Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 6
6 wmmm Laugardagur 6. maí 1995 Pilluö rœkja hœkkaöi mest í fyrra: 60% af framleiöslu SH seld sem neytendavara Um mitt sl. ár fór veró á fryst- um sjávarafurðum að hækka eftir stöðugt verðfall frá hausti 1991. Mælt í SDR-mynt hækkaði verð á frystri pillaðri rækju að meðaltali einna mest, eða um 38% frá upphafi HM nefndin hefur fengið afhenta 15 bíla til afnota á meðan á heimsmeistarakeppninni stend- ur, alla af Nissan gerð og er það samkvæmt samningi við Ingvar Helgason hf., sem er umboðsaðili Nissan og Alp bílaleigunnar. Bíl- amir eru af ýmsum stærðum, allt frá Nissan Micra upp í Nissan Patrol. Bílarnir em allir merktir HM’95, Nissan og Alp. Talið er að verbmæti samnings- ins sé á bilinu 2-3 milljónir króna, en alls er verbmæti bílanna um 20 milljónir. Þrír bílanna verba á Akur- eyri, þrír í Kópavogi, þrír í Hafnar- firbi og sex í Reykjavík, en megin þorri þeirra verbur bundinn vib akstur meb meblimi Alþjóba hand- knattleikssambandsins. Þá verba og til loka árs í fyrra. Athygli vekur að 60% af framleiðslu sem SH selur er neytendavara í öllum tegundum bolfisks nema ufsa. Þetta kom fram á aðalfundi SH í gær. Af einstökum afurbum Cunnar Cunnarsson, starfsmabur HM nefndarinnar, vib einn Nissan bítinn sem HM nefndin hefur til af- nota samkvcemt samningi. Tímamynd CS bílarnir notabir til aksturs meb starfsfólk á milli hótela og keppnis- staba, akstur meb dómara og lyfja- próf og margt fleira. ■ hækkaði verð á landfrystum fiski um 0,44%, sjófrystur fiskur um 7,44%, humar um 3,80% og hörpudiskur um 20%. Af ein- stökum markaðssvæðum jókst sala SH til Asíulanda um 79%, til sölusvæðis Þýskalandsskrif- stofu um 39%, til Bandaríkj- anna um 18% og Bretlands um 8%. Aftur á móti dróst sala til Frakklandsskrifstofunnar saman um 4%. Þá hefur veik staða Banda- ríkjadollars ekki ennþá dregið úr framboði á þorski og ýsu til Bandaríkjanna vegna veikrar stöðu sterlingspundsins. Hins- vegar hefur ufsi, karfi, rækja og hörpudiskur leitað í ríkari mæli til Þýskalands og Frakklands. Á sl. ári var heildarframleiösla frystihúsa, frystiskipa og ann- arra framleiðenda sem fela SH sölu afurða sinna 117.700 tonn, eða 15,6% meiri en árið áður. Mest varð aukning í framleiðslu loðnu um 8500 tonn, svipuð aukning varð í karfa, framleiðsla loðnuhrogna jókst um 3500 tonn, rækju um 1900 tonn, ýsu um 1300 tonn og humars um 80 tonn. Aftur á móti varð veru- legur samfráttur í þorski, ufsa, grálúðu og hörpudiski. Stærstu framleiðendur SH í fyrra voru ÚA, Grandi og Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um. ■ Samningur Ingvars Helgasonar og Alp bílaleigunnar viö HM nefndina: Næg farartæki hjá HM nefndinni Veibivörbur vib sieppingar á siiungi í Seltjörn vib Grindavíkurveg. Vorveiöin haf- in í Seltjörn Fyrsta slepping fyrir komandi veibitímabil í Seltjörn fór fram laugardag fyrir páska. Alls var sleppt um 1.000 silungum á bil- inu 1 til 10 pund. Þykkur ís hefur verib á vatninu í allan vetur og dorgveibi verib nokk- ub vinsæl, en á þessum tíma árs er vorveibin jafnan hafin. Því lögbu starfsmenn veibisvæbisins til atlögu vib ísinn, m.a. meb kebjusögum og bátum, þannig ab nú er vatnib ís- laust á öllum bestu veibistöbum fyrir hefbbundna stangveibi. Fyrsti veibidagur var á páskadag og veiddist nokkub vel um helgina og stærsti fiskurinn var 7 punda regnbori veiddur á rauban nobler. Sem endranær veibist best í vor- veibinni á straumflugur og spúna. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á svæbinu. Hér er um sameigin- legt verkefni hagsmunaabila á svæbinu, þ.e. landeigenda, veibi- réttarhafa og starfsmannafélags ís- lenskra abalverktaka. Stór bifreibastæbi auk vatnssal- ernis eru mebal framkvæmda. Útivistarsvæbib Seltjörn-Sól- brekkuskógur er opiö daglega frá 10-22. Leonardó-áœtlun ESB: ^ Hundraö Islendingar í starfsþjálfun í Evr- ópuríkjum á ári Hellen M. Gunnarsdóttir hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans, Björn Bjarnason menntamálarábherra og Sigmundur Gubbjarnason, stjórnar- formabur Samstarfsnefndar atvinnulífs og skóla, á fundi þar sem Leon- ardó-áœtlunin var kynnt. Framkvæmd víðtækrar menntaáætlunar á vegum Evr- ópusambandsins hófst um síb- ustu áramót og taka íslendingar þátt í henni samkvæmt samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæbi. Áætlunin er kennd við Leon- ardo da Vinci og tekur við af svo- nefndri Comett-áætlun Evrópu- sambandsins, sem fólst í því að efla.samstarf atvinnulífs og skóla. íltarkmib Evrópusambandsins með Leonardó-áætluninni er hinn sameiginlegi vinnumarkað- ur sem nú er í örri mótun, en for- senda þess að hann geti orðið sem öflugastur er samræming á kerfi starfsmenntunar og starfs- þjálfunar á öllu markaðssvæðinu. Þab er Rannsóknarþjónusta Há- skólans sem annast rekstur lands- skrifstofu vegna Leonardó-áætl- unarinnar á íslandi, en kostnabur við hana kemur úr sjóðum Evr- ópusambandsins, svo og frá Há- skóla íslands og menntamála- ráðuneytinu. Starfsmenn skrifstofunnar eru nú tveir, en munu að líkindum verða fjórir eða fimm. Leonardó-áætlun Leonardó-áætlunin verður kynnt á ráðstefnu, sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík 11. maí. Meðal þeirra, sem þar gera grein fyrir þessari viðamiklu áætlun á sviði starfsmenntunar á framhaldsskóla- og háskólastigi, svo og á svibi endur- og símennt- unar í atvinnulífinu, verða full- trúar frá framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. Hellen M. Gunnarsdóttir hjá Rannsóknarþjónustu Háskólans segir aö þegar hafi fengist góð reynsla af þátttöku íslendinga í þessu samstarfi, en samkvæmt Comett- áætluninni var m.a. þátttaka í námskeiöahaldi með fyrirtækjum og skólum í öðrum Evrópuríkjum. Einnig var unnið að námsgagnagerð, en um þetta samstarf segir Hellen: „Við unnum þarna ab þriggja ára verkefni sem nefndist Gæða- stjórnun í sjávarútvegi. Ásamt Rannsóknaþjónustunni stóðu Sölumiðstöð hrabfrystihúsanna, íslenskar sjávarafurbir og Sölu- samband íslenskra fiskframleið- enda hér að verki, en síðan vor- um vib í samvinnu við iðntækni- stofnunina í Danmörku, fyrirtæki í Frakklandi og háskóla í Portúgal. Þessu verkefni er nú að ljúka, en árangurinn af því eru námsgögn um gæðamál í sjávarútvegi, sem unnt er að nýta framvegis. Nám- skeiöin hafa þegar verið „prufu- keyrb" á Akureyri, í Vestmanna- eyjum, í Oporto og Boulogne-sur- Mer, en síðasta námskeiðiö í þess- ari röð verður haldið í Cork á næstunni." Nemenda- og starfsmanna- skipti eru mikilvægur þáttur í þessum áætlunum Evrópusam- bandsins, og á ráðstefnunni, sem nú stendur fyrir dyrum, verða möguleikar á því sviði kynntir rækilega. Starfsþjálfun „Til aö auka tengsl atvinnulífs og skóla höfum viö getað sótt um styrki til að senda nemendur á háskólastigi í starfsþjálfun í fyrir- tæki í öðrum löndum. Hingab til höfum við sent 45 nemendur til nokkurra Evrópulanda, þar sem þeir hafa verið frá þremur upp í tólf mánuði, en á móti höfum viö svo tekið á móti útlendingum í starfsþjálfun í fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. Sem dæmi má nefna að Skoti einn var hér starfandi í hugbúnabarfyrir- tæki í tólf mánuði, íri í fiskeldis- stöð í Kollafirði, ítali í tilrauna- stöðinni í hrossarækt við Bænda- skólann á Hvanneyri og Belgi í rafeindafyrirtæki úti á Granda. Þegar um slíkar þjálfunarstöður er aö ræða, höfum viö hjá Rann- sóknaþjónustunni milligöngu. Vilji íslendingur vera í einhverju landi í ákveðinn tíma, þá sjáum við um að finna landið og hafa uppi á fyrirtæki, í samvinnu við okkar tengiliöi í öðrum Evrópu- löndum, um leið og viö leggjum til evrópska styrki til að standa straum af kostnabi við feröir og uppihald. Þegar um starfsmannaskipti er aö ræða, geta starfsmenn farið til annars lands í tiltekinn tíma og aflað sér þar starfsþjálfunar og viðbótarþekkingar á sínu sviði, en þeir skuldbinda sig jafnframt til aö fara aftur til síns heima og miðla þar af þeirri þekkingu og þjálfun sem þeir hafa fengið." Hellen segir að Leonardó-áætl- unin sé að því leyti frábrugöin Comett að í henni séu margar áætlanir sameinaðar, þannig að um samvirka heild verði að ræða. Ýtt undir nýjungar „Með þessu móti fáum við miklu fleiri verkefni en Comett bauð upp á," segir hún. „Héðan í frá er ekki einungis um háskóla- stig að ræða, heldur verba fram- haldsskólar og iðnmenntaskólar einnig með. Okkur er mikill akk- ur í þessu, m.a. af því ab nú mun- um viö læra af öðrum Evrópu- þjóbum hvernig þær skipuleggja starfsmenntakerfi sitt. Það er yfir- lýst markmið að ýta undir nýj- ungar í starfsþjálfun, þannig að hægt sé að nýta tölvutækni og fjarkennslu. Þannig er hægt ab byggja námsleibir upp sameigin- lega, en hagræöið af því er aug- ljóslega mjög mikið." „Leonardó-áætlunin er mjög flókin og viðamikil, en hún gerir ráð fyrir því að styrkir verði aug- lýstir með jöfnu millibili næstu fimm ár. Ætla má að á þessu tíma- bili eigi a.m.k. hundrað íslend- ingar kost á því aö fara til Evrópu- landa á ári hverju," segir Hellen M. Gurinarsdóttir. Rábstefnan, sem Rannsókna- þjónusta háskólans stendur fyrir 11. maí til ab kynna þá mögu- leika sem Leonardó- áætlunin fel- ur í sér, hefst klukkan 10 og stendur allan daginn. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil á meðan húsrúm leyfir, en ekki er hægt að tryggja öðrum þátttöku en þeim sem láta skrá sig hjá Rannsóknar- þjónustu Háskólans í síma 5694900, í síöasta lagi 8. maí. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.