Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 6
6 SMtni Laugardagur 2. september 1995 Fimmfalt meiri verkföll á íslandi en Norðurlöndunum Tapabir vinnudagar vegna verkfalla voru hlutfallslega um fimm sinnum fleiri á Is- landi heldur en mebal nor- rænna frændþjóba okkar síö- asta áratug. Á tíu ára tímabili, 1984- 1993, töpubust tæplega 5 vinnudagar að mebaltali á hvem mann á íslenskum vinnumarkabi, borib saman vib rúmlega einn dag á mann í Danmörku og minna en dag á mann bæbi í Noregi og Sví- þjób, samkvæmt upplýsing- um í Norrænu tölfræbibók- inni. íslendingar eyddu samtals 676.000 dögum í verkföllum á þessu tíu ára tímabili. Sé miðaö vib kringum 230 vinnudaga í ári, svarar þetta til 2.940 árs- verka sem landsmenn hafa eytt í verkföll á tímabilinu — eöa ab um 290 manns hafi haft þaö aö atvinnu aö vera í verkfalli allan áratuginn. Verkfallsdagar voru flestir í Svíþjóö, tæplega 3.470 þúsund, en þó ekki nema um 5 sinnum fleiri en hjá okkur. En sænskur vinnumarkaður er kringum 30 sinnum fjölmennari en íslensk- ur, eöa rösklega 4 milljónir manna. í öllum löndunum, nema Sví- þjóö, var um aö ræða eitt mjög afgerandi verkfallsár á tímabil- inu. Nær 3/4 allra tapabra vinnudaga áratugarins í Dan- mörku voru á árinu 1985 og meira en helmingur allra verk- fallsdaga í Noregi voru 1986. Hér var hátt í helmingur allra tapaöra vinnudaga áratugarins á árinu 1984, en aftur á móti engir á árunum 1992 og 1993 (sem landsmenn hafa síðan bætt sér rækilega upp). í Svíþjóö hafa verkföll hins vegar dreifst miklu jafnar milli ára. ■ Brúarhlaup Selfoss er haldib í dag, laugardag, og er búist vib góbri þátttöku. Keppt er í 10 km hjólreiðum og nokkrum vegalengdum í hlaupum, svo sem 26 km hálfmaraþoni. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráöherra mun ræsa keppendur í hlaupinu af stað, en dómsmála- ráðuneytiö styrkir þessa uppá- komu undir merkjum Vímu- lausrar æsku. Hægt er aö skrá sig til þátttöku í þessu hlaupi fram til hádegis í dag. Margt annað er um aö vera á Selfossi í dag, laugardag. Sterk- ustu menn landsins munu með- al annars reyna meö sér í krafta- keppni og þá verður útimarkaö- ur í bænum. Ar liöiö frá því aö CSM-farsímakerfiö var tekiö í notkun: Tekjurnar voru hátt í 12 milljónir árið 1994 Brúttótekjur Pósts og síma af notkun GSM-farsíma námu 11,8 milljónum á síbasta ári. Notendur í GSM- farsímakerf- inu voru 2.119 talsins um síb- ustu áramót. GSM-farsímakerfið var tekiö í notkun 16. ágúst á síðasta ári, þannig aö þessar tekjur komu inn á aöeins fimm mánuðum. Ekki fékkst uppgefiö hjá Pósti og síma hverjar tekjurnar af GSM- farsímum eru þaö sem af er þessu ári. Tekjupóstar Pósts og síma vegna GSM- farsímanna eru þrír: Stofngjald, sem gaf á síö- asta ári 4,8 milljónir; afnota- Jón forseti Sigurösson meö heimasíöu á Veraldarvefnum. Saga sjálfstceöishetjunnar fer um allan heim: Baráttan sem vannst án allra blóðsúthellinga Jón Sigurbsson forseti eignast sinn sess á Veraldarvefnum, Internetinu, þann 9. október næstkomandi, á afmælisdegi konu hans, Ingibjargar Ein- arsdóttur. Heimasíba Jóns Sig- urbssonar á Veraldarvefnum verbur meb veffangib httpV/www.snerpa.is/kynn/j /jonsig. En hvers vegna fer sjálfstæbis- hetjan inn í nútímatæknina, sem breiöist nú sem eldur í sinu um heimsbyggöina alla? Því svara Tölvuþjónustan Snerpa og Vestfirska forlagið. „Tilgangurinn meö kynningu þessari er aö upplýsa aörar þjóö- ir um hvernig Jón Sigurösson hagaöi verkum í sjálfstæöisbar- áttu íslendinga gegn Dönum, sem var einstök í sögunni í mörgu tilliti. í þeirri baráttu var engu skoti hleypt af og enginn líflátinn. Söguleg rök voru þau vopn sem Jón Sigurðsson og samherjar hans notuöu óspart. Að Danir skyldu taka mark á slíkum vopnum eins snemma og raun ber vitni, verður aö telj- ast mjög sérstætt. Eins og mál- um háttar í veröldinni í dag, þar sem fjöldi þjóöa berst á bana- spjótum af ýmsum ástæöum og stríðs- og hryðjuverkamyndir eru jafnvel sýndar í beinni út- sendingum á heimilum fólks, sýnist það vera vel viöeigandi fyrir okkur íslendinga að koma sögu Jóns Sigurðssonar á fram- færi sem víðast." Kynningunni á Jóni Sigurðs- syni á vefnum veröur fylgt eftir meö enskri og danskri útgáfu á bókinni Jón Sig- urðsson forseti, ævisaga í hnot- skurn, eftir Hall- grím Sveinsson á Hrafnseyri. Síðan er fyrirhugaö aö gefa út sögu Jóns á þýsku, norsku, sænsku, finnsku og færeysku. Ekki er vitað um nein- ar sjálfstæðar út- gáfur á æviferli Jóns Sigurössonar á erlendum málum, síöan frændi hans, Þorlákur Ó. John- Jón Sigurbsson forseti: sögu hans verbur ab finna á Veraldarvefnum, eins og Internetib er kallab á ís- lensku. son, gaf út stutta æviminningu hans á síðustu öld. ■ gjald, sem skilaöi 3,4 milljón- um, og notkunargjald sem gaf 3,6 milljónir. Kostnaöur viö notkun GSM- farsíma vefst fyrir mörgum. Samkvæmt gjaldskrá Pósts og síma fyrir GSM-farsímakerfiö er hann eftirfarandi: Stofngjald er 3.500 krónur fyrir hvert númer og ber aö greiða þaö við úthlutun þess. Um leiö fær notandinn afhent SIM-kort, sem er aögangskort aö farsímakerfinu. Afnotagjald af símanum er síöan 1.525 krónur á ársfjóröungi eöa 6.100 krónur á ári. Notkunargjald til og frá far- símakerfinu nemur 24,93 krón- um á mínútu frá klukkan 8-18 á virkum dögum. Á kvöldin og um helgar er gjaldiö lægra, eða 16,60 krónur hver mínúta. Gjald fyrir símtal úr GSM-far- símakerfinu til útlanda er þaö sama og úr almenna kerfinu, að viöbættum 12 krónum á hverja mínútu eða brot úr mínútu. Þegar síminn er hins vegar not- aður erlendis, leggst 15% álag á gjaldskrá í viökomandi landi. Að lokum er rétt aö geta þess að sé hringt í íslenskan GSM-far- síma og eigandi hans staddur er- lendis, er þaö rétthafi símans sem borgar símtalagjald sam- kvæmt gildandi gjaldskrá frá ís- landi til viðkomandi lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.