Tíminn - 07.01.1995, Síða 24
Laugardagur 7. janúar 1995
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburl., Faxafl., SV-mib og Faxafl.mib: Allhvöss SV-átt meb
slydduéljum í fyrstu en hvassvibri meb storméljum þegar kemur fram
á daginn.
• Breibafj. og Breibafj.mib: Allhvöss eba hvöss SV-átt og éljafjangur.
• Vestf. og Vestfj.mib: SV- stinningskaldi eba allhvasst og éljagangur.
• Strandir og Norburl. vestra og NV- mib: V-hvassvibri eba stormur,
en lægir þegar kemur fram á daginn. SV- stinningskaldi eba allhvasst
síbdegis og dálítil él.
• Norburl. eystra og NA-mib: SA- og A- átt, hvassvibri og snjókoma,
en V- stormur á mibum. SV-stinningskaldi eba allhvasst þegar kemur
fram á daginn og styttir upp, en sumsstabar hvassvibri síbdegis.
• Austurl. ab Glettingi, Austf., A-mib og Austfj.mib: Hvöss SV-átt
og úrkomulítib.
• SA-land og SA-mib: Allhvöss eba hvöss SV-átt. Úrkomulítib framan
af, en siban él.
Umfangsmeira heilbrigbiseftirlit naubsynlegt fyrir keppnisíþróttafólk og listafólk segir landlœknir:
Yflr 60% úrvalshlaupara
með tíðateppu eða oreglu
Talib er ab gjörþjálfun barna og
unglinga (margra klukkutíma
þjálfun á dag) seinki kynþroska
þeirra. Algengt er ab ballett-
dansmeyjar og leikfimibkend-
ur hafi ekki á klæbum fyrr en
um tvítugt. Því fylgir truflun á
beinvexti og er m.a. vitab um
beinbrot mebal ballettdans-
meyja á íslandi. Grunur leikur
á svipabri truflun á hormóna-
framleibslu mebal karla, þ.e. ab
minni framleibsla kynhorm-
óna og sæbis fylgi í kjölfar gjör-
þjálfunar karla. Tíbateppa og
óreglulegar blæbingar eru mjög
algengar mebal íþróttakvenna.
Meira en 60% leikfimiibkenda
og yfir 40% úrvalshlaupara
þjást af tíbateppu.
Verbi þessi truflun langvinn er
veruleg hætta á beineybingu. Þar
meb eykst hætta á beinbrotum,
enda hefur beinbrotum íþrótta-
manna fjölgab verulega á síbustu
árum.
Þetta kemur fram í grein sem
Ólafur Ólafsson landlæknir skrif-
ar í fyrsta tbl. Læknablaðsins á
þessu ári: „Er heilbrigð sál í
hraustum líkama öfugmæli?" Ól-
afur vitnar þar til ört fjölgandi
greina í læknatímaritum, sem
fjalla um alvarlega fylgikvilla
gjörþjálfunar (intensive-train-
ing), þ.e. daglegrar þjálfunar
íþrótta- og listamanna í margar
Úukkustundir. Þessara truflana
hafi fyrst orðið vart eftir 1970.
„Nauösynlegt er að keppnis-
íþróttafólk og listafólk gangist
reglulega undir umfangsmeira
heilbrigðiseftirlit en nú er fram-
kvæmt. Læknar verða að halda
vöku sinni í þessu efni og gera at-
hugasemdir ef í óefni stefnir.
Menntun þjálfara þarf að bæta til
muna. Eins og nú er nægir ekki
eingöngu fyrri færni í íþróttum
til þess að menn annist þjálfun
framúrskarandi íþróttafólks,"
segir Ólafur.
Fram kemur aö tíðateppa er al-
geng meðal kvenna sem stunda
t.d. maraþon, leikfimi, hjólreiðar
og ballett. Ekki er talið að þetta
valdi alvarlegri truflun sé um
skamman tíma að ræöa. En t.d.
tveggja til þriggja ára tíðateppa
geti orðið varanleg, og stórauki
þá hættu á beineybingu. „Hætta
eykst á beinbrotum enda hefur
beinbrotum ungra listamanna
fjölgað verulega á síðustu árum."
Minnkun líkamsfitu er talin aðal
orsakavaldurinn.
Landlæknir minnir á að fylgi-
kvillar of mikillar steraneyslu séu
nú alþekktar og viburkennt sé,
jafnvel í dómsmálum, ab tilefnis-
lausar líkamsárásir megi rekja til
mikillar steraneyslu.
Þróunarsjóbur sjávarútvegsins:
Borgar út sex Þor
lákshafnarbáta
Stjórn Þróunarsjóbs sjávarút-
vegsins hefur veitt styrki til
úreldingar sex báta sem gerbir
eru út frá Þorlákshöfn. Ræbir
þar um styrki til útgerbar-
manna í Höfninni uppá um
195 millj. króna.
Það eru bátarnir Sædís, Júlíus,
Hersir, Jón Klemenz og Auðunn
sem veittir eru úreldingarstyrkir
vegna, sem og að styrkur fæst til
úreldingar flaggskips Þorláks-
hafnarflotans, Jóns Vídalíns.
Þegar er búið að úrelda bátinn
Jón Klemens og selja hann til ír-
lands. Hefur eigandi bátsins,
fyrirtækið Fiskmark, þégar
keypt sambærilegan bát í hans
stað. Þá er eigandi Jóns Vídal-
íns, Meitillinn hf., að leita aö
nýjum togara í stað þess fyrri,
sem er um 20 ára gamall.
