Tíminn - 20.03.1993, Qupperneq 11

Tíminn - 20.03.1993, Qupperneq 11
Laugardagur 20. mars 1993 Tíminn 11 Ingi Sigurösson. Háskólafyrirlestur: Arfleifð upplýsingar í tilefni þess að dr. Ingi Sigurðsson hefur verið skipaður prófessor í sagnfræði við heimspekideild Há- skóla íslands flytur hann opinberan fyririestur á vegum deildarinnar fimmtudaginn 23. mars kl. 17:15 í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla ís- lands. Fyrirlesturinn ber heitið „Arfleifð upplýsingarinnar og út- gáfa fræðslurita á íslensku." Ingi Sigurðsson lauk doktorsprófi frá Edinborgarháskóla árið 1972 og fjallaði doktorsritgerð hans um sagnaritun Jóns Espólíns og ís- lenskra samtímamanna hans á tíma- bilinú frá um 1790 til um 1830. Ingi hefur stundað viðamiklar rannsókn- ir á sviðum hugmyndasögu og menningarsögu og þá sérstaklega sögu sagnfræðinnar og á áhrifum upplýsingarinnar og annarra §öl- þjóðlegra hugmyndastefna á íslandi. Auk þess hefur hann unnið að rann- sóknum á sögu Skotlands. Ingi starfaði sem bókavörður við Háskólabókasafn 1972-1981 og var jafnframt stundakennari við Há- skóla íslands á árunum 1975-1981. Hann var skipaður lektor í sagn- fræði við heimspekideild árið 1981, dósent árið 1986 og prófessor frá og með 1. maí 1992. Opið hús: Háskólinn á Akureyri í Tæknigarði Á árlegri námskynningu æðri menntastofnana á morgun, sunnu- dag, verður Háskólinn á Akureyri með sérstaka kynningu á starfsemi allra deilda skólans í Reykjavík. Kynningin verður í anddyri Tækni- garðs, Dunhaga 5. Deildir Háskólans á Akureyri eru: Heilbrigðisdeild, sem kynnir nám til BS-gráðu í hjúkrunarfræði; kenn- aradeild, sem er nýr starfsþáttur skólans; og loks rekstrardeild, en innan hennar er kennt á iðnrekstr- ar-, rekstrar-, gæðastjómunar- og sjávarútvegsbraut. Nemendur sjávarútvegsdeildar verða með kynningu á lifandi ígul- kemm og hörpuskel úr Eyjafirði, auk þess sem fólki gefst kostur á að bragða á afurðum af þessum og fleiri furðudýrum. Þá flytur dr. Stein- grimur Jónsson, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri og útibús- stjóri Hafrannsóknastofnunar, fyrir- lestur um vistfræði Eyjafjarðar, dr. Snjólfur Ólafsson um hermilíkan fyrir stjórn fiskveiða, Ágúst H. Ing- þórsson um gæðastjórnun í evr- ópskum sjávarútvegi og dr. Jömnd- ur Svavarsson um botndýr á ísland- smiðum. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 14.00 og lýkur um kl. 15.00. —sá ) Skattborgararnir hvattir til að kynna sér hvernig æðstu menntastofnanir þjóðarinnar verja Ijármunum sínum: Háskólarnir og sér- skólarnir kynna sig Háskóli íslands og rúmlega tutt- ugu aðrir sérskólar og skólar á háskólastigi kynna sig og starf- semi sína næstkomandi sunnu- dag. Nokkur hefð er fyrir því að þessir skólar efni til sameiginlegs kynningardags á vorin og hafa framhaldsskólanemar verið dug- legir að sækja skólana heim á þessum degi, enda geta þeir hjálp- að þeim við að velja sér nám að loknu grunnskóla- og stúdents- prófl. Nú er hins vegar markmiðið að ná til allra, ekki síst skattborgaranna sem greiða fyrir menntun lands- manna, og veita þeim innsýn inn í mikilvægt kennslu- og rannsóknar- starf sem fram fer í æðri mennta- stofnunum landsins. Skólamir, sem eru 22 talsins, ætla að opna dyr sfnar fyrir gestum og gangandi frá kl. 13-18 á sunnudag og leyfa þeim að skoða það umhverfi sem kennsla, rannsóknir og al- mennt starf skólanna fer fram í. Ekki geta allir sérskólamir haft opið hjá sér á sunnudag, en þeir munu þess í stað kynna starf sitt í húsa- kynnum stærri skólanna. Þannig verður svokallað Opið hús í nokkr- um kjömum á höfuðborgarsvæð- inu, alls 24 byggingum. Tveir stræt- isvagnar verða í fömm milli helstu viðkomustaða allan daginn. Mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa Opið hús, enda um 150 námsgreinar, deildir, stofnanir og félög sem kynna starfsemi sína þennan dag. í sumum skólum verð- ur boðið upp á formlega dagskrá, annars staðar standa starfsmenn, kennarar og nemendur fyrir sér- stökum uppákomum; á enn öðmm stöðum verða fluttir fyrirlestrar og rannsóknir verða víða kynntar. Sérstök dagskrá verður gefin út er að vera á Opnu húsi, og mun hún sunnudaginn kemur. með yfirliti yfir það helsta, sem um liggja frammi í öllum skólum á /----------------------------------;---------------------------- Ráðstefna Evrópubandalagsins Hótel Saga 23. mars 1993 FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐAR í NÝRRI EVRÓPU 11.45 Jnnritun 12.00 Hádegisverður i Ársal, Hótel Sögu 13.20 Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, flytur ávarp 14.00 Aneurin Rhys Hughes, sendiherra EB á íslandi og i Noregi 14.40 Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bœnda 15.00 Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður og bóndi 15.40 Kaffihlé 16.00 Gerald Bruderer, yfirmaður samskipta EB og EFTA i landbúnað- armálum, landbúnaðardeild EB í Brussel 16.40 Umrœður, fyrirspurnir og svör (túlkur verður til staðar) 17.00 Aneurin Rhys Hughes, sendiherra, flytur samantekt og lokaorð Ráðstefhustjóri: Aneurin Rhys Hughes. Ráðstefnugjald, sem innifelur hádegisverð og kaffi, er kr. 2000,-. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma 91 - 62 24 11. EB heldur ráðstefnuna í samvinnu við Búnaðarbanka íslands og Stofnlánadeild landbúnaðarins Skipuleggjendur ráðstejhunnar áskilja sér rétt til að breyta dagskrá vegna ójyrirsjáanlegra breytinga. Aðstoð við skipulag og umsjón: Kynning Og Markaður — KOM hf. _____________________________ -EÓ "N Látiðfagi Látw jagmenn vinna verkin! i . nnumst! Bifreiðaréttingar á fullkomnum réttingarbekk með fullkomnum mælitækjum Bifreiðaviðgerðir sprautun og boddysmíði. Setjum á sílsalista mjög hagstætt verð ILARETTINGAR G.A.K

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.