fremst taugaóstyrkur. Þegar í fyrsta þætti titraði rödd Pavarottis, reyndar tvisvar, og í lok annars þáttar náði hann ekki tóni, svo að jafnvel meðsöngvar- ar hans hrukku í kút. í þriöja og fjórða þætti sótti Pavarotti í sig veðrið, en það dugði ekki til: í sýningarlok var greinilega púað á svölum leikhússins, þó að áheyrendur í betri sætum hafi klappað kurteislega. Bandaríski sendiherrann, Peter Secchia, lýsti því áliti sínu eftir sýninguna að hann hafi verið ánægður með hana, hún hafi verið betri en hann hafi nokkurn tíma séð í Metropolitan-óper- unni í New York. Klámkóngur ríkasti maður Bretlands!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.