Tíminn - 20.03.1993, Page 5
Laugardagur 20. mars 1993
Tíminn 5
Varanlegur spamaður
í heilbrigðismálum
Ingibjörg Pálmadóttir skrifar
Fátt hefur verið meira til umræðu undanfarin
misseri en hvemig spara megi í heilbrigðis-
málum. Krukkað hefur verið í hér og þar með
misjöfhum árangri, en minna rætt um heil-
steypta stefhu í heilbrigðismálum. Hinn eini
varanlegi spamaður er í því fólginn að koma
eins og hægt er í veg fyrir sjúkdóma og slys.
Við eigum marga möguleika á því sviði ónýtta.
Undirrituð lagði fram þingsályktunartillögu
ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Svav-
ari Gestssyni, Láru Margréti Ragnarsdóttur og
Jóni Helgasyni, þar sem bent er á hvemig
megi spara með því að auka rannsóknir og for-
vamir og fræðslu varðandi gigtsjúkdóma.
Hver króna til gigtlækninga
skilar sér fertugfalt til baka
Þessi tillaga til þingsályktunar fjallar um
rannsóknir, forvamir og fræðslustörf um gigt-
sjúka og er ætlað að spara þjóðfélaginu þegar
til lengri tíma er litið nokkra milljarða árlega.
En sá sjúkdómur sem þessi þingsályktunartil-
laga fjallar um, þ.e.æs. gigtsjúkdómar, er áætl-
að að kosti íslenska ríkið 10 milljarða árlega,
en inn í þeirri upphæð er ma. sjúkrahúslega,
heilsugæslukostnaður, endurhæfing, lyfja-
kostnaður og vinnutap, hjálpartæki ýmis og
sérfræðikostnaður. Sem dæmi má taka að árið
1990 vom greiddir sjúkradagpeningar fyrir
gigtsjúkdóma í samtals 51.511 daga. Þá fær
fimmti hver öryrki örorkubætur vegna gigt-
sjúkdóma. Þegar giskað er á að spara mætti
15% af þjóðarútgjöldum íslendinga eða allt að
10 milljarða kr. árlega, ef unnt væri að koma í
veg fyrir gigt, er auðséð að hér er til mikils að
vinna. Bandarískir arðsemisútreikningar hafa
leitt í ljós að hver króna til gigtlækninga skil-
ar sér fertugfalt til baka og er þá ekki talað um
þá miklu þjáningu sem sparast, ef koma má í
veg fyrir sjúkdóminn eða halda honum í skefj-
um.
Auknar rannsóknir
Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á
hvað veldur þessum sjúkdómi, en vitað er um
marga samverkandi þætti, bæði meðfædda og
ytri, sem orsaka gigt Frekari rannsóknir á or-
sökum sjúkdómsins eru nauðsynlegar. ís-
lenskir fræðimenn hafa lengi stundað rann-
sóknir á gigtsjúkdómnum og hlotið alþjóð-
lega viðurkenningu fyrir störf sín. Rannsóknir
þeirra hafa hins vegar að mestu verið stundað-
ar í hjáverkum sökum fjárskorts. Gigtarfélag
íslands stóð ný-
verið fyrir söfnun
fjár í vísindasjóð
félagsins, sem er
notaður til að
kosta rannsóknir
á gigtsjúkdóm-
um.
Flutningsmenn
þessarar þings-
ályktunartillögu
telja mikilvægt að
ríkisvaldið aðstoði félagið efdr föngum við
framkvæmd og fjármögnun rannsóknanna.
Því er lagt til við heilbrigðisráðherra að hon-
um verði falið að móta tillögur um eflingu
rannsókna á gigtsjúkdómum í samráði við
Gigtarfélagið.
ísland nýtur sérstöðu
Að sögn sérfræðinga nýtur ísland nokkurrar
sérstöðu, sem gerir það að verkum að rann-
sóknir á gigtsjúkdómum eru að mörgu leyti
auðveldari hér á landi en víða erlendis. Kemur
þar til hversu fámenn þjóðin er, en það m.a.
auðveldar faraldurs- og erfðafræðilegar rann-
sóknir svo og nálægð og náin samvinna vissra
sérgreina læknisfræðinnar, sem oft einangrast
á stórum stofnunum erlendis. Þá eru ættar-
tölur góðar og almennur ættfræðiáhugi ríkj-
andi, en eins og ég sagði áðan er sjúkdómur-
inn að hluta til arfgengur svo og er hér mikill
skilningur á nauðsyn læknisfræðilegra rann-
sókna. Er því brýnt að gerðar verði tíllögur
um eflingu rannsókna á þessu sviði. Hér má
spara mikið fé og sjúklingum mikla og varan-
lega þjáningu.
Aukin fræðsla
Það er að mati flutningsmanna mikilvægt að
ffæða fólk um gigtsjúkdóma og þá þætti sem
leitt geta til þeirra. Forvamarstarf með
áherslu á rétta hreyfingu, verklag og mata-
ræði skiptir hér mestu. Rannsóknir sýna að
neysla mjólkur og lýsis dregur verulega úr
hættu á beinþynningu, en það er sjúkdómur
sem hrjáir þúsundir íslendinga, einkum kon-
ur á miðjum aldri. En þegar talað er um gigt-
sjúkdóma er talað um sjúkdóm í bandvef, svo
og sársaukafúlla kvilla f stoðkerfí lfkamans.
