Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. maí 1995 ftntmi 7 Kaupfélag Skagfiröinga: 25 m.kr. hagnaöur Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tímans á Saubárkróki. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirð- inga var haldinn á Sauðárkróki laugardaginn 29. apríl sl. Formaður kaupfélagsstjómar, Stefán Gestsson, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar. í ítarlegri ræðu framkvæmda- stjóra félagsins, Þórólfs Gíslason- ar, um rekstur félagsins og reikn- inga þess á árinu 1994, kom fram að rekstur félagsins gekk vel á árinu. Rekstur K.S. skilaði 25 millj- óna króna hagnaði eftir skatta, en að teknu tilliti til áhrifa af dótturfélagi og samstæðufélög- um er reksturshagnaður sam- stæðureiknings 13,6 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins hækk- uðu um 4,3% frá fyrra ári. Hins vegar var heildarvelta K.S. og samstarfsfyrirtækja 5.540 millj- ónir, sem er 25% hækkun frá fyrra ári. Þessi hækkun stafar að mestu af kaupum Fiskiðjunnar á minnihluta hlutafjár í Hrab- frystihúsi Grundarfjarðar hf. Á árinu störfuðu að meðaltali 195 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur samtals 188,6 milljónum kr. Vaxtagjöld lækkuðu mikið á árinu, úr 58,1 milljón 1993 í 34,1 milljón 1994. Vaxtagjöld félagsins hafa farið lækkandi á síðustu árum, bæði vegna lægri nafnvaxta og lækkandi skuldastöðu fyrirtækis- ins. Fiskibja Sauðárkróks tók við Stærsta flautan? Ofan á anddyri Laugardalshallar hefur verib komib fyrir risavaxinni dómaraflautu, eins og sjá má á mebfylgjandi mynd, en HM í handknattleik hefst í Laugardals- höll á sunnudag. Flautan er verk Stefáns Geirs Karlssonar, en hann hefur í hyggju ab fá flautuna skrába í heimsmetabók Guinness, sem stærstu dómarafiautu sem gerb hefur verib. Notagildib er óvíst um og œtli 12 vindstig ab norban sé ekki eina leibin til ab fá hljób Út Úr henni. Tímamynd Gs 8.300 tonnum af bolfiski á árinu og var rekstur Fiskiðjunnar gób- ur á árinu. Heildarvelta sjávarút- vegsfyrirtækja, sem annaðhvort eru í eigu K.S. eða í meirihluta- eign félagsins, var á síðasta ári 2.746 milljónir króna. Varðandi efnahag Kaupfélags- ins kom fram hjá Þórólfi kaupfé- lagsstjóra ab efnahagur félagsins er traustur. Heildarskuldir eru kr. 980,9 milljónir og hafa lækkað um 57 milljónir króna miðað við fyrra ár. Fleildarskuldir ab frá- dregnum veltufjármunum, eða svonefndar nettóskuldlr, eru nú 265 milljónir og lækkuðu um 40 milljónir á árinu. Eigið fé K.S. var í árslok 1.076 milljónir sem er 52% eiginfjárhlutfall en var 33% í árslok 1988. ■ Húsavíkurhöfn. Átökin um Fiskiöjusamlog Húsavíkur: Brýtur á meirihlutasam- starfi í bæjarstjórn Fulltrúar bæjarstjórnar Húsa- víkur og Fiskibjusamlags Húsa- víkur áttu fund meb forsvars- mönnum íslenskra sjávaraf- urba varðandi tilbob fyrirtækis- ins í væntanlega hlutafjár- aukningu í fiskiðjusamlaginu á þriðjudag. Stóð fundurinn lengi dags og að honum lokn- um vildu hlutaðeigandi aðilar sem minnst tjá sig um málin en ljóst er að viðræður þessara aö- ila voru á viökvæmu stigi og munu halda áfram um sinn. Nokkrir dagar geta því libib áb- ur en dregur til niðurstöbu í þessu átakamáli stóru flutn- ingsfyrirtækjanna um Fiskiðju- samlag Húsavíkur. Aðdragandi þessa máls er ákvörðun bæjarstjórnar Húsavík- ur að auka hlutafé í Fiskiöjusam- laginu um 100 milljónir króna. íslenskar sjávarafurbir