Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. maí 1995 Wffimfimi 13 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . Frakkar gœtu þurft aö bíöa langt fram á mánu- dag eftir lokatölum í for- setakosningunum: Suðurkyrra- hafseyjar gætu ráðiö urslitum Parfs — Reuter Fari svo að mjótt verði á mununum í forsetakosningun- um í Frakklandi á sunnudag- inn, gætu endanleg úrslit oltið á atkvæðum frá nokkrum eyj- um í Suður-Kyrrahafi, sem enn eru nýlendur Frakka. Samtals búa þar 2,2 milljónir manna, og á þessum eyjum eru alls um 3% þeirra sem atkvæðisrétt hafa til kosninganna í Frakk- landi. Kosið verður á sunnudaginn, bæði í Frakklandi og á Kyrra- hafseyjunum. En tímamunur- inn gerir það að verkum að þeg- ar kosningar hefjast í Frakk- landi hafa íbúar í Nýju-Kale- dóníu verið að kjósa sér forseta frá því „kvöldið áður", því þar hefst sunnudagurinn miklu fyrr en í Frakklandi. Og þegar kjör- stööum lokar í Frakklandi kl. 18.00 að staðartíma, þá fyrst eru kosningar að hefjast í Frönsku Pólynesíu, sem er að vísu í Suður- Kyrrahafinu eins og Nýja-Kaledónía, en ekki sömu megin dagalínunnar sem liggur eftir Kyrrahafinu endi- löngu frá norðri til suðurs. Og á Bora-Bora og Marques-eyjum lýkur kosningu ekki fyrr en klukkan er orðin 6 að morgni í Frakklandi. Þetta, ásamt því að það tekur einhvern tíma að fá lokatölur frá öllum Kyrrahafseyjunum, þýðir það að Frakkar gætu þurft að bíða eftir endanlegum úrslit- um þangað til langt er liðið á mánudag. Þessi bið verður þó aöeins ef mjótt verður á mun- unum í Frakklandi sjálfu. ■ Tveir rússneskir sjómenn á leiö til skips í Sevastopol í Úkraínu bera á milli sín af nýbökubu brauöi, en svangirog œstir hundar gerá þeim erfitt fyriraö komast leiöar sinnar. birgöir Reuter Fundur umhverfisnefndar Sameinuöu þjóöanna: Vemdun hafs og lofts Vernd hafsins og auðlinda þess, svo og vernd andrúms- loftsins, eru helstu mál á næsta fundi umhverfis- verndar Sameinuðu þjóð- anna. Þar sem þessi mál varða íslendinga miklu er mikilvægt ab þeir skuli nú eiga sæti í stjórn nefndarinn- ar og hafa þannig tækifæri til að hafa áhrif á undirbún- ing og skipulag fundarins sem haldinn verður vorib 1996. Sameinuöu þjóöirnar taka lán hjá þróunarlöndum: Boutros-Ghali hneykslaöur Suva — Reuter Boutros Boutros-Ghali, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, sagði sl. fimmtudag að Samein- uðu þjóðirnar væru í raun farn- ar að taka lán hjá þróunarlönd- um vegna þess að ríkari þjóðir Veröbólgan í Crikklandi mœlist 9,9%: Ekki ver- ið lægri í 22 ár Aþenu — Reuter í Grikklandi mældist verð- bólga í apríl 9,9% (mjðað við heilt ár) og er það í fyrsta sinn síðan 1973 sem verðbólgan þar í landi fer niður fyrir 10%. Yannos Papandoniou, efna- hagsráðherra Grikklands, var í sjöunda himni og sagði árang- urinn mega rekja til efnahags- stefnu stjórnar sósíalistaflokks- ins, sem einkennist af aðhaldi og stöðugleika, auk þess sem samkeppnisskilyrði hafi batnað á markaði. ■ hafa ekki greitt gjöld sín til þeirra. Boutros-Ghali lét þessi orð falla í þriggja daga heimsókn sinni til Fiji eyja. Þar sagði hann m.a. að Sameinuðu þjóðirnar skulduðu Fiji eyjum hátt í þrjár milljónir bandaríkjadala fyrir framlag eyjanna til friðargæslu- starfa í Afríku og Austurlöndum nær. „Mér þykir það vera sann- kallað hneyksli að við séum að taka lán hjá þróunarlöndum, því þegar við greiðum ekki þess- ar þrjár milljónir bandaríkja- dala, þá erum viö í raun og veru að fá þessar þrjár milljónir lán- aðar hjá ykkur, meira að segja vaxtalaust." Ennfremur sagði hann: „Við