Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. desember 1992 Tíminn 7 Indriöi G. Þorsteinsson: „Væri ég ungur höfundur núna væri ég reiður, miklu reiöari en ég var." TimamyndAmiBjama urðu reiðir, því þeir þekktu mig og kom ekki til hugar að ég gæti skrifað bók. Þeir spurðu hvort þetta væri virkilega eftir mig og hvort ég hefði ekki stolið þessu. En ég bar af mér með það og svo jafnaði þetta sig nú. En það urðu mörg skrýtin viðbrögð." Eru menn betri við unga menn núna? „Mér finnst að ungum höf- undum mæti mikið meiri vinsemd nú en var þegar ég var ungur. Menn bera þá á höndum sér. Áður voru menn litnir hornauga fyrir það að vera að skrifa bækur, en nú þykir þetta göfugmannlegt starf. Það er seilst langt um öxl til þess að taka vel á móti þeim ungu og fagna þeim — bara fyrir að hafa skrifað bók, en ekki fyrir það sem t henni stendur. Hér áður var þetta skoðað niður í kjölinn, kvið- rist og velt út úr því innyfl- unum til rannsóknar. Það var andskotast á mönnum og það var svo sem góður skóli. Við vorum þá nær þeim mikla tíma sem var að líða út, þess- um miklu jörlum 19. aldar- innar sem ortu svo vel að mönnum fannst að allt sem gert væri síðan væri meira í skugganum. Strákar eins og ég, sem komu beint út úr at- vinnulífinu og höfðu verið að keyra bíl eða moka skurð, máttu eiga von á að vera bornir saman við Einar Bene- diktsson, sem var auðvitað hrikalegt. Við þetta urðu menn þó að búa. En svo mildaðist þetta og nú er farið að taka afar vel á móti fólki og það þykir mér vænt um. Það er ekkert skrýtið við skáldskap, heldur er hann aðeins ákveðið atferli sem menn temja sér. Menn þurfa ekki að vera neitt und- arlegir sem stunda ritstörf.“ En „79 af stöðinni“ var saga sem gekk á hólm við samtíð- ina. Er erfíðara að rita þann- ig sögu en sækja efni aftur í tímann, eins og margir höf- undar gera? „Nei, ekki beinlínis, en menn eru á hættusvæði er þeir skrifa um samtímann. Það er vegna þess að sem söguefni hefur samtíminn ekki alltaf fengið tíma til að gerjast, til að skýrast svo Iín- urnar verði ljósar. Því er höf- undur ekki á jafn miklu hættusvæði sem skrifar um aðeins liðinn tíma. Tilfinn- ingin fyrir liðnum tíma er Iíka alltaf fallegri en sú til- finning sem menn hafa fyrir samtíma sínum. Menn hafa ekki fengið ráðrúm til að setja samtímann í samhengi við stærri atburði eða stærri tilfinningar. Þannig skil ég vel hvers vegna höfundar sækja efni aftur í tímann. Ég tel mig þó ekkert hræddan við samtím- ann og „79 af stöðinni" var samtímasaga. En annars er meginreglan sú að til þess að skrifa bók um samtímann þarf að hafa yfirburðaþekkingu á honum. Samtími okkar núna er hins vegar orðinn meira og minna tilbúinn. Hann er í sjónvarpi, útvarpi og blöðum — ákaflega mikið „konstrúer- aður“, ef svo má segja. Höf- undur getur varla skrifað um svona samtíma nema hann sé sjálfur staddur í víglínunni miðri, og samt má hann gæta sfn vegna þessa mikla og sí- fellda áreitis." Hvað þykir þér um yngri höfunda núna? „Nú eru menn menntaðri og menntun fylgir alltaf óhjá- kvæmlega ákveðin innræting. Ég fékk mína menntun hjá gáfuðum körlum, sem vissu sínu viti og töluðu svo purk- unarlaust um listir að manni blöskraði. Þannig gerðist maður bólusettur fyrir öllum hátíðleika og kennisetning- um, sem nú virðist orðið mikið af innan rithöfunda- stéttarinnar. Menn eru marg- ir að skrifa undir kerfi núna. Þeir sem skrifa um bók- menntir þurfa að fá bækur til að tala um, og þess vegna þarf bókin að falla að ákveðn- um kerfum. En því