Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 18
18 HfSSHIIttt Laugardagur 6. maí 1995 Guðmundur Lárusson frá Eyri í Flókadal Guðmundur Lárusson fœddist 15. nóvember 1926 á Eyrí í Flókadal. Hann lést 28. apríl sl. á Sjúkra- húsi Akraness. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún E. Guð- mundsdóttir frá Sleggjulœk (1896- 1965) og Lárus Guðmundsson (1892-1946) bóndi á Eyrí í Flóka- dal. Þau áttu tvö böm, Guðmund ogAuði, f. 1930. Auður er gift jó- hanni Gunnarssyni bónda, Vík- ingavatni í Kelduhverfi. Áríð 1951 kvœntist Guðmundur Sigríði G. Skarphéðinsdóttur, f. 1927, frá Sjöundustöðum í Fljótum. Böm peirra em: 1) Láms Rúnar, f. 1952, býr í Reykjavík. 2) Dagný Ósk, f. 1957, býr í Grcenuhlíð í Torfulaekjarhreppi. Hún á fjögur böm: Guðleifu, Ásmund, Helga og Kristmund. Hún er í sambúð með Einarí Kristmundssyni, bónda. 3) Guðrún, f. 1964, býr á Akranesi. Hún á tvö böm, Sigríði Ólöfu og Hólmstein Þór. Maður hennar er Stefán Hólmsteinsson, iðnverka- tnaður. t MINNING Guðmundur ólst upp á Eyri. Hann tók við búi þar ásamt móð- ur sinni áríð 1946 við lát fóður síns. Hann var við nám við Baendaskólann á Hvanneyrí 1948-1950. Áríð 1949 varð hann bóndi á Eyri og þar bjó hann til ársins 1975 að hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni á Akranes. Hann stundaði ýmsa vinnu eftir það, en nytjaði jafnframt Eyrína áfram og dvaldi þar hluta af ár- inu. Þegar ég kveð nú bróður minn, sem jafnframt var eina systkini mitt, veröur mér hugs- að til liðinna daga er við vorum að alast upp á heimili foreldra okkar að Eyri. Þau voru Guðrún Guðmundsdóttir og Lárus Guð- mundsson. Nutum við ástríkis þeirra í ríkum mæli. í þá daga var tæknin ekki komin til sögunnar og lífsbar- áttan hörð. Þar sem faðir okkar var heilsuveill, kom það í hlut okkar systkinanna að vinna við búskapinn eins og kraftarnir leyfðu. Sérstaklega mátti bróðir minn, sem var nokkrum árum eldri en ég, oft taka á honum stóra sínum. Á fyrstu árum bernskunnar var aðallega sauð- fjárbúskapur, en svo kom mæðiveikin, sem eyðilagði fjár- stofninn. Þá var farið út í mjólk- urframleiðslu. En vegna erfiðra samgangna gátu það verið hinar mestu svaðilfarir að vetrarlagi að koma mjólkinni í veg fyrir mjólkurbílinn. Áin Flóka renn- ur rétt við túnfótinn, yfir hana þurfti að sækja. Fór hún oft í hinn versta ham, illfær eða ófær með öllu. Þegar best lét vom mjólkurbrúsarnir fluttir á hesta- kerru, annars hengdir á klakk og fluttir þannig um langan veg. Flóka gamla er enn á sínum stað og hagar sér misvel. En nú skiptir það ekki neinu máli, síð- an hún var brúuð í grenndinni og vegur kominn að Eyri. Við, sem börn, áttum okkar gleöistundir og lékum okkur saman. Á hólnum Smala var okkar bú, með hornum, kjálk- um og leggjum. Á góöviðrisdög- um busluðum við í Flóku. Skilj- anlega hefur tápmiklum strák stundum fundist erfitt að hafa litlu systur oftast með sér, en ábyrgðartilfinningin var mikil. Auðvitað slettist stundum upp á vinskapinn, eins og gengur. Hann var náttúrubarn og fyigdist með lífinu í kringum sig, fuglunum, blómunum og hlustaði eftir niðnum í ánni. Gat hann verið breytilegur eftir því hvaða veöur var í nánd. Hann hafði yndi af því að taka myndir og renna fyrir silung. Ég man hvað hann ljómaði, þegar kom á öngulinn og hann gat fært móður okkar silung í soðið. Æskuárin liðu við leik og störf í afskekktum dal. Þegar Guðmundur var 19 ára dó faðir okkar, og eftir 2 ár var móðir okkar búin að missa heilsuna. Þá yfirgáfum við Eyri. Hann fór í bændaskólann á Hvanneyri og eftir tveggja ára nám hélt hann aftur heim í heiðardalinn og hóf búskap á Eyri. Hann kvæntist síðar eftir- lifandi konu sinni, Sigríði G. Skarphéðinsdóttur, ættaðri úr Skagafiröi. Þau eignuðust þrjú börn: Lárus Rúnar, Dagnýju og Guðrúnu. Þau hjón voru afar gestrisin og vildu öllum vel gera. Bróbir minn var aldrei heilsu- hraustur og reyndist búskaþur- inn honum oft erfiður. Eftir ald- arfjórðung hættu þau hjón bú- skap á Eyri og