Tíminn - 02.09.1995, Side 2

Tíminn - 02.09.1995, Side 2
2 WgfmtlfTT Laugardagur 2. september 1995 Lindindin, ný íslensk rokkópera, frumsýnd i gœrkvöldi: „Ég kann ekki einu sinni ágítar" Ingimar Oddsson, 27 ára ís- lendingur, er hvorki af leik- húsættum, leikhúsmenntaöur né menntabur í tónlist utan þess að hafa stundað söng- nám til 4. stigs. Hann hafði aldrei samib tónlist eba verið skáldhneigður, en í vetur tók hann hins vegar upp á því ab semja tónlist og fikraði sig áfram með hana í heyranda hljóði á hljómborbi. Einnig samdi hann texta inn í hug- mynd að rokkóperu, sem hann segist hafa gengib lengi meb í maganum. „Ég svona stautaði mig áfram á einhverju hljómboröi til þess að útskýra laglínuna fyrir Þresti og söng svo inn á band. Þannig unnum við tónlistina smám saman í sameiningu inn á tölvu, ég og tónlistarstjórinn Þröstur E. Það tók náttúrlega langan tíma og við vorum að dag og nótt í júní við að gera þetta alveg tilbúið." Þegar tón- listin var komin inn á tölvu, þá Stórvirki á tónlistarsviö- inu sett upp á íslandi af innlendum og erlendum tónlistarmönnum: Mar- íuvesper eftir Monte- verdi: Meira en 50 manns taka þátt í flutn- ingi verksins Heimsfrægur tenórsöngvari, Englendingurinn Ian Partr- idge, er meðal flytjenda í stór- verki Claudios Monteverdi, Maríuvesper eða Aftansöngur Maríu meyjar. Verkiö er fyrir einsöngvara, kór og hljóm- sveit og flytjendur í þessum frumflutningi hér á Iandi eru um 50 talsins. Auk hins enska söngvara syngja einsöng þau Rannveig Sif Sigurðardóttir, Veronika Winter, Sibylle Kamphues, Hans Jörg Mammel, Einar Clau- sen, Sigurður Bragason og Bjarni,Thor Kristinsson. Hljóm- eyki syngur, en hljóðfæraleik annast Bachsveitin í Skálholti, blásarasveitin Cornetti con crema frá Sviss og undirleiks- sveitin Arie cantabili frá Þýska- landi. Gunnsteinn Ólafsson er stjórnandi, en hann er braut- ryðjandi í flutningi á verkum Monteyerdis hér á landi. Haldnir veröa fernir tónleik- ar, þeir fyrstu á Akureyri í kvöld, í Selfosskirkju 5. septem- ber, í Digraneskirkju í Kópavogi 6. september, og í Langholts- kirkju 7. september. Allir tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. var hún tekin upp á fjögurra rása band og hljómsveitin fékk að heyra tónlistina. Hljómsveit- in varð því að læra tónlistina af bandi og svo voru lögin slípuð til á æfingum." Aðspurður um hvernig hon- um hefði dottið í hug að fara að semja rokkóperu, segir Ingimar hana hafa komið meira af sjálfs- dáðum. „Þ.e.a.s. af hvöt. Það er búið að vera draumur minn lengi að koma á svið þessari rokkóperu. Hún hefur reyndar stækkað mjög mikið síðan fyrsta hugmyndin kom." Upphaflega ætlaði Ingimar að setja upp tónleika með sögu- þræði, en svo óf hugmyndin upp á sig. Söguþráðurinn kemur bæði fram í lagatextum og leiknum textum á milli laga. Sagan snýst um ungan pilt, sem gengur inn í galdraspegil- inn Lindindin. „Allt sem hann hugsar verður að veruleika og hann er þarna í rauninni að berjast við sjálfan sig og hugs- anir sínar. Svo flækist málið svo- lítið, þegar hugsanirnar verða aö veruleika. Þá hefur hann ekk- ert annað að byggja á heldur en þann raunveruleika sem hann upplifir í það og það skiptið." Ingimar segir engan sérstakan boðskap felast í verkinu, heldur megi lesa úr því ýmsan boö- skap. „Það er verið að taka fyrir öfgarnar til hægri og vinstri og alls kyns hluti sem gerast í hversdagslífinu. En þetta gerist allt inni í hugarheimum þessa manns eða þ.e.a.s, inni í Lind- indin, galdraspeglinum." Um 70 manns starfa við upp- færsluna, þar af 27 leikarar. Allt eru það áhugaleikarar, sem Ingi- mar valdi úr hópi fólks sem kom í leikprufur hjá þeim og er hann ánægður með árangur þeirra. Leikhópurinn fékk 1,7 millj- ón kr. í styrk