Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 6. maí 1995 Thor Vilhjálmsson og Ustamaburinn Páll Gubmundsson á tali vib opnun sýningarinnar. Mynd: tþ, Borgarnesi Páll á Húsafelli sýnir á Akranesi: Fer ótrobnar slóbir Alþjóblegur fribardagur mánudaginn 8. maí: Friöartón- leikar í Borgarleik- húsinu Næstkomandi mánudag, 8. maí, verða stórtónleikar í Borgarleikhúsinu í tilefni af al- þjóölegum friðardegi. Tónleik- arnir hefjast kl. 21.00 og er forsala í Borgarleikhúsinu. Þeir, sem koma fram, eru meðal annarra Bubbi Mort- hens, KK og Súkkat. Yfirskrift tónleikanna er „Með sakleysið eitt að vopni". Tilefnið er að 50 ár eru liðin frá því að heimsstyrjöldinni lauk. ■ í tilefni af opnun Þjóbarbók- hlöðu hefur breski sendiherrann, Michael Hone, fært Landsbóka- safni íslands — Háskólabóka- safni bókagjöf frá breskum stjórnvöldum, sem ab verbmæti nemur rúmlega hálfri milljón ís- lenskra króna. Bækurnar eru af ýmsum toga, Páll Gubmundsson, kenndur vib Húsafell, opnabi nýverib sýningu á verkum sínum í gamla prestsbústabnum á Akranesi. Þab hús var í upp- svo sem „Comprehensive Rock Engineering" (í fimm bindum) og vandaðar útgáfur af verkum breskra skálda og rithöfunda. Þær eru allar valdar í samræmi við óskir Landsbókasafns íslands — Háskóla- bókasafns. Michael Hone sendi- herra vonast til aö geta afhent fleiri verk á þessu ári og því næsta. ■ hafi árs formlega tekib í notk- un sem listasetur Akurnes- inga. Húsib er nýlega uppgert og hefur tekist afar.vel til. Sýning Páls er fjölbreytt, eins og búast mátti vib frá hon- um. A henni eru mörg skemmtileg verk, 22 olíu- myndir, 14 vatnslitamyndir, 7 höggmyndir og 36 teikning- ar. Páll gerir mikib af því ab sækja efnivibinn í nánasta um- hverfi sitt. Margar af högg- myndum sínum hefur hann unnið í grjót sem hann finnur í bæjargilinu og ber þaðan heim í vinnustofu sína, sem hann hefur innréttað í gömlum súr- heysturni á Húsafelli. Margar af andlitsteikningum hans og sum olíumálverkin eru af sveitung- um hans og nágrönnum, mörg andlitin svipmikil og skörp. Fjöldi fólks heimsótti lista- manninn er hann opnaði sýn- Sumardaginn fyrsta voru lib- in 45 ár frá setningu Þjób- leikhússins. Af því tilefni var úthlutab styrkjum úr tveim- ur sjóbum, Menningarsjóbi Þjóbleikhússins og Egner- sjóbnum. Menningarsjóður Þjóðleik- hússins var stofnaður á vígslu- daginn árið 1950. Egnersjóður- inn var stofnaður af norska leikritaskáldinu Thorbjörn Egner á 25 ára afmæli leikhúss- ins. Styrkjunum er einkum inguna, og segja má að í gamla prestsbústaðnum hafi verið troðið út úr dyrum. Listamað- urinn er bindindismaður og því voru veitingarnar vel viðeig- andi, en þær voru tært lindar- vatn úr Kaldárbotnum, borið fram í kampavínsglasi með sí- trónusneið. Það hafði verið morgunverkið hjá Páli að sækja vatnið, fótgangandi, í mjólkur- brúsa sem hann hafði fengið lánaöan í þessum tilgangi. Tímanum er vel varið í að skoða sýningu Páls, enda er listamaðurinn þekktur fyrir aö fara ótroðnar slóðir og er sann- arlega ófeiminn við það. Hús- næbið er auk þess mjög skemmtilegt og býður upp á mjög margþætta möguleika við uppröðun sýninga, og hefur Páll notfært sér það til hins ýtr- asta. Sýning Páls er opin alla daga frá kl. 14-18 og er aðgang- ur ókeypis. -TÞ, Borgamesi ætlab að greiða götu listafólks, sem vill afla sér aukinnar menntunar eða kynna sér leik- list á erlendum vettvangi. Styrki úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins hlutu að þessu sinni leikararnir Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingvar E. Sigurðs- son og Baltasar Kormákur. Styrki úr Egnersjóöi hlutu Páll Ragnarsson Ijósameistari, Jó- hann G. Jóhannsson tónjistar- stjóri Þjóðleikhússins, og Randver Þorláksson leikari. ■ / Ineimsókn hjá bónd- anum á Merkigili í Austurdal í Skagafiröi: Síðasta nafn í gestabókinni hafbi verib