Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 6. maí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Að vinna friöinn Þann 8. maí eru liðin fimmtíu ár frá stríðslokum í Evrópu og er þess víða minnst um þessar mundir. Þótt hálf öld sé langur tími, eru enn margir ofan moldar sem voru í blóma lífsins í þessum hildar- leik. Fyrri heimsstyrjöldin var háð með meiri fórn- um en nokkru sinni áður í blóðugri sögu mann- kynsins, en hún var barnaleikur hjá þeirri síðari, sem markaði þáttaskil að því leyti að hörmungarn- ar bitnuöu ekki síður á óbreyttum borgurum, sem voru stráfelldir ekki síður en hermennirnir á víg- vellinum. Eftir síðari heimsstyrjöldina var ekkert sem áður í Evrópu. Það leið ekki á löngu áður en fullur fjand- skapur varð með sigurvegurunum og stórveldin fóru að vígbúast á ný. Járntjaldið féll um Evrópu og hélst svo að mestu þar til 1989, er Berlínarmúrinn féll. Hann var síðasta tákn „kalda stríðsins", en meö falli hans lauk ákveðnum kafla í sögu Evrópu eftirstríðsáranna og nýr kafli er hafinn, sem ekki er séð fyrir hvernig muni enda. Gamalt máltæki segir að þótt erfitt sé að vinna styrjaldir, sé jafnvel enn erfiðara að vinna friðinn. Friðurinn verður ekki unninn nema með alþjóð- legu samstarfi. Eftir styrjöldina mættust þjóðirnar innan samtaka Sameinuðu þjóðanna og vestrænar þjóðir bundust samtökum um öryggismál innan Nató. Nú standa þessi samtök bæði á krossgötum gagnvart nýjum aðstæðum og nýjum viðhorfum eftir kalda stríðið. Það er langt frá því að vera friðvænlegt í Evrópu um þessar mundir. Það logar í þeirri púðurtunnu, sem ávallt hefur leynst glóð í á Balkanskaga, og þau átök gætu, ef illa tekst til, breiðst út. Bæði Nató, Vestur-Evrópusambandið og Evrópusam- bandið standa ráðþrota gagnvart þeim átökum sem þarna eiga sér stað. Sáttaumleitanir hafa ekki leitt til niðurstöðu og vopnuð íhlutun þykir þeim ekki fýsileg, sem eiga að senda menn til slíkra verka. Gæslillið Sameinuðu þjóðanna hefur heldur ekki ráðið við aðstæður, þegar í harðbakkann slær. Þaö er víðar ófriölegt. í Tjetjeníu hefur geisað stórstyrjöld, sem ekki er leidd til lykta, og breyting- ar í Rússlandi eru ávísun á spennuástand. Á friðar- daginn, þegar fimmtíu ár eru liðin frá hildarleikn- um mikla, er langt í frá að friðurinn hafi verið unn- inn, þótt einum kafla í samskiptum þjóðanna, kalda stríðinu, sé lokið og von hafi kviknaö um friðsamlegri og öruggari heim við fall Berlínar- múrsins. Sú von hefur ekki ræst. Átökin eru staö- bundin og gárurnar frá óróasvæðum heimsins fara víða áður en þær deyja út. Þær koma meðal annars fram í hryðjuverkum langt frá vettvangi. Ekki má heldur gleyma því, þegar friðardagsins er minnst, að fleira en styrjaldir ógna mannkyn- inu. Hryðjuverkastarfsemi, eiturlyfjaógnin, kyn- þáttahatur, hungurvofan og umhverfisslysin vegna athafna mannanna, allt eru þetta fylgifiskar 20. aldarinnar og ógna öryggi fólks. Það eru því næg verkefni, ef 21. öldin á að vera öld friðar og ör- yggis. Þau verkefni verða ekki leyst nema með sam- starfi þjóðanna á sem flestum sviðum, og einnig verður lífssýn græðginnar að víkja fyrir hófsemi og skilningi á heildarhagsmunum. Á það skortir mjög í nútíma samfélagi. Oddur Olafsson: Eftirsóknarvert iðjuleysi Atvinnuleysi er mælt í prósent- um og mibast þær vib