Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. september 1995 PftHwlPl n Gestabókin á Kaffi Krók geymir sögu. Ekki einungis nöfn þeirra sem notiö hafa veitinga og list- sýninga á kaffihúsi Maríu Bjark- ar Ingvadóttur, sem hún auk þess ab sinna fréttamennsku fyr- ir Ríkisútvarpib, hefur komiö á fót á Sauöárkróki og lagt þar fram sinn skerf til menningarlífs og feröamála í bænum. Voriö 1994 vann hún höröum hönd- um ásamt eiginmanni sínum, Ómari Braga Stefánssyni, aö því aö breyta og innrétta gamalt hús í hjarta bæjarins — hús sem nú hefur hlotiö sess sem samkomu- staöur íbúa Sauöárkróks og án- ingarstaöur feröamanna sem bæ- inn heimsækja. Og nú aö tveim- ur sumrum liönum, er hafin rit- un þriöja bindis gestabókarinnar þar sem gestir geta oft um tilefni komu sinnar eöa þakka fyrir sig aö góöum íslenskum og einnig erlendum siö. „Ég nota gestabókina til þess aö fylgjast með hverjir koma hingaö og get metið nokkuð út frá því hvernig ferðamennskan þróast," segir María Björk á milli þess sem hún þjónar gestum sínum, sem sóttu Kaffi Krók eitt hádegi í ágúst. Hún segir að sumarið og ferða- mennirnir hafi komið á Krókinn upp úr miðjum júlí og orðið alveg samferða. „Hér snjóaði niður í byggð þann 5. júlí og eftir eftir- minnilegan snjóavetur get ég ekki sagt að bjart hafi verið yfir fólki þann dag. Vegna kuldanna í vor hófst ferðamannatíminn mjög seint, en frá því um 20. júlí hefur þó verið stanslaus straumur ferða- fólks og mér finnst ég einnig greina verulegar breytingar frá því síðastliðið sumar." María Björk flettir gestabókinni og bendir á nöfn bæði Parísarbúa og einnig Ameríkana frá heitum svæðum þess víðfeðma lands. „í sumar hefur borið mikið á Frökk- um, einkum Parísarbúum, en einn- ig er nokkuð um Þjóðverja. Þetta fólk ferðast flest á eigin bílum, sem það hefur annað hvort komið með til landsins eða tekið á ieigu. Þá hefur einnig komið mikið af Amer- íkönum hingað í sumar og þá einkum fólk frá Flórída og nálæg- um slóðum." María Björk segir ekki ljóst hvað valdi því að fólk frá þessum þjóðum ferðist hingað til lands og aki um landsbyggðina; reynslan af þessari sveiflu sé of stutt til þess að unnt sé að segja til um hvort um tilviljun sé ab ræða eða raunverulega aukinn áhuga fólks í þessum löndum og land- svæðum á feröum til íslands. Fjórtán tegundir af kaffi og bjór María Björk hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum á Kaffi Króki — nýjungum sem hafa mælst vel fyr- ir. „Við erum með 14 tegundir af kaffi og einnig 14 bjórtegundir. Þar á meðal bjóðum við gestum mexíkóskan bjór, sem er mjög vin- sæll. Fólk verður yfirleitt hissa þeg- ar það sér þetta, og útlendingar kunna vel að meta siíkt framboð af drykkjum — ekki síst Frakkamir, sem vanir eru miklu úrvali í þeim efnum. Ég hef jafnvel boðið uppá rauðvín blandað meö vatni, eins og Frakkar eiga til að gera. Ég held að nauðsynlegt sé fyrir stab eins og þennan að skapa sér sérstööu með einhverju móti." Og vissulega hefir þeim Maríu Björk og Ómari tekist það, því strax og inn er komið vekur vegg- fóðrið sérstaka athygli, en það er unniö úr gömlum dagblöðum frá flestum heimshornum, sem felld eru saman í eina myndræna heild. Þarna hafa kaffihúsaeigendurnir nýtt klippitækni myndlistarinnar (collage) til þess að skapa mjög sér- stakt mynstur á neðri hluta veggj- anna. Efri hluti þeirra er aftur á móti