Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. maí 1995 Wf^WwUl 9 Hundurinn horfir upp til húsbónda síns. Cóbur hundur getur veríb á vib marga menn í smalamennsku. Mikilvægt að tala Bústofninn samanstendur af kindum hrossum og einni kú, sem notuð er til heimilisins. En Helgi hefur jafnan lagt mikib uppúr því að eiga dugandi fjár- hunda, til ab bæta sér upp mannfæð við smölun og daglega snúninga viö búsmalann. Þab getur verið erfitt að eiga við verkin þegar menn eru einir, en það venst. „Maður er einn og gerir ráð fyrir því og fer þá að haga verk- unum öðruvísi," segir Helgi. „Ég býst hins vegar við að þegar menn koma að hjálpa manni, ab það geti verið erfitt fyrir þá, vegna þess ab ég er oröinn svo vanur að vinna einn." — Er þetta ekki einmanalegt á vetuma? „Þetta venst þónokkuð," segir Helgi og bætir við að það muni talsverðu að geta verið í síma- sambandi. „Þegar maöur er svona mikiö einn, verður maður að passa sig á því að missa ekki málið," segir hann. „Ef maður talar lítið, er hætta á að verða fljótt óskýr- mæltur og fólk hættir að skilja mann. Þetta er ekki lengi að ger- ast, ef menn þegja dögum og vik- um saman." Mundi ekki leggja á mig aö vera myrkfælinn — Sutnir segja að einveran annað hvort geri tnetm vitlausa eða þroski þá. „Ég veit það ekki. Ég held að maöur sé ekki dómbær á þab sjálfur, en ég býst vib að menn hafi fundið einhverja breytingu á mér," segir Helgi. — Verða menn nœmari fyrir náttúrunni? „Já, maður verbur næmur á náttúruna. Ég er til dæmis miklu næmari gagnvart náttúrunni hérna en fyrir sunnan. Maður hugsar sennilega ómeðvitað meira um umhverfið við svona aðstæður." Áöur fyrr töldu menn að draugar hefbust við í Austurdal eins og víðar á landinu. Frægust er án efa Ábæjarskotta, sem þótti sérstaklega langlíf og vibskotaill. En Merkigilsbóndinn segist hafa verið laus vib draughræbslu þeg- ar hann flutti norbur. „Ég var myrkfælinn og hefði aldrei komið hingaö, ef ég heföi haft vott af því," segir hann. „Ég mundi alls ekki leggja á mig ab vera myrkfælinn á þessum stað." Sögur af gömlum draugum, sem höfðu vist í dalnum, hafa engin áhrif á Helga, en hann ef- ast ekki um tilvist þeirra. „Það er ekki nokkur vafi að draugar eru til," segir hann ákveðinn. Gamall klækjarefur skotinn Þegar erfitt er með samgöngur, takmarkast möguleikar manna til að velja sér áhugamál. Menn verða einfaldlega að sníða sér stakk eftir vexti. Helgi fjárfesti í gönguskíðum í vetur og æfði göngu sér til gamans og reyndar gagns líka. „Mig langaði í snjó- sleða, en sá að ég myndi ekki hafa efni á að kaupa hann og reka," segir hann. Skotveiði er annað áhugamál sem Helgi hefur sinnt, þó að áhuginn hafi dvínað með árunum. Hann skaut sel á Þjórsá á yngri árum og skaut þá standandi með litlum riffli úr opnum báti. Það er nákvæmnis- verk, en Helgi segir að þetta sé fyrst og fremst spurning um hittni. Eftir ab hann flutti í Merkigil hefur Helgi oft glímt við ref á veturna, en gæs og rjúpa hafa fengið grið. Hann segir viss- an félagsskap af fuglunum. „Þetta er bráðgáfað dýr," segir Helgi um refinn. „Ég vil alls ekki útrýma honum, en svona halda honum í skefjum." — Það er haft fyrir satt að hér hafi veiðst einn elsti refur landsins. „Já, sá elsti sem ég veit til," segir Helgi. „Hann var á 11. ári og elstur af 450 dýrum sem búib var að aldursgreina þá." — Og þú skaust hann? „Ég var búinn ab hafa mikið fyrir því dýri," segir Helgi. „Þetta var aö vetri til og ég var með æti við kofa sem