Tíminn - 02.09.1995, Qupperneq 14

Tíminn - 02.09.1995, Qupperneq 14
14 íjrmróm Laugardagur 2. september 1995 Hagvrðingaþáttur Þátturinn sendi þremur rímsnillingum áskorun um að setja saman vísur að gefnu tilefni og senda þætt- inum. Ekki létu þeir á sér standa og fara viðbrögð þeirra hér á eftir: Frækorn efans Það er beðið um vísu um frækorn efans og þá félaga bakarann og smiðinn, sem bar á góma hjá okkur í síðasta þætti. Svarið er svona: Afefans frœkomi upp lét vaxa ágœtt tré til að hengja í smið, sem röskur þótti að baka og baksa, afbœndum kominn í þriðja lið. Ólafur Stefánsson, Syðri-Reykjum Sjálfur yrki ég öll mín ljóð Ég tek áskorun og sendi vísur um nafnaruglið sem varð 19. ágúst, þar sem mér er eignuð vísa Ólafs Stefánssonar. Þessa tautaði ég í barm mér eftir að hafa lesið þann þátt: Atvik mörg á œvislóð aerið skondin detta. Sjálfuryrki ég öll mín Ijóð — en Olafur samdi þetta. Og nú, 26. ágúst, las ég að búið væri að hengja mig fyrir smiðinn: Þó að snaran hert um háls hefti andardráttinn, skal ég áfram faera frjáls ■ferskeytlur íþáttinn. Einnig minni ég á vísu þar sem Búa er eignaður fyrripartur eftir mig 12. ágúst: „Flesta daga fjörgar lund". Best er að vanda verkin sín, venja sig afað Ijúga. Þú faerir hann í fötin mín, ferskeytlusmiðinn Búa. Kveðja, Pétur Stefánsson Allt í stakasta lagi Því var vikið að hagyrðingnum Búa í síðasta mán- uði að hann segði til nafns, og fer svar hans hér á eftir: / hagmaelskuþaetti mitt hortittasafh í heimsku og ósvífni minni ég birti. En aettemi, númer og nafn naumast ég óneyddur kynni. Því maðurinn falskur og illkvittinn er, ótugt afgrófasta tagi. Ljúgandi aftan að fólki ég fer og finnst það í stakasta lagi. Ráðsetta borgara bít ég í hrygg, bakið á siðprúðum naga. Á gaegjum við þjóðveginn laevís ég iigg í launsátri, naetur og daga. Því teljast örðugar, Ólafur, nú aðgerðir, því máttu trúa, að draga úr felum það fláráða hjú, þann falska og illgjama Búa. Fögur er sjálfslýsingin og er Búa beðið blessunar og skorað á hann að halda uppteknum hætti og senda skeyí sín úr launsátrinu. Þeim Pétri og Ólafi eru einn þökkuð snjöll svör við lítilli beiðni. Boti og vísur sendist til Tímans Brai 'holti 1 105 ykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Alhtiba snyrtiþjónusta ísömu húsakynnum minna á gamla slagorbib hjá Agli Vilhjálmssyni, „Allt á sama stab". Tímamyndir GS Alhliba háklössun á mannfólki Fegrunarmiðstöð er aö komast á laggirnar í Reykjavík þar sem fólk verður lagfært og puntaö eftir kúnstarinnar reglum. Þar er hægt ab fá sig snyrtap og krullaðan, lit- aban og klipptan og jafnvel að fá tilsögn í mannasiðum og um- gengni við annað fólk. Enn er snyrtistofu og Pálfríöur fótaað- gerðastofu. Allt er þetta fólk á fín- asta aldri, okkar aldri, svo að viö hjónin ákváðum aö nýta aðstöð- una og erum ab flytja. Við opnum formlega næstu daga. Hér er gott rými fyrir það nám- skeiöshald sem ég held auðvitaö & ■ ■ ■ '* xw* Leibbeiningar um val á snyrtivörum og gób ráb margs konar eru veitt í Fegrunar- mibstöbinni ab Laugavegi 66. ekki hægt að fá innrætið bætt meö sérfræðiþjónustu í mibstöb- inni — og þó, ef hægt er að gera fólk ánægt með útlit sitt og fram- komu, er ekkert líklegra en að með fylgi svolítill náungakærleik- ur, sem