skráb 12. janú- ar. Nú var maí ab hefjast og eftir nokkrar vikur var von á sumargestum ab nýju. Þab leggja ekki margir leib sína í Ábæjarsókn á meban vetur konungur ríkir í Austurdal í Skagafirbi. Þeim mun vinsælli er dalurinn mebal ferbamanna á sumrin. Fremsti bær í byggð í Austurdal heitir Merkigil. Þar bjó áður Monika Helgadóttir, ekkja sem ól upp átta börn og kom þeim öll- um til manns. Núverandi ábú- andi er Helgi Jónsson, sem keypti jörðina fyrir rúmlega 20 árum. Þarna eru samgöngur ejfiðar og langt til næstu bæja. Ábær var lengi fremsti bær í byggð í Aust- urdal. Sú jörð fór í eyði upp úr miðri öldinni, en eftir stendur Ábæjarkirkja. Skatastaðir, sem eru framan við Merkigil, fóru í eybi fyrir nokkrum árum og sömu sögu er aö segja um Gils- bakka, sem er næsti bær fyrir aft- an, sömu megin í dalnulh. Á milli þessara bæja er Merkigilið, sem bærinn er nefndur eftir. Hrikalegt og fagurt, en að sama skapi erfið samgönguhindrun sem kostað hefur fleiri en einn vegfaranda lífið að vetrarlagi í gegnum tíðina. Bílvegur er fær aö Merkigili að sumarlagi, en þá er ekið frá Varmahlíð inn Lýtingsstaöa- hrepp og yfir Jökulsárnar tvær, Eystri og Vestari. Tíðindafólk Tímans fór hins vegar fram dal- inn að austan og lagöi á sig tveggja klukkutíma göngu frá Mosgili (sem er nokkuö framan við bæinn Stekkjarflatir), framhjá Gilsbakka og yfir Merkigilið. Austurdalurinn skartaði sínu feg- ursta á sólríkum vordegi og fugl- inn, sem ekki má nefna á nafn, sýndi tveimur hröfnum vígfimi sína í blárri heiðríkjunni fyrir of- an fjallið. Hávær gæsapör yfir- gáfu hreiðurstæði meðfram fá- förnum gangveginum og ofar í móanum sperrtu sig lóur á þúfnakollum. Kom í heyskap í eina viku Húsbóndinn á Merkigili var að hnoba deig í brauö, þegar okkur bar að garöi. Helgi Jónsson er frá Herríðarhóli í Holtum, en fluttist að Merkigili 1974. Á þeim tíma var fyrri ábúandi, Monika Helga- dóttir, orðin ein, en átta dætur og einn sonur voru uppkomin og flutt að heiman. „Ég var beðinn að koma hing- að í heyskap í eina viku og það var forsendan fyrir því ab ég kom hingaö norður," segir Helgi. „Ég fór á þessum tíma einu sinni á viku í bæinn með egg til að selja. í einni af þessum eggjasöluferð- um kom ég inn í hús í Kópavog- inum og þá var húsbóndinn, Sóf- anías Lárusson, að fara noröur í heyskap í eina viku. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki koma með, og ég sló til." Merkigil hafði þá verið auglýst til sölu. Helgi hafði ekki látið hvarfla að sér að kaupa jörðina, þegar hann fór norður, en eftir viku í heyskap hafði hann gengið munnlega frá kaupunum. Það skilyrði var sett af hálfu Moniku, að hún fengi að búa á jörðinni þar til hún heföi lokið sínu 50. búskaparári. Reyndin varö síöan sú, að hún bjó nánast til dauða- dags á Merkigili. Monika fór á sjúkrahús 1987 og lést árið eftir. Helgi hefur síðan búiö einn á Merkigili. Herdís Storgaard var valin úr hópi margra tilnefndra til Norrœnu heilsuverndarverblaunanna 1995: Herdís hlaut 435.000 kr. heilsuverndarverblaun Herdís Storgaard, ráögjafi hjá Slysavarnafélagi íslands, hlýt- ur Norrænu heilsuverndar- verðlaunin (Folkhalsopriset) árið 1995. Starf Herdísar hjá Slysavarnafélaginu hefur fyrst og fremst beinst að því að auka öryggi barna. Verb- launin, sem hafa verið veitt árlega síðan 1989, nema 50.000 sænskum krónum, sem samsvarar um 435.000 kr. íslenskum. Sænska tryggingafélagið Folksam leggur til verðlauna- féð ásamt samstarfsfélögum sínum í Danmörku og Nor- egi. En verðlaununum er út- hlutað af Norræna heilsu- verndarháskólanum, sem ár- lega fær fjölda ábendinga um verðuga verölaunaþega frá hverju Norburlandanna. Einar Sigurbsson háskólabókavörbur (t.v.) og Michael Hone sendiherra. Bresk bókagjöf Þjóbleikhúsib 45 ára: Styrkjum úthlutað úr menningarsjóðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.