ég skaut úr. Hann gekk aldrei í ætib þegar ég var við það, en gekk að þegar ég var ekki í kofanum. Ég fór meb lýsól og hellti yfir kofann til þess aö refurinn fyndi ekki lykt af mér. Það var alveg sama. Hann gekk þá bara heim að kofanum og þef- aöi til aö ganga úr skugga um hvort honum væri óhætt að fara í ætið." Glíma mannsins og gamla refs- ins hélt áfram og alltaf sá refur- inn við klækjum mannsins. En þó að rebbi sé klókur, er maður- inn greindari. Vibureigninni lauk þannig að Helgi setti haglabyss- una fasta inni í kofanum þannig að hlaupiö vissi ab ætinu. Síban batt hann langan spotta í gikk- inn og lá nibri í gili um 300 metra frá. Þaö var liðið fram á vor og birtan var næg til þess að hann gat fylgst með í sjónauka hvort refurinn kom í ætið. Refur- inn lét blekkjast og Helgi togaöi í spottann og hleypti af haglabyss- unni. Þannig má segja aö klækjarefurinn gamli hafi verið skotinn með haglabyssu á 300 metra færi. 200 manns í messu Síðasta brúin á akveginum að Merkigili er yfir Jökulsá eystri. Gljúfrið er hrikalegt, en brúin er þröng og uppgefin hámarks- þyngd ökutækja er einungis 3,5 tonn. Þess vegna er ekki hægt að komast með öflug vegavinnutæki yfir ána og Helgi vinnur sjálfur við vegabætur á afleggjaranum heim til sín, svo og á veginum að Ábæjarkirkju, sem er framar í dalnum. Kirkjan er lítil og byggð úr steini, og í staö altaristöflu er gluggi sem snýr mót austurhlíð dalsins. Haft er fyrir satt að Nób- elsskáldið hafi sótt fyrirmynd til þessarar kirkju í einu af sínum þekktustu verkum. Garöurinn við Ábæjarkirkju er hlaðinn úr torfi og grjóti, en girt ofaná. Þarna er messað einu sinni á ári, fyrstu helgina í ágúst, og jafnan koma urn 200 manns til mess- unnar. Af þeim komast ekki nema örfáir inn í kirkjuna, flestir standa úti og hlýða á prestinn í gegnum hátalara. Kirkjugestir mynda sjálfir kórinn. Helgi sér um kirkjuna, enda eina sóknarbarnið í Ábæjarsókn. Þegar messaö er, skrýöir hann klerkinn og þjónar sem með- hjálpari. „Það er feikna skemmtileg kirkjusókn," segir Helgi. „Mér hefur alltaf líkað ákaflega vel við þennan söfnuð. Þab er rólegt yfir þessu og allir afslappaöir. Þetta er mjög sérstakt. Hingað kemur fólk alstaðar að af landinu og margir koma ár eftir ár til að vera vib messuna á Ábæ." Framtíðarmöguleikar? Umferð ferðamanna á þessu svæði vex ár frá ári. Mest er um fóik sem kemur akandi á eigin bíl- um, en umferö hestamanna og gangandi fólks fer einnig vaxandi. Margir hafa bent á að þarna séu þónokkrir möguleikar til ferða- þjónustu á sumrin og Helgi hefur þegar hafið undirbúning að því að geta tekið á móti feröamönnum. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér væri hægt aö byggja upp ferðaþjónustu, ef rétt væri að því staðið, því hér er mjög skemmti- legt útivistarsvæði og þónokkur veðursæld," segir Helgi. „Þegar maöur fer um Austurdalinn fram- an við byggð, er eins og manni finnist að þaö hafi enginn farið þarna á undan manni. Þarna eru engir vegir, bílar eða mannvirki og náttúran er ósnortin." Það er dagur að kveldi kominn þegar heimsókninni lýkur. Vib höfum þegiö góðgeröir hjá Helga Jónssyni og skoöað hrossin og snemmbærur, sem heimtust seint og fengu við lambhrúti á fjalli í vetur. Hrossin eru spök, enda eiga þau von á gjöf. Þau koma vel undan vetri. Fyrir okkur liggur aö ganga aft- ur leiöina til baka, yfir Merkigiliö, framhjá Gilsbakka og út Reitina. Myndir og texti: Árni Gunnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.