Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. maí 1995 Tímamynd CS Jón Kristjánsson: Vor eba efnahagsvor Undanfarna daga hefur vorið verib á ferðinni. Loftslagið breytist meb þíðu og suðlægum vindum. Ekki er þó sumarið í hendi ennþá. Þegar þetta er ritað, spáir Veðurstofan kólnandi aftur. Ég var á ferðinni á Austurlandi um síð- ustu helgi og leit Fljótsdalshérað úr lofti. Snjórinn er mikill, en þó er hann enn meiri fyrir norðan og vestan. Þetta er mesti snjór sem ég hef séð í tuttugu ár á þessum slóðum. Veturinn 1974- 1975 var verri, og fróðir menn segja mér að á Austurlandi hafi komið snjóavetur á um það bil 20 ára fresti alla öldina. Eldra fólk þar vitnar til snjóa- og harðindavetursins 1951 og þar áður var afar snjóþungur vetur árið 1936, sem ég heyrði gamla Héraðsbúa vitna til. Hins vegar em fleiri möguleikar en áð- ur var til þess að mæta þessum duttlung- um náttúrunnar. Vegirnir hafa þrátt fyrir allt batnað og ekki síst þau tæki, sem notuð eru til þess að ryðja þá. Ég verð að segja ab starfsmenn Vegagerðar ríkisins og þeir, sem hún skiptir við með snjó- mokstur, standa sig vel. Nú þykir sjálf- sagt jafnvel í hörðum vetrum sem nú, ab vegir séu færir. Þetta er hljóðlát bylting, sem er staðreynd. Veðurspár Þegar illa viðrar, hlustar fólk á veður- spár. Eg er einn af þeim sem hlusta á veð- urspár daglega, ef föng eru á. Fyrir þá, sem halda því, er það fagnaðarefni að veðurstofustjóri hefur nú kynnt breyt- ingu á veðurfréttatímum og ætlunin er ab tengja þá fréttatímum. Það hringl, sem var tekið upp með veðurfréttatím- ana fyrir nokkru, var næstum því búið að venja mig af ab hlusta á veðurfréttir. Það er nú einu sinni svo, að íslending- ar verða ab kunna þá list ab fylgjast með veðri og átta sig á þeim miklu veðra- brigðum sem eru hér í landinu. Þeir sem ferðast, vita hvað þau geta verið snögg og hvab skjótt skipast veður í lofti. Um- skipti í veðri geta líka verið undursnögg, og þab er til dæmis alls ekki víst að það sé sams konar feröaveður báðum megin vib sama fjörðinn. Þetta eru fræði sem koma með reynslunni, en ör-. _____________ uggar veburfréttir til sjós og lands á góbum hlustunartíma í fjöl- miblum eru nauðsyn- legar og því ber að fagna breytingu Veður- stofunnar í þessu. Hin pólitísku vebur í vetur hafa gengib pólitískir stormar með kosningum og stjórnarmyndun. Nú er hlé um sinn, en innan tíðar mun Al- þingi koma saman og er þá líklegt að eitt- hvað muni blása á ný. Þessa dagana er verið ab skipa liðinu í þau verkefni sem bíða, en á þingiriu er ætlunin aö kjósa því forustu, bæbi forsætisnefnd og aðrar þingnefndir. Nokkur umfjöllun hefur verið um þennan undirbúning, og hef ég ekki far- ið varhluta af upphringingum fjölmibla varðandi þetta mál, því þjóðin hefur beðið eftir því að fá ab vita hver verður formaður fjárlaganefndar. Framsóknar- menn hafa sótt á um að fá þennan for- mannsstól. Þessi nefnd er þýðingarmikil og mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnar- innar á sviði ríkisfjármála. Vib viljum taka fullan þátt í þeim verkefnum, og teljum nauðsynlegt jafnræbi í því fólgið að stýra þessari nefnd. Fjárlaganefndin er mikil vinnunefnd og annríki er mikið þar á bæ, einkum síö- ari hluta ársins þegar fjárlagafrumvarpið er komib inn í þingið, en það er venju- lega fyrsta málið sem lagt er fyrir á reglu- legum samkomudegi þess, 1. október. Starf í fjárlaganefnd er afar lærdómsríkt, en erindi og viðtöl nefndarinnar eru afar mörg, bæbi við sveitarstjórnarmenn, for- svarsmenn félagasamtaka og ríkisstofn- ______________ ana. Vinna í þessari nefnd er mikill skóli fyrir þá, sem í henni Menn takaþátt. °9 Er efnahags- málefni vor framund- an? Þegar litið er á ýmsar efnahagsstærðir á síðasta ári, sést jákvæð þróun í ýmsum hagtölum. Þab hefur oft verið rakið af hverju batinn stafar, og er framleiðsluaukning í sjávarútvegi þar efst á blaði. Þrátt fyrir minnkandi þorsk- afla á heimamiðum, er útflutningsfram- leiðslan 8.9% meiri á árinu 1994 en 1993. Munar þar mjög um vaxandi út- hafskarfa og rækjuveibi, ásamt úthafs- veiðunum í Smugunni. Mynstur íslend- inga í sjósókn, ef svo má að orði komast, hefur gjörbreyst á fáum árum. Hins vegar veldur það miklum áhyggj- um núna á vordögum, ab atvinnuleysið hefur ekki minnkað ab neinu marki, þrátt fyrir jákvæðar fréttir á mörgum sviðum úr efnahagslífi landsmanna. Efnahagsbatinn hefur enn ekki skapað ný störf í stað þeirra, sem falla út af ýms- um ástæðum. Ein ástæða fyrir fækkandi störfum er hagræðing í fyrirtækjum og sú stað- reynd, að forsvarsmenn þeirra komast af með færra fólk en ábur. Stundum er þetta vegna aukinnar tæknivæðingar, en stundum einfaldlega vegna þess að lagt er meira á hina sem eftir eru. Spurningin er hvort slík stefna er skynsamleg, þegar til lengdar lætur. Hér er ekki verið að mæla með því að yfirmanna vinnustaði, en mjög vafasamt er að yfirálag á starfs- fólk borgi sig, þegar til lengdar lætur. Nýsköpun Hins vegar er staðreynd að ný störf hafa ekki orðib til í nægilegum mæli hér- lendis. Ef störfum fjölgar ekki, festist at- vinnuleysið í sessi. Forsvarsmenn fyrir- tækja halda áfram að hagræða í ýmsum greinum og tæknin heldur áfram að halda innreið sína í fyrirtækin eins og áður. Ný störf í framleiðsluiðnaði hafa ekki skapast í miklum mæli. Feröaþjónusta er oft nefnd sem vaxt- arbroddurinn í atvinnulífinu, en gallinn við hana er hvab hún er enn árstíða- bundin, þótt á því sé smátt og smátt að verða breyting. Athygli vekur einnig, þegar tölur um fjölda ferðamanna eru skoðaðar, að gjaldeyristekjur af þeim vaxa ekki í réttu hlutfalli vib fjölda þeirra. Þetta rímar vib það, sem feröa- málamenn eru að segja, að það vanti af- þreyingu fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands. Þab er verk ab vinna fyr- ir ferðamálafrömuði að breyta þessu. Markmið sem ekki má missa sjónar af Atvinnuleysið er staðreynd og stjórn- málamenn mega ekki undir neinum kringumstæðum gleyma því að baráttan við það er forgangsverkefni í þjóðfélag- inu. Ekkert efnahagsvor er í landinu á meðan þessi vágestur fær að dvelja hjá okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.