fluttust til Akra- ness. Stundaði Guðmundur ýmsa vinnu meðan kraftar leyfbu. En á Eyri dvaldi hann löngum eftir að formlegum bú- skap lauk og heyjaði þar tún. Hann unni þeim stað af heilum hug og kunni hvergi betur við sig. Örfáum dögum fyrir andlát- ið, þá helsjúkur, vitjabi hann jarðarinnar í dalnum í hinsta sinn. Eftir ab leiðir okkar skildu og ég fluttist á annaö landshorn fylgdist ég með honum úr fjar- lægð. Hann skrifaði mér oft og var gaman að fá bréf frá honum, enda var hann góður stílisti. Ef ég ætti að lýsa bróöur mínum, þá yröi það eitthvað á þessa leið: Hann var dulur að eðlisfari og ekki allra að kynnast honum. Gæddur var hann góbum gáf- um og minnugur meö afbrigð- um. Gat hann rakið veðurfar í gegnum árin allt frá bernsku. Þjóðlegur fróðleikur var honum hugleikinn. Hann var vinur vina sinna, samviskusamur og heiðarlegur gagnvart öllum. Ekkert sárnaði honum meira en það, ef einhverjir brugöust trausti hans. Nokkrum sinnum heimsótti hann mig norður í land, síðast fyrir réttu ári. Þá sá ég ab hinn illvígi sjúkdómur var sigurviss og ferðirnar til mín myndu ekki verða fleiri. Rifjaði hann upp ýmislegt frá liðinni tíð. Sagöi hann mér m.a. frá einni af sín- um fyrstu bernskuminningum. En hún var sú, að þegar hann eignaðist systur gerðist það með þeim hætti að ljósmóðirin kom meb hana í tösku. Síðan fór ljós- an, en nokkrum dögum síðar kom hún aftur og með töskuna. Mikil skelfing greip um sig í sál lítils drengs, því nú var gefið mál, ab hún var komin til að sækja það sem hún áður skildi eftir. Engum þorði hann að segja frá angist sinni. En mikill varð léttirinn er ljósmóbirin hvarf á braut. Nú er bróðir minn horfinn héöan. Ég vil þakka honum alla tryggðina og einlægnina í gegn- um árin. Konu hans, börnum og fjölskyldum þeirra og aldr- abri tengdamóður sendi ég innilegar samúðarkveðjur og biö þeim guðs blessunar. Megi bróðir minn hvíla í friði. Auður Lámsdóttir í dag verbur frændi minn, Guðmundur Lárusson frá Eyri í Flókadal, kvaddur hinstu kveðju frá Bæ í Bæjarsveit. Við fráfall Guðmundar koma upp í huga minn ótal bjartar minningar frá ánægjulegum kynnum mínum af honum og fjölskyldu hans. Ég var ekki gömul þegar ég fór fyrst í heim- sókn að Eyri og dvaldi þar í nokkra daga. Þá var ekki bílveg- ur þangað, en farið var á hest- um frá Varmalæk. Á þeim tíma voru samgöngur ekki eins góbar og þær eru í dag. Foreldrar Guð- mundar, Lárus og Guðrún, voru höfðingjar heim ab sækja og systkinin á Eyri góðir vinir mín- ir. Við fórum í margar skemmti- legar hestaferðir. Glöö var ég þegar Guðmundur lánaði mér reiðhestinn sinn. í minningum mínum var alltaf sólskin á Eyri þegar ég var þar í heimsókn. Þab hafa alltaf verið sterk bönd milli fjölskyldu minnar og Eyrarfólksins. Fabir minn og Lárus voru bræður, mjög sam- PÓSTUR OG SÍMI Utboð Utanhússmálning — Jörfi Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilbobum í utan- hússmálningu á húsum að jörfa í Reykjavík. Útbobs- gögn verba afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, B. hæb, 101 Reykjavík, frá og meb þribjudeginum 9. maí, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilbob verða opnub á sama stab mibvikudaginn 31. maí kl. 11.30. Vettvangsskobun verbur föstudag- inn 19. maí kl. 11.00. Utanhússmálning — Múlastöb Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilbobum í utan- hússmálningu á Múlastöb, Ármúla 25 í Reykjavík. Út- bobsgögn verba afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæb, 101 Reykjavík, frá og meb þribjudeginum 9. maí, gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Tilbob verba opnub á sama stab mibviku- daginn 31. maí kl. 11.00. Vettvangsskobun verbur föstudaginn 19. maíkl. 