Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 6. maí 1995 Hagvrðinqaþáttur ?.) . ORRIMA af Pétri og Sverri Mansöngur Ýmsu ergagn að greina frá, gera fraegt og lýðum tjá. Saelast þó að sofa hjá silfurmenja fríðri gná. Krötum er það kaerast mál krytinn auka og magna. Því sem býr í þeirra sál þursar einir fagna. Hleypur örum kapp í kinn, kempu stríðið freistar. Þegar maetast stálin stinn standa afeggjum gneistar. Pétur sparar pí og kurt, pússar hjör og branda. Heimtar doktor Bergmann burt, böðul sinn og fjanda. En batna skulu atvik öll eftir myrka daga. A nú völd í Eirarhöll Ingibjörg afSkaga. Veröld þá sem verður ný víst, svo deilur þverri. Kyssir loks með kurt ogpí kempan Pétur Sverri. I.G. 1) Sjá viðtal Tímans við Pétur Pétursson lækni 28.4. Læknar á Akureyri krefjast þess að Sverrir Berg- mann segi af sér formennsku í Læknafélagi íslands. Þegar ég horfði á hjartnæma auglýsingu í kosn- ingabaráttunni varð mér þetta Ijóð á munni: Harmur sjálfstæðra kvenna Nú er klipptur naflastrengur. Þótt nýburinn sé ekki drengur, skerfa afþjóðar skuldum faer. Fyrirvinna finnst ei lengur, framfcerslan því illa gengur. Engan kvóta erfir mær. SMF Fatasýning Tískunnar glansmynd aftötmnum bar, tálfjöðrum kroppamir skarta. Ég horfi á allt sem að óljótast var, indael er heimsmyndin bjarta. Aðalsteinn Ólafsson Fyrripartur: Á lífsins vegi leik ég mér laus við auð ogglingur. Botn: Þegar Mammons mikli her maerðaróðinn syngur. Strandaglópur eða: Já, hér er gott að gamna sér, glettni hagyrðingur. Helgi Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 Bolir til að taka sig út í og bolir til að synda í Ein vel vaxin meö aukakílóin á réttum stöðum þarf að fá fréttir af sundfatatískunni í sumar. Getur maður látið sjá sig í tvískiptum sundfötum, eða er sundbolur algjört möst og hvernig á hann þá að vera í laginu? Síðan er nauðsynlegt að vita hvort hægt sé að láta sjá sig í sömu sundfötum í laugunum hérlendis og á sól- arströndum, svo ekki sé nú tal- að um bakka hótelsundlaug- anna þar sem allir eru að glápa á mann. Svar: Baðfatatískan í sumar er þó nokkuð ævintýraleg. Þar er heilmikil sveifla og mikib af abstraktsundbolum, sem em þannig gerðir að maður sér varla hvort það er bikini eða sundbolir, heldur eru þeir marglaga með mörgum bönd- um. Mér sýnist að konur verði afskaplega köflóttar, ef þær em mikið í sólinni með öll þessi bönd á sér. En þetta em heilmiklar flíkur. Það er bæði í tísku þetta háttskorna upp á mjaðmabein og svo ber dálítið á þessu gamla, góða nærbuxnasniði, ekki svona skorið upp eftir öllu. Bikiniin sjást og eru í öllu formi. Það er enn dálítið um háttskornar buxur, sem ná upp í mitti og eru stundum eins og band í gegnum rassinn og brjóstahaldararnir við eru marglaga. Svo sést Iíka dálítið af þessum gömlu bikinibaðföt- um með brjóstahöldurum meb spöngum og dálítið hærri buxur, svona upp á miðjar mjabmir. Stundum rauð- og hvítköflótt eins og Brigitte Bardot var í í gamla daga. Spennandi tískusveifla Vestur í Ameríku er hönnuð- urinn Norma Kamali, sem hef- ur haft talsverða stjórn á sund- fatatísku upp á síðkastið. Hún notar bönd mikið og bert á milli hér og þar, og svo er nýi franski hönnuðurinn Herve Leger, sem gerir allt úr rayon- teygjuböndum og vefur líkam- ann, líka í sundbolum. Sniðið á þeim sundbolum minnir dá- lítið á áratuginn 1950-60. Tískusveiflan í sundfötum er óvenjulega spennandi og það er skemmtilegt að sjá baðfata- síburnar í nýju tískublöðun- um og á tískusýningum. Mikiö er um liti og vel skæra, en föt- in eru elegant og smart. í sambandi vib notkun sundfata hér hlýt ég að segja að ég sé ekki konur fara í sund- laugarnar hér í sumum af þess- um múnderingum. Hér þarf flíkur sem gott er að synda í, og það kemur ekki í veg fyrir að þær séu líka fallegar og fari vel. Hér er núna farib að fást eitt besta merkið í sundbolum, sem bæði eru fallegir og hent- ugir. Heitir vörumerkið O'Neill. Það sést best núna á fegurðarsamkeppninni þann 24. hvab þeir standa sig vel, því þetta er annað ef ekki þribja árið sem stúlkurnar hafa verið í bolum frá fyrirtækinu. Þab er svo gott snið á þessu að þab þarf ekkert að líma bolina við rassinn, þetta er ekkert að ferðast neitt þarna niður frá. Heibar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áég ab vera? Þessi föt eru mjög klæðileg og falleg og hafa þann kost að vera með gott stærðarkerfi. Ættu allar konur að geta feng- ib sundboli vib sitt hæfi frá þessum framleiðanda, en ég mæli sterklega með merkinu fyrir konur sem vilja gera lík- amanum einhver skil. Svo er voðalega gott að synda í öllu sem heitir Speedo. Sundbolurinn alltaf glæsilegri Þegar farið er á sólarstrend- ur, þá mæli ég með að í far- angrinum sé glæsilegur sund- bolur, sem auðvelt er að losa nibur um sig. Ef konan vill liggja berbrjósta, þá sé ekkert ógurlega mikið mál að rúlla honum niður. Bikinibuxur er gott að hafa með sér til að vera í á ströndum þar sem það tíðk- ast að konur vilja vera topp- lausar, en það á engin að gera nema hana langi sjálfa til þess. Bikini, sem er ekkert annað en efri toppur og buxur, er ekkert flatterandi. Þetta er ekki annab en tvö þverstrik. Ég hef alltaf séð þessi tvískiptu föt sem sólbrúnkutæki en ekki fegurðargyðjutæki. Tísku- heimurinn segir að sundbolur- inn sé alltaf glæsilegri flík, ef konan vill taka sig virkilega vel út í sólbaði eba sundi. Þab er möguleiki ab athuga hvort hún amma geymir ekki gömlu sundfötin sín einhvers staðar. Þau má alveg nota núna, rétt eins og kvöldkjól- ana og pelsana. Það eina er, að þegar amma var ung voru efn- in ekki eins teygjukennd og núna, þannig að ef stúlka stingur sér til sunds í. gamla sundbolnum og hann er ekki með hlýrum getur hún komið berbrjósta upp úr aftur. Það er helsti gallinn við sundbolinn hennar ömmu. Voöa elegant Á glæsihótelum erlendis sér maður fínu, ríku konurnar sitja með pinnaháa hæla og í glæsisundbolum. Síðan standa þær upp, fara úr sínum hæl- um, setja hettu yfir höfuðið og skella sér í Speedosundbol yfir hérlegheitin og fá sér sund- sprett. Þegar þær koma upp á bakkann aftur, fara þær úr Speedobolnum og á háu hæl- ana og eru tilbúnar í drykk. Þetta er voða elegant.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.