Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 6. maí 1995 19 Stefán Ásgrímsson: Hvaö kom fyrir Pjetur? Einhver mun hafa einhverntím- ann sagt aö varast skyldi aö styggja skáldin og rétt er þaö aö menningarlega sinnuöu fólki þykir vænt um skáld sín og vilja veg þeirra sem mestan. Annaö mál er þó og þó skylt, aö skáld eru upp og ofan eins og annaö fólk, misjafnlega innrætt og með mismunandi sýn á heim- inn og mismunandi víöan sjón- deildarhring, eru misjafnlega marktæk. Aöstandendum flugfélagsins Emerald Airways þykir leitt að hafa styggt skáldið Pjetur Haf- stein Lárusson, en í grein í Tím- anum um síöustu helgi ónotast hann út í þaö háttalag aö ... ís- lendingur nokkur hafi — „stofnað flugfélag í kompaníi við Breta." Skáldið varar í grein- inni landa sína viöjrví aö ferð- ast til Belfást á N-Irlandi með þessu flugfélagi, friður sé þar ó- tryggur, enda þótt samninga- viöræður deiluaðila viröist ætla aö skila árangri. Engu sé að treysta í þessum efnum og ef Bretum og fylgifiskum þeirra takist aö draga fjölda ferða- manna til Belfast, þá sé ekki úr vegi aö ætla að þeir gætu orðið fórnarlömb öfgamanna, sem leggja allt í sölurnar til aö koma í veg fyrir aö friður haldist. Nú er þaö því miður svo að veröldin er eins. og hún er, en ekki eins og viö Pjetur Hafstein vildum gjarnan að hún væri, og það er áhætta fólgin í því aö vera á lífi yfirleitt. Þaö er víða ó- friður í veröldinni, því miður, og það eiga sér staö glæpir alls staöar og saklaust fólk verður oft fórnarlömb ofbeldis að ósekju, bæöi hér heima og á ferðalögum erlendis. íslending- ar hafa verið barðir og rændir og jafnvel myrtir á ferðalögum um heiminn án þess að Pjetur Haf- stein eða aðrir hafi talið ástæðu til að vara við ferðalögum til New York, Spánar, Mexíkó eða Grænhöfðaeyja, svo einhverjir staðir séu nefndir af handahófi. Og hér er rétt er að benda á þá staðreynd, að tíðni almennra af- brota og glæpa hefur verið svo lág á N-Irlandi undanfarin 25 ár að einsdæmi er. Þaö er rétt hjá Pjetri Hafstein að ekki hefur verið undirritaður griðasáttmáli milli deiluaðila á N-írlandi. Hins vegar bendir fátt til þess að friðurinn sé ótryggur. Tími herstjóranna er liðinn. Það hefur fjarað undan þeim. Um þetta eru helstu erlendir og hér- lendir fréttaskýrendur sammála og þar með ósammála Pjetri Hafstein. Það er harla sérkennilegt aö sjá Pjetur styðja mál sitt og greina frá því að hann viti þetta nú allt saman ágætlega eftir að hafa farið til Belfast árið 1971 og þá hafi nú verið sprengdur bíll í loft upp. Síöan þá eru liðin 24 ár. í sálarfræðum eru uppi kenn- ingar um að minni manna starfi í tveimur deildum. Öll áreiti fari fyrst í skammtímaminnið, sem hefur takmarkað rými. Til þess að geta dregið lærdóm af því sem maður skynjar, verður að flytja upplýsingarnar úr skammtímaminninu og koma þeim í örugga geymslu í lang- tímaminninu þar sem hægt er að grípa til þeirra hvenær sem er. Rofni tengslin einhverra hluta vegna milli skammtíma- minnis og langtímaminnis, er maöur illa settur og er fastur í fortíðinni. Eg hef lesið aö trommuleikari hljómsveitarinn- ar Slade, sem var nokkuð fræg í kringum 1971, hafi lent í bílslysi og afleiðingar þess hafi orðið þær að þessi tengsl hafi rofnaö. Trommarinn getur spil- að gömlu Slade-lögin eins og „Mama, we're all crazy now" og fleiri slík, en getur engin ný lært. Hvað kom fyrir Pjetur? Höfundur er starfsmabur n-írsk-íslenska flugfélagsins Emerald European Airways. DAGBÓK lUVJV/VufUVAJVAJUUUV/ Laugardagur 6 X mai 126. dagur ársins - 239 dagar eftir. 