Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. september 1995 'Tjrti'ifct.ffiff.ftft.My 3 Birgöir af dilkakjöti í landinu um 2 þúsund tonn: Landbúnaöaráöherra: / Urræði liggja ekki á lausu Gu&mundur Bjarnason land- búna&arrá&herra segir a& veriö sé aö sko&a þa& sem fyrsta skref hvaö hægt sé a& gera viö 700- 1000 tonn af þeim tvö þúsund tonnum af dilkakjöti sem til eru í landinu. Hann segir a& þetta sé mál sem afur&astö&v- arnar í samrá&i vi& bændasam- tökin ver&i aö gera tillögur um. Hann segir a& þessir aöilar hafi til þessa rætt þaö viö stjórnvöld hvort þau séu tilbúin til aö styrkja þá eitthvaö fjárhagslega í þessu máli. Hinsvegar sé þaö alfarið mál vibkomandi hagsmunaðila hvaö þeir ætli sér að gera við þetta kjöt. Ráðherra segir að þetta mál sé ekki einfalt úrlausnar, auk þess sem engum muni þykja þaö ásættanlegt að uröa eða brenna þessi matvæli. Rá&herra segir að menn hljóti að sjálfsögðu a& velta því fyrir sér hvaö innlandsmarkaðurinn þolir í þessum efnum því það hefur áð- ur verið reynt að minnka birgðir með því að bjóða neytendum kjöt á lægra verði. Það getur hinsvegar haft þær afleiðingar að það muni draga úr sölu á nýju kjöti, en stutt er í sláturtíðina. Sé kjötið aftur á móti flutt úr landi, þá þarf að gæta þess að það skemmi ekki fyr- ir þeim markaðstilraunum sem verið er að gera með íslenskt dilkakjöt erlendis. Forráöamenn bókaverslana hugsa œvinlega hlýtt til haustsins og á myndinni má sjá orsakir þess hlýhugar. Tímamynd CS Skólastarf aö hefjast: Nýir nemendur í einkaviðtöl Fólk á biölistum eftir vinnu í fiskvinnslu á höfuöborg- arsvceöinu, Akureyri og Akranesi: Vantar 100 manns í fisk- vinnslu á Vestfjörðum Á sama tíma og fólk skráir sig á biölista í von um að fá vinnu í fiskvinnslu á höfuðborgar- svæ&inu, Akureyri og á Akra- nesi, vantar um 100 manns í fiskvinnslu á Vestfjörðum í byrjun næsta mánaðar. Þá hverfur skólafólk á ný til náms og nýtt fiskveiðiár geng- ur í garð. Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, sem var á Vestfjörðum í síðustu viku, telur ekki ólíklegt ab það vanti um 10-20 manns ab jafnaði í hvert fiskvinnslufyr- irtæki þar vestra um næstu mán- aðamótin. Hann segir ab í það heila tekið sé því hér um að ræða störf fyrir um 100 manns. Hinsvegar hefur um nokkurt skeið verið mun meira framboð af fólki til starfa í fiskvinnslu en hægt hefur verið ab ráða hjá Granda hf., ÚA á Akureyri og Haraldi Böðvarssyni hf. á Akra- nesi. Þá mun svipað ástand vera uppi á teningnum hjá Sjólastöð- inni í Hafnarfirði. Guðmundur Jónsson, verk- stjóri hjá Granda hf. í Reykjavík, segir ab þab líði varla sá dagur að ekki komi einn eða tveir tii að spyrjast fyrir um vinnu, eba nokkrir tugir í mánuði hverjum. Hann segist jafnframt hafa bent umsækjendum á að þótt ekki sé neitt að hafa hjá þeim í augna- blikinu, þá sé skortur á fisk- vinnslufólki til starfa víðsvegar úti á landi. Verkstjórinn segir að við rábn- ingu fólks sé tekið mið af því hvort viðkomandi hafi ein- hverju reynslu af fiskvinnslu- störfum eða ekki. Hann segir að það sé erfitt að ganga framhjá fólki sem hefur t.d. 10 ára reynslu af