Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. maí 1995 11 Skuldir fjögurra manna fjölskyldunnar hœkkuöu enn um nœr 1/2 milljón í fyrra, í 4,4 m.kr.: Allar nýjar lánveitingar 1994 voru til heimilanna Lánaflokkun bankakerfisins % af landsframleiðslu. Staða á meðalverðlagi hvers árs Þannig sýnir Seblabankinn þróun heildarútlána lánakerfisins undanfarin tólf ár. Skuldasöfnun heimilanna hefur verib svo gífurleg á þessum skamma tíma ab engan þarf kannski ab undra ab sífellt fleiri lendi íalvar- legum greibsluvanda. Segja má ab nær öll útlánaukn- ing íslenska lánakerfisins í fyrra hafi farib til heimilanna í landinu, sem leiddi til þess ab enn bættist nær 1/2 milljón vib skuldasúpu mebalfjöl- skyldunnar. Samkvæmt árs- skýrslu Seblabankans jukust heilarútlán lánakerfisins um 30 milljarba kr. á árinu, hvar af 29 milljarbar fóru til heimil- anna. AIls voru skuldir heimil- anna komnar í 293 milljarba um áramót, sem var 11% hækkun milli ára. í hlutfalli vib rábstöfunartekjur hækk- ubu skuldirnar úr 120% í 130% milli ára (þ.e. svara til nærri 16 mánaba rábstöfunartekna). Stærsti hluti af þessari 29 millj- arba skuldahækkun heimilanna í fyrra voru íbúbalán, sem hækk- ubu um 19,4 milljarða á árinu, eba um 14%. Lán lífeyrissjóba til sjóðfélaga hækkuðu um 4,5 milljarða og bankaskuldir um 3,6 milljarba sem í báðum tilfellum er álíka aukning og árib ábur. Námslánaskuldir hækkubu á hinn bóginn meira en árið 1993. Segja má að skuldahlutfall heimilanna, 130% rábstöfunar- tekna, sé orbib óhagstæbara heldur en bæbi hjá ríkissjóbi og sveitarfélögum. Skuldir ríkis- sjóðs, 132 milljarðar, svara til 120% af tekjum hans í fyrra og 35 milljarða skuldir sveitarfélag- anna svara nokkurn vegin til árs- tekna þeirra. Á sama tíma og skuldasúpa heimilanna dýpkabi um 11% voru atvinnurekendur á fullu ab borga upp lán. Skuldir þeirra lækkubu um 9 milljarða króna (í 318 milljarða) í fyrra, sem þess í stab fóru í auknar lánveitingar til ríkissjóbs. Sem hlutfall af landsfram- leibslu hafa skuldir atvinnuveg- anna hækkab hlutfallslega lítib í áratug, eba úr 66% árib 1984 upp í 73% árib 1994. Á sama tímabili hafa skuldir heimilanna tvöfald- ast, úr 34% fyrir áratug upp í 68% í lok síbasta árs. Meb sömu þróun á þessu ári og því síðasta verba heimilin orbin skuldugri en atvinnuvegirnir um næstu áramót. Heildarútlán lánakerfisins námu 777 milljörbum króna í lok síbasta árs, hvar af hlutur heimilanna var orbinn 38%. Ára- tug ábur var samsvarandi hlutfall aðeins 22%. Vibbótin svarar til 122 milljarba á síbasta ári, eba rúmlega 1,8 milljóna á mebal- fjölskyldu. Vart mun ofáætlab að sú vibbót geti rýrt í kringum 15 þúsund kr. á mánuði þab sem fjölskyldan hefur til annarra (og skemmtilegri) hluta en afborg- ana af skuldum. ■ Samstarfshópur um sölu á lambakjöti kynnir nýjar leiöir til aukinnar sölu. Arnór Karlsson, formaöur sauöfjárbœnda: „Naubsynlegt að éta vandann" Arnór Karlsson gæbir sér á Ijúffengu lambakjöti. Tímamynd: cs Samstarfshópur um sölu á lambakjöti hélt blabamanna- fund á Hótel Sögu í gær, þar sem kynntar voru leibir til ab auka sölu lambakjöts. Salan hefur dregist mikib saman ab undanförnu og voru 1800 tonn af umframbirgbum til í landinu í byrjun verblagsárs. Arnór Karlsson, formabur sauð- fjárbænda, sagði að abeins eitt væri vib þessu vandamáli að gera og vitnaði þá í Lúbvík heitinn Jósepsson, nefnilega að éta vand- ann. Hann segir að m.a. sé þýð- ingarmikið ab aðlaga þarfir kaup- enda lambakjöts að breyttu neysluþjóbfélagi, þar sem einfald- leiki og hrabi skipi æ veigameiri þátt í neysluvenjum fólks. Samstarfshópinn skipa fulltrúar framleiðenda kindakjöts og slát- urleyfishafa ab sölu og markaðs- málum saubfjárafurða. Til starf- semi sinnar, auglýsinga og þess háttar, fær hópurinn hlut sauð- fjárbænda í endurgreiddu kyn- fóburgjaldi og hluta af neytenda- og