Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.05.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. maí 1995 &ímfam 15 Lögfræðingur deyr Gutierrez haföi veriö virtur lögfrœöingur hjá lítillj en öflugri stofu og bar fólk hon- um vel söguna. Samt höföu menn sérstak- lega orö á einu: kvensemi unga lögfrœö- ingsins. Akstur er aldrei laus við áhættu í Miami. Miami er í hópi fjögurra þéttbýl- ustu bórga í Bandaríkjunum og því þurfa menn þar aö kunna fótum sínum og fararskjótum forráð. En það var ekki umferð- arþungi eða hraður akstur sem varð til þess að Ellen White og Barbara Stone urðu vitni að hörmulegum atburði á hrað- brautinni, 16. ágúst 1991. Það var enda venju fremur lítil um- ferð, enda komið fram yfr mið- nætti. Þetta var dæmigert Miami- kvöld, heitt og rakt. Konurnar tvær sátu í bifreið Stones og voru á leiö norður að Miami. Stone og White óku bílnum í lest eftir 154. breiðstræti, þegar þarnæsti bíll á undan þeim tók skyndilega beygju út af akbraut- inni og hafnaði á öryggisgirð- ingu með hávaða og látum. Á meðan gaf bíllinn sem ók næst á undan allt í botn og geystist með miklum hraða úr sjónmáli. Ekkert venjulegt umferbarslys „Við verðum að hringja á lög- regluna. Það gæti verið slasað fólk i bílnum," hrópaði White og stöbvaði bílinn. Stone stökk út og hringdi á lögregluna úr næsta símklefa og skýrði frá slysinu. Á meðan stúlkurnar biðu eftir lögreglunni, löbbubu þær að bláa Cherokee-bílnum sem keyrt hafði út af, en þorðu ekki ab skyggnast inn í hann af ótta við að ástandið væri alvarlegt í bílnum. Abeins örfáar mínútur liðu og þá var lögreglan komin á staðinn ásamt sjúkrabíl. Eftir að lögreglumennirnir litu inn í bílinn, varð svipur þeirra mjög alvarlegur. Annar þeirra gekk í átt að stúlkunum og spurði hvað hefði gerst. Vitnin tvö sögðu frá því að bíllinn hefbi skyndilega henst út af akbrautinni og skolliö á veggnum. Meira vissu þær ekki. „Þetta er ekkert venjulegt um- feröarslys," sagði Iögreglumað- urinn. Meira sagði hann ekki, en bað konurnar að halda kyrru fyrir. Skotið á ferð Haft var samband viö John King, yfirfulltrúa í morðdeild, og honum falin rannsókn máls- ins. Fórnarlambið var Luis Guti- errez, 31 árs. Hann var látinn eftir að skotið hafði veriö úr byssu í höfuð hans. John King leit inn í bílinn og sá hvernig skotið hafði verib inn um afturrúðuna og í höfuð mannsins aftanvert. Skotsárib var stórt og gapandi og gaf til kynna ab mögulega hefði afsög- ub haglabyssa verið notub til verksins og hleypt af á stuttu færi. King hafði sérstakan áhuga á ab fá lýsingu á bílnum, sem ók á brott af vettvangi. Stone og White sögðu að allt hefði gerst svo skyndilega að þær hefðu Cerardo Lee. SAKAMÁL ekkert séð, annað en ab bíllinn var ljóslitaður. Framburður ungu kvennanna tveggja varpaði litlu ljósi á gát- una um hver skaut Gutierrez og hvers vegna. Ofbeldi, rán og morb, hefur færst mjög í vöxt í Flórída á síb- asta áratug. Stór hluti íbúa er vopnum búinn og í seinni tíð verður æ algengara að menn grípi til skotvopna, ef þeim finnst aksturslagið eitthvað at- hugavert hjá nágrannanum. Helst leit út fyrir aö sú væri ástæðan í þessu tilfelli. Kvensamur lög- fræðingur Daginn eftir, laugardaginn 17. ágúst, hóf John King könn- un sína á fórnarlambinu. Hann talaði við alla vini, aðstandend- ur, vinnufélaga og abra aðila til að reyna ab fá einhverja punkta fram í dagsljósiö. Gutierrez hafði verið virtur lögfræðingur hjá Iítilli en öfl- ugri stofu og báru menn honum einum rómi vel söguna. Samt var eitt, sem menn nefndu sér- staklega. Það var kvensemi unga lögfræðingsins. Meðal annars kom í ljós að Gutierrez hafði haldið við tvær John King. samstarfskonur sínar og hafbi önnur verið gift. Þegar John King beindi spurn- ingum sínum til giftu konunn- ar, Alice Lee, um samband