ab allir þjóbfélagsþegnar á tilteknu ald- ursskeibi hafi fastar tekjur hjá launagreibanda. í sumum til- vikum hafa menn tekjur af eig- in rekstri. Þeir sem ekki taka regluleg laun eru skilgreindir sem atvinnulausir, sem er vont ástand og sumir telja til mann- réttindabrota. í gegnum tíbina hefur efna- fólk mestan part verib ibjuleys- ingjar sem löngum hefur verib eftirsókarvert hlutskipti og svo er enn. Þab er vegna þess ab þeir ríku losna vib stritib og hafa bæbi tíma og efni til ab sinna sínum hugabarefnum, ef einhver eru. Lítil sem engin at- vinnuþátttaka fólks af efnastétt er aldrei talib böl, fremur for- réttindi. En þegar kemur aö vinnu- lýönum er þaö álitin samfélags- leg skylda ab halda honum viö efnib, skaffa störf og þeim mun lengri og strangari sem vinnu- tíminn er því betra. Þab merkilega er ab þab eru forystumenn streöarana og þeir sem mest eiga ab púla sem eru helstu kröfuhafar um síaukna vinnu. „Viö heimtum auka- vinnu..." er þjóbsöngur allra þeirra sem engan tíma þola til ab sinna sjálfum sér og sínum. Takmörk atvinnu Sífelld tækriiþróun, gífurleg framleiöniaukning og afkasta- geta og takmarkaöar auölindir eru úti í hafsauga í umræöunni um atvinnu, sem aöallega snýst um takmarkaö atvinnuleysi. Þetta á jafnt viö um umfjöllun- ina úti í þeim stóra heimi og á yfirtæknivæddu íslandi. „The End of Work" er heiti á nýútkominni bók eftir banda- ríska hagfræöinginn Rifkin sem þykir vita lengra nefi sínu um efnahagslega framtíbarþróun. í bókinni sýnir hann fram á ab þróunin er komin langt fram úr íhaldssömum hugmyndum um síaukin atvinnutækifæri, hvort sem menn átta sig á því eba ekki. Síöan á sjöunda áratugnum hefur störfum verkamanna (blue collar work) fækkab um helming í heimalandi Rifkins og eru núna um 17% allra starfa og áriö 2025 verba abeins 2% vinnuafls heimsins viö iön- abarframleibslu. Fram undir síöustu ár var þaö almenn trú aö þjónustustörf tækju vib vinnuaflinu af fram- leiöslugreinum. Sú er ékki raunin því aukningin er stöbv- ub. Mikill hluti stjórnunar- og ritarastarfa í fyrirtækjum og stofnunum er aö hverfa. Heild- sala og millilibastarfsemi margs konar í vibskiptum heyra sög- unni til. Framleibendur og smásalar eöa jafnvel neytendur hafa beint samband gegnum rafeindatækni. Róbótar og tölvur taka ab sér verkin og detti einhverjum í hug ab framleiöa nýjar vöru- tegundir fyrir neysluþjóöfélög- in eru þær framleiddar í versk- miöjum þar sem vinnuafls af holdi og blóbi er ekki þörf. Lítil eftirsjá í stritinu Fimmtungur vinnuafls í sér- hverju þjóöfélagi starfar í þekk- ingargeira, ef svo má ab orbi komast. 80% millistétt reynir ab klóra í bakkann og halda stöbu sinni, sem ekki gengur til lengdar. ' _ @ rFN.fr Alls kyns þversagnir verba til í tæknivæddu samfélagi. Þab er ódýrara aö láta vélar strita og framleiöa en vinnufólk. Ef fjöldinn hefur aftur á móti ekki efni á ab kaupa framleibsluna eba þjónustuna vaknar sú spurning fyrir hverja tækni- væbingin er. Upplýsingin og tæknin hefur sínar björtu hliöar ef menn gefa sér tíma til ab líta á þær. Möguleikar eru á ab fólk eigi meiri frístundir til aö sinna áhugaveröari efnum en aö standa vib færiband eba glápa á tölvuskjá. Andlegt líf og nægur tími fyrir fjölskyldur til aö I tímans rás sinna sjálfum sér getur sem best oröiö eftirsóknarvert