18. vika Sólris kl. 4.44 sólarlag kl. 22.07 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Brids, tvímenningur, í Risinu kl. 13 sunnudag og félagsvist kl. 14, annar dagur í fjögurra kvölda keppni. Dansab í Goöheimum kl. 20. Mánudag 8. maí er félagsfundur FEB í Risinu kl. 17. Kosnir verba 14 fulltrúar á landsfund Landssam- bands aldraöra, sem haldinn veröur í Risinu dagana 7. og 8. júní n.k. Á félagsfundinum flytur Rannveig Pálsdóttir húösjúkdómalæknir er- indi. Kvenfélag Grensássóknar heldur sína árlegu kaffisölu í Safn- aöarheimilinu á morgun, sunnu- dag, kl. 15-17.30. Tekið á móti kök- um frá kl. 10 sama dag. Síðasti félagsfundur vetrarins verður mánudaginn 8. maí kl. 20.30. Fundur hjjá SSH SSH, Stuðnings- og sjálfshjálpar- hópur hálshnykkssjúklinga, heldur fund mánudaginn 8. maí kl. 20 á 2. hæð í húsi ÍSÍ, Laugardal. Fyrirlesari á fundinum er Magnús Ólason, orku- og endurhæfingarlæknir. Brelbfirbingafélagib minnir á dag aldraöra sunnudaginn 7. maí kl. 15.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Gubbjörg Lind sýnir ab Suburlandsbraut 26 í dag, laugardag, kl. 14 opnar Guðbjörg Lind málverkasýningu á 2. hæb að Suöurlandsbraut 26, í sama húsi og Teppabúðin (skemmtistaðurinn Sigtún var áður í húsinu). Gengið er inn um bláar dyr frá vesturhlið. Sýningin er opin frá kl. 14-18 um helgar og frá kl. 14-16 virka daga. Lokaö er á mánudögum. Sýningin stendur til 20. maí. Kaffisala í Færeyska sjómannaheimilinu Kvinnuhringurinn heldur sína ár- legu kaffisölu í Færeyska sjómanna- heimilinu, Brautarholti 29, sunnu- daginn 7. maí milli kl. 3 og 6. Eins og alltaf er hlaðborð hlaðið tertum og brauði ásamt heimabökuðum dryl. Allur ágóði af kaffisölunni fer í að kaupa innanstokksmuni í sjó- mannaheimilið. Vonast „kvinnur" til að sjá þá mörgu gesti, sem hafa stutt þær gegnum árin. Opib hús í Waldorfskólanum Waldorfskólinn í Lækjarbotnum og Waldorfleikskólinn Ylur verða með opið hús í dag, laugardag, kl. 14-17. Þar verður sýning á verkum nemenda, waldorfuppeldisfræðin kynnt og foreldrar nemenda standa fyrir kaffisölu. Skólarnir eru til húsa í Kópaseli, Lækjarbotnum við Suð- urlandsveg. Allir, sem hafa áhuga á að kynnast starfseminni, eru vel- komnir. Kvikmyndasýningar MÍR um helgina Um helgina verða tvær kvik- myndasýningar í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10.1 dag, laugardag, kl. 17 verð- ur sýnd heimildarkvikmyndin „Vorið eftir stríð", en hún fjallar um upphaf uppbyggingarstarfsins í þá- verandi Sovétríkjum að Ioknu stríði. Á morgun, sunnudag, kl. 16 verður sýnd myndin „Sigurinn", leikin mynd og fjallar um stríðslokin, samningamál leiðtoga banda- manna, sigurvegarana í styrjöldinni og kalda stríðiö. Aðgangur að bíó- sýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Týndur köttur Brúnbröndótt lítil læða hvarf að heiman frá sér að Flúðaseli 70 í vik- unni. Hún er mannelsk'og ómerkt. Sé einhver með læbuna