Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 21
Laugardagur 6. maí 1995
21
t ANDLAT
Þráinn Sigurbjörnsson
frá Baugaseli í Hörgárdal
lést á hjúkrunarheimilinu
Skjóli föstudaginn 14. apríl.
Útförin hefur fariö fram í
kyrrþey.
Kári Guöbrandsson
vélstjóri, Hjaröarhaga 40,
Reykjavík, lést á Grensás-
deild Borgarspítalans
fimmtudaginn 27. apríl.
Hanna Þorláksdóttir
frá Siglufiröi, Hátúni 12,
andaðist í Borgarspítalanum
þriöjudaginn 25. apríl.
Þórdís Kristjánsdóttir,
Trönuhjalla 1, Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðju-
daginn 25. apríl.
Rannveig Siguröardóttir
lést í Edinborg fimmtudag-
inn 20. apríl. Minningarat-
höfn fer fram í Fossvogskap-
ellu miövikudaginn 3. maí
kl. 13.30.
Ásgeir Guöjónsson,
áöur Logafold 14, Reykja-
vík, lést á Hrafnistu, Laugar-
ási, miðvikud. 26. apríl.
Gunnar Örn Williamsson,
Víðilundi 1, Garðabæ, lést af
slysförum föstud. 28. apríl.
Jón Árnason
rafvirkjameistari lést á
heimili sínu, 737 Piche
Street, Windsor Ont.
N9C3G6 Kanada, miövikud.
26. apríl.
Lúövíg Eggertsson,
Grandavegi 47, lést á hjarta-
deild Landspítalans 1. maí.
Magnús Gunnsteinn
Hafsteinsson
frá Gunnsteinsstöðum,
Vatnsstíg 11, Reykjavík, and-
aðist á heimili sínu aðfara-
nótt sunnudagsins 30. apríl.
Hulda Helgadóttir,
Akraseli 6, Reykjavík, iést í
Landakotsspítala mánudag-
inn 1. maí.
Snorri Kristjánsson,
Gnoðarvogi 18, Reykjavík,
lést í Borgarsp. 29. apríl.
Kristín Kjartansdóttir,
Rekagranda 6, lést í Borgar-
spítalanum að morgni
sunnudagsins 30. apríl.
Þórdís Gunnarsdóttir,
hjúkrunarheimiiinu Sólvangi,
áÓur til heimilis í Arnar-
hrauni 20, Hafnarf., er látin.
Sigurður Guðmundsson
málarmeistari, Sléttuvegi 13,
áður Skeiðarvogi 153, lést á
hjartadeild Borgarsp. 2. maí.
Hannes Kr. Davíðsson
arkitekt andaðist á heimili
sínu 29. apríl sl.
Bændaskólinn á
Hvanneyri
Bændadeild auglýsir
Innritun stenduryfir
Á Bændaskólanum á Hvanneyri getur þú lært flest það er
viðkemur nútíma búskap, hvort heldur þú kýst hinar hefð-
bundnu búgreinar eða að leggja á nýjar brautir.
Þú getur valiö um þrj'ú svib:
Búfjárrœktarsviö - Landnýtingarsviö - Rekstrarsviö
Auk valgreina s.s. Hrossarækt, Skógrækt, Tóvinnu, Heimil-
isgarðrækt, Fiskrækt, Alifugla- og svínarækt, Búsmíði,
Vinnuvélar, Kanínurækt o.fl.
Búfræðinámið er tveggja ára nám. Stúdentar geta lokið
því á einu ári. Athygli er vakin á því ab búfræðinám er
nauðsynlegur undanfari náms í Búvísindadeiid (Bs 90) sem
næst verður innritað í haustið 1996.
Umsókn um skólavist sendist skólanum fyrir 10. júní nk.
Nánari upplýsingarfást á skrifstofu skólans. Stúdentar sem
hyggjast hefja búfræðinám í júní og Ijúka námi vorib
1996, hafi samband sem fyrst.
Bændaskólinn á Hvanneyri
311 Borgarnes
Sími 93-70000
Fax 93-70048
ÚTBOÐ
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskaö eftir tilbobum í ab leggja stofnlögn
mebfram Víkurvegi.
Helstu magntölur eru:
Lengd tvöfaldrar 350 mm hitaveitulagnar: 750 m
Uppúrgröftur: 4.500 mJ
Grúsarfylling: 1.800 mJ
Hitaveitubrunnur: 1 stk.
Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá
og með þribjudeginum 9. maí, gegn kr. 15.000 skilatryggingu.
Tilbobin verba opnub á sama stab þribjudaginn 23. maí 1995, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
A EFTIR BOLTA
KEMUR BARN...
"BORGIN OKKAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI" JC VÍK
Feitar bandarískar konur
segja rétt til um þyngd
Kanar gera skoðanakannanir
um alla mögulega og ómögu-
lega hluti og lesa oft út úr því
stórmerkar niöustöður að
þeirra mati, en öðmm þjóðum
finnst oft fátt um. Þannig var
þaö nýlega, að gerö var könn-
un vestra um hvort feitiagnar
konur segbu karlmönnum al-
mennt rétt til um þyngd sína
og „amazingly" sögðu 83%
kvenna rétt til um eigin
þyngd.
Könnunin náði til kvenna í
Chicago, Orlando, Los Angeles
og Philadelphia. Konur reynd-
ust sannsöglastar í Chicago, en
frjálslegast fóru þær meö sann-
leikann í LA. Hvernig skyldi ís-
lenskum konum reiða af í þess-
um samanburöi? ■
Dóttir Cher kemur
út úr skápnum
Cher og Chastity.
Fitubollur eru sannsöglar i Ameriku.
Ótrúlegt en satt:
Chastity Bono, umtöluð dóttir
Cher, viðurkenndi nýlega í við-
tali viö tímaritið Advocate ab
hún væri lesbía. Chastity er 26
ára lagahöfundur, sem hefur
staðfastlega neitað hingað til að
vera hneigð fyrir konur, þrátt
fyrir ýmsar getgátur þar um á
síöustu árum.
í vibtalinu segir Chastity að
Sonny og Cher, foreldrar henn-
ar, hafi alltaf hvatt hana til aö
lifa eftir tilfinningu sinni, hver
sem hún væri, og pabbi hennar
beinlínis ýtt á hana að síðustu
ab koma út úr skápnum.
„Ég get ekki sagt ab ég sé neitt
stolt af að vera lesbía, en ég
skammast mín heldur ekki fyrir
þaö. Svona er þetta einfaldlega,"
segir Chastity í viðtalinu.
Chastity segist fyrst hafa áttað
sig á því 13 ára að hún væri
lesbía, eftir að hún sá kvikmynd
þar sem tekið var á þessu vib-
kvæma máli. Hún segir dapur-
legt hve miklir fordómar tíbkist
enn gagnvart hennar líkum og
segir að frægt fólk og börn
frægra foreldra eigi sérlega erfitt
uppdráttar af þeim sökum.
Forsíba Advocate, „ Out at last".
Þess má geta í því samhengi
að Whitney Houston hefur ný-
lega legiö undir ámælum af
hálfu fyrrverandi vinkonu, sem
segist hafa átt í ástarsambandi
viö hana ábur en hún giftist
Bobby Brown og hefur það vald-
ið söngkonunni og fjölskyldu
hennar óþægindum. ■
Sonny, fabir Chastity, hvatti
hana eindregib til ab koma út úr
skápnum.
í SPEGLI
TÍMANS