fylgir að það verður minna um sögur og skemmtilegheit sem alltaf hljóta að verða að vera í bók, því bækur eru náttúrlega frá- sagnir. Menn hafa leiðst út í að búa til módel og þessi myndhvarfadella, sem ríður nú yfir í ljóðum, er að verða allsráðandi. BíH eða gæs eða þúfutittlingur á alltaf að vera vísun til einhvers annars víð- ara og stærra. í þessu er gjarna verið að skrifa í stíl við það sem kennt er. Mér væri skapfelldara að koma beint að því, sem verið er að yrkja um, og sleppa þessum millilið — þúfutittlingnum. Mér dettur í hug kvæði Jón- asar „Ég bið að heilsa“. Hvar eru myndhvörfin eða „alleg- orían“ þarna? Jónas þarf ekk- ert á slíku að halda, heldur segir hann frá á alveg blátt áfram hátt. Það eru að vísu til góðar bækur, sem eru skrifaðar sem myndhvörf, en þær eru þá skrifaðar þannig af því að það hefur komið af sjálfu sér. Þar er ekkert til- lært á ferð og það gerir gæfu- muninn. En hér hefur þannig margt snúist til verri vegar í samtímanum. Ég hef alltaf haft mætur á því sem Vil- mundur Jónsson sagði eitt sinn: „Látið menninguna í friði.“ Menn eru alltaf að yrkja og skrifa bækur nú á dögum, en það er flest gert í einhverjum Mjallhvítarsvefni. Það er betra að vera grófur og hnökróttur og láta það svo slípast af sér með tímanum, en falla undir þetta mynd- hvarfaok." Nú eru rithöfundar og skáld orðnir nokkuð fjölmenn stétt. En þú hefur að mestu haldið þig utan við samtök þeirra. „Ég hef gert það sem mest, þótt ég hafi rótast aðeins inní þetta. f rithöfundasamtökum finnur maður ekkert nema pólitík. Það er það aumkun- arverðasta sem fyrir Iista- mannasamtök kemur að þurfa að laga sig eftir duttl- ungum pólitískra kommiss- ara, sem standa á öllum stétt- um og hlöðum og berja frá bæjardyrunum það fólk sem ekki hentar þeim. Það er hryggilegt og til skammar, því þótt almennt sé vel tekið á móti ungu fólki í skáldskap eru rithöfundasamtök helsta undantekningin. Þar eru ein- tómar klíkur sem mest er umhugað um eigin völd, klíkur sem alltaf eru að lemja á þeim sem þær telja að geti skaðað hagsmuni sína og vanalega fer nýgróðurinn verst út úr því.“ Hvernig heldur þú að þú mundir rita ef þú værir ung- ur höfundur nú? „Væri ég ungur höfundur mundi ég vera reiður, miklu reiðari en ég var. Ég var eig- inlega ekkert reiður sem ungur maður og það er skömm að því. Ungir menn eiga að vera reiðir og nú ættu þeir að vera það, bæði vegna þess ástands sem er í þjóðfé- Iaginu og ástandinu innan menningargeirans. Menning- argeirinn er að verða hjá- lenda einhverra brodda, sem vilja eigna sér menninguna öðru fólki fremur. Þeir sitja inni í einhverju skrauthýsi og éta kökur og drekka kampa- vín meðan menningin líður sofandi hjá í þessum Mjall- hvítarsvefni. Það er mikið um verðlaunaveitingar og ferða- lög og allt hefur sína snotru forhlið. En það er varla neitt sem stendur á bak við. Nei, ég held ekki að það sé verið að keyra góð verk nið- ur. Slík verk mundu skera sig svo úr ef þau kæmu fram, einhver verk sem minntu á stórskáldin fyrir 1930 og þar á undan að menn stæðu á öndinni. Ég held að einhver flokkur þeirra ágætu menn- ingarmanna, sem eiga menn- inguna og ráða henni, yrðu að fara á stjá og útvega sér veiðileyfi á höfund eða höf- unda slíkra verka. Þeir ættu ekki annars úrkosta. En við erum hér alltaf að tala um rithöfunda. Ekki má gleyma að menn hér á landi eru orðnir prýðilegir við að syngja og spila á fiðlur og það er vitanlega ágætt. Það eru menningarmál líka.“ AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.