Tíminn - 20.03.1993, Page 18
18 Tíminn
Laugardagur 20. mars 1993
Aðalfundur
m ISTEX,
ÍSLENSKUR TEXTILIÐNAÐUR H.F.
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn laugar-
daginn 3. apríl, kl. 14.00, í Bændahöllinni/Hótel
Sögu, 3. hæð í sal Framleiðsluráðs.
Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf samkv. 16. grein
samþykkta félagsins.
2. Aukning hlutafjár samkv. tillögum stjórnar fé-
lagsins.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Mosfellsbæ, 18. mars 1993.
Stjórn ÍSTEX hf.
VELKOMIN TIL U.S.A.
Sértilboð frá bandarísk-
um stjórnvöldum
Bandarlsk stjómvöld gefa þér kost á að sækja um og öðlast
varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætiun AA-1.
Dregið verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki-
færi til að setjast að í Bandaríkjunum og stunda þar vinnu.
(orðið handhafi „græna kortsins”). Umsóknarfrestur um dval-
arieyfi rennur út 31. mars nk. og þvi nauðsynlegt að bregð-
ast við strax, svo umsókn þín nái fram í tíma.
Allir þeir, sem eru fæddir á Islandi, Bretlandi eða (riandi
og/eða eiga foreldri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa
rétt til að sækja um þetta leyfi.
Sendið 45 Bandarikjadala greiðslu fyrir hvem umsækjanda
til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæðingar-
stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstaö
ógiftra bama undir 21 árs aldri.
Heimilisfangið er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas,
Texas, 75382, USA.
Kópavogur — Framsóknarvist
Spilum að Digranesvegi 12, sunnudaginn 21. mars kl. 15.00.
Góð verðlaun og kaffiveitingar.
Freyja, félag framsóknarkvenna
Alfreð
Reykjavík - Framsóknarvist
Framsóknarvist verður spiluð n.k. sunnudag 21. mars I Hót-
el Lind, Rauðarárstlg 18, og hefst kl. 14.00.
Veitt verða þrenn verðlaun karia og kvenna.
Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi flytur stutt ávarp I
kaffihléi.
Aðgangseyrir kr. 500,-. Kaffiveitingar innifaldar.
Framsóknarfélag Reykjavlkur
REYKJANES
Opnir stjómmálafundir með
Steingrimi Hermannssyni og
nokkrum þingmönnum
Framsóknarflokksins
Steíngrímur Kópavogur Finnur
Opinn stjómmálafundur með alþingismönnunum Steingrimi Hermannssyni og Finni
Ingólfssyni verður I Framsóknarhúsinu, Digranesvegi 12, Kópavogi, mánudaginn 22.
mars kl. 20.00.
Ingibjörg
Borgarnes —
Félagsbær
Asta R.
Opinn fundur um heilbrigöismál verður I Félagsbæ þriðjudaginn 23. mars kl.
21.00.
„Hverju er veriö að breyta I heilbrigðismálum?" Þvl svara: Ingibjörg Pálmadóttir al-
þingismaður, Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir upplýsingafulltrúi Tryggingastofn-
unar rlkisins, og Halldór Jónsson héraöslæknir.
Sigríður J. Ragnar
Fædd 26. júní 1922
Dáin 10. mars 1993
Hér var sú er hugprúð lagði
hiklaust á hinn bratta tind.
Æðrumæli engin sagði,
ókvíðin við fljót sem lind.
Og sem hafði að gfírbragði
austanheiðríkjunnar vind.
(Ketill Indriðason)
Austanheiðríkjan er kær þeim,
sem hafa alist upp í sveitum Þing-
eyjarsýslu. Aðaldælir sáu hana
vaka undir frá Grísatungufjöllum,
suður um Lambafjöll til heiðanna
er skilja að Mývatnssveit og Aðal-
dal. Birta hennar boðaði góðviðri.
Hún lyfti gráum þokufeldinum og
regnþrungnum skýjum hærra og
hærra, og greiddi veg vermandi
sólar.
Birta og léttleiki austanheiðríkj-
unnar einkenndi svip og fram-
komu Sigríðar vinkonu minnar.
Hún átti líka æsku og uppvaxtarár
f Mývatnssveit og fjallahringurinn
þar á fáa sína Iíka. Fundum okkar
bar saman „í faðmi fjalla blárra"
fyrir rúmum 20 árum. Ég var
stödd á ísafirði og hitti á götu séra
Sigurð Kristjánsson prófast. Við
tókum tal saman og hann spurði
mig hvort ég þekkti Sigríði J.
Ragnar. Ég kvað nei við. „Komdu
þá heim með mér, ég á von á henni
í kvöld.“ Ég þáði boðið og eftir
nokkra stund kom Sigríður. Hún
var í áköfum samræðum við hús-
móðurina, Margréti Hagalínsdótt-
ur, og Ieyndi sér ekki að þar var
engin hálfvelgja í samræðum.
Málefninu hef ég gleymt, en svip
Sigríðar, áhuganum og léttleikan-
um í fasi hennar og svo gleðinni
yfir að hitta alls ókunna mann-
eskju, þó hún vissi deili á mínu
fólki, það man ég og mun ekki
gleyma.
Þetta var á þeim árum sem Lax-
árdeilan stóð sem hæst og þeim
hjónum Sigríði og Ragnari Hjálm-
arssyni frá Ljótsstöðum í Laxárdal
var heitt í hamsi. Skoðanir okkar
voru mjög samhljóma og eftir
þessi fyrstu kynni átti ég vinum að
mæta og sat mig sjaldnast úr færi
með að líta inn á Smiðjugötu 5,
þegar ég kom til ísafjarðar, enda
eins og að koma í foreldrahús. Það
var tæpast hægt að tala um annað
hjónanna án þess að nefna hitt og
mér virtust þau mjög samstiga og
samhent, og gagnkvæm virðing,
traust og umhyggja einkenndu
hjónaband þeirra og saman unnu
þau stórvirki f tónlistar- og menn-
ingarlífi ísfirðinga. Það verður
lengi í minnum haft og Sigríður
dóttir þeirra hefur tekið upp
merki þeirra á því sviði.
Barnung stóð ég við hlið föður
míns á Fjallshnjúk og hlýddi á
nöfn þeirra kennileita er blöstu
þar við augum. Grímsey var lengst
í norðri. Bárðarbunga og Dyngju-
fjöll í suðri, ef skyggni var mjög
gott. í suðaustri risu Mývatnsfjöll,
Reykjahlíðarhyrna, Bláfjall og Sel-
landafjall. Ég fékk líka að heyra
um nálægar sveitir og bæi þar. í
Mývatnssveit voru það nöfn eins
og Arnarvatn, Skútustaðir,
Grænavatn og Gautlönd.
Frá Gautlöndum stafaði ljómi af
nöfnum þeirra er þar höfðu alið
aldur sinn og barist fyrir frelsi, er
þá var talið öllu æðra. Frelsi til að
ráða sínu landi, án fyrirskipana
annarra þjóða. Frelsi, innlendrar
verslunar og siglingar eigin skipa
undir íslenskum fána. Menntun
þjóðarinnar og uppbygging, rækt-
un lands og lýðs. Þar réðu þau
gildi, sem nú eru talin lítils virði
af skammsýnum ráðamönnum í
dag.
Þetta var arfleifð Sigríðar J.
Ragnar. Hún fæddist á Gautlönd-
um 26. júní 1922. Frá 1848 bjó þar
sama ættin. Jón Sigurðsson al-
þingismaður og Sólveig Jónsdótt-
ir, síðan Pétur Jónsson alþingis-
maður og Þóra Jónsdóttir, afi og
amma Sigríðar, og foreldrar henn-
ar Jón Gauti Pétursson og Anna
Jakobsdóttir. Frá Gautlöndum var
líka Kristjana Pétursdóttir, föður-
systir Sigríðar, sem var fyrsta for-
stöðukona Húsmæðraskólans á
Laugum og stjórnaði honum til
dauðadags. Sigríður lauk gagn-
fræðaprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1939 og hún giftist
Ragnari H. Ragnar 1945. Hann
varð skólastjóri tónlistarskólans á
ísafirði 1948 og andaðist 1987.
Börnin urðu þrjú: Anna Áslaug,
Sigríður og Hjálmar. Þau Sigríður
og Ragnar urðu góðir og gegnir
ísfirðingar, en heimaslóðirnar fyr-
ir norðan gleymdust ekki og þang-
að fóru þau flest sumur. Þar voru
þeirra sólarstrendur.
Ein af fáum fær að berjast,
fremst í röð, þar mest lá við.
Örugg jafnt að vaka og verjast
vina sinna fast við hlið.
(K.I.)
Þessar hendingar áttu vel við Sig-
ríði, hún gaf sig alla og af heilum
hug og baráttugleði, hverju því
málefni sem hugann hreif. Henni
var fátt mannlegt óviðkomandi.
Hún hóf kennslustörf í Barna-
skólanum á ísafirði 1957 og
kenndi þar óslitið meðan kraftar
entust. Kennarastarfið var henni
hjartfólgið. Hún var metnaðarfull
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIDÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
UTBOÐ
Hálfdán III
Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum I ný-
lagningu Bíldudalsvegar á Hálfdáni I Vestur-
Baröastrandarsýslu.
Helstu magntölur: Bergskeringar 10.000 m3,
fýllingar og fláafleygar 124.000 m3 og neðra
burðariag 11.700 m3. Lengd vegarkafla 5,8
km.
Verki skal lokið 1. nóvember 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkis-
ins á Isafirði og I Borgartúni 5, Reykjavlk (að-
algjaldkera), frá og meö 22. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fýrir kl.
14:00 þann 5. aprll 1993.
Vegamálastjóri
UTBOÐ
Suðurlandsvegur — Vestur-
landsvegur, Áfangi I
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum I
jarðvinnu við Suðurfands- og Vesturiands-
veg milli Rauðavatns og Höfðabakka, gerð
vegamóta þessara vega og gerö hljóð-
mana og rofvarna I Reykjavík.
Helstu magntölur: Fyllingar og burðariög
138.000 m3, skeringar I laus jarðlög
145.000 m3, skeringar í berg 154.000 m3,
malbik 5.300 m2, regnvatnslagnir 3.000 m,
hljóömanir 35.000 m3 og rofvamir 65.000
m3.
Fyrsta áfanga verksins skal lokiö 11. júní
1993, en verkinu skal aö fullu lokið 29. apr-
í| 1994.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð
ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald-
kera), frá og með 23. þ.m.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl.
14:00 þann 5. april 1993.
Vegamálastjóri