einkar hlutlaus, enda ætlaður Frakkar og Flórídabú- ar fj ölmennir í sumar María Björk Ingvadóttir, fréttamaöur og kaffihúss- eigandi, brosir yfir barboröiö þar sem 14 tegundir af bjór og kaffi bíöa gestanna. „Við líðum nokkuð fyrir að vera í um 25 kílómetra fjarlægð frá þjóðveginum — hringveginum svokallaða. Það þýðir að fólk á ferð um landið kemur ekki sjálfkrafa til Sauðárkróks eins og til staða á borð við Akureyri, Egilsstaði og Selfoss þar sem þjóðbrautin liggur í gegnum miðju bæjanna. Þess vegna verðum við að leggja áherslu á að finna einhver sér- kenni — ab finna eitthvað sem grípur huga fólks og fær það til þess að beygja þessar 90' til hægri eba vinstri eftir því hvort það kem- ur ofan af Vatnsskarði eða yfir Hólminn. Að þessu hefur verið unnið að undanförnu og mér dett- ur í hug ab nú hefur Jón „Drang- eyjarjarl" Eiríksson endurbyggt Grettislaug, en hún er hér skammt Hádegisspjall vib Maríu Björk Ingvadóttur á Sauöárkróki Kaffi Krókur á Sauöárkróki. Á stéttinni fyrir framan húsiö hefur veriö haldiö suörcenni stemmingu á góöviöriskvöldum ísumar. til þess ab bera listsýningar og þá má veggskreyting ekki draga at- hyglina frá því sem þar er hengt. Suðræn sveita- stemmning á gang- stéttinni En Kaffi Krókur er ekki bara kaffihús þar sem Sauðárkróksbúar og ferðamenn geta gætt sér á margvíslegum tegundum af kaffi og bjór, auk léttra veitinga. Kaffi Krókur er einnig samkomustaður þar sem fólk blandar geði og léttir af sér önn hversdagsleikans. Til þess aö auðvelda fólki þab hafa þau María Björn og Ómar efnt til skemmtana á sumarkvöldum þar sem tekist hefur að sameina sub- ræna stemmningu og skagfirskan léttleika, eins og hún orðar það, en Skagfirðingar hafa lengi haft á sér orð fyrir að vera lagvissir og söng- glaðir. „Hörður Ólafsson tónlistarmað- ur, sá sem samdi „Eitt lag enn" fyr- ir Eurovision, hefur leikib hér á pí- anóið á kvöldin og stjórnað söng. Á góöviðriskvöldum nú í sumar hefur þetta gert mikla lukku. Fólk hefur setið úti, notið veitinga og tekið lagib. Hér hefur þjóðsöngur Skagfirðinga, „Undir bláhimni", hljómað úr barka kaffihúsagesta, ásamt mörgum öðrum kunnugleg- um lögum, og mjög góð stemmn- ing náð að skapast þar sem sumir hafa endurlifað stundir í „Græna húsinu" á Sæluviku forðum. Þessi nýbreytni hefur mælst mjög vel fyrir og vakið athygli ferða- manna." En þaö er ekki aðeins á sumrin sem áhugi Skagfirðinga beinist að söngnum. Á síðasta vetri var hald- in dægurlagakeppni á Sauðárkróki og bárust um 50 lög í keppnina. María Björk segir að eftir að hætt var aö efna til lagasamkeppni vegna Eurovision og þess í stab far- ið að panta lög, hafi tónlistarmenn þurft á nýjum farvegi að halda. Það sýni best, ab unnt var að fá fimmtíu lagasmiði til þess að senda verk í þessa dægurlaga- keppni. Að éta togara Önnur nýjung í veitingum á Kaffi Króki eru togararnir. Þessir togarar eru hveitibraubsbátar, sem bera nöfn togaranna fjögurra sem gerðir eru út frá Sauöárkróki. Brauðbátarnir eru bornir fram með mismunandi innleggi eftir því hvaða togaranafn á í hlut. Fylltir brauðbátar eru vinsælir réttir um þessar mundir og kvaðst María Björk hafa fengið hugmyndina um að nefna þá eftir togur- um stabarins, þegar hún hafi verið að íhuga á hvern hátt tengja mætti rekstur kaffihússins við sér- kenni á staðnum. Sérkennin eru raunar mörg og ekki þarf útræði staðar- ins til