10.00. ^ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings og Trésmibju Reykjavíkurborgar er óskað eftir verktökum til aö taka þátt í væntanlegum lokuðum útboðum eða verðkönnunum. Um er að ræða ýmsa viðhaldsvinnu við fasteignir borgarinnar. Um er að ræða minni háttar verkþætti á eftirfarandi starfssvibum: Blikksmíbi: Þakjárn, rennurog niburföll, hreinsun loftstokka. Múrverk: Múrvibgerðir utanhúss, almennar viðgerbir. Trésmíði: Almenn viðhaldsvinna utanhúss og innan. Pappalagnir: Ýmsar viðgerbir og endurnýjun á þakpappa. Raflagnir: Almennt viðhald og endurbætur. Pípulagnir: Almennt vibhald og endurbætur. Járnsmíði: Ýmiskonar sérsmíði. í umsóknum komi fram nafn fyrirtækis, starfssvið, nafn stjórnanda, lýsing á helstu verkefnum, heimilisfang, kennitala ásamt fjölda starfsmanna á launaskrá. Einungis þeir verktakar koma til greina, sem staðib hafa í skilum á opinberum og lögbundnum gjöldum. Þ.m.t. tryggingagjaldi, virbisaukaskatti og lífeyrissjóðsiðgjaldi. Þeir verktakar sem áhuga hafa skili inn umsóknum í síðasta lagi föstudaginn 12. maí 1995 til Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, Fríkirkjuvegi 3. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 rýmdir. Guðmundur fæddist á Eyri, en þar bjó faðir hans, Lár- us, afi hans, Guðmundur og langafi hans, Eggert. Gubmund- ur varð bóndi að Eyri að föður sínum látnum og var því fjórði ættliðurinn sem bjó þar. Eyrar- heimilib var rótgróið menning- arheimili. Afi var þekktur fyrir afburðagáfur og áhuga fyrir lestri góbra bóka. Mikil umræba var á heimilinu um bókmenntir og menningarmál, auk þess sem fylgst var vel með atburðum líð- andi stundar í þjóðfélaginu. Við þessar aðstæður ólst Lárus upp og á búskaparárum hans ríktu áfram menningarleg viðhorf á Eyrarheimilinu. Æskuheimili Guðmundar var því byggt á traustum rótum alþýðumenn- ingar. Hann var sjálfur skarp- greindur, íslensk tunga var hon- um hugleikin og hann hafði gott fegurðarskyn. Þjóðlegur fróðleikur, náttúruskoðun og ferðalög voru áhugamál hans öðru fremur. Á uppvaxtarámm Guðmund- ar vann hann öll algeng sveita- störf. Hann tók við búi ásamt móður sinni, að föður sínum látnum, 1946. Faðir hans dó langt um aldur fram og var öll- um harmdauði. Þá var Guð- mundur tæplega tvítugur að aldri. Það voru erfiðir dagar fyr- ir fjölskylduna, en með sameig- inlegu átaki Gúðmundar, Auðar systur hans og móður þeirra tókst þeim aö halda áfram bú- skap. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1948-1950. Þar aflaði hann sér menntunar sem kom honum að góðum notum við bústörfin. Árið 1949 varð hann bóndi á Eyri. Hann kvæntist 1951 Sig- ríöi G. Skarphéöinsdóttur. Þeim varð þriggja barna auðið. Guð- mundur bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Á seinni árum voru barnabörnin, sem eru sex, sólargeislar í lífi hans. Guðmundur bjó á Eyri þar til 1975 að fjölskyldan flutti á Akranes. Hann stundaði eftir það ýmsa vinnu, en dvaldi þó iangdvölum á Eyri og nytjaði jörðina. Hann var bundinn sterkum böndum við Eyri, Flókadalinn og góða nágranna þar. Oft ræddi hann um ab hvergi liði sér betur en heima á Eyri. Á undanförnum árum höfum við bræðrabörnin ásamt fjöl- skyldum okkar haldið nokkrum sinnum ættarmót. Guðmundur var mjög frændrækinn og tók alltaf þátt í þessum mótum. Fyr- ir fimm árum hittumst við á Eyri og nutum frábærrar gest- risni og hlýju hjónanna, Sigríð- ar og Guðmundar. Þessi ferð er mjög minnisstæð. Gubmundur og Auður systir hans gengu með okkur um íandið, fræddu okkur um staðhætti, örnefni og gaml- ar sagnir tengdar Eyri. Fyrir rúmum þremur árum veiktist Guðmundur af þeim skæða sjúkdómi sem nú hefur orðib honum að aldurtila. Hann sýndi óbilandi kjark og dugnað þar til yfir lauk. Hin heita trú hans styrkti hann og hjálpaði í erfiðum veikindum. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótuin friðarboðans, og fljúgðu á vcengjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Við systkinin frá Bjargi og móðir okkar minnumst Guð- mundar með hlýhug og þakk- læti fyrir samfylgdina á lífsleið- inni. Vib vottum Sigríði, börn- unum og fjölskyldum þeirra, Auði og öbrum ástvinum ein- læga samúb. Blessuð sé minning hans. Krístín Eggertsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.