frá Reykjavíkur- borg til ab borga laun þeirra starfsmanna sýningarinnar sem ráðnir voru af atvinnuleysis- skrá. Ab öðru leyti verbur upp- færslan og húsnæðið fjármagn- að „þegar peningarnir fara að streyma inn", eins og Ingimar oröaði það. Sýningar hefjast kl. 20.00 í ís- lensku óperunni og taka um tvær klukkustundir án lófa- klapps. Fyrir þá fáu sem ekki vita, er orðið Lindindin komið úr finnsk-rússneskri galdraþulu. Æfingar innlendra og erlendra tónlistarmanna hafa stabiö linnulaust alla þessa viku í Digraneskirkju í Kópavogi. Myndin var tekin á œfingu í gcer, en þá var prufusýningin framundan. í kvöld eru fyrstu tónleikarnir á Ak- ureyri. Tímamynd CS xtvrúasaíndin „^mulotningunniogw- !) þess var er JJu gertru þá. Gar” Va„ f,4tvöldm»»*°*- a!"t8 stóö upp 1» *■ t kvöld r srt>- "““E íí t»”........ W£y/e£>0> /fRM/ 'VfíÐ/f? />Ú á/VÆGÐUR /V££> <51 £/?WÓS/£) ? Sagt var... ísland vörumerki „Vörumerkiö ísland hefur fleiri merk- ingar, eins og íslandsmosi, sem er neysluhæf flétta og inniheldur sterkju líkt og notuö er í lyfjaframleibslu." Bein tilvitnun DV í umsögn lceland Frozen Seafoods. Fréttamenn í smibju Jóns Bald- urssonar „Reyndar er þaö svo aö fréttamenn Ríkisútvarpsins, sem eru mjög góöir, mættu temja sér örlítiö af brostækni briddsaranna frá því um áriö. Þaö léttir örlítiö á og gerir þá ekki svona stofnanalega í fasi." Fjölmiblarýnir DV. Óstub „Loks er söluátak heppnast þá er ekkert kjöt aö seljast" Fyrirsögn Tímans í gær á frétt um nauta- kjötssölu til Ameríku. Seinheppni bænda ríöur ekki vib einteyming þessa dagana. Ormar og mabkar „Ef þaö eru ormar í flökum, þá getur einhvers staöar veriö maökur í mys- unni." Björn Grétar Jónsson meb afar sér- kennilegt Ifkingamát í frétt Tímans í gær. Af brettatöffurum „Maöur sér þá stundum þessa drengi sem eru í réttu fötunum til þessarar iökunar, hafa réttu hárgreiöslurnar, eyrnalokkana, húfurnar, kunna réttu hugtökin um stökkin, eiga réttu hjólabrettin, en þótt þetta æði hafi nú geisað í fimm ár þá er þaö næst- um því hrífandi hversu fyrirmunað veslings drengjunum er að tolla á þessum brettum. Þeir detta alltaf strax. Hoppin mistakast alltaf, und- antekningarlaust." G.A.T í Alþýbublabinu í gær. íslenskir hjólabrettatöffarar hafa samkvæmt grein hans allt til ab bera nema abalat- ribib. Kiljanskur sjálfbyrgingsháttur „Mér hefur frá fyrstu kynnum falliö vel viö Svavar. Partur af því er aö Svavar er fullum af kiljönskum sjálf- byrgingshætti sem kemur út sem mátulegur stráksskapur og fer hon- um afarvel á þessum aldri." Jón Baldvin stígur í vænginn vib Svavar Gests. og vice versa. Reiknistofa Hafnarfjaröar, sem hefur unniö við gerö „svarta listans" svokall- aöa — lista yfir óæskilega vibskiptavini verslana — virbist eiga um sárt aö binda, rétt eins og ýmsar söguhetjur á síbum svarta listans. Bú þess fyrirtækis hefur verib auglýst til gjaldþrotaskipta. í pottinum í gær grét enginn örlög þessa umdeilda fyrirtækis — sem vænt- anlega er komib á „svarta listann" ... • Þab kom á daginn nýlega ab abdáend- ur Deans Martin, ameríska söngvarans og kvikmyndaleikarans, reyndust fjöl- margir. Um 300 manns mættu nefni- lega í Þjóöleikhúskjallarann og tóku þátt í upprifjunarkvöldi á sönglist hans. Gobib sjálft sat vestur í Hollywood í talsverbri elli og sendi samkvæminu kvebjur sínar... • Rætt er um aö Vikublaðið, málgagn Al- þýbubandalagsins, þurfi aö rába sér reyndan biblíuskýranda. Leiðari blabs- ins fyrir viku um Pál Pétursson frá Höllustöbum og atvinnuleysib, þarfn- abist útskýringar í blaöinu sem kom út núna í vikunni. Menn höfbu lesib allt annaö útúr þeim oröum sem í leibaran- um stóbu. Semsé vörn fyrir fólk sem nennirekki ab vinna ...

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.