eða heiti á skipunum sem færa framleiðsluverð- mætin að landi, því þegar komið er „út á Krók", eins og Skagfirðingar segja, þá breytast áttirnar úr þeim hefð- bundnu norður, . i ,. . suður, austur og uppi skagfirsk- vesturstaöbundn8 ar áttir, sem af- markast af legu fjarðarins, sjónum og fjöllunum fyrir ofan, en þangað liggur upp-áttin á máli Saubkræk- inga sem annars heitir í vestur. Niöur liggur til sjávar sem er í austur, suður er inn eða fram til dala og norður heitir út og stefnir til hafs. Slíkar stabbundnar áttir er víðar ab finna þar sem þær af- markast af landslagi og náttúruleg- um staðháttum. Ýmis fleiri sérkenni má finna á Króknum. Skagafjörður og þar með Sauðárkrókur er þekktur fyrir hesta og styttan á torginu í mið- bænum er að sjálfsögðu af hesti og torgið heitir Faxatorg. Hesta- mennskan hefur ef til vill orðið til þess að fyrr á tímum þóttu Skag- firðingar ferðaglaðir og mannfælni þeim fjarlæg. í ferbabók Sveins Pálssonar, er hann ritaði laust fyrir aldamótin 1800, kemur fram ab róma megi gestrisni þeirra. Þótt sitthvað hafi eflaust máðst af því sem Sveinn taldi Skagfirðingum til ágætis eða hnjóðs fyrir um 200 ár- um, þá hafa hestamennskan og gestrisnin lifaö og nýtast nú íbú- um bæjar og hérabs til þess að byggja upp ferbaþjónustu eftir þeim kröfum sem nú eru gerðar. fyrir norðan bæinn. Endurbygg- ingin hefur tekist mjög vel og er laugin þegar oröin vinsæll vib- komustaður ferðafólks. Hún er rétt fyrir ofan sjávarkambinn, þar sem um 40' heitt vatn sprettur upp úr jörðinni. Einnig hefur verið efnt til við- burða hér og vil ég í því efni nefna knattspyrnukeppni fimm til tólf ára aldurshópa frá minni bæjum og þéttbýlisstöðum á landsbyggð- inni. í sumar kom hér saman fólk frá ýmsum stöðum á svæðinu frá Bolungarvík til Eskifjarðar þar sem börnin tóku þátt í fótboltamóti. Foreldrar fylgja börnum sínum á slík mót og viö þetta tvöfaldaöist íbúatalan hér í nokkra daga. íbúar á Króknum eru um 2700, en mannfjöldinn í bænum leysti 5000 manns þessa daga, sem er svipaður fjöldi og allir íbúar hér- aösins eða helmingur hrossafjöld- ans í Skagafirði." Samstarf á Trölla- skagasvæöinu María Björk segir að nú sé hafið samstarf á milli Sauðárkróks, Blönduóss, Siglufjaröar og Ólafs- fjarðar um ferðamál. Þetta samstarf byggist á því að kynna ferðamögu- leika fólks á þessum slóðum, en bæirnir eiga það sameiginlegt utan Blönduóss aö liggja í nokkurri fjar- lægð frá hringveginum og verða því aö vinna ákveðib markabsstarf til þess að fá feröafólk til sín í vax- andi mæli. Fólk, sem fáist við ferðaþjónustuna, hyggi gott til þessa samstarfs og í framtíðinni megi vænta verulegs árangurs af því. Hádegið er liöiö og gestirnir farnir að tínast út af Kaffi Króki. Gestabókin er einnig á enda — það sem ekki tæmist í þessu hádegi er aftur á móti kaffikannan hjá Maríu Björk og áhugi hennar á feröamál- um og menningarlífi á Sauðár- króki. Hún segir mér frá sýningu, sem sett var upp í Safnahúsinu í sumar. Sýningu sem nefnist Leiðin til lýbveldis og er tileinkuð 50 ára lýðveldisafmælinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sýning er sett upp utan Reykjavíkur," segir María Björk um leið og hún hellir einni af hinum 14 kaffitegundum.í síð- asta bolla komumanns og minnir hann kurteislega á aö rita nafn sitt í gestabókina. ' ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.