neyðumst til að taka lán hjá löndum sem taka þátt í friðargæslustörfum, vegna þess að sum rík lönd greiöa ekki sitt framlag." Hann bætti því við að það heföi algjöran forgang að greiða fyrir friðargæslustörfin, og aö hann vonaðist til að Fiji eyjar fengju sitt framlag greitt á næstu vikum. Fyrir stuttu sagði Boutros- Ghali að Sameinuðu þjóðirnar ættu 3,1 milljarð bandaríkja- daga inni hjá aöildarríkjum sín- um, og tók svo djúpt í árinni aö Sameinuðu þjóðirnar væru í raun orðnar gjaldþrota. Aðildar- ríkin em alls 185 og ber þeim að greiða framlag sitt í hverjum janúarmánuði. Þó væru það ekki nema 25 til 30 lönd sem greiddu á réttum tíma. Þannig skulda Bandaríkin Sameinuðu þjóðunum 527 milljónir dala, en Bandaríkin greiða 25% af heildarútgjöldum Sameinuðu þjóðanna ár hvert. ■ Fyrir helgi lauk þriðja fundi umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Hlut- verk nefndarinnar er að fylgj- ast með og stuðla að fram- kvæmd samþykkta Ríó-ráð- stefnu SÞ, auk þess sem hún fjallar um skýrslur einstakra ríkja og alþjóðastofnana og gerir tillögur um frekari að- gerðir við allsherjarþing SÞ. Fulltrúar frá 53 aðildarríkjum SÞ skipa nefndina, og eru ís- lendingar og Finnar fulltrúar Noröurlanda í henni. Magnús Jóhannesson ráðu- neytisstjóri í Umhverfisráðu- neytinu er einn fjögurra vara- forseta umhverfisnefndar SÞ. Á fundinum í New York stýrði hann vinnunefnd sem fjallar um fjárhagsaðstoð við þróun- arríki, aðgerðir til að stuðla að breyttum framleiðslu- og neysluháttum í heiminum, ráðstafanir til að stemma stigu viö örri fólksfjölgun og að- gerðir til að stuðla að bættri umhverfisvernd samhliða auknu frelsi í alþjóðaviðskipt- um, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Umhverfisráðu- neytinu. Stjórnarkjör í umhverfis- nefnd SÞ fer fram árlega og sit- ur stjórnin í eitt ár. í sendi- nefnd íslands á fundi þeim er var að ljúka voru, auk Magn- úsar Jóhannessonar, Þórir Ib- sen deildarstjóri í Umhverfis- ráðuneytinu, Sveinbjörn Eyj- ólfsson deildarstjóri í Land- búnaðarráðuneytinu og Kornelíus Sigmundsson full- trúi í sendiráði íslands í New York. ■ Fastafulltrúi Islands hjá S.Þ. skýröi afstööu íslenskra stjórnvalda á ráöstefnu um bann viö dreifingu kjarnavopna: Framlengja verði samn- inginn ótímabundið Þab væri eindregin afstaða ís- lenskra stjórnvalda ab fram- lengja yrði samninginn um bann við dreifingu kjarna- vopna (NPT) ótímabundið og skilyrbislaust, sagði fastafull- trúi íslands hjá Sameinuðu þjóbunum, Dr. Gunnar Páls- son, m.a. á endurmats- og framlengingarráðstefnu samningsins í höfuöstöbvum samtakanna í New York sl. miðvikudag, í ræbu sem hann flutti þar í fjarveru utanrikis- ráðherra, Halldórs Ásgríms- sonar. í frétt frá útanríkisráðuneytinu segir að fastafulltrúinn hafi í ræðunni lagt áherslu á að NPT- samningurinn væri eini lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem reisti skoröur viö útbreiðslu kjarnavopna. Eyða yrði óvissu um framtíð samningsins, þar sem slík óvissa yki hættuna á frekari útbreiðslu kjarnavopna. Óvissa græfi auk þess undan gild- andi reglum um eftirlit og við- skipti með kjarnakleyf efni og hamlaði frekari afvopnun ríkja sem hafa kjarnorkuvopn. Þá benti fastafulltrúinn á nauðsyn þess að gefa aukinn gaum að áhrifum kjarnorkuiðn- aðarins á umhverfi, heilsuvernd og öryggi. Geislavirkur kjarnaút- gangur frá endurvinnslustöðv- um, sem borist gæti með straum- um til hafsvæða annarra ríkja, sagði fastafulltrúinn sérstakt áhyggjuefni íslenskra stjórn- valda. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.