Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. september 1995 WimfaM 9 ljóðum Davíös „spretti tilfinn- ingarnar fram frjálsar og djarf- ar, eölilegar og ríkar, eins og þær eigi allt vald himins og jarðar". Gunnar Stefánsson segir síöan í inngangi sínum aö hinu nýja Ljóðasafni Davíös Stefánssonar: „Skáldskapur Davíðs talar beint til hjartans, þess vegna mun hann lifa. Hann túlkar vafningalaust hiö frumlæga lífsyndi, gleöina að vera til." Eftir Davíö liggja tíu ljóöa- bækur. Eftir Svartar fjaðrir sendi hann frá sér Kvceði áriö 1922. Ný kvceði komu 1929, / byggðum 1933, Að norðan 1936, Ný kvœðabók 1947, Ljóð frá liðtiu sumri 1956, / dögun 1960 og Ioks Síðustu Ijóð 1966 aö honum látnum. Davíð lést fyrsta mars áriö 1964. Siguröur Nordal um Davíð Stefánsson: Ferill hans hreinasta Aladínsœv- intýri Sigurður Nordal lýsti því eitt sinn hvernig Davíð Stefánsson hreif menn meö ljóðum sín- um: „Aö ýmsu leyti var ferill Davíðs Stefánssonar hreinasta Aladínsævintýri í samanburöi við hlutskipti flestallra ís- lenzkra skálda. Það skipti varla neinum togum, aö ljóö hans voru komin á hvers manns var- ir, um leið og hin fyrstu þeirra voru komin á prent. Þessum al- mennu vinsældum átti hann síöan að fagna ævilangt." Sig- urður sagði einnig: „Svo ein- kennilega vildi til, aö ég sá og heyrði Davíö fyrsta sinn í fá- mennum hópi íslenzkra Hafn- arstúdenta á 21. afmælisdegi hans, 21. janúar 1916. Hann haföi vegna heilsubrests oröið aö gera hlé á skólanámi sínu, aö loknu gagnfræöaprófi á Ak- ureyri, og dvaldist þennan vet- ur í Kaupmannahöfn, — hvers vegna hef ég satt aö segja aldrei vitað. En þarna um kvöldið stóö þessi ókunnugi skólapiltur allt í einu upp, þegar hann var orðinn ofurlítiö ör af víni, og fór aö lesa langt kvæöi. Þaö var seinna prentaö í Svörtum fjöðr- um og heitir Komdu. Og þegar hann fór meö þetta erindi: Ekki skal það kvelja þig skóhljóðið mitt; ég skal ganga berfœtt um blessað húsið þitt — þá hríslaðist eitthvað um mig, sem var allt annað en ég gat fundið til af kvæöum hinna ungu skáldanna, þó aö sum þeirra gætu ort býsna vel._ Ég skal hvorki reyna að lýsa því né skýra, hvaö því olli: oröin, tungutakið, flutningurinn? En um áhrifin var ekki að villast." (Sigurður Nordal: Skáldið frá Fagraskógi. Endurminningar samferðamanna um Davíð Stef- ánsson.) Tilfinníngin er nakin Halldór Laxness um Davíð Stef- ánsson „Þaö er eitt fyrir sig aö hann leggur á hilluna hiö sérstaka skrúömál, ljóðmálið, sem frá upphafi fylgir íslenskunni, hiröir hvergi um einstrein- gíngslegan reglíng í formi, ber fram tilfinníngaljóðiö í ein- földustu orðum óbundins máls, jafnvel mælts máls, sem er hérumbil óþekt aöferö nema hjá einstöku hagyröíngum 19du aldar, — þó þannig aö hann hreinsar hiö mælta mál af sora hversdagslegrar rökvillu og tilhneigíngu til ruddaskap- ar. En með því aö skágánga hið hefðbundna ljóömál og taka upp slétt og algeingt mál tekst honum í senn aö gera kvæðin beinskeyttari í tjáníngu en ella mundi og ljá þeim náttúrlegan upplestrareiginleik sem vantar í kveöskap þar sem málskrúö og bragsmíö er látið sitja í fyr- irrúmi. Maður tekur ekki eftir aö þaö sé mál á þessum kvæö- um, tilfinníngin er nakin, eig- inleikar þeirra leita beint gegn- um eyraö til hjartans, ef svo mætti segja; þegar maður les þau heyrir maöur þau, en ekki einsog tónlist, heldur talandi rödd, heita og dimma, stund- um aö vísu ofsafeingna, en einnig rólega og kyrra, með dymbli, — einsog í hinu fyrsta kvæöi: Sestu hérna hjá mér." (Halldór Laxness: Davíð Stef- ánsson fimtugur. Sjálfsagðir hlutir.) m Cestir Kaffileikhússins hlýöa á góba sögu á síbasta vetri. Viltu heyra eina góða? Sögumenn eru meö ýmsu móti eins og gengur, en tví- mælalaust má fullyröa aö Kaffileikhúsiö býöur upp á afbragös sögumenn á miö- vikudagskvöldiö. Þá troöa upp þrír sagnamenn og ein sagnakona á fyrsta sögu- kvöldi Kaffileikhússins. Sam- komur þessar nutu mikilla vinsælda í fyrravetur. Að þessu sinni koma og segja sögur þau Einar Kárason rithöf- undur, Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri, Úlfhildur Dagsdóttir skáldkona — og söguhrókurinn frægi Þrándur Thoroddsen. ■ Tranan og furutréb, sem KÍM sendir á markab, kostar abeins 1.400 kr. Kínversk-íslenska menn- ingarfélagib: Kínversk tónlist á geisla- plötu Kínversk-íslenska menning- arfélagiö hefur gefiö út geislaplötu meö kínverskri tónlist. Er þetta fyrsta ís- lenska platan af þessu tagi. Platan heitir Tranan og furu- tréb — Kínversk tónlist undir sindrandi noröurljósum og hefur aö geyma 17 verk kín- verskra tónlistarmanna, sem hafa heimsótt ísland. Hér er um að ræöa ágæta heimild um þjóölega tónlist frá ýmsum hlutum Kínverska alþýðulýöveldisins. Ríkisútvarpiö geröi upptök- urnar og er sú elsta þeirra frá 1977. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.