gerbu til- boð í kaup á 75% hlutafjáraukn- ingarinnar á nafnverði eba geng- inu 1,00 en fyrirtækiö annast út- flutning á framleiösluafurðum fiskiðjusamlagsins. í framhaldi af tilboði íslenskra sjávarafurða gerðu forráðamenn Sölumib- stöðvar hraðfrystihúsanna tilbob um kaup á allri hlutafjáraukning- unni, það er kaup á hlutafé að upphæð 100 milljónir króna, á genginu 1,25. Þannig býðst sölu- miöstöðin til þess ab leggja 125 milljónir króna í fiskiðjusamlagið á meðan íslenskar sjávarafurðir hafa boðið 75 milljónir króna og þar meb yfirboðið keppinautinn. I þeim viðræðum sem nú standa yfir á milli bæjaryfirvalda og full- trúa íslenskra sjávarafurða má gera ráð fyrir að síðamefnda fyrirtækiö leggi fram hugmyndir um nýtt tilboð. Viji er til þess að auka hlutafé fiskiðjusamlags- ins án þess að Húsavíkurkaup- staður leggi fram fjármuni og bærinn minnki þannig eignar- hlutdeild sína frá því sem nú er og hverfi frá meirihlutaeign í fyr- irtækinu. Fullvinnsla og atvinnuframbob Vinnsla sjávarafurða hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur er miðuð við þá markaði sem íslenskar sjávarafurðir vinna á. Ef viðskipti fyrirtækisins verða færð til Sölu- miðstöbvar hraðfrystihúsanna má gera ráð fyrir ab breyta þurfi vinnslunni í þau form sem sölu- miðstöðin er að bjóða á sínum mörkubum. Samkvæmt heimild- um Tímans óttast forráðamenn fyrirtækisins og fleiri að ef vinnsl- Kaupfélag Fáskrúösfiröinga sneri frá tapi í 14 milljóna gróöa í fyrra: Yfir 40% Fáskrúðsfir&inga í vinnu hjá Kaupfélaginu Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga greiddi 281 milljón kr. í vinnulaun á síbasta ári til þeirra 297 starfsmanna sem komust á launaskrá, en að jafnaði vinna tæplega 200 manns hjá félaginu. Þetta svarar til þess ab rúmlega 42% af samtals 700 íbúum Búða- hrepps hafi komist á launa- skrá hjá Kaupfélaginu, en að um 28% íbúanna séu þar jafn- aöarlega I vinnu. Á aðalfundi Kaupfélags Fá- skrúðsfiröinga sl. laugardag kom fram að 14 miljóna kr. hagnaður varð af rekstri félags- ins á síbasta ári, sem eru um- skipti frá 23 milljóna tapi árib áður. Fjármunamyndun í rekstri jókst úr 46 milljónum í 75 milljónir milli sömu ára. Bókfært eigið fé félagsins nam 496 milljónum kr. í árslok, sem samsvaraði 49% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Heildarvelta var þannig rúmlega einn millj- arbur króna, sem var svipuð upphæö og árið áður. Forganga að stofnun Loðnu- vinnslunnar hf., sem vinnur nú að byggingu 1.000 tonna fiski- mjölsverksmibju á Fáskrúðs- firði, var stærsta verkefni Kaup- félags Fáskrúbsfirðinga á síðasta ári. Þess er vænst að nýja verk- smiðjan taki til starfa í kringum næstu áramót. Kaupfélagib keypti 98,5 milljóna hlutafé í Loðnuvinnslunni og er lang staersti hluthafinn. Á aðalfundinum urðu miklar umræður um verslunarmál á landsbyggðinni og þaö óréttlæti sem í því fælist að landsbyggða- menn væru í mörgum tilfellum að greiða niður vöruverð á höf- uðborgarsvæöinu. ■ FRETTASKYRING ÞÓRÐUR INGIMARSSON an verði aðlöguð núverandi út- flutningsframleiöslu sölumiö- stöðvarinnar á Bandaríkjamarkað þá muni atvinna dragast saman á Húsavík þar sem um minni full- vinnslu er að ræða og fiskiöju- samlagið hafi ekki yfir nægjan- legum aflakvóta ab ráða til þess að auka framleiðsluna og við því megi bæjarfélagiö alls ekki verða. Pólltísk átök Átökin um fiskiðjusamlagið hafa einnig tekið á sig pólitískan blæ. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur mynduðu meiri- hluta í bæjarstjórn Húsavíkur á síðasta kjörtímabili og lögðu báð- ir flokkarnir upp í kosningabar- áttu sína meb sameiningu fisk- iðjusamlagsins og fyrirtækjanna Höfða og íshafs sem sérstakt markmið í atvinnumálum. Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag mynda hinsvegar núverandi meirihluta og er Kristján Ásgeirs- son, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins og óháðra, jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækjanna Höfða og íshafs. Kristján hefur ákveðnar efasemdir um samein- ingu þeirra og gerði á dögunum samning við Sölumiðstöö hrað- frystihúsanna um sölu á afla tog- arans Kolbeinseyjar, sem er í eigu íshafs. Þann samning gerði hann án samráðs við stjórn fyrirtækis- ins sem sagði samningnum upp um leið og hún frétti af honum. Ekki liggur fyrir á þessu stigi málsins hvort af sameiningu þessara þriggja fyrirtækja verður en samkvæmt heimildum Tím- ans leggja forrábamenn íslenskra sjávarafurða mikla áherslu á að frá sameiningunni verði gengið. Því geta mál þróast á þann hátt að alþýðubandalagsmenn leggi til í bæjarstjórninni ab gengið verði til samninga við sölumið- stöðina ef það megi verða til þess að koma í veg fyrir sameiningu fiskiðjusamlagsins og þeirra fyrir- tækja sem Kristján Ásgeirsson stýrir. Oddviti sjálfstæðismanna, Sigurjón Benediktsson, hefur lýst því yfir ab hann telji að þegar í stað eigi að hefja viðræður við Sölumiðstöb hraðfrystihúsanna og hefur látið hafa eftir sér að meirihluti bæjarstjórnar standi ekki aö viðræðunum við íslensk- ar sjávarafurðir á faglegum grunni heldur pólitískum. Fari svo að Alþýðubandalagið verði til þess að samið verði við sölumið- stöð hraðfrystihúsanna um sölu á afurðum útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjanna á Húsavík er það í annað sinn á skömmum tíma sem sá flokkur stendur að því að beina viðskiptum útvegs- aðila við það fyrirtæki; hitt var þegar bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjórn Akur- eyrar tóku afstöðu með viðskipt- um Útgerðarfélags Akureyringa hf. við sölumiðstöbina á síðast- liðnum vetri. Brýtur á meirihluta- samstarfi í bæjarstjórn Ótti um samdrátt atvinnufyrir- tækja, verði viðskipti fiskiðju- samlagsins færð til Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, getur valdið því að bæjarstjórn kjósi að halda sig vib íslenskar sjávaraf- urðir áfram þrátt fyrir hagstætt tilboð sölumibstöðvarinnar í hlutabréf. Andstaða alþýöu- bandalagsmanna og þá einkum Kristjáns Ásgeirssonar í bæjar- stjórn Húsavíkur við sameiningu útvegsfyrirtækjanna þriggja getur aftur á móti orðið til þess að gengið verði til samninga við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og þá veltur á afstööu framsókn- armanna hvort þeir kjósa að vinna áfram með Alþýöubanda- laginu eða hvort að nýr meiri- hluti myndast í bæjarstjórn um óbreytt fyrirkomulag fiskvinnslu- fyrirtækja á Húsavík og að við- skipti þeirra verði færð til sölu- mibstöðvarinnar gegn kaupum á hlutafé í fiskiðjusamlaginu. Því brýtur þetta mál á núverandi meirihuta bæjarstjórnar þótt á þessu stigi málsins sé ekki gert ráð fyrir ab meirihlutasamstarf Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags rofni vegna þessara átaka. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.