jöfnunargjaldi. Beingreibslum hefur ab undan- fömu verib varib til markabsab- gerða og er skylt ab verja þeim til verblækkana, sem skili sér til neytenda. Hluta þessa fjár sem til ráðstöfunar er á þessu ári er varib til ab lækka verð á birgðum frá fyrra ári, en um 55 milljónir króna eru til reiðu til ýmissa verð- lækkana. Samkvæmt áætlun Sam- starfshópsins verður þeim varið til fjögurra verkefna sem eru: 1. Bestu kaupin 2. Snyrt lambakjöt 3. Lambakjötsdagar 4. Grillkjöt 1. Undanfarnar vikur hefur verð verib lækkab á lambakjöti í gæbaflokknum DIA, sem er nib- ursagab og pakkab í sérstakan poka og selt undir vörumerkinu „Bestu kaupin". 2. Nú er að koma á markað snyrt lambakjöt, nibursagað á mismunandi vegu í sneibar, heil stykki eba bita. Svona pakkar eru hentugir í sumarbústabinn og þ.h. 3. 7-10 daga söluátak í verslun- um þar sem áhersla er lögb á sölu á lambakjöti. 4. Sem fyrr verður rekin grill- herferb yfir sumarib. Búist er við ab söluverb verbi lækkab um 15%. Sem fyrr segir er Samstarfshóp- urinn um þessar mundir ab leggja sérstaka áherslu á kynningu lambakjöts sem tilbúib er í skynd- ingu. Frambob er mikib af svona kjöti, uppþýddir vöbvar, kjöt í loftskiptum umbúðum o.fl. Þá hafa afurbasölur og kjötvinnslur unnið mikib starf vib vöruþróun og markaðssetningu á lamba- kjöti. Þar má nefna Púrtvínslegið læri, Púrtvínsleginn hrygg, Hun- angskótilettur, Hunangssneibar, Lambafleskjur, Óbalslæri, Lamba- sveppasteik, Lambahrygg, Djúp- kryddabar kótilettur, Léttreykt lambakjöt og 1944 réttina. Lambakjöt hefur lækkab um 15% frá 1989 til 1994 skv. föstu verðlagi. Á síbustu 15 árum hefur heilsársneysla íslendinga lækkab um 2% ab mebaltali á ári. Ljóst er ab þessi síminnkandi neysla lambakjöts er stórt vandamál og gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir margar fjölskyldur á árinu ef svo fer sem horfir. ■ fMenningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarf- semi í borginni. Umsóknum skal skilab á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem fást hjá ritara nefndarinnar sem einnig veitir allar nánari upplýsingar í síma 5526131. Umsóknirnar skulu hafa borist Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum v. Flókagötu, 105 Reykja- vík, fyrir 1. júní nk. Menningarmálanefnd Reykjavíkur Starfræksla stre n g ja kva rtetts Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir um- sóknum vegna starfrækslu strengjakvartetts á vegum borgarinnar frá 1. september nk. — Einungis hópar geta sótt um, ekki einstaklingar. — Laun meðlima svari hálfum starfslaunum lista- manna hjá Reykjavíkurborg og hlíti sömu reglum. — Kvartettinn starfi sjálfstætt og geri í umsókn ná- kvæma grein fyrir starfsáætlun: fyrirhuguðu tón- leikahaldi og öbrurn verkefnum, áherslurh í vali tónlistar, hugsanlegum áformum um upptökur o.s.frv. Kvartettinn komi auk þess fram nokkrum sinnum á ári á vegum borgarinnar án aukagreiðslna sam- kvæmt nánara samkomulagi. — Starfslaun til kvartettsins eru veitt til eins árs með möguleika á framlengingu. — Upplýsingar um önnur störf meðlima kvartettsins á starfstímabilinu fylgi með umsókn. Umsóknir skulu sendar: Menningarmálanefnd Reykja- víkur, Kjarvalsstöðum v. Flókagötu, 105 Reykjavík, fyr- ir 1. júní nk. Sérstök dómnefnd velur úr umsóknum. Allar nánari upplýsingar fást hjá ritara nefndarinnar í síma 5526131. ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilboðum í gerð steyptra gangstíga ásamt ræktun víðs vegar um borgina. Verkið nefnist: Steyptar gangstéttir og ræktun. Heildarmagn gangstétta er u.þ.b. 7.400 m2 Heildarmagn ræktunar er u.þ.b. 3.700 m2 Skiladagur verksins er 15. september 1995 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meb þriðjudeginum 9. maí, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mibvikudaginn 17. maí 1995, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.