fram- tíöarhlutskipti. Sömu öfl geta líka ýtt undir gífurlega stétta- skiptingu og mismunun ríkra og snauöra. Svariö viö vandamálinu og því hvernig nýta á tæknina er aö stytta vinnuvikuna. Fram- leibnin veröur eigi aö síöur hin sama. Einhliða hagræbing Vinnuveitendur um allan heim eru ab hagræba meö því aö segja upp fólki í stab þess aö svara aukinni framleiöslugetu meb styttingu vinnutímans. Þær glefsur sem hér eru tekn- ar úr kenningum Rifkins um vinnumarkaöinn eru úr. tíma- ritsviötali vib hann sem nýlega birtist. Þar er hann spuröur hvaö gera eigi við allan þann mikla skara sem ekki verður lengur þörf fyrir á vinnumark- abi. Svarib er aö félagsleg mál- efni taki lengi viö starfskrafti og ýmis þjónustustörf eru þess eöl- is aö þau muni ávallt þurfa mikið vinnuafl. Hann tekur sem dæmi aö engin tölva sé svo öflug aö hún geti séb um aö reka 30 barna dagheimili en ró- bótar getið auöveldlega skorið fólk upp. Og hvað veröur ef ekki verð- ur hægt að deila vinnu og lífs- ins gæöum á sæmilega réttlát- an hátt? Upplausn og glæpir aukast um allan mun og fólk sem þrýst er út úr markaðkerfinu mun taka þab meb valdi sem því er meinað aö vinna fyrir. Þversagna- kenndlr kvótar Á íslandi eru tveir af höfuö- atvinnuvegunum bundnir í kvótakerfi. Sjávarútvegurinn til að vernda auölindina sem hann byggist á, en aö ööru leyti er markaöur nægur og veiði- og vinnslugeta Iangt fram yfir gjafir Njarðar. Búvöruframleiðslan er aftur á móti takmörkuð við markað- inn. Tæknikunnátta og fram- leiðslugeta bænda er margfalt meiri en markaðurinn torgar. Þetta er ranglega kallað vanda- mál landbúnaðar. Vandamálið er ekki annað en þab að fram- leiðni sveitanna er alltof mikil og færri fá störf við búvöru- framleiðslu en vilja. Lokun mjólkurbúsins í Borg- arnesi er af svipuðum toga. Austur af landinu eru nokkr- ir sjómenn ab taka álíka magn af síld í einu eða tveim köstum sem síldarskip með tuttugu manna áhöfn náði á heilu sumri í sæmilegum síldveiði- árum þegar Íslandssíldin óð fyrir norðan. Maskínur haus- skera og salta á við tugi síldar- stúlkna á plönunum á Siglu- firði. Og heildsalar eru hverf- andi stétt, eins og svo margar aðrar. Það er sama hvert litið er, þörfin á vinnuafli fer alls stað- ar minnkandi og því verður að mæta með viðeigandi hætti. Digurbarkalegar yfirlýsingar um ab skapa störf og útrýma atvinnuleysi gera litla stoð. Þekking og framleiðni er kom- in á það stig að verðmæta- sköpun þarf ekki að minnka þótt dregið sé úr vinnufram- lagi. Það er gamall draumur að losa fólk vib strit, lýjandi störf og langan vinnudag. Þegar svo draumurinn rætist er talað um það sem vandamál að losna við erfiðið. Aðilar vinnumarkabar og samfélagið í heild ættu að fara ab gefa breyttum viðhorfum í atvinnumálum betri gaum en gert er. Stytting vinnutíma, dreifing starfa og viðunandi félagslegt réltlæti er ekki óraunhæf franttíðarsýn heldur nauðsyn hér eg nú. Ef skellt er skollaeyrum við kröfum tímans n.un fara sem oft áður að þegar ab þrengir munu naubþurftir veröa tekn- ar með ofbeldi ef réttlæti nær ekki fram að ganga. Sé þekkingin og tæknin aft- ur á móti virkjuð til að móta og efla fagurt mannlíf getur framtíðin orbið bjartari en efndir nokkurra kosningalof- orba gefa tilefni til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.