í sinni vörslu eða hefur orðið hennar var, er viðkomandi vinsamlegast beðinn ab hringja í síma 5875619. Leiklistarklúbbur SÁÁ sýnir: Dyraverbirnir Leiklistarklúbbur SÁÁ frumsýnir leikritiö Dyraverdim eftir John God- ber næstkomandi þriðjudagskvöld í Tjarnarbíói kl. 20.30. Dyraverðimir er gráglettin lýsing á föstudagskvöldi í lífi nokkurra ung- menna, sem finna sér þá afþreyingu helsta í tilverunni að fara um hverja helgi á sama diskótekið í von um skemmtun og æsileg kynni. Á disk- ótekinu ráða dyraverðirnir ríkjum, fjögur vöðvabúnt sem kalla ekki allt öminu sína í vibskiptum við gesti og hvern annan. Leikendur eru Arnar Heimirjóns- son, Björgvin Stefánsson, Valgerður Stéfánsdóttir, Skúli Friðriksson, Svavar Björgvinsson, Thelma Björk Brynjólfsdóttir, Ellen Guðmunds- dóttir og Stefanía Thors og skipta þau með sér hátt á þriðja tug hlut- verka. Leikstjóri sýningarinnar er Hávar Sigurjónsson, hljóðmeistari er Gísli Sveinn Loftsson og lýsing er í hönd- um Kára Gíslasonar. Þýðing verks- ins var unnin í samvinnu hópsins og leikstjóra. Frumsýning er á þriðjudagskvöld, eins og áður segir, en næstu sýning- ar verða síðan: 2. sýning miðvikud. 10. maí kl. 20.30, 3. sýn. fimmtud. 11. maí kl. 20.30 og 4. og síðasta sýn. föstud. 12. maí kl. 20.30. Abeins verður um þessar fjórar sýningar að ræða. Fréttir í vikulok 5.900 febur skulda ársmeblög meö 32 þús. börnum Innheimtustofnun sveitarfélaga á útistandandi meðlags- kröfur hjá nær 5.900 einstaklingum upp á samtals 4.150 milljónir króna, nær fjórfalt hærri upphæð en innheimtist í fyrra. Þetta jafngildir 32 þús. börnum. Meðalskuldin er um 705.000 kr. á einstakling. Vagnstjórar óánægöir Áætlun strætisvagnabílstjóra raskaðist nokkuð í vikunni þegar bílstjórarnir hægðu á akstrinum með ýmsum aðgerð- um. Ástæðan er óánægja þeirra með nýgerðan kjarasamn- ing Starfsmannafélags Reykjavíkur. Mikill samdráttur í kindakjöti Sala á kindakjöti hefur minnkað um 15% undanfarna 12 mánuði miðað við tímabilið í fyrra eða 1190 tonn. Alls hef- ur kjötsala á landinu minnkað um 7% á sama tíma. Sjálfstæbiskonur óánægbar Konur í Sjálfstæðisflokknum eru óánægðar með hlut kvenna í stjórn landsmála. Óánægðar konur innan Lands- sambands sjálfstæðiskvenna hafa sent Davíð Oddssyni bréf þar sem þær fara fram á að hlutur kvenna verði bættur og hafa sumar hótað úrsögn úr flokknum. Bætt afkoma ríkissjóös en kjarasamningarnir éta batann Umtalsverður efnahagsbati kemur fram í hærri tekjum ríkis- sjóðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Allt útlit er þó fyrir að hin bætta afkoma renni nokkurn veginn óskipt í kostn- aðarauka vegna kjarasamninganna. Léleg laxveibi framundan? Sérfræðingar búast við fremur lélegri laxveiði í sumar. Sér í lagi búast menn við lélegri veiði í ám á Norðurlandi og Norðausturlandi: Óvenju fá seiði virtust ætla að ganga í sjó fyrir ári og jafnframt bendir margt til að minna verði af tveggja ára laxi en í meðalári. HM í handbolta ab hefjast Stærsti íþróttaviðburður hérlendis hefst á sunudag þegar HM-keppnin í handbolta veröur sett í Laugardalshöllinni. Umdeilt bjórmál er í höfn og geta þyrstir áhorfendur vætt kverkar sínar með hinum umdeilda miöi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.