Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 6. maí 1995 Fjölskrúöugt manntíf á götum Belfast. Nýtt flugfélag stefnir á áœtlunarflug til Noröur-írlands: Efnahagsleg upp- sveifla í kjölfar friöarins Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og borgarstjórinn í Belfast skiptast á gjöfum. Á Noröur-írlandi hefur nú ríkt friöur á milli kaþólikka og mótmaelenda í rúmlega hálft ár. Almenningur og ráöamenn binda miklar vonir viö aö friöurinn haid- ist og veröi varanlegur, en 25 ára borgarastyrjöld á Noöur-írlandi hefur sett mark sitt á þjóöina og af- komu hennar. Friðurinn á Noröur-írlandi er þegar farinn að segja til sín í efnahagslífi þjóöarinnar. Skýr- ust er breytingin í ferðamanna- iönaðinum. Joris Minne, hjá Ferðamálaráði Norður-írlans, segir að það sem af er árinu hafi ferðamannastraumur til lands- ins aukist um 20%. Fjölgun gistinátta ferðamanna í Belfast er skýr mælikvarði á aukning- una. Tölur þar að Iútandi fyrir fyrstu sex mánuðina eftir vopnahlé á milli talsmanna írska lýöveldishersins og Breta sýna, að hótel í borginni hafa aldrei verið betur nýtt frá því að opinber skráning gistinátta hófst 1973. s Aætlunarflug milli íslands og írlands? Blaöamaður Tímans átti þess kost að kynnast landi og þjóð í stuttri ferð til Norður-írlands á dögunum. Ferðin var fyrsta flug á milli íslands og Belfast á veg- um nýs flugfélags Emerald Air, sem er í eigu íslenskra, enskra og norður-írskra aöila. Emerald hyggur á reglulegt áætlunarflug á milli íslands, London og Bel- fast í sumar ög er sala feröa nú þegar hafin. Markmiöið er að bjóða upp á ódýrari ferðir í leiguflugi á milli landanna. Þessi fýrsta ferð lofaöi góðu og öll þjónusta til fyrirmyndar fyr- ir utan nokkra seinkun á Kefla- víkurflugvelli á leiðinni úr landi. Á fyrsta degi heimsóknarinn- ar var tekið á móti hópnum af Joris Minne, hjá Feröamálaráöi Noröur-írlands. Menn binda miki- ar vonir viö aukningu feröamanna til landsins. borgarstjóranum í Belfast. Guð- rún Ágústsdóttir, forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, var meðal gesta í feröinni, en hún og mað- ur hennar, Svavar Gestsson al- þingismaöur, skiptust á gjöfum við borgarstjórann hr. Smyth. íslendingar eru vel kynntir í verslunarborgum írlands og Dublin-verslunarferðir Sam- vinnuferða/Landsýn hafa spurst út ytra. Hagstætt verðlag Borgarstjóri Belfast dró engan dul á það í ræðu sinni yfir ís- lendingunum að hann vonaðist eftir sem flestum íslendingum í verslunar- og afþreyingarferðir til Noröur- Irlands. Þetta hafa Norbur-írarnir staðfest í verki með því að greiba götu Emer- ald, en enn sem komið er held- ur félagib einungis uppi reglu- bundnu áætlunarflugi á milli Belfast og London. Sem verslunarborg er Belfast nokkub góður kostur. Sér í lagi er hægt að kaupa þar fatnað á mun betra verði en hér heima. Sérstaklega er verðið á undir- fatnaði og barnafatnaði hag- Vinalegir írar fagna frcendum sín- um á írsku vertshúsi. lét þess getið í samtali viö blaða- mann Tímans ab vinalegt við- mót almennings væri einn stærsti kostur landsins sem ferðamannastaöar. Það eru ekki ýkjur að fólk er vingjarnlegt og hjálpsamt, en þab er jafnframt greinilegt að írar eru skapmiklir og fljótir að reiðast mislíki þeim eitthvað. Stemningin á pöbbun- um var skemmtileg og það var nánast regla að nokkrum mín- útum eftir að við íslendingarnir vorum komnir inn á vertshús gaf einhver sig á tal við okkur. Sumir voru meira ab segja höfb- inglegir og vildu gefa kollu af Guinness og buðu í partí eftir lokun. Það var rétt eins og mað- ur væri kominn heim. Þó aö alls ekki sé gróið um heilt á milli stríðandi fylkinga á Norður- írlandi eru allir friðin- um fegnir. Líklegt er að vopna- hléið haldi og borgarastyrjöld- inni sé lokið. Ferbamönnum er hvergi hætta búin, en brynvarð- ir Landróverar Breska hersins minna þó óneitanlega á að ástandið er viðkvæmt og þarf lítið útaf að bera til þess ab ófriðurinn hefjist að nýju. Myndir og texti: Ámi Gunnarsson. stætt, en þarna ber fatnaður á börn ekki skatt. Almennt mun verðlag í Belfast svipab og gerist í Dublin. Verö á mat á veitinga- stöbum er á að giska helmingi hagstæðara en gengur og gerist í Reykjavík. Veitingahúsin eru að sjálfsögðu misjöfn, en mörg hver eru prýðisgóð. Paradís golfáhugamanna Með í förinni voru nokkrir forfallnir golfsjúklingar. Þeir eyddu dögunum í að sinna Brynvaröir herbílar eru enn algeng sjón íborginni. íþróttinni og létu mjög vel af aðstööunni. Samkvæmt upplýs- ingum frá ferðamálayfirvöldum eru um 80 golfvellir á Noöur ír- landi og hægt að velja á milli ódýrra og dýrra valla. Almenna reglan er sú að vellirnir í ná- grenni Belfast eru dýrir en verða ódýrari eftir því sem lengra kemur frá borginni. Þeir golfar- ar sem rætt var við mæltu meö því ab taka bílaleigubíl og leita uppi góða velli á hagstæðu verði. Nokkur tvöfeldni er ríkjandi varðandi opnunartíma veit- ingahúsa. Opinber lokunartími er klukkan ellefu að kvöldi á venjulegum degi, en vertarnir fara óspart í kringum lögin án þess að yfirvöld skipti sér af því. Þannig virtist stundumsem bar- inn á Hótel Europa, þar sem hópurinn gisti, væri einfaldlega opinn jafn lengi og gestum hentaði. Skemmtileg pöbbastemning írar eru að mörgu leyti líkir ís- lendingum enda eru margir þeirrar skoöunar að þjóbirnar séu skyldari en kemur fram í Landnámu. Joris Minne hjá Ferðamálaráði Norður-írlands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.