hennar við fórnarlambið, neit- aði hún að hafa átt í sambandi við Gutierrez. Yfirfulltrúinn hugsaði sitt, en spurði einskis frekar. Óleysanlegt mál? Síöar sama dag kom niður- staöan úr krufningunni. Það var eins og menn höfðu búist við. Skotið hafbi veriö inn um aftur- gluggann og í hnakka fórnar- lambsins með haglabyssu af 8- 10 feta færi. Mjög erfitt er að rekja þessi skotvopn, en eitt var Luis Cutierrez. ljóst. Sá sem skaut var annaö hvort meistaraskytta, eða þá ab hrein tilviljun haföi ráðið því að skotið hitti í höfub ökumanns- ins. Ef tekið er tillit til þess að bílarnir óku um á rúmlega 100 km hraða þegar árásin var gerð, er auðvelt að sjá samhengið þar á milli. Skothylkið fannst ekki og um tíma leit út fyrir að hib full- komna morð hefbi verið fram- ið. Þaö voru engin fingraför, ekkert morðvopn, engin skot- Alice Lee. hylki, engin mikilvæg vitni, ekkert sem hægt var að nota. Þrátt fyrir að lögreglan auglýsti grimmt í fjölmiðlum eftir upp- lýsingum, kom ekkert bitastætt út úr því. Óvenju lítil umferð hafbi verið þegar morðið var framiö, og engin íbúa- eba þjón- ustubyggð á moröstaðnum. Þetta var m.ö.o. sennilega þaul- skipulagöur glæpur. Vonbrigöi og gleöi Síbasta von yfirfulltrúans, sem stjórnaöi rannsókninni, var að eiginmaöur Alice Lee væri viðribinn málið. Er hann hringdi í vinnuveitanda hans, kom í ljós að hann haföi til- kynnt veikindaforföll, en ekki spurbist til hans heima heldur. Um kvöldið heimsótti John King meinta ástkonu fórnar- lambsins aftur og nú breytti hún framburði sínum. Hún vib- urkenndi ab mabur hennar hefði komist á snoðir um fram- hjáhaldið, en ákvebið ab fyrir- gefa henni. Hún hefði verið hætt að hitta samstarfsmann sinn þegar hann lést og málið væri því úr sögunni. Eftir að hafa fengið vottab ab eiginmaöurinn hefði ekki vikib frá heimilinu morðkvöldið, hafði John King þó næsta fátt i höndunum. Hann náði tali af Gerardo Lee daginn eftir, en framburður hans var samhljóð- andi konu hans. Þá var Gerardo engin skytta, svo vitað væri, og ekki skráður fyrir vopnum. Þetta mál varö John King til mikilla vonbrigða. Þannig libu tvö ár og King var að mestu leyti búinn ab sætta sig við að málið myndi aldrei leysast. Þá var hringt til hans af annarri lögreglustöb í Miami. Gerardo Lee hafði verið hanc'- tekinn fyrir vopnað rán og við yfirheyrslur hafði hann játað á sig glæp tveimur árum áður, nefnilega morðið á lögfræð- ingnum Gutierrez. Játningin John King yfirheyrði sakborn- inginn nokkm síðar og þá viður- kenndi hann ab hafa oröið mjög afbrýðisamur, er hann komst að því að konan hélt framhjá meö samstarfsmanni sínum. Hann hafði keypt haglabyssu á svört- um markaði og æft skotfimi sína án þess að nokkur vissi til. Eina kvöldstund hleraði hann í gegn- um símann að Gutierrez yrði á ferðinni þetta kvöld og ákvað að elta hann í bíl og bíða lags. Þegar rétta stundin rann upp, keyrði hann alveg upp að bíl Gutierrez og tók síöan í gikinn. Ekki þurfti meira til. Síbar losaði hann sig við morövopnið og skýrði fyrir konunni sinni hvab gerst hafði. Alice vildi ekki tengjast því hneykslismáli, sem úr hefði orð- ib, og veitti honum því f jarvistar- sönnun um kvöldið. Tilfinningin, sem fylgdi því aö deyða, hafði alltaf verið Gerardo hugstæb eftir morbið. Svo fór að hann leiddist út í abra glæpi, sem urbu smám saman alvarlegri. Eft- ir að konan fór endanlega frá honum, reyndi hann að ræna áfengisverslun, en var handtek- inn á staðnum. Eftir það fannst honum sem tími væri kominn aö leggja spilin á borðiö. Gerardo Lee var dæmdur í 12- 17 ára fangelsi og vildu ýmsir sjá þyngri refsingu. Alice fékk 2ja ára fangelsi. John King var þó sáttur við að málið upplýstist um síölr, en hvarf ekki í hafsjó óleystra morðmála í Bandaríkjunum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.