fiskvinnslustörfum þegar vantar fólk, en þó sé alltaf eitthvað um að nýgræðingar séu rábnir til starfa. ■ Haust er gengið í garð með fyrstu sólarglennu í langan tíma og í gærdag sáust krakk- ar á skólaaldri sniglast í kring- um skólana sem þau telja sig sjálfsagt hafa verið blessunar- lega laus við í sumar. Tíminn hafði af þessu tilefni samband við Ragnar Gíslason skólastjóra Foldaskóla, eins stærsta skólans á Reykjavíkur- svæbinu, sem sagði að kennarar væri búnir að nota fjóra starfs- daga áður en skólastarf hófst til að undirbúa kennslu. Ragnar sagði að fjöldi nemenda yrði „nú ekki ijós fyrr en talið verður upp úr kössunum." En skráðir nemendur eru 877 og þar af eru 85 börn að setjast á skólabekk í fyrsta sinn. Aðspurður um það hvort 6 ára börn fái sömu meðhöndlun og aðrir við komu sína í skólann kvað Ragnar nei við. „Vib erum búin að hitta krakkana í vor. Þá fengu þau svona rétt að reka inn nefið. Síðan eru þau boöuð hvert og eitt í skólann ásamt foreldrum sínum. Skólinn hjá þeim byrjar ekki fyrr en 6. sept." Annar til tíundi bekkur mætir svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4.sept. „Veturinn byrjar bara mjög vel. Hann ber þess ab vísu merki að þetta var óvenjulegt vor." Skólastarf hefst því með hefð- bundnum hætti nema að við bætast þessar 15 kennslustundir eins og kveðið var á um eftir kjarasamningana í vor. Stund- irnar dreifast yfir árið hjá öllum bekkjum grunnskólans." Tímamynd GS Margt góöra gesta sótti barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur heim þegar hún var opnuö ígœr. Sjúkrahús Reykjavíkur: Bamadeild á Borgarspítala opnuð Hundruð sjálfboöa- liba við söfnun RKÍ Hundruð manna hafa látið skrá sig til starfa við landssöfn- un RKI fyrir konur og börn í neyð í ríkjum Júgóslavíu sem var. Söfnunarmiðstöðvar verða í félagsmiðstöðvum unglinga í Reykjavík og auk þess á flestum stöðum úti á landi. Fólk sem vinnur að söfnun- inni er búið lokuðum, rauðum söfnunarbauk og verður því auðþekkt. ■ „Það er erfið reynsla fyrir alla að veikjast, ekki síst fyrir börn. Þess vegna þurfa þau góða umönun og það þekkir starfsfólk barnadeilda sjúkra- húsa vel." Þetta sagði Ingibjörg Sóirún Gísladóttir borgarstjóri þegar ný barnadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur var tekin í notkun í gær, en sem kunnugt er hefur starf- semi Borgarspítala og Landakots nú verið sameinuð undir merkj- um Sjúkrahúss Reykjavíkur. Öll starfsemi barnadeilda er nú á einum stað: á Borgarspítala. Alls 26 sjúkrarúm eru á barna- deildinni á Borgarspítala, auk þess sem aðstaða er þar fyrir for- eldra sem vilja eða verða að dveljast hjá börnum sínum. Deildin er sérhönnuð sem slík og er mjög vel búin tækjum, og sérfræðingar á flestum sviðum barnalækninga starfa þar. Börn verða nú ekki lengur lögð inn á Landakot, en þar höfðu þó verið stundaðar barnalækningar frá árinu 1902 og sérstök barnadeild frá árinu 1961. Á Borgarspítala verða barnalækningar nú alfariö, en börn hafa þó alltaf verið talsvert lögð þangað inn, enda þótt að- staða til þess hafi verið ófull- komin. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.