fæst i kaupbæti. Hann Heiöar Jónsson, sem er öbrum duglegri að gefa lesendum Tímans og mörgum fleiri, góð ráö um útlit, smekk og framkomu, er ab flytja starfsemi sína á Laugaveg 66, en þar eru fyrir fyrirtæki sem sérhæfa sig í að flikka upp á útlit samborgaranna og gera þá ánægðari með sjálfa sig en þeir voru þegar þeir fetuðu upp á aðra hæð yfir súlnagöngunum að Laugavegi 66, eða sex sex, sem varla getur talist rangnefni adr- essunnar. Fegrunarmiðstöð viö Laugaveg Aðspurður sagði Heiöar um flutningana, að hann hafi lengi haft augastað á nýja húsnæðinu og einhverri samvinnu eða verka- skiptingu milli fyrirtækja sem sinna útlitinu. Heiðar: Jón Stefnir á Saloon Ritz hefur séð um háriö á mér í 20 ár og kunningjakona mín, Guð- rún Þorbergsdóttir, rekur þar áfram með. Og hérna verður einnig snyrtivöruverslun okkar hjónanna. Á hársnyrtistofunni eru Jón Stefnir, Auöur og Gúlla, allt fyrir- myndar fagfólk. Guðrún Þor- bergsdóttir stjórnar á snyrtistof- unni og þar er alltaf mikið aö gera viö snyrtingu, naglaásetningar og abrar sérmeöferöir. Þótt fyrirtækin stundi svipaða starfsemi, er það sitt hver þjón- ustan sem þau veita og stundum í samvinnu. Vömsalan er meira mín megin, en meðhöndlanir eru meira á starfssviði hinna. Við hjónin erum bæði farðarar og erum með sérstaka kynningar- förðun. Námskeiðin mín eru áfram litgreining, fatastíls- og framkomunámskeið og förðunar- námskeib. Svo er ég meb nýtt námskeið, sem er á huglægu nótunum, en það er meira í heimahúsum. Samstarf Nýja staðsetningin gerir þab að verkum að við erum virkari dags- daglega og abgengilegri fyrir vib- skiptavinina. Sala á snyrtivörum og leiðbeiningar um notkun þeirra getur farið fram samtímis og hingaö getur fólk leitab aö- stoðar með nánast allt það sem hefur með útlit að gera. Við getum vel kallaö þetta fegr- unarmiðstöb, því við vinnum saman og vísum vibskiptavinum hvert á annab eftir því sem við á og hvers þeir þarfnast. Þegar líbur fram á vetur og sér- stakir hópar fá áhuga á sérstökum kvöldkynningum á starfseminni og sjá hvaö hér fer fram, þá er hægt ab hafa samband við okkur og veröa tímar bókaðir. Hér er nóg pláss og margir stólar, þannig að viö getum tekið eitt meðal- bankaútibú á einu kvöldi og haft skemmtikvöld fyrir það fólk og sýnt þá þjónustu sem hér er hægt aö fá. Á staðnum eru þegar gróin fyr- irtæki í fullu starfi og hjá viðbót- inni er hægt að fá þjónustu, en formleg opnun verður þegar að- eins kemur fram í mánuðinn. Áfram í Tímanum Þótt fyrirtæki Heiðars flytji sig um set og taki upp takmarkaða samvinnu viö skyldan rekstur, verður starfsemin svipuð og áður, nema betri, sem byggist á bættu húsnæði og góðum grönnum. Aðdáendur Heiðars í hópi Tímalesenda, sem þegið hafa mörg og gób ráð hjá honum í brábum tvö ár, munu áfram fá að njóta þekkingar hans, því hann mun útdeila fróðleik um útlit, fatnað og framkomu á síðum blabsins. Þeir, sem áhuga hafa, geta sent blaðinu spurningar um hvaöeina sem varðar sérsvib Heiðars og hann mun eftirleiðis sem hingab til vera fús til að kenna og leið- beina í vikulegum pistlum um stíl og tísku.__________________ ■ Heibar Jónsson, snyrtir, svara spurningum lesenda Hvemig aeg ao vera?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.