Gigtsjúkdómar
eru flokkaðir í
marga flokka.
Alls 200 sjúk-
dómar teljast til
gigtar. Allra al-
gengustu gigt-
sjúkdómar eru
slitgigt og ikt-
sýki. Þessir sjúk-
dómar eru ólíkir
og þarfnast
Fjöldi gigtsjúkra
Árið 1992 var eins og fyrr sagði Norrænt gigt-
arár. Markmið Norræns gigtarárs var að vekja
athygli á gigtinni, tíðni sjúkdómsins og áhrif-
um hans og hins vegar að efla forvamir.
Ákvörðun Norðurlandaráðs má rekja til hins
mikla fjölda gigtsjúklinga á Norðurlöndum og
þess gríðarlega flárhagslega tjóns og þeirra
þjáninga sem af gigtinni hljótast Tálið er að á
Norðurlöndunum séu 5 milljónir gigtsjúk-
linga og þar af um 50 þúsund hér á landi. Ætla
má að gigtsjúkdómar hafi í för með sér beinan
og óbeinan kostnað fyrir Norðurlöndin sem
nemur þúsund milljörðum árlega, eitt þús-
und milljarða.
Endurhæfmg
Samhliða þessum tillögum um auknar rann-
sóknir, forvamir og ffæðslustörf um gigtsjúk-
dóma kemur einnig fram í greinargerð með
tillögunni mikilvægi endurhæfingar gigt-
sjúkra, en slík endurhæfing krefst mikils sér-
hæfðs mannafla, góðrar aðstöðu, tækjabúnað-
ar og húsnæðis. Markmið endurhæfinga
hennar er að hjálpa gigtsjúkum til að lifa sem
eðlilegustu lífi. Endurhæfingin er einkum
fólgin í m.a. sjúkra- og iðjuþjálfun, meðferð
hjá kiropraktorum. Við eigum hóp sérfræð-
inga sem vinna að þessum málum og eflaust
þarf að samhæfa störf þeirra enn meira með
stefnumótun. Við Landspítalann í Reykjavík er
rekin stærsta sérhæfða gigtdeildin hér á landi.
Auk þess starfa sérfræðingar í gigtlækningum
á Landakotsspítala, Grensásdeild, Borgarspít-
alanum, Vinnuheimili SÍBS á Reykjalundi,
Heilsuhælinu í Hveragerði og Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri svo og á einkastofn-
unum. Greining, meðferð og endurhæfing
gigtsjúkra fer fram á þessum stöðum og á
Gigtlækningastöðinni í Reykjavík, sem rekin
er af Gigtarfélagi íslands. Þá var nýlega stofhuð
endurhæfingardeild á Kristneshæli í Eyjafirði.
Aðstæður til endurhæfingar eru þó ekki fúll-
komnar, þrátt fyrir þessa upptalningu. Þannig
er engin endurhæfingardeild rekin við Land-
spítalann nú og hugmyndir hafa verið um að
fækka gigtarsérfræðingum þar.
Að áliti flutningsmanna er mikilvægt að hald-
ið verði áfram öflugri þjónustu við gigtsjúka
hér á landi um leið og enn frekar verði ráðist
að rótum vandans. Er þvf æskilegt að heil-
brigðisraðherra móti tíllögur um þetta efni og
leggi fyrir Alþingi. Út á það gengur þingsálykt-
unartillagan.
Kostnaðarvitund
Sífelldar breytingar hafa verið gerðar að und-
anfömu varðandi kostnaðarþátttöku einstak-
linga. Flestar þessar breytingar eru gerðar, að
sögn heilbrigðisráðherra, til að auka kostnað-
arvitund þeirra. Ég fullyrði að þessar sífelldu
breytingar auka ekki kostnaðarvitund sjúk-
linga, enda tel ég það ekki brýnast í heilbrigð-
ismálum að minna menn á að það er dýrara að
vera sjúkur en heilbrigður. Ég tel að allra ódýr-
asta lausnin til að spara í heilbrigðismálum al-
mennt sé að menn geri sér almennt grein fyrir
hvemig eigi að halda í gott heilsufar með því
að koma í veg fyrir veikindi og slys. Ég held að
það sé einmitt þessi kostnaðarvitund um gildi
aukinna rannsókna til þess að koma í veg fyrir
sjúkdóma sem vantar hjá heilbrigðisyfirvöld-
um. Ég hef litla trú á að það skili ríkinu til
lengri tíma miklum fjárupphæðum, að láta
sjúkt fólk greiða meira en góðu hófi gegnir fyr-
ir heilbrigðisþjónustuna. Það eykur ekki
kostnaðarvitund. Það bætir ekki heilsuna. Það
leiðir aðeins til ójafnaðar í þjóðfélaginu.
Gigtsjúkdómar og gigtareinkenni em algeng-
ustu vandamál sem valda því að fólk leitar
læknis. Einungis kvef og hliðstæðir kvillar em
algengari. Við íslendingar getum verið í farar-
broddi varðandi lausn á gigtargátunni. Hér er
til mikils að vinna.