Fyrir báta sem úreltir eru
greiðast 45% af matsveröi
þeirra. Þannig fá útgerðarmenn
í Þorlákshöfn um 195 milljónir
kr. í sinn hlut, en heildarmats-
verð bátanna sex sem hér um
ræbir er 43 millj. kr.
-SBS, Selfossi
MAL DAGSINS
52,0%
Alit
lesenda
Síbast var spurt:
Var áramótaskaup
48,0% RÚVfyndib?
Nú er spurt: Vœri þab rétt hjá kennurum ab fara í
verkrall?
Hringið og látið skoðun ykkar í Ijós. Mínútan kostar kr. 25.-
SÍMI: 99 56 13
„Athygli vísindamanna hefur í
vaxandi mæli beinst að framan-
greindum fylgikvillum," segir
landlæknir. „Heilbrigðisyfirvöld,
forystumenn íþrótta, læknar og
þjálfarar hafa ekki verið vakandi í
þessum málum." Margir reki
þessar alvarlegu truflanir á heil-
brigði meðal keppnisíþróttafólks
til yfirþyrmandi áróðurs. Og ab
baki áróðrinum megi þekkja áhrif
auglýsinga og gróðahyggju, sem
ráði feröinni.
„Forystumenn í íþróttafélög-
um verða að taka á þessum mál-
um líkt og tekið hefur verið á
steramálum. Að öörum kosti
verður „heilbrigð sál í hraustum
líkama" öfugmæli," segir Ólafur
Ólafsson. ■
Karlar unnib
þrjú aukaár
Meðalævi íslenskra karla hef-
ur lengst um 3 ár á einum ára-
tug, í 76,9 ár. Karlar verða nú
hvergi í heiminum eldri en á ís-
landi, segir í Heilbrigðismálum.
Japanskir karlar koma þeim ís-
lensku næstir, með 75,9 meðal-
ár, og sænskir eru í þriðja sæti
með 75,5 meðalæviár.
íslenskar konur hafa aftur á
móti abeins náð einu viðbótar-
ári á þessum sama áratug. Og
það er langt frá nógu mikið til
að halda sínu fyrra sæti „allra
kerlinga elstar". íslenskar konur
eru nú dottnar niður í 4.—5.
sæti á heimslistanum. ■
Frá Kvennahlaupi ÍSÍ, en ótrúlegt er aö þátttakendur þar upplifi tíöaóreglu vegna gjörþjálfunar.
Islendingar komnir í hóp þeirra sem fá hvab flestar hjartaaögerbir:
Þrjú hundruð þurfa
hjartaaðgerð á ári
Um 280 hjartaskurbabgerbir
voru gerbar á Landspítalanum
á nýlibnu ári, eba kringum 30
fleiri heldur en næstu tvö ár
þar á undan. Kostnabur vib
hverja hjartaskurbabgerb hér á
landi er á 8. hundrab þúsund
krónur, sem þýbir þá samtals
um eba yfir 200 milljónir
króna árib 1994. Þá eru
Brennum á
höfubborgar-
svæbinu frestab
Öllum þrettándabrennum
sem ráðgerðar voru á höfuð-
borgarsvæbinu var frestaö í gær
vegna veðurs, samkvæmt skip-
un eldvarnareftirlits. Sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í Reykjavík voru ráðgerð-
ar fimm brennur í borginni,
auk þess sem ein brenna var
ráðgerð í Hafnarfirði og ein á
Álftanesi. Þetta þýðir þó ekki ab
það verði ekki kveikt í þessum
brennum, en ekki er ljóst hve-
nær það veröur gert. ■
samt ótalin útgjöld vegna end-
urhæfmgar og sömuleibis
vinnutaps 2 til 3 mánubi eftir
abgerb.
Islendingar eru nú komnir í
hóp þeirra Evrópuþjóða þar sem
hjartaðgerbir eru hvaö algengast-
ar, samkvæmt upplýsingum í
nýjasta hefti Heilbrigðismála.
Bandaríkjamenn einir eru nokk-
ub stórtækari. Enn virðist þó ekki
alveg nóg ab gert. Blaðið hefur
það eftir Grétari Óskarssyni, yfir-
lækni á brjóstholsskurödeild
Landspítalans, að margt benti til
að næstu árin verði þörf fyrir um
300 hjartaabgeröir á ári. Oftast
séu 50- 60 manns á biðlista. En
þeir sem eru í mestri hættu eru
teknir fram fyrir þá sem taldir
eru þola lengri biö. Árangur
hjartaskuröaðgeröa hér á landi er
sagður með því besta sem þekk-
ist.
Á sama tíma og kransæða-
skurðaðgerðum og öðmm hjarta-
skurðaðgeröum hefur fariö fjölg-
andi fjölgar þeim einnig verulega
sem fara í kransæðavíkkun. Árið
1993 fóm 219 íslendingar í
kransæðavíkkun, en á nýliönu
ári voru þeir þegar orbnir heldur
fleiri strax í nóvemberlok.
Hjartaskurðaðgerðir hófust hér
á landi árið 1986 og kransæða-
víkkanir ári síðar. ■
BEINN SIMI
AFGREIÐSLU
TÍMANS ER
563.1631